Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 39 Leiðin inn á Alþingi - eftir Guðmund Stefánsson í Morgunblaöinu 12. mars sl. birt- ist þriöja grein Jóns Magnússonar lögmanns um verðlagningu búvöru o.fl. Þótt ég hafí lýst því yfír í grein minni 26. febrúar sl. aö „ritdeilu“ þessari væri lokið af minni hálfu þá eru þessi síðustu skrif Jóns meö þeim hætti, aö ég fæ ekki orða bund- ist Nýr tónn í grein Jóns kveður við nýjan tón. Jón hefur áður sett fram full- yrðingar um þróun búvöruverðs, framleiðslustjórnun o.fl. sem verða að teljast mjög hæpnar ef ekki beinlínis rangar. Þó að full- yrðingar Jóns geti verið réttar reikningslega, þá eru þær engu að síður villandi og varpa því ekki ljósi á raunverulega stöðu þessara mála. Jón Magnússon hefur af gaum- gæfni valið tímabil sem henta til að styðja fyrirfram ákveðna niðurstöðu hans. Þannig bar Jón í upphafi saman niðurgreitt smá- söluverð búvöru, en slíkur saman- burður var so villandi að meira að segja Jón Magnússon sjálfur taldi sig ekki geta staðið þannig að verki til lengdar. í samanburðarlist sinni ber Jón saman lítt sambærilega hluti. Hann fær „hagstæða" verðþróun svínakjöts með því að nota verð á útsölu á svínakjöti og meiri hækk- anir á nautakjöti með þvi að bera saman verð mismunandi gæða- flokka. óskiljanlegt er hvernig Jón reiknar þróun launa, en við því er að búast að búvörur hafi hækkað nokkuð meira en laun að undanförnu. Það hafa nánast allar vörur og öll þjónusta gert undan- farin misseri. Þegar ég hef svo sýnt fram á að fullyrðingar Jóns Magnússonar séu ýmist rangar eða villandi og Jón sér að málefnalega er hann strand, grípur hann þá til örþrifa- ráðs sem ýmsir hafa gert á undan honum í svpaðri stöðu. f trausti þess að ég svari ekki skrifum hans Guðmundur Stefánsson fullyrðir hann að ég sé honum sammála í öllum meginatriðum! Hér kveður við nýjan tón hjá Jóni Magnússyni, en hvers konar málflutningur þetta er ætla ég að láta lesendum eftir að meta. Landsföðurlegur leiötogi Því hefur oft verið haldið fram, að pólitísk umræða hér á landi sé á iágu plani. Vissulega er auðvelt að finna dæmi um það, en sem betur fer er þó langt í frá að þetta sé algilt. Kosningar nálgast, þó að enn sé nokkur tími til stefnu. Ef til vill er ýi tónninn vegna þess að ég er kominn mitt í prófkjörsslaginn í Sjálfstæðisflokknum. Mér skilst að Jón Magnússon langi á þing, en þegar og ef til þess kemur vona ég að ferill hans sem landsfööur verði varðaður annars konar og vandaðri málflutningi, en „land- búnaðarstíll“ hans ber vitni um. Guðmundur Stefínsson er hag- fræóingur Stéttarsambands bænda. Og nu gero u-iíí - ennpa meira Tyrir imo. Sjálfvirk miðjusetning texta, sjálfvirk undirstrikun, sjálfvirk niðurröðun talna, leiðréttingarmfnni ein lína o.fl. Verð aðeins kr.29.840 Messaqe .ánægju,eg I orðsending, ekkl satt ? . rý' J v\\\\ \ I t<j rj, v £ SKRII FST< DFUVÉLAR H.F : x ^ Pjj^ Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Flskmáltíð í byrjun víku Vörumarkaðs veisludisk vegsamar góður kokkur. í byrjun viku borðið fisk úr borðunum hjá okkur. Fiskurerbestafæði, fvl VÖRUAAARKAEXJRINN fiskur er algjört æði ármúla • eiðistorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.