Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGJJR 19. MARZ 1985
Barometer á Bridgehátíð:
Sigurður Sverrisson og
tvímenningskóngurinn
Jón Baldursson sigruðu
Bridge
Arnór Ragnarsson
LOKSINS — loksins íslenzkur sig-
ur í barometerkeppninni á bridge-
hátíð. Jón BaldursMon og Sigurður
Sverrisson urðu sigurvegarar I 48
para barometerkeppninni sem
lauk sl. laugardag á Hótel Loftleið-
um. Háðu þeir æsilegt einvígi í síð-
ustu umferðunum við pólsku
ólympfumeistarana Romansky og
Tuszinszky og þegar upp var staðið
hðfðu Jón og Sigurður 403 stig en
pólverjarnir 401 stig. T.d. má geta
þess að þegar tveimur umferðum
var ólokið hðfðu bæði pörin hlotið
379 stig.
Jón Baidursson og Sigurö Sverr-
isson þarf vart að kynna. Þeir eru
báðir margfaldir íslandsmeistarar.
Einkum hefír Jón verið harður að
ná sér í íslandsmeistaratitla í
tvímenningi og er hann handhafí
titilsins í dag ásamt Herði Blöndal.
Sigur Jóns og Sigurðar er
mjög athyglisverður. Þeir eiga í
höggi við marga af þekktustu
bridgespilurum heims en þó
verður að geta þess að þeir spila
á heimavelli og þekkja flesta af
andstæðingum sínum mjög vel.
Lítum á gang keppninnar:
Staðan eftir 10 umferðir:
Ásmundur — Karl 135
Rúnar — Stefán 101
Romansky — Tuszinszky 96
Guðmundur P. — Hjalti 95
Zia Mahmood — Hoffman 80
Blakset — Möller 78
Félagsmeistarar Bridgefélags
Reykjavíkur, Stefán Pálsson og
Rúnar Magnússon, byrjuðu mót-
ið af miklum krafti og höfðu for-
ystu í mótinu fram að 10. um-
ferð. Ásmundur Pálsson og Karl
Sigurhjartarson áttu líka góða
byrjun í þessu móti og gáfu ekki
til baka þau stig sem þeir náðu í.
Þá var auðséð að útlendingarnir
höfðu áhuga á dölunum sem í
boði voru — og kannski ekki sízt
Pólverjarnir.
Persónuleiki Pakistanans Zia Mahmood leyndi sér ekki bæði við spilaborö-
ið og utan þess. Hér fylgjast fjórar þekktar konur úr bridgeheiminum með
Zia meta stöðuna.
Staðan eftir 19 umferðir:
Jón B.— Sigurður Sv. 215
Romansky — Tuszinszky 190
Ásmundur — Karl 174
Auken — Koch 172
Guðmundur P. — Hjalti —
Guðmundur 145
Sævar — Jón Jónsson 133
Zia Mahmood — Hoffman 121
Jón Baldursson og Sigurður
Sverrisson tóku hreint ótrúlegan
sprett eftir 6. umferð en þá voru
þeir með 28 stig í mínus. Þeir
skoruðu á þessum tíma 20 stig
yfir meðalskor í hverri umferð.
Þá spiluðu Auken og Koch þenn-
an hluta af miklum krafti. Guð-
mundur Pétursson og Hjalti
spiluðu einnig af öryggi en
Hjalti varð fyrir því að fá aðsvif
og varð að fara á spitala til skoð-
unar. I hans stað kom Guðmund-
ur Eiríksson.
Staðan eftir 31 umferð:
Jón B. — Sigurður 285
Romansky — Tuszinszky 212
Auken — Koch 196
Zia Mahmood — Hoffman 179
Guðm. P. — Guðm. E. 170
Engan bilbug er að finna á
Jóni Baldurssyni og Sigurði
Sverrissyni og þegar hér var
komið var auðsætt að þeir gæfu
ekkert eftir. Hafa verður það þó
í huga að í svona stórum baro-
meter eru stigin fljót að skipta
um eigendur en spiluð eru 2 spil
milli para og ef tvö efstu pörin
spila saman getur annað farið
upp um 30—40 stig á meðan hitt
fer niður um sömu tölu.
