Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Tólf ferðalangar grófu sig í fönn við Hrafntinmusken „Vorum sex tíma að grafa í ofsaveðri“ „ÞAÐ BAR í sjálfu sér ekkert út af hjá okkur annað en ad vid lentum í vitlausu veðri. Það hefur eitthvað borið út af hjá einhverju af okkar fólki í bænum og þess vegna hefur þessi leit farið af stað. Okkur þykir það mjög miður — ekki síst vegna þess, að okkar fólk á að vita að við getum alltaf tafist um einn dag á fjöllum," sagði Sigurjón Hannesson, oddviti í hópi vélsleðamannanna tólf, sem leitað var að norðaustan við Heklu í gærmorg- un, þegar Morgunblaðsmenn hittu ferðalangana að máli á Dómadalsleið í Sölvahrauni síðdegis í gær. Laugardagskvöld í Landmannahelli Sigurjóni og ferðafélögum hans úr Vélsleðaklúbbnum Meiði sagð- ist svo frá, að þau hefðu haldið úr Reykjavík síðdegis á föstudag, tólf saman með níu vélsleða á fjórum jeppum. Ferðinni var heitið í Hrafntinnusker, þar sem þau ætl- uðu að verja helginni og fara á sleðunum um umhverfið. Þau voru vel búin og öll þaulvön ferðalögum á fjöllum. Aðfaranótt laugardags- ins gistu þau í Landmannahelli en héldu síðan eftir hádegið lengra inn í landið að Hrafntinnuskeri, þar sem Ferðafélag íslands hefur reist myndarlegan skála. „Veðrið var alveg yndislegt á laugardaginn og við skemmtum okkur prýðilega," sögðu þau. „Þeg- ar við ætluðum svo að halda heim- leiðis eftir hádegi á sunnudaginn gerði skyndilega vitlaust veður. Við vorum rétt nýlega lögð af stað frá skálanum en sáum strax, að við kæmumst ekki þangað aftur, svo við grófum okkur í skafl og höfðumst þar við um nóttina." Sex tíma mokstur í veðurofsa Konurnar fimm í hópnum sögðu að snjóhúsið hefði verið „betra en nokkuð einbýlishús — meira að segja hillur til að þurrka fötin okkar á.“ En það gekk ekki átaka- laust að grafa allan hópinn í fönn. Þau voru að vísu með þrjár skófl- ur, þar af aðeins eina góða, en veð- urofsinn var slíkur, að það var ekki fyrr en undir kvöldmat, eftir sex tíma mokstur, sem snjóhúsið var tilbúið. Þau voru með þrjá prímusa með sér, sem þau notuðu til að hlýja sér við og þurrka gegn- vot föt sín. — Farstöðina, sem var í kassa á einum sleðanum, tókst þeim ekki að komast í. „Það má vel koma fram,“ sagði einn úr hópnum, Ingólfur Guð- laugsson, „að talstöð, sem hefði komið okkur að gagni við að láta vita af okkur, er slík munaðarvara vegna hárra tolla, að það er ekki á færi nema efnafólks að eiga slíkt. En ef við hefðum verið með slíka stöð hefði verið hægt að spara mikla peninga i útkalli alls þessa fórnfúsa björgunarsveitafólks. Við höfum verið að reyna að komast undir hatt einhverrar björgun- arsveitarinnar, svo við getum fengið niðurfellda tolla af góðri talstöð og það er ekki útséð með hvernig það fer.“ Hópurinn við Ferðafélagsskálann í Hrafntinnuskeri. Einn týndur — skalf sér til hita Ingólfur var raunar eini maður- inn úr hópnum, sem lenti i raun- verulegum hrakningum í ferðinni. Hann varð viðskila við hópinn í kófinu þegar þau reyndu að brjót- ast aftur aö Ferðafélagsskálanum í Hrafntinnuskeri. „Allt í einu var ég einn,“ sagði hann, „og þegar ég átti ekki nema kannski hundrað metra eftir í skálann bilaði sleð- inn og þá var ekkert um annað að ræða en að grafa sig í fönn og hafast þar við uns veðrinu slotaði. Þá lærði ég hvernig maður getur skolfið sér til hita! Eg hef oft verið á fjöllum og lent í ýmsu en engu þessu líku. Það versta var, að ég var ekki með neitt með mér nema það sem ég stóð í. Ég neita því ekki að ég svaf ekki mikið og