Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 58

Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Alþjóðlega skákmótið á Húsavík: Anatoly Lein efstur Alþjóðaskákmótid, sem Tímaritið Skák stendur fyrir á Húsavfk í til- efni af 60 ára afmæli Taflfélags Húsavíkur, hofst sl. föstudag. Bæjar- stjórinn, Bjarni Aðalgeirsson, setti mótið með ávarpi og skákirnar hóf- ust með því að Sigurður Gizurarson, sýshimaður, lék fyrsta leikinn fyrir Jón L. Árnason gegn Lombardy, sem talin var hörkuskák en lauk með því að Lombardy þáði jafntefli, þrátt fyrir betri stöðu að mati skákskýr- enda, en hann átti eftir að leika 3 leiki, en ekki voru nema nokkrar sekúndur eftir af tíma hans, svo landsins fyrr en á þeim tfma að skákin hófst á Húsavík. Úrslit f 2. umferð urðu: Áskell Kárason — Lombardy 0—1 Tisdall — Lein 0—1 Helgi Ólafss. — Sævar Bjarnas. Vi — Vi Helmers — Karl Þorsteins H —V4 Guðm. Sigurjóns — Pálmi Péturs V4 — V4 Zuckermann — Jón L. Árnason V4 — V4 Úrslit f 3. umferð urðu: Helgi ólafsson — Áskell Kárason 1—0 Pálmi Péturss. — Sævar Bjarnas. 0—1 Jón L. Árnason — Knut Helmers 1—0 Anatoly Lein — Guðm. Sigurjónss Vi — V4 Karl Þorsteins — Tisdall V4 — V4 Lombardy — Zuckermann V4 — Vk Staðan eftir 3. umferð var: 1. Anatoly Lein 2%, 2.-5. Sævar Bjarnason, Lombardy, Zucker- mann og Jón L. Árnason 2, 6. Helgi Olafsson 1% og frestuð skák, 7. Jonathan Tisdall 1V4, 8. Guðmundur Sigurjónsson 1 og frestuð skák, 9. Karl Þorsteins 1, 10.—12. Knut Helmers, Pálmi Pét- ursson og Áskell Kárason Vi. Fréttaritari Helgi Ólafsson, nýjasti stórmeistari okkar íslendinga teflir hér við Örn Kárason, á sunnudag. Helgi vann. \m tæknilega gat hann tapað á tíma, hefði hann haldið áfram. Töfluröð keppenda er þessi: 1. Sævar Bjarnason, 2. Helgi ólafs- son, 3. Pálmi Pétursson, 4. Anat- oly Lein, 5. Karl Þorsteins, 6. Jón L. Árnason, 7. W.J. Lombardy, 8. B. Zuckermann, 9. Knut J. Helm- ers, 10. J.D. Tisdall, 11. Guðmund- ur Sigurjónsson, 12. Áskell örn Kárason. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: Lein — Helmers 1—0 Zuckermann — Karl Þ. 1—0 Tisdall — Pálmi 1—0 Jón L. — Lombardy V4 — V4 Sævar — Áskell V4 — V4 Skák Helga og Guðmundar var frestað þar sem Helgi gat ekki komið til leiks fyrr en á laugardag vegna þess að hann kom ekki til Sauðfjárslátrun í Tálknahlíóum: Ekki annarra kosta völ EMPCR NYJUN INNAN — segir sveitarstjóri Patrekshrepps „ÞAÐ ER auðvitað enginn sáttur við svona aðgerðir, nema sem síðasta úrræði, og við lítum svo á að ekki hafl verið annarra kosta völ,“ sagði Úlfar B. Thoroddsen, sveitarstjóri í Patrekshreppi, er Morgunblaðið innti hann álits á þeim aðgerðum er sauðfé var skotiö úr lofti í Tálknahlíðum síðastlið- inn föstudag. Gripið var til þessara ráðstafana í framhaldi af ákvörðun Sauðfjárveikivarna að lóga fé á ákveðnum svæðum í V-Barðastrandarsýslu vegna riðuveiki. Úlfar B. Thoroddsen sagði að til slátrunar, en þær tilraunir áður hefði verið reynt að komast hefðu mistekist, m.a. vegna óvenju að féinu landleiðina og smala því góðrar tíðar og snjóleysis að und- anförnu. „Við komumst aldrei í tæri við þær, því að þær voru hlaupnar upp í kletta áður en við komumst nálægt þeim. Ég til- kynnti sýslumanni um þessar að- stæður og jafnframt, að engin von væri til að ná kindunum nema að það snjóaði það mikið að það tæki fyrir allar