Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Minning: Ingibjörg Daniels- dóttir frá Tannstöðum Nú er hún Inga frænka mín dá- in. Hún dó seint að kvöldi mánu- dagsins 11. mars eftir erfiða sjúkdómslegu og í dag kveðjum við hana í síðasta sinn. Hún hét reyndar fullu nafni ólafía Ingibjörg Daníelsdóttir, þótt hún væri aldrei kölluð annað en Ingibjörg og þó oftast Inga af þeim sem þekktu hana. Hún fædd- ist á Tannstöðum i Hrútafirði 10. febrúar árið 1916. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sveinsína Sigríður Benjamínsdóttir og Daníel Jóns- son og hún var næstyngst af fimm systkinum. í þá daga var skólaganga ungl- inga fjarri því að vera sá sjálf- sagði hlutur sem nú er orðið og síst af öllu var algengt að stúlkur leituðu sér menntunar umfram þá lágmarkskennslu sem veitt var í barnaskóla. Fróðleiksþorsti Ingu var þó meiri en svo að hún gæti látið sér nægja barnafræðsluna og hún var tvo vetur í Reykjaskóla. Reyndar í tveim áföngum því i þá daga var skólavist munaður sem kostaði peninga. Lögu síðar tók hún aftur upp þráðinn og hóf frönskunám við Háskólann og stundaði það af kappi í tvö ár, og þar til hún var orðin vel læs á það mál. Veturinn 1946—47 var Inga við nám i Kaupmannahöfn hjá „Boss- es klinik for videnskabelig Skenhedspleje”. Um vorið útskrif- aðist hún sem snyrtisérfræðingur og hlaut fyrstu ágætiseinkunn á prófinu. Til að ná slíkri einkunn þarf fólk að leggja hart að sér. Inga lét sér þó ekki nægja að stunda snyrtinámið af kappi. Þennan vet- ur eyddi hún kvöldunum í að læra postulínsmálun og náði einnig leikni í þeirri grein. Komin heim frá Kaupmanna- höfn, giftist Inga eftirlifandi manni sínum, Sigurði Sveinssyni, árið 1947. Þeim varð ekki barna auðið en ólu upp tvær stúlkur; kjördótturina Lindu Hrönn og Margréti Ágústsdóttur sem þau tóku í fóstur. Það hefur komið í minn hiut að minnast frænku minnar fáeinum orðum fyrir hönd okkar skyld- menna og vandamanna. Orð eru þó svo fátækleg á slíkum stundum og megna ekki að túlka nema brot af tilfinningum okkar. Þannig er meira en hæpið að orð nái yfir hlýjuna í augum Ingu eða glettið brosið, sem ég minnist frá bernskuárum mínum þegar þau hjónin komu í sína árlegu sumar- heimsókn á æskuheimili hennar. í augum okkar systkinanna var þessi árlega heimsókn einn af há- punktum sumarsins, og það var ekki aðeins vegna súkkulaðiplöt- unnar sem hún hafði jafnan í far- teski sínu. Ein sameiginleg frænka okkar, sagði við mig fyrir fáum dögum þegar við sátum og töluðum um Ingu að sennilega ætti hún henni að þakka að hún væri ekki bogin í baki, svo iðin hefði Inga verið að áminna hana um að sitja rétt. En hún sagði líka að hún hefði kennt sér að lesa og gefið sér kók í fyrsta sinn sem hún smakkaði þann drykk. Það er svo merkilegt hvernig minningar okkar eru bundnar ein- stökum atvikum. Þannig flýgur mér gjarna í hug lognkyrrt sumarkvöld fyrir norðan, þegar ég var barn og stóð niðri í fjöru og horfði á eftir Ingu og pabba róa út víkina. Því þótt allur fiskur væri horfinn úr Hrútafirði löngu fyrir mitt minni, réru þau ævinlega út á hverju sumri, til að keipa eftir þorski af einhverri undarlegri þrákelkni. Eg minnist þess líka þegar hún tók sér hrífu í hönd og gekkst í raksturinn með okkur hinum. Eða þegar hún stillti okkur upp til myndatöku, sem líka var árviss viðburður. ógleymanlegast er mér þó kannski lítið atvik; þegar hún setti myndavélina í hendurnar á mér og leyfði mér að taka mynd af sér, og sagðist ætla að senda mér mynd- ina til minja. Ekki veit ég enn í dag hvort hún hefur gleymt því eða myndin reynst hreyfð og gjörónýt. En það gerði reyndar ekkert til, því ég var bara átta ára og á þeim aldri getur sjálf lífshamingjan verið fólgin í því einu að fá að handleika slíkan töfragrip eitt stutt augnablik. Og kannski er lifið einmitt þannig. Samfelld röð af stuttum augnablikum sem líða hjá rétt eins og á ógnarlöngu færibandi. Sum festast í minni okkar eins og svipmyndir — önnur hverfa bak við tjald gleymskunnar. Ég er búinn að sitja lengi og horfa á þessa mynd. Hún var tekin af Ingu þegar hún var 25 ára og síðan eru nærri 45 ár. Hún er eins og hálf dreymin á svipinn og kannski hefur hún verið að hugsa um framtíðina. Sumu fólki eru reist minnis- merki úr steini og málmi til að haida nöfnum þeirra á lofti um aldur og