Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 39

Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 39 Leiðin inn á Alþingi - eftir Guðmund Stefánsson í Morgunblaöinu 12. mars sl. birt- ist þriöja grein Jóns Magnússonar lögmanns um verðlagningu búvöru o.fl. Þótt ég hafí lýst því yfír í grein minni 26. febrúar sl. aö „ritdeilu“ þessari væri lokið af minni hálfu þá eru þessi síðustu skrif Jóns meö þeim hætti, aö ég fæ ekki orða bund- ist Nýr tónn í grein Jóns kveður við nýjan tón. Jón hefur áður sett fram full- yrðingar um þróun búvöruverðs, framleiðslustjórnun o.fl. sem verða að teljast mjög hæpnar ef ekki beinlínis rangar. Þó að full- yrðingar Jóns geti verið réttar reikningslega, þá eru þær engu að síður villandi og varpa því ekki ljósi á raunverulega stöðu þessara mála. Jón Magnússon hefur af gaum- gæfni valið tímabil sem henta til að styðja fyrirfram ákveðna niðurstöðu hans. Þannig bar Jón í upphafi saman niðurgreitt smá- söluverð búvöru, en slíkur saman- burður var so villandi að meira að segja Jón Magnússon sjálfur taldi sig ekki geta staðið þannig að verki til lengdar. í samanburðarlist sinni ber Jón saman lítt sambærilega hluti. Hann fær „hagstæða" verðþróun svínakjöts með því að nota verð á útsölu á svínakjöti og meiri hækk- anir á nautakjöti með þvi að bera saman verð mismunandi gæða- flokka. óskiljanlegt er hvernig Jón reiknar þróun launa, en við því er að búast að búvörur hafi hækkað nokkuð meira en laun að undanförnu. Það hafa nánast allar vörur og öll þjónusta gert undan- farin misseri. Þegar ég hef svo sýnt fram á að fullyrðingar Jóns Magnússonar séu ýmist rangar eða villandi og Jón sér að málefnalega er hann strand, grípur hann þá til örþrifa- ráðs sem ýmsir hafa gert á undan honum í svpaðri stöðu. f trausti þess að ég svari ekki skrifum hans Guðmundur Stefánsson fullyrðir hann að ég sé honum sammála í öllum meginatriðum! Hér kveður við nýjan tón hjá Jóni Magnússyni, en hvers konar málflutningur þetta er ætla ég að láta lesendum eftir að meta. Landsföðurlegur leiötogi Því hefur oft verið haldið fram, að pólitísk umræða hér á landi sé á iágu plani. Vissulega er auðvelt að finna dæmi um það, en sem betur fer er þó langt í frá að þetta sé algilt. Kosningar nálgast, þó að enn sé nokkur tími til stefnu. Ef til vill er ýi tónninn vegna þess að ég er kominn mitt í prófkjörsslaginn í Sjálfstæðisflokknum. Mér skilst að Jón Magnússon langi á þing, en þegar og ef til þess kemur vona ég að ferill hans sem landsfööur verði varðaður annars konar og vandaðri málflutningi, en „land- búnaðarstíll“ hans ber vitni um. Guðmundur Stefínsson er hag- fræóingur Stéttarsambands bænda. Og nu gero u-iíí - ennpa meira Tyrir imo. Sjálfvirk miðjusetning texta, sjálfvirk undirstrikun, sjálfvirk niðurröðun talna, leiðréttingarmfnni ein lína o.fl. Verð aðeins kr.29.840 Messaqe .ánægju,eg I orðsending, ekkl satt ? . rý' J v\\\\ \ I t<j rj, v £ SKRII FST< DFUVÉLAR H.F : x ^ Pjj^ Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Flskmáltíð í byrjun víku Vörumarkaðs veisludisk vegsamar góður kokkur. í byrjun viku borðið fisk úr borðunum hjá okkur. Fiskurerbestafæði, fvl VÖRUAAARKAEXJRINN fiskur er algjört æði ármúla • eiðistorgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.