Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985
Ný rök úr fjár-
málaráðuneyti
verður að segjast að slíkur mál-
flutningur er hvergi réttmætur.
Skrifstofustjórinn er að verja
vondan málstað og aðferð hans
gengur ekki upp.
Samanburður Indriða H. Þor-
lákssonar á heildarlaunum dæm-
ist úr leik vegna óvissu um þann
vinnutíma sem að baki er. Á þetta
bendir hann reyndar sjálfur, en
reynir þó að klóra í bakkann með
tali sem er ekki svara vert.
-eftir Stefán
Olafsson
Deila fjármálaráðuneytis og
Launamálaráðs BHM hefur tekið
á sig skýra mynd þó enn sé hún
ekki að fullu til lykta leidd. í grein
sem birt var í Morgunblaðinu 12.
mars sl. reiðir Indriði H. Þorláks-
son skrifstofustjóri fjármálaráðu-
neytisins fram ný gögn til að
styðja þá röksemd sína að ekki sé
eðlilegt að bera saman dagvinnu-
laun úr könnun Hagstofu íslands
og dagvinnuiaun ríkisstarfsmanna
í BHM. Þar mistekst skrifstofu-
stjóra fjármálaráðuneytisins að
Ijá málflutningi sínum nýjan
grundvöll, enda brýtur talnameð-
ferð hans eina af grundvallarregl-
um tölfræðinnar. En lítum fyrst á
gömlu röksemdina sem skrifstof-
ustjórinn reynir að gæða nýju lífi
með svo hæpinni tölfræði.
Gamla röksemdin
I fyrstu lýsir hann því yfir að
Hagstofukönnunin hafi verið afar
góð könnun og vel til hennar vand-
að, eins og reyndar allir aðrir eru
sammála um.
Sérstaklega nefnir Indriði H.
Þorláksson, að „af hálfu allra að-
ila var fyllstu vandvirkni einnig
gætt þegar mótaðar voru spurn-
ingar þær sem lúta að dagvinnu-
launum“. Síðan bætir hann eftir-
farandi klausu við.
„Reynsla er fyrir því að vandað-
ar spurningar tryggja ekki að svör
við þeim verði með þeim hætti
sem ætlast var til. Kemur þar m.a.
til að svarendur skilja spurningar
á misjafnan veg og að stundum er
spurt um hluti, t.d. aðgreiningu
milli dagvinnulauna og heildar-
launa, sem ekki eru fyrir hendi.“
Tvö fyrri svör mín við þessu —
úr grein í Morgunblaðinu frá 9.
mars sl. — má ítreka. Fyrst um
það hvort svarendur hafi ekki
skilið spurningarnar.
Eins og ég sýndi í fyrri grein
minni voru spurningarnar í Hag-
stofukönnuninni afar skýrar. Auk
þess fylgdu þeim ítarlegar leið-
beiningar sem tóku af allan vafa
um hvernig svara skyldi. Þess
vegna er út í hött að reyna að
halda því fram að þeir stjórnend-
ur einkafyrirtækja sem svöruðu
spurningunum hafi ekki skilið
spurningarnar.
f öðru lagi heldur skrifstofu-
stjórinn því fram að spurt hafi
verið um aðgreiningu dagvinnu-
launa og heildarlauna sem stund-
um er ekki fyrir hendi. Það er rétt
að stundum er slík aðgreining ekki
fyrir hendi. f Hagstofukönnuninni
var einmitt gert ráð fyrir því með
sérstakri spurningu fyrir þau til-
vik. Þetta var spurning l.b. þar
sem spurt var um mánaðarlaun
fyrir dagvinnu að meðtalinni
fastri greiðslu fyrir ómælda yfir-
vinnu. Þannig voru þessi tilvik
flokkuð frá þeim stóra hópi sem
hafði dagvinnulaun fyrir 40
stunda vinnuviku aðgreind frá yf-
irvinnu (spurning l.a.). Það er því
enginn fótur fyrir því að þetta
hafi ruglast saman.
En hver eru þá nýju rökin?
Nýju rökin
f grein sinni birtir Indriði H.
Þorláksson töflu með tölum sem
hann telur að sýni að aðgreining
dagvinnulauna frá yfirvinnulaun-
um hafi ekki tekist. Þetta eru
dæmi um að mánaðarlaun fyrir
dagvinnu og fasta ómælda yfir-
vinnu séu lægri en mánaðarlaun
fyrir dagvinnu eina. Hér er um að
ræða fimm tilvik, sem eru meðal-
tekjur hópa með minnst 2 og mest
6 einstaklingum í. Skyldi mönnum
detta í huga að slíkt sé marktækt?
f öllum tifvikum sem eru töl-
fræðilega marktæk er munurinn
hins vegar afgerandi. Dagvinnu-
laun með fastri ómældri yfirvinnu
eru þar hærri eins og ætla mætti
og er munurinn frá 11 og upp í
32%. Ekki þarf fleiri vitna við en
eru í töflunni (Tafla 1 hér) sem
skrifstofustjórinn dregur dæmi
sín úr. f töflu 2 er framsetning
Indriða H. Þorlákssonar sýnd, en
auk þess hef ég bætt inn þeim
fjölda einstaklinga sem eru á bak
við meðaltöfin hans.