Staðan eftir 41 umferð:
Jón b. — Sigurður 345
Romansky — Tuszinszky 285
Zia Mahmood — Hoffman 276
Auken — Koch 255
Coon — Stengel 182
Björn — Guðmundur 180
Þegar hér er komið eiga Jón og
Sigurður enn 60 stig til góða á
næsta par en 4 umferðum síðar
voru bæði pðrin komin með 379
Sigurvegararnir í tvfmenningnum, Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson.
stig og allt gat gerst. Jón og Sig-
urður áttu örlftið betri enda-
sprett og sigurinn var þeirra —
kærkominn sigur íslenzks pars
en það hefir viljað brenna við að
erlendu pörin hafi lætt sér í
efstu sætin í síðustu umferðinni
og stolið sigrinum frá íslenzku
pörunum. Til nokkurs var að
vinna því að verðlaunin í mótinu
voru mjög góð, 1500 $ fyrir 1.
sætið, 1000 $ fyrir 2. sætið, 700 $
fyrir 3. sætið, 400 $ fyrir 4. sæt-
ið, 300 $ fyrir 5. sætið, 200 $ fyrir
6. sætið og 100 $ fyrir 7,—10.
sætið. Þrjú efstu pörin fengu auk
þess verðlaunagripi.
Lokastaðan:
Jón Baldursson —
Sigurður Sverrisson 403
Romansky — Tuszinszky 401
Jens Auken — Dennis Koch 281
Zia Mahmood — M. Hoffman 249
Jón Ásbjörnsson —
Símon Sfmonarson 230
Björn Eysteinsson —
Guðmundur Hermannsson 200
Barry Myers — Robert Sheean 194
H. Stengel — Charles Coon 143
Rúnar Magnús — Stefán Páls 131
Ásmundur Pálsson —
Karl Sigurhjartarson 130
Lars Blakset — Steen Möller 122
Guðmundur Páll Arnarson —
Þórarinn Sigþórsson 109
Jens Auken og Dennis Koch
spiluðu mjög jafnt allt mótið út
og voru vel að 3. sætinu komnir.
Þá voru Zia og Hoffman ætíð
meðal efstu para en aftur á móti
áttu Jón Ásbjömsson og Símon
Sfmonarson mjög góðan enda-
sprett sem gaf þeim 5. sætið
nokkuð óvænt því þar voru
margir kallaðir. Árangur Rún-
ars og Stefáns verður að teljast
þokkalegur en t.d. Guðmundur
Páll og Þórarinn áttu erfitt upp-
dráttar eftir þunga byrjun í
mótinu. Ekki er hægt að skilja
svo við einstök pör en að geta
árangurs eins af bandarfsku pör-
unum þar sem yfirgangur sumra
þeirra virkar þannig á fólk að
þeir séu einungis komnir til að
ná í aurana. Alan Cokin og Jim
Sternberg enduðu meðal neðstu
para f mótinu með 294 undir
meðalskori.
Mjög mikill fjöldi áhorfenda
fylgdist með mótinu sem fór
fram með miklum ágætum.
Keppnisstjóri var Agnar Jörg-
ensson.
Sveitakeppnin
Alls mættu 36 sveitir í sveita-
keppnina en þar af voru 6 sveitir
með erlendum þátttakendum.
Fjórar umferðir voru spilaðar
á sunnudag og að þeim loknum
var staða fslenzku sveitanna
óneitanlega nokkuð sterk.
Þórarinn Sigþórsson 88
Jón Baldursson 84
Suðurgarður 78
Martens (Pólland) 77
Steve Sion (Bandaríkin) 76
Jón Hjaltason 76
Sveit Zia Mahmood hafði að-
eins hlotið 58 stig en hann og
Barry Myers höfðu ýmsum
hnöppum að hneppa auk spila-
mennskunnar þannig að árangur
brezku sveitarinnar var kannski
ekki sem skyldi.
Sveitakeppninni, sem spiluð
var eftir Monrad-kerfi, lauk sl.
nótt og verða úrslitin væntan-
lega f miðvikudagsblaði.
Morgunbladið/Arnór
Fólverjarnir Tuszinszky og Romansky urdu að láta sér lynda annaö sætiö í
keppninni. Þeir spila hér gegn eina íslenzka kvennaparinu, Ester Jakobs-
dóttur og Valgerði Kristjónsdóttur.
Borgarstjóri setti mótið og sagði
fyrstu sögnina fyrir Pólverjann
Przybora. Forseti BSÍ, Björn Theo-
dórsson, fylgist með.
Margir þekktir „bridgejárnkarlar" voru meðal þátttakenda. Hér eigast
við Kristján Kristjánsson, Ragnar Halldórsson í ÍSAL, Aðalsteinn Jóns-
son, þekktari sem Alli rfki, og Þráinn Finnbogason, lyfjafræðingur í
Ingólfsapóteki.
Skeifan 3h - Sími 82670
UTSÖLUSTAÐIR:
ATLABÚÐIN - AKUREYRI
VERSL. AXELS SVEINBJÖRNSS - AKRANESI
BYKO - KÖPAVOGI OG HAFNARFIROI
HÚSPRÝÐI - BORGARNESI
JÓN BENEDIKTSSON - HÖFN
SKÖBÚÐ SAUÐÁRKRÖKS
PRÖSTUR MARSELlUSSON - ISAFIRÐI
} jC