var orðinn býsna kaldur um morgun- inn þegar veðrinu slotaði og við náðum saman á ný. Þá hlýjuðu konurnar mér og færðu mig í þurrt." „Víst saknaði ég bónda míns,“ sagði eiginkona Ingólfs, Margrét Ægisdóttir. „Við vissum þó að hann var ekki langt undan — við gældum við þá tilhugsun að hann hefði komist í skálann og væri þar. Æ, það var ósköp gott að sjá hann aftur." Talstöövarsamband eftir langa mæðu Sigurjón Hannesson sagði það hafa verið „ónotalegt þegar Ing- ólfur hvarf. En ég er búinn að þekkja piltinn lengi og vissi að það kom aðeins tvennt til: annaðhvort hefði hann komist í skálann eða þá að hann hefði grafið sig i skafl, svo ég hafði engar sérstakar áhyggjur af honum.“ Veðrinu slotaði um birtingu í gærmorgun. Þá héldu þau f Ferða- félagsskálann og reyndu árang- urslaust að nota loftnet, sem þar er, til að ná talstöðvarsambandi til byggða. Þau gerðu sömuleiðis við sleðana tvo, sem höfðu bilað. Morgunblaftia/RAX Um hádegi, þegar þau voru um það bil að vera tilbúin til brottfar- ar, heyrðu þau í útvarpi að leit að þeim stæði yfir. Þá tók Sigurjón sig til, fór með farstöðina upp á hæsta tindinn í fjöllóttu landinu og reyndi enn að kalla. í þetta skipti bar það árangur — í þann mund sem hann náði sambandi við bóndasoninn á Sandlæk bar að þrjá björgunarsveitarmenn á vélsleðum frá Hellu. Þau voru svo komin að bílum sínum í Sölva- hrauni laust fyrir klukkan sex í gærkvöld, þar sem fleiri björgun- arsveitarmenn tóku á móti þeim. Tólfmenningarnir eru úr Reykjavík, Hafnarfirði og Garða- bæ. Þau heita: Sigurjón Hannes- son, Björg Freysdóttir, Grímur Antonsson, Þuríður Antonsdóttir, Kári Elíasson, Guðrún Hallvarðs- dóttir, Björn Björnsson, Alma Guðmundsdóttir, Ingólfur Guð- laugsson, Margrét Ægisdóttir, Ingi Sævar Oddsson og Gunnlaug- ur Ingimundarson. íslendingur eftirlýstur fyr- ir stórfelld fjársvik í Noregi Osló, 18. mara. Frá frétUriUru Mbl., J&n Erik Lauré. Banki, bflafyrirtæki og kona fri Þrindbeimi eru meðal aðila, sem fimmtíu og fjögurra ira gamall ís- lenskur maður gabbaði gróflega ið- ur en hann lét sig hverfa fri Noregi með u.þ.b. 325.000 illa fengnar norskar krénur I farangrinum. En sú upphæð er um 1.430.000 I íslenskum krónum. Álitið er að maðurinn haldi sig nú á íslandi og hefur norska lög- reglan beðið starfsbræður sina á íslandi að yfirheyra hann. Bæði bankinn og bílafyrirtækið hafa kært manninn fyrir fjársvik, en hann fékk 100.000 n.kr. að láni hjá Fellesbanken i Þrándheimi til þess að koma á fót verslun með notaða bila sl. sumar. Komið hef- ur á daginn að undirskriftir ábyrgðarmanna, sem maðurinn sýndi í bankanum við lántökuna, voru falsaðar. Þá fékk Islendingurinn sex bíla, að verðmæti 250.000 krónur, hjá bifreiðafyrirtækinu Ullern Bil í Osló, en greiddi þá aldrei. „Við höfum beðið íslensku lög- regluna að yfirheyra þennan 54 ára gamla mann. Hann stakk af frá Noregi í fyrrahaust og heldur sig sennilega á íslandi, en okkur vitanlega hefur lögreglan ekki enn haft uppi á honum. Ekki verður krafist gæsluvarðhalds yfir mann- inum fyrr en yfirheyrslur hafa farið fram,“ sagði Eivind Engen, deildarstjóri lögreglunnar 1 Þrándheimi, við fréttaritara Mbl. Engen sagði einnig, að þegar maðurinn tók 100.000 króna lánið í Fellesbankanum í Þrándheimi, hefði hann verið í sambúð með norskri konu f bænum. Fölsuðu undirókriftirnar, sem haiui fékk lánið út á, voru nöfn á nokkrum nágrönnum hans. Við svo búið hélt maðurinn til Osló og gerði samning við Ullern Bil um að selja bíla fyrirtækisins í Þrándheimi. Innan