Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 19 Orð um orgelviðgerð - eftir Gunnar Björnsson Listin að syngja á orgel hefur lengi þótt ómissandi við guðsþjón- ustuhald á íslandi. Dýpst skoðað er þó auðvitað mikill misskilning- ur að halda, að ókleift sé að safn- ast saman utanum guðsorðið án þess að syngja um leið á orgel. Þótt heimildir um orgel séu að vísu eldri en saga kristninnar, mun Jesús ekki hafa heyrt í orgeli um jarðvistardaga sína. Kalvíns- trúarmönnum leiðist tónlist og banna þarafleiðandi hljóðfæri í kirkjum sinum. Fyrst endilega þarf að leika undir lofsönginn í messunni, hví þá ekki að brúka trumbu ellegar mandólín? Virðu- legan, íslenskan sérfræðing í helg- isiðum heyrði ég taka svo til orða: „Orgelið er eins og jarðýta í mess- unni.“ Fríkirkjuhljóðfærið Orgel Fríkirkjunnar kom til landsins vorið 1926. Tuttugu efna- menn skutu saman og keyptu hljóðfærið frá Þýskalandi. Orgel flokkast sem kunnugt er undir blásturshljóðfæri, þótt organist- inn leiki að vísu á hljómborð til þess að losna við að hlaupa á milli pípanna að hleypa á þær lofti. Væri það ekki frir hljómborðið, mundi orgelleikari hlaupa marga kílómetra í stuttu sálmalagi. Mun- urinn á fríkirkjuhljóðfærinu og venjulegum pípuorgelum er sá, að hljómborðið á flestum orgelum er tengt við pípurnar með rafmagni; undireins og stutt er á nótu í hljómborðinu, skellur tónninn á, líkt og þegar ljós er kveikt með því að styðja á kveikjara á vegg. Á orgeli Fríkirkjunnar er einnegin stutt á nótu í hljómborði, en frá henni liggur rör, langt og mjótt, og ýtir við belg á stærð við eld- spýtustokk, sem komið er fyrir við op hverrar pípu. Þá fyrst kemst loftið inn í pípuna, líkt og þegar lúðraþeytari blæs í hljóðfæri sitt — og tónninn hljómar, fagur og umfram allt lifandi. Þetta fyrir- komulag er mjög á undanhaldi i heiminum og mun óhætt að full- yrða, þann dag sem hið síðasta þessara orgela verður rifið, verði veröld tónlistarinnar fátækari af. HeitiÖ á góöa menn um fjárstuðning Nú er bráðum ár síðan við í Frí- kirkjunni sendum hvert öðru áskorun um að borga peninga í orgelsjóð. Sumir brugðust þegar vel við þessari málaleitan og eiga þakkir skildar fyrir framlög sín. Við tókum þetta til bragðs af þvf á sumri komandi á orgelið í kikjunni að fá gagngera viðgerð. Meira af vilja en mætti ætlum við að varðveita sjaldfundinn dýrgrip i upphaflegri mynd sinni. Kunn- áttumenn frá Þýskalandi munu loka sig inni f kirkjunni um nokk- urra vikna skeið og setja orgelið i upprunalegt horf. Þeir taka tvær milljónir króna fyrir snúð sinn. Svo mikla peninga eigum við enn ekki til. Þvf heitum við á fríkirkju- Gunnar Björnsson fólk og aðra velunnara hins sögu- fræga hljóðfæris, sem kannski verður bráðum hið eina sinnar tegundar i heiminum, að láta fé- muni af hendi rakna til viðgerðar- innar. Tekið er við gjöfum f orgelsjóð á skrifstofu minni i kirkjunni alla virka daga kl. 5 til 6, nema mánu- daga. Fornbókasalinn og vínbúöin Safnaðarfólk f Fríkirkjunni f Reykjavfk er nú á sjöunda þúsund talsins. Nú á dögum sem aldrei fyrr er þrýst á fólk úr mörgum áttum að ljá góðum málum lið. Ef hver fullorðinn fríkirkjumaður gæfi tvö-þrú hundruð krónur f orgelsjóðinn, væri málið f höfn og Fríkirkjan með sinn fagra hljóm- burð fylltist enn á ný af mjúkum lifandi tónum, svo sem var á blóm- askeiði bræðranna Páls og Sigurð- ar Ísólfssona. Fornbókasali sagði við mig á dögunum: „Mikið verða frúrnar fegnar, þegar bóndinn hættir að fara eins oft f vfnbúðina, en kemur f staðinn til mín að kaupa bók, bæklingsslitur eða kvergrey." Mig langar, að breyttu breytanda, að gera þessi orð að mfnum og biðja sem flesta að leyfa andvirði einn- ar, ódýrrar bókar að renna í orgelsjóðinn okkar í Fríkirkjunni. Séra Gunnar Björnsson er frí- kirkjuprestur í Reykjavík. 0PPl ÚGUR ifGoodnc'' HJÓLBARÐAR óviðjafnaniegi Ijósma9n Í52*5SS£« BBAHN'A ificesinð0 viánuðir. Vatnagöröum 14 T Sími 83188 hi*INar tjNt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.