uppgöngur í fjallið. Frá Sauðfjárveikivörnum komu síðan þau fyrirmæli að hreinsa þetta land og til þess notuð þau úrræði sem dygðu. Því var ákveðið að fella þetta fé með skotum. Ég var sjónarvottur að því þegar þetta var framkvæmt og tel að allt hafi verið gert sem hægt var til að gera þetta fljótt og vel og það hafi tek- ist. Ég fór líka á laugardaginn við annan mann og við fundum 23 af 28 ám sem skotnar voru. Þar voru fimm ómerkingar, fimm hrútar og þær sem eftir voru skiptust jafnt á milli eigendanna Kristins Fjeldsted á Patreksfirði og Krist- jáns Hannessonar á Lambeyri í Tálknafirði. Spurningin er hins vegar sú, hvers vegna þetta fé var Vinnuveitendasamband íslands heldur námskeiö - ENDURNÝJUN INNAN FRÁ - fyrir stjórnendur fyrirtœkja. Námskeiöiö skiptist í tvo hluta og fer fyrri hlutinn fram í Reykjavík 30, mars n.k., en síöari hlutinn í Borgarnesi 18.—20. apríl n.k. Markmiöiö meö námskeiöinu er aö þátt- takendur, sem eru tveir frá hverju fyrir tœki geri framkvœmdaáœtlun um breytingar, sem leiða munu til bœttrar rekstrarafkomu fyrirtœkisins. Nánari upplýsingar gefur Esther Guö- mundsdóttir hjá VSÍ í síma 91-25455, Garðastrœti 41, 101 Reykjavík. NÁMSKEIDIÐ VERÐUR KYNNT Á FUNDI FIMMTUDAGINN 21. MARS 1985 KL. 16.30 í HÚSAKYNNUM VSÍ GARÐASTRÆTI 41, REYKJAVÍK. VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS. þarna á þessum tíma og það er umhugsunarefni bæði fyrir eig- endurna og aðra. Raunar þyrfti að fá svör við því hvers vegna þetta fé gekk þarna laust og þar geta eigendur litið í eigin barm,“ sagði Úlfar B. Thoroddsen. Hreppsnefnd Ketildalahrepps hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem „mótmælt er harðlega nýaf- stöðnum, fyrirvaralausum loftár- ásum á búsmala nokkurra bænda í Vestur-Barðastrandarsýslu og tel- ur ekkert geta réttlætt slíkar að- ferðir við lógun dýra,“ eins og það er orðað í yfirlýsingunni. ólafur Hannibalsson, bóndi í Selárdal og oddviti Ketildalahrepps, sagði í samtali við Morgunblaðið yfirlýs- ingin væri í samræmi við almenna skoðun bænda í hreppnum. ólafur sagði jafnframt að öll framkvæmd þessara „niðurskurðarmála hefði verið með endemum og til þess tallin að vekja upp eindregna and- stöðu bænda hér á þessu svæði“, eins og ólafur orðaði það. „Það hefur heldur ekkert verið sannað hér um tilvist þessa sjúkdóms utan Barðastrandarhrepps og þeirra bæja sem þegar hefur verið skorið niður á. Það hefur verið gengið alltof langt í þessu máli enda hefur dýralæknirinn viður- kennt í útvarpi að það væri aðeins óljós grunur um að þær gætu verið riðuveikar," sagði ólafur. Morgunblaðið sneri sér til Jór- unnar Sörensen, formanns Sam- bands dýraverndunarfélaga ís- lands og hafði hún eftirfarandi um málið að segja: „Dýraverndun- arsambandið hefur um margra ára skeið þurft að hafa mikil af- skipti af dýrahaldi manna á Vest- fjörðum vegna rökstuddra ábend- inga um vanrækslu í búfjárhaldi. Eftirlitslaus útigangur sauðfjár og hrossa hefur verið mikið vandamál þar, eins og reyndar víða um land. Drápið á umræddum kindum var neyðarúrræði og þeir sem að því stóðu áttu ekki annarra kosta völ. Dýravinir mega leiða hugann að því hvort þetta var ekki mann- úðlegri dauðdagi fyrir þessar kindur en sá hungurdauði sem ef til vill beið þeirra. Ef til vill, segi ég. Þegar skepnur eru settar á „guð og gaddinn" veit enginn