Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 Svipmynd frá Alþingi Karvel Pálmason (A) mætti til þingstarfa í gær eftir nokkrar veikindafjarvistir. Hér sést hann ræða málin við Guðmund J. Guðmundsson, sem brosir blítt ofan í tóbakskornin, þrátt fyrir ýmsa þjóðmála- skugga. Vegaáætlun 1985—1988: Vegamál 1,9 % af þjóð- arframleiöslunni í ár Sóknargjöld: Ágreiningur um stjórnarfrumvarp Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, sagði í efri deild í gær, að fjármálaráðuneytið hefði at- hugasemdir að gera við stjórnar- frumvarp um sóknargjöld o.fl., sem hann myndi koma á framfæri við þriðju umræðu þingdeildar- innar um málið. Frumvarpið, sem er að meg- inefni samið af kirkjulaga- nefnd, gerir ráð fyrir því að sóknargjöld verði framvegis 0,20—0,40% af útsvarsgjald- stofni hvers útsvarsgreiðanda; þó geti safnaðarfundir í sér- stökum tilfellum, að fengnu samþykki kirkjumálaráðherra, tvöfaldað sóknargjöldin. Sókn- argjald hefur verið nefskattur en frumvarpið gerir, eins og fyrr segir, ráð fyrir að það verði framvegis hundraðshluti af út- svarsstofni. Ragnar Arnalds (Abl.) flytur breytingartillögur, sem gera annarsvegar ráð fyrir að heim- ild til tvöföldunar sóknargjalds í sérstökum tilfellum verði fellt út úr frumvarpinu en hinsvegar að af innheimtum sóknargjöld- um renni 10% í sérstakan jöfn- unarsjóð, sem einkum sé ætlað að styrkja sóknarkirkjur þar sem tekjur hrökkva ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, að dómi sóknarnefndar, sam- kvæmt reglurgerð sem sett verði þar um. Atkvæðagreiðslu um frum- varpið var frestað, en annarri umræðu lokið. Nýir Alþingismenn Karvel Pálmason (A) mætti til þings í gær eftir nokkurt veik- indafrí. Þá tóku þrír varaþing- menn sæti í fjarvist aðalþing- manna erlendis í opinberum erindagerðum: • Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, tók sæti Friðriks Soph- ussonar (S). • Ólafur Ragnar Grímsson, pró- fessor, tók sæti Svavars Gestsson- ar (Abl.). • Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari, tók sæti ólafs Þ. Þórðarsonar (F). verður 23% hærra en 1984 (miðað er við að aðrir skattstofnar verði óbreyttir: tollur 50% og sölu- skattur 24%). Helmingur áætlaðs benzínsgjalds rennur til vegagerð- ar. • Þungaskattur er greiddur af díselbílum og samsvarar benzín- gjaldi hjá öðrum farartækjum. • Það sem á vantar kemur frá ríkissjóði. Ekki er unnt að sjá, hvort framlagið er skattfé eða lánsfé, þar eð hætt er að skipta lánsfé í fjárlögum niður á einstak- ar framkvæmdir, heldur er lán- takan hluti af heildarfjáröflunar- þðrf ríkissjóðs. Nánari skilgrein- ing liggur því ekki fyrir. Myndin sýnir liðið atvik þegar vörubflstjórar, sem flytja varning um þjóðvegakerfið, voru þrýstihópur dagsins, og þeyttu flautur sínar framan við hið aldna þinghús þjóðarinnar. 1.650 m. kr. til vegamála 1985 Samkvæmt tillögu til þingsálykt- unar um vegaáætlun 1985—1988 verða heildarútgjöld til vegamála 1985 1.650 m.kr., 1986 2.430 m.kr., 1987 2.480 m.kr. og 1988 2.530 m.kr. Samkvæmt markmiðum lang- tímaáætlunar um vegagerð, sem lögð var fram á Alþingi 1983, eiga útgjöld til vegaáætlunar að sam- svara 2,4% af þjóðarframleiðslu á gildistíma áætlunarinnar. Sam- kvæmt framlagðri áætlun nú stenzt