ævi. Hversu tígulega sem þau kunna að gnæfa við loft á torgum stórborga eru þó til aðrir minnisvarðar sem mér hafa jafn- an verið hugstæðari. Slika minnisvarða hlöðum við um Ingu í hjörtum okkar. Þeir munu aldrei veðrast né mást, með- an hjörtu okkar slá. Jón Daníelsson Nemendasamband Menntaskólans á Akureyri: Vorfagnaður sambandsins fyrirhugaður 31. maí nk. Nemendasambandið, sem nú er 11 ára, var stofnað í þeim tilgangi að stúdentar og gagnfræðingar að norð- an hefðu tækifæri til þess að halda við og endurnýja gömul kynni. Aðal- vettvangur hinna gömlu kynna er á vorfagnaði sambandsins, en hann verður að þessu sinni haldinn föstu- daginn 31. maí nk. og verður hann auglýstur síðar. Aðalfundur Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri, „NEMA“, var haldinn í veitinga- húsinu Torfunni þriðjudaginn 26. febrúar sl. I stjórn sambandsins voru kjörin Lovísa Sigurðardóttir, formaður, Iðunn Steinsdóttir, rit- ari (fulltrúi 25 ára stúdenta), Auð- ur Hrólfsdóttir, gjaldkeri (fulltrúi 10 ára stúdenta), Baldur Þor- steinsson, meðstjórnandi (fulltrúi 40 ára stúdenta) og Pétur Guð- mundsson, meðstjórnandi. 1 vara- stjórn voru kosin þau Einar Gunn- ar Pétursson, María Jóhanna Lár- usdóttir, Svanhvít Aðalsteinsdótt- ir og Jón St. Valdimarsson. Endurskoðendur voru kosnir Þórður ólafsson og Þorsteinn Marinósson. (FrélUtilkynning) raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar fundir — mannfagnaöir ■ ^ TOLLVÖRU ^GEYMSIAN Aöalfundur Tollvörugeymslunnar hf. í Reykja- vík veröur haldin í hliöarsal Hótels Sögu, 2. hæð, þriöjudaginn 9. apríl 1985 og hefst hann kl. 16.30. Dagskrá: 1. Samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál. Stjórnin. tilkynningar Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síöasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaöan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viöbótar fyrir hvern byrjaöan mánuö, taiiö frá og meö 16. apríl. Fjármálaráðuneytið, 18. mars 1985. KVENNADEILD REYKJAVÍKURD. R.K.Í. Félagsfundur Félagstundur veröur haldlnn i Sjálfstæöisfélagl Húsavikur, þriöju- daginn 19. mars nk. kl. 20.30 i Hótel Húsavik. Dagskrá fundarins: Kosning fulltúa á landsfund Sjálfstæölsflokkslns dagana 11.-14. aprllnk. sryðmfn. Kópavogur - Kópavogur Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna í Kópavogl veröur í SJálfstæöis- húsinu, Hamraborg 1, 3. hæö, þriöjudaginn 19. mars kl. 21.00 stundvislega. Mætum öll. Stjornin Austur-Húnavatnssýsla Sjálfstæöisfélagiö Vöröur A-Hún. heldur aöalfund á hótel Blönduósi, Snorrabúö. laugardaginn 23. mars 1985 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Kosning fulltrúa á landsþing. 4. Önnur mál. Félagar mætiö vel og stundvíslega. Stlórnin Hverjir hafa horfuráðin í Sjálfstæöisflokknum? Féfag sjálfstæöismanna i Langholti heldur almennan stjórnmálafund í féiagsheimili flokksins aö Langholtsvegi 124, fimmtudaginn 21. mars kl. 20.30. Gestur fundarlns veröur Styrmlr Gunnarsson, rltstjórl. sem mun ræöa störf og stefnu núverandl rlklsstjórnar og stjórnmálaviö- Ungir sjálfstæöismenn og XXVI. landsfundur Sjálfstæðisflokksins Akveöiö hefur veriö aö koma á fót nefnd, sem ræöa á störf Heimdallar á landsfundi og drög aö landsfundarályktunum. Ahugasamir félagar skrái sig i sima 82900 fyrlr miövlkudaginn 20. mars. Uppl. veitlr Þór Aðalfundur Kvennadeildarinnar veröur haldinn mánu- daginn 25. mars kl. 19.30 aö Hótel Sögu, Átt- hagasal. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Veitingar. Vinsamlega tilkynniö þátttöku fyrir föstudags- kvöld. Stjórnin. Geimvarnir Stuöla varnir í geimnum aö stöðugleika og takmörkun vígbúnaöar? Fimmtudaginn 21. mars veröur haldinn i Valhöll. Háaleitisbraut 1 (1. hæö), fundur um varnarfrumkvæöi i geimnum (Stratetic Defense Initi- ative SDI). Sýnd veröur kvikmynd um þetta efni og mun Albert Jóns- son stjórnmálafræöingur svara fyrlrspurnum aö henni loklnni. Allir sjálfstæöismenn velkomnir. Heimdallur, samtök ungra sjáltstæóismanna i Reykjavik Mosfellssveit Sjálfstæöisfélag Mosfellinga heldur fund i Hlégaröi fimmtudaginn 21. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund 2. Alþingis- mennirnir Salome Þorkelsdóttir og Ólafur G. Einarsson ræöa viöhorfiö i stjórnmálunum og svara fyrirspurnum. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.