hvað um þær verður. Það er þá undir tíðinni komið hvernig þeim líður. En það er ekki þannig sem við eig- um að hirða okkar skepnum. Til eru lög um dýravernd og forða- gæslu og samkvæmt þeim á allt búfé í landinu að hafa hús og fóð- ur við sitt hæfi. Fyrir utan að þetta er gróft lögbrot gagnvart skepnunum er þetta hrein móðgun við þá bændur, sem hirða vel um skepnur sínar og kosta til þess bæði fé og fyrirhöfn. Þetta mál hefur orðið mörgum umhugsunar- efni og tilefni til umræðna og er það vel. Ég vona, að sú umræða leiði til þess, að fleiri vandamál varðandi dýrahald landsmanna verði tekin til meðferðar, eins og til dæmis útigangurinn," sagði Jórunn Sörensen. Slæmt að ala á tor- tryggni í þessu máli — segir Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður í Barðastrandarsýslu „ÉG HELD að kjarni málsins sé sá að þeir bændur sem hér áttu hlut að máli höfðu ekki áhuga á að þessar kindur næðust. Við vorum hins veg- ar að framfylgja ákveðnum fyrir- mælum, eins og okkur bar, og ég tel að framkvæmdin hafl heppnast vel og verið í samræmi við aðstæður. Mér flnnst því ákaflega miður, að ríkisfjölmiðlar skuli hafa orðið til að ala á tortryggni og úlfúð í þessu raáli,“ sagði Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður í Barðastrandarsýslu er Morgunblaðið innti hann álits á þeirri umræðu sem orðið hefur vegna sauðfjárlógunar í Tálknahiíð- um. Ég hlýt því að gera athugasemd við þennan fréttaflutning ríkis- fjölmiðlanna," sagði Stefán enn- fremur. „Annaðhvort hafa frétta- mennirnir myndað sér fyrirfram skoðun á málinu eða að þeir telja sjónarmið gagnrýnenda aðgerð- anna réttari, og gleyma hlutleysis- reglum. Fréttamaður hljóðvarps beinlínis ýtti undir áhrifamikla frásögn talsmanns fjárbændanna, Sæmundar Jóhannssonar, þegar hann spurði hvort þarna hefði runnið mikið blóð. Þetta finnst mér ekki vera vandaður frétta- flutningur. Þá var áberandi hversu gagnrýnendur fengu miklu betur að koma sjónarmiðum sín- um fram í fréttatíma sjónvarps- ins. Ég fór til viðtals við frétta- mann sjónvarps, en aðeins lítill hluti þess viðtals kom fram í fréttatímanum og alls ekki sá hluti viðtalsins sem skýrði málin frá mínum sjónarhóli. Að fenginni þessari reynslu tel ég að þeir fréttamenn sem hér áttu hlut að máli hafi brotið hlutleysisreglur freklega. Það sem ég lagði áherslu á að kæmi fram, en var slitið úr sam- hengi í sjónvarpsfréttinni, var m.a. að það var ákveðið á síðasta ári að skera niður fé i Barða- strandarhreppi, Patrekshreppi og hluta Rauðasandshrepps og það lá ekkert annað fyrir en að ná þess- um skepnum til slátrunar. Það hafði ekki verið gert og því borið við að þetta væri ekki hægt. Því var gripið til þessara ráðstafana til að ljúka þessu máli. Við verkið voru notuð mjög öflug vopn og lögð áhersla á að dýrin kveldust ekki, og menn með mikla þjálfun í meðferð skotvopna fengnir til verksins. Það er samdóma álit manna, að við smölun hefðu svo og svo marg- ar kindur hrapað fyrir björg og ég fæ ekki séð að sú aðferð hefði ver- ið mannúðlegri, fyrir utan þann þvæling sem það hefði haft í för með sér að koma skepnunum í bát og flytja þær í sláturhús. Það er því ákaflega slæmt að mínum dómi, þegar verið er að ala á úlfúð og tortryggni með þeim hætti, sem raun hefur orðið á,“ sagði Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.