fárra vikna fékk hann sex bíla, að andvirði 250.000 krónur, frá Ullern Bil til sölu. Bílana seldi hann en fyrir- tækið sá aldrei krónu af ágóðan- um. Þegar ljóst varð að dráttur var orðinn á að maðurinn skilaði af sér greiðslunum gekk fyrirtækið hart að honum. Hann sýndi þá skjöl, þar sem hin norska sambýl- iskona hans ábyrgðist greiðsluna og gefið var veð í íbúðum í hennar eign. Einnig þessi skjöl voru föls- STJÓRN Kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi mót- mælti á fundi í gær þeirri ákvörðun landbúnaðarráðherra, að veita dótt- urfyrirtæki SÍS leyfi til vatnstöku í Grindavík. Ályktun ráðsins er svo- hljóðandi, en undir hana rita Gísli Ólafsson formaður, Erna Mathiesen, Bragi Mikaelsson, Guðjón Þorláks- son, Þorvaldur Ó. Karlsson, Jón Bjarni Þorsteinsson og Kristrún Helgadóttir: uð og hefur maðurinn þvf einnig svikið vinkonu sfna. Þar sem veðin voru fölsuð og þeir er keypu bílana af íslendingn- um gerðu það í góðri trú, hefur Ullern Bil ekki tekist að fá bættan skaðann. „Við gerum okkur engar vonir um að endurheimta þessar 250.000 krónur," sagði fulltrúi Ull- ern Bil f samtali við Mbl. Bifreiðaverslunin, sem maður- inn sagðist vera að stofna, komst aldrei á laggirnar. Hann keypti aldrei húsnæði undir verslunina, en lögreglan heldur þó að hann hafi ætlað að koma á fót fyrir- tæki. Peningarnir frá bankanum og bflafyrirtækinu hafa að öllum líkindum runnið til daglegra þarfa mannsins. En þó að hér sé um að „Stjórn Kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins f Reykjaneskjör- dæmi mótmælir harðlega þeirri ákvörðun landbúnaðarráðherra að veita fyrirtæki Sambands íslenskra samvinnufélaga, Islandslaxi hf., heimild til að nýta heitt vatn úr landi Staðar í Grindavík gegn endurgjaldi, sem ekki er f neinu samræmi við það, sem eðlilegt má telja. Stjórn Kjörda?misráðs mótmælir ræða 325.000 krónur hefur lögregl- an ekki orðið þess vör, að maður- inn hafi lifað sérstöku munaðar- lffi. „Við erum ekki þeirrar skoðun- ar að hin norska vinkona íslend- ingsins hafi verið f vitorði með honum. Hún hefur að öllum lík- indum látið ginnast, lfkt og bank- inn og bílafyrirtækið," sagði lög- reglan i Þrándheimi. Samkvæmt refsilögum, sem hægt væri að dæma manninn eft- ir, gæti dómurinn orðið allt að þriggja ára fangelsisvist. Ef ís- lenska lögreglan hefur hendur f hári hans og verði hann fluttur til Noregs og dæmdur þar, eru líkur á að hann fái að afplána dóminn f fslensku fangelsi. einnig harðlega heimild ráðherrans til sama aðila til töku á allt að 350 sekúndulítrum á fersku vatni, þeg- ar ekki liggur fyrir, hver áhrif slikt vatnstaka kann að hafa á hags- muni byggðalaganna á Reykjanesi. Stjórn Kjördæmisráðs telur, að forréttindi þau, sem landbúnaðar- ráðherra hefur veitt SÍS með þess- um samningi við íslandslax hf. séu slík, að ekki verði við unað.“ Jósef Liljendal Sigurðsson Ódæðisverkið í Kópavogi: Rannsókn skammt á veg komin RANNSÓKN á morði Jósefs Liljendals Sigurðssonar er enn skammt á veg komin. Sigurður Adolf Frederiksen! sem hefur játað að hafa orð- ið Jósef að bana, var yfir- heyrður um helgina, en til- drög ódæðisverksins eru enn óljós. Sigurður var úrskurð- aður í Sakadómi Kópavogs í gæzluvarðhald til 1. júní næstkomandi að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Unnið hefur verið að gagnaöflun og vitni í málinu kvödd til skýrslutöku. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi: Mótmæla leyfistöku íslandslax hf. á vatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.