Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 21 Þrjú fiskvinnslufyrirtæki á Austfjörðum: Bera reksturinn saman mánaðarlega StöAvarfirdi. 12. nire. STJÓRNENDUR þriggja fisk- vinnslufyrirtækja á Austurlandi, þ.e.a.s. Búlandstinds hf. á Djúpa- vogi, Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf. á Breiðdalsvík og Hraðfrysti- húss Stöðvarfjarðar hf. á Stöðvar- firði, hafa bundist samtökum um mánaðarlegan samanburð á rekstri fyrirtækjanna, en hug- myndin er að opna samstarfið fyrir önnur fyrirtæki í fiskiðnaði á Austurlandi. Fyrsti fundurinn var haldinn á Stöðvarfirði 12. mars þar sem stjórnendur hraðfrystihúsanna báru saman niðurstöður rekstr- ar; nýtingu síðasta mánaðar, af- köst og framlegð. Gera menn sér vonir um að þetta stuðli að auknu aðhaldi í rekstri fyrr- greindra fyrirtækja. Rekstrartækni sf. mun að- stoða frystihúsin við uppbygg- ingu samstarfsins, útbúnað tölvukerfa og eyðublaða. — Steinar Uorgunblaðið/RAX Fjérar rúður, þar af þrjár stórar, voru brotnar í síðustu viku í Kiwanis- húsinu í Garðabæ með því móti að skotið var á þær úr loftriffii. Lögreglan í Hafnarfirði skoðar hér vegsummerki, en þess má geta að Kiwanishúsið er staðsett í miðju íbúðarhverfi. Vara við sinu- brennu og fugla- veiðum á vorin Nú fer í hönd sá tími er farfugl- ar koma til landsins. Skotveiðifé- lag íslands vill hér með koma því á framfæri við alla sem það varð- ar, að gæsa- og andaveiðar eru bannaðar með lögum á vorin. Allar gæsir eru friðaðar frá 15. mars — 20. ágúst. Allar andategundir eru friðaðar frá 1. apríl — 1. sept Ennfremur viíl félagið benda landeigendum, sem stuðla á ein- hvern hátt að því að slíkar veiðar fari fram, að þeir geti hugsanlega orðið hlutdeildarmenn í lögbroti samkvæmt 22. grein laga nr. 19, 1940. Einnig er hér vakin athygli manna á að öll sinubrenna verði framkvæmd samkvæmt gildandi lögum. (FrétUtilkynning.) Siglufjörður: Hjól atvinnu- lífsins eru farin að snú- ast á ný Siglufírði, 16. marz. HJÖL atvinnulífsins eru nú farin að snúast af fullum krafti hér í Siglufirði að loknu aðgerðarleys- inu vegna verkfallsins. í morgun sást varla nokkur maður á götum úti, allir voru að vinna. Vinna hófst í báðum frystihús- unum í gær og hjá Siglósíld og var unnið á öllum þessum stöðum í dag. Sigluvíkin kom inn í gær með 105 lestir og rækjubátum, sem leggja upp sjá Siglósíld, fer fjölg- andi. Þá er grásleppuvertíðin að hefjast, en að undanförnu hafa karlarnir verið að fá mjög vel af rauðmaga. Þá heyrir það til tíðinda, að nánast alveg snjólaust er hér um þessar mundir. Vegna þess varð að færa skíðamót hér um helgina af hefðbundnum stað og gangstéttir í bænum eru allar vel færar. TERCEU Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi stationvagn sem sannar að fjórhjóladrifnir bílar geta verið þægilegir. Hvort heldur á hann er litið eða í honum eins og aðrir stationbílar — hann fer þar sem aðrir sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör- uggur svo sem við er að búastfrá Toyota. Þægindi fólksbifreiðarinnar, seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum sameinast í Tercel station. Harðger 1,5 lítra bensínvél sinniraf samaöryggi 2 og4 hjóla drifunum. Rit um náttúruvemd: „Jörðin er gjöful" „Jörðin er gjöful“ heitir rit um umhverfisvernd, sem Landvernd hefur nýlega gefið út í samvinnu við önnur norræn áhugasamtök um náttúruvernd. í formála ritsins segir, að það sé þýðing á ritinu „Heimsáætlun um umhverfisvernd", („World Cons- ervation Strategy"), sem kom fyrst út árið 1980 og tilgangur þess sé sá, að lýsa þeim leiðum, sem þarf að fara til þess að skapa viðunandi og byggilegan heim, þar sem gróður, dýralíf og mannlíf fær að þróast í sátt og samlyndi og gagnkvæmum skilningi. Aftast í ritinu eru sérstakir kaflar um ástand nátturu- og um- hverfisverndar á Norðurlöndum. Ritið er á aðgengilegu máli 48 bls. að stærð og prýtt fjölda mynda. 4NNLENT TOYOTA Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91—44144 essemm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.