Tafla 1
Mánaðarlaun fyrir dagvinnu og fyrir dagvinnu að viðbættri ómældri
yfirvinnu
l.a. l.b.
Mánaðarlaun fyrir l.a. um-
Mánaðarlaun dagvinnu og fasta fram l.b.
fyrir dagvinnu ómælda yfirvinnu %
fjöldi kr. fjöldi kr.
Alm. skrifstofum.,
ritari 328 20.490 64 25.080 22
Fulltrúi, gjaldkeri 138 25.586 63 33.856 32
Verkstj., verksm .stj. 115 28.657 70 38.081 29
Sölum., ráðgjafi 96 23.784 36 26.369 11
Deildarstjóri 68 34.259 41 41.278 20
Verslunar- og
deildarstj. í versl. 56 31.455 31. 40.097 27
Verkfræðingur 30 36.610 46 42.724 17
Bókari 64 23.791 6 23.483 +1
Eftirlitsm. og
tryggingamaður 41 23.051 5 24.980 8
Tæknifræðingur 22 32.036 19 42.568 33
Skrifstofustjóri 22 39.573 17 42.476 7
Kerfisfræðingur 22 30.077 16. 55.469 84
Viðskiptafr., hagfr. 25. 50.826 6 34.517 +32
Forstöðumaður og
aðst.framkv.stj. 10 44.130 13. 44.154 0
Rafeindavirki 12 32.808 9 42.089 28
Tölvari, forritari 19 27.637 1 19.000 +31
Yfirbókari 14 35.707 5 42.580 19
Yfi rverkf ræði ngur 2 52.750 5 44.000 +17
Lögfræðingur 2 37.900 2 28.150 +26
Aðrir 18 24.139 11 26.382 9
(Dæmi IHÞ undirstrikuð í töflunni, takið eftir hve fáir eru í þeim
Starfsheiti: hópum.) Tafla 2 Útdráttur IHÞ úr töflu 1. Mánaðarlaun fyrir Mánaðarlaun fyrir „dagvinnu" eina dagvinnu og ómælda yfirvinnu kr. fjöldi kr. fjöldi
Bókari 23.791 64 23.483 6
Viðskipta- og hagfr. 50.828 25 34.517 6
Y firverkfræðingur 52.750 2 44.000 5
Lögfræðingur 37.900 2 28.150 2
Menntun: Hagfræði 41.425 4 35.100 3
Launamálaráð hefur I öllum til-
vikum byggt kröfur sínar á sam-
anburði talna sem eru úr dálki
l.a., þ.e. mánaðarlaun fyrir dag-
vinnu eina.
Dæmi Indriða H. Þorlákssonar
(undirstrikuð í töflu 1.) eru þau
fáu meðaltöl í töflunni sem ekki
eru marktæk vegna þess hversu
fáir eru á bak við þau. Ekki skal ég
hafa stór orð um þetta, en það
Að lokuin
Hlutverk mitt og Indriða H.
Þorlákssonar, sem formanna
samninganefnda aðilanna, á að
vera það að láta það samráðakerfi
sem við í BHM búum við virka án
þess að til vinnustöðvana eða upp-
sagna komi.
Samráðakerfi okkar krefst sam-
anburðarannsóknar, eins og þeirr-
ar sem þegar hefur verið gerð. Nú
Fæðan og hegðunarvandamál
- eftir Margréti
Þorvaldsdóttur
Á allra síðustu árum, eða frá
1980, hafa verið birtar fjölmargar
greinar í blöðum og tímaritum um
tengsl fæðu og hegðunarerfiðleika.
Er þar átt við margvíslega erfið-
leika allt frá eirðarleysi til glæpa-
tilhneigingar.
f sérútgáfu fréttatímaritsins
„USA Today“ birtist athyglisverð
grein um þetta efni í okt. 1983.
Segir þar m.a., að fjöldi sérfræð-
inga í næringar- og hegðunar-
fræðum hafi komið saman á þingi
í Texas-háskóla til að ræða rann-
sóknir á því hvernig fæðan hefur
áhrif á hegðun fólks og breytni.
í upphafi greinarinnar segir að
orðtakið „við erum það sem við
borðum", hafi fengið nýja
merkingu er vísindamenn fóru að
ræða tengsl næringar og glæpa-
tilhneigingar og annarra hegðun-
arerfiðleika.
Dr. Roger Williams, þekktur líf-
efnafræðingur og frumherji í nær-
ingarfræði, var heiðursforseti
þingsins. Hann varpaði þeirri
hugmynd fram fyrir mörgum ár-
um, að mannveran væri í raun líf-
efnafræðilega einstök. — Þó allir
þörfnuðust sömu vítamina, stein-
efna og aminósýra til að viðhalda
„Við lifum ekki eftir
ákveðnum formúlum,
það sem hæfír einum á
ef til vill alls ekki við
um annan.“
heilbrigði, þá væri það magn sem
sérhver einstaklingur þyrfti af
þessum næringarefnum mjög mis-
munandi. f ræðu við opnun þings-
ins sagði dr. Williams: „Við lifum
ekki eftir ákveðnum formúlum,
það sem hæfir einum á e.t.v. alls
ekki við annan.“ — En þetta var
kjarninn í þeim rannsóknum sem
ræddar voru á þinginu.
Bernhard Rimland, forstöðu-
maður Institute for Child Be-
havior í San Diego, Kaiiforníu,
benti á að næringarefni hafi feng-
ið aukið mikilvægi sem mögulegur
liður í afbrotatilhneigingu. —
Hinar hefðbundnu aðferðir sem
notaðar hafa verið við endurhæf-
ingu afbrotamanna, hafa ekki
sýnt verulegan árangur. Hann
bætti við: „Við verðum að rétta við
efnasamsetningu heilans áður en
við reynum að lagfæra hegðunar-
ferilinn."
B. Rimland líkti heila mannsins
við tölvu, þar sem skipanir eða boð
fara um rafrásir, en heilinn sem
er 80% vökvi, verður að treysta á
efni sem leyst eru upp í vökvanum,
til að annast starfsemina og flytja
boð. Ýmis efni geta haft áhrif á
rafrásir og boðbrautir heilans og
komið í veg fyrir eðlilega starf-
semi hans, — það eru efni eins og
alkóhól, kvikasilfur og eiturlyf (hard
drugs). Skortur á ákveðnum nær-
ingarefnum og röskun á magni
þeirra getur einnig haft örlagarík
áhrif á starfsemi heilans.
Dr. Alexander Schuss, forstöðu-
maður rannsóknarstofu fyrir líf-
félagsfræði (Biosocial Research) í
Tacoma, Washington, sagði frá
barni, Jóel, hjá honum hafði verið
greind lesblinda (dixlexia). Það
var síðar uppgötvað að lestruflan-
ir hans voru tengdar duldu matar-
ofnæmi. Það kom í ljós, að í hvert
sinn sem honum var gefið þó ekki
væri nema örlítið af eggjarauðu,
þá skrifaði hann nafn sitt öfugt
eða á hvolfi, — en þegar egg voru
Stefán Ólafsson
„Dætni Indriða H. Þor-
lákssonar eru þau fáu meðal-
töl í töflunni sem ekki eru
marktæk vegna þess hversu
fáir eru á bak við þau. Ekki
skal ég hafa stór orð um
þetta, en það verður að segj-
ast að slíkur málflutningur
er hvergi réttmætur. Skrif-
stofustjórinn er að verja
vondan málstað og aðferð
hans gengur ekki upp.“
liggja fyrir niðurstöður, sem aðil-
arnir og bestu sérfræðingar eru
sammála um. Þess vegna á nú þeg-
ar að gera kjarasamning á
grundvelli þeirra og leiðrétta
muninn á kjörum háskólamanna
hjá ríkinu og á almennum mark-
aði.
Samráð hljóta að þurfa að
byggja á trausti. Samkomulag
verður að efna. Annars lifa engin
samráð, heldur stefnir f upplausn
og meiri átök. Er ekki nú þegar
allt of mikið um átök á íslenska
vinnumarkaðinum ?
Steíín Ólafsson er lektor vid Hí-
skóla íslands og formaður Launa-
milaríðs BHM.
fjarlægð úr mat hans, þá skrifaði
hann nafn sitt eðlilega. Schuss
benti á að ýmsar algengustu fæðu-
tegundir væru ofnæmisvaldar hjá
þeim einstaklingum sem við-
kvæmir væru gagnvart mat. Það
væru fæðutegundir eins og kúa-
mjólk, hveiti, maís, súkkulaði, cola
(kók), fæðutegundir af baunaætt,
citrusávextir (appelsínur, sitrón-
ur), tómatar og ólífrænn matarlit-
ur. Mjög oft væru þær fæðuteg-
undir, sem truflunum yllu, uppá-
hald viðkomandi einstaklings.
Hann benti einnig á að könnun
hefði leitt í ljós, að mataræði si-
brotaunglinga samanstandi aðal-
lega af næringarsnauðum mat
(junk food), — en einnig af mikilli
mjólk. Það þýðir ekki endilega að
mjólk sé óholl, en fyrir þá ein-
staklinga sem eru viðkvæmir
gagnvart henni, getur mjólkin
umhverft efnaskiptum heilans.
Schuss benti einnig á, að engin
fæðutegund eða matarkúr muni
geta komið i veg fyrir afbrot, né
væri ein einstök meðhöndlun
lækning allra hegðunarvanda-
mála. Það þarf að nálgast vanda-
málið frá mörgum hliðum. Kanna
þarf erfðaþætti einstaklings, efna-
skipti, hve mikla hreyfingu hann
fær, hvaða sjúkdóma hann hefur
fengið, næringarástand, útlit hans
og umhverfi.
Hegðunarvandamál eru eins og
púsluspil, var haft eftir dr. Willi-
am Crook, starfandi barnalækni
frá Jackson, Tenn. Hann hefur