Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 19

Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 19 Orð um orgelviðgerð - eftir Gunnar Björnsson Listin að syngja á orgel hefur lengi þótt ómissandi við guðsþjón- ustuhald á íslandi. Dýpst skoðað er þó auðvitað mikill misskilning- ur að halda, að ókleift sé að safn- ast saman utanum guðsorðið án þess að syngja um leið á orgel. Þótt heimildir um orgel séu að vísu eldri en saga kristninnar, mun Jesús ekki hafa heyrt í orgeli um jarðvistardaga sína. Kalvíns- trúarmönnum leiðist tónlist og banna þarafleiðandi hljóðfæri í kirkjum sinum. Fyrst endilega þarf að leika undir lofsönginn í messunni, hví þá ekki að brúka trumbu ellegar mandólín? Virðu- legan, íslenskan sérfræðing í helg- isiðum heyrði ég taka svo til orða: „Orgelið er eins og jarðýta í mess- unni.“ Fríkirkjuhljóðfærið Orgel Fríkirkjunnar kom til landsins vorið 1926. Tuttugu efna- menn skutu saman og keyptu hljóðfærið frá Þýskalandi. Orgel flokkast sem kunnugt er undir blásturshljóðfæri, þótt organist- inn leiki að vísu á hljómborð til þess að losna við að hlaupa á milli pípanna að hleypa á þær lofti. Væri það ekki frir hljómborðið, mundi orgelleikari hlaupa marga kílómetra í stuttu sálmalagi. Mun- urinn á fríkirkjuhljóðfærinu og venjulegum pípuorgelum er sá, að hljómborðið á flestum orgelum er tengt við pípurnar með rafmagni; undireins og stutt er á nótu í hljómborðinu, skellur tónninn á, líkt og þegar ljós er kveikt með því að styðja á kveikjara á vegg. Á orgeli Fríkirkjunnar er einnegin stutt á nótu í hljómborði, en frá henni liggur rör, langt og mjótt, og ýtir við belg á stærð við eld- spýtustokk, sem komið er fyrir við op hverrar pípu. Þá fyrst kemst loftið inn í pípuna, líkt og þegar lúðraþeytari blæs í hljóðfæri sitt — og tónninn hljómar, fagur og umfram allt lifandi. Þetta fyrir- komulag er mjög á undanhaldi i heiminum og mun óhætt að full- yrða, þann dag sem hið síðasta þessara orgela verður rifið, verði veröld tónlistarinnar fátækari af. HeitiÖ á góöa menn um fjárstuðning Nú er bráðum ár síðan við í Frí- kirkjunni sendum hvert öðru áskorun um að borga peninga í orgelsjóð. Sumir brugðust þegar vel við þessari málaleitan og eiga þakkir skildar fyrir framlög sín. Við tókum þetta til bragðs af þvf á sumri komandi á orgelið í kikjunni að fá gagngera viðgerð. Meira af vilja en mætti ætlum við að varðveita sjaldfundinn dýrgrip i upphaflegri mynd sinni. Kunn- áttumenn frá Þýskalandi munu loka sig inni f kirkjunni um nokk- urra vikna skeið og setja orgelið i upprunalegt horf. Þeir taka tvær milljónir króna fyrir snúð sinn. Svo mikla peninga eigum við enn ekki til. Þvf heitum við á fríkirkju- Gunnar Björnsson fólk og aðra velunnara hins sögu- fræga hljóðfæris, sem kannski verður bráðum hið eina sinnar tegundar i heiminum, að láta fé- muni af hendi rakna til viðgerðar- innar. Tekið er við gjöfum f orgelsjóð á skrifstofu minni i kirkjunni alla virka daga kl. 5 til 6, nema mánu- daga. Fornbókasalinn og vínbúöin Safnaðarfólk f Fríkirkjunni f Reykjavfk er nú á sjöunda þúsund talsins. Nú á dögum sem aldrei fyrr er þrýst á fólk úr mörgum áttum að ljá góðum málum lið. Ef hver fullorðinn fríkirkjumaður gæfi tvö-þrú hundruð krónur f orgelsjóðinn, væri málið f höfn og Fríkirkjan með sinn fagra hljóm- burð fylltist enn á ný af mjúkum lifandi tónum, svo sem var á blóm- askeiði bræðranna Páls og Sigurð- ar Ísólfssona. Fornbókasali sagði við mig á dögunum: „Mikið verða frúrnar fegnar, þegar bóndinn hættir að fara eins oft f vfnbúðina, en kemur f staðinn til mín að kaupa bók, bæklingsslitur eða kvergrey." Mig langar, að breyttu breytanda, að gera þessi orð að mfnum og biðja sem flesta að leyfa andvirði einn- ar, ódýrrar bókar að renna í orgelsjóðinn okkar í Fríkirkjunni. Séra Gunnar Björnsson er frí- kirkjuprestur í Reykjavík. 0PPl ÚGUR ifGoodnc'' HJÓLBARÐAR óviðjafnaniegi Ijósma9n Í52*5SS£« BBAHN'A ificesinð0 viánuðir. Vatnagöröum 14 T Sími 83188 hi*INar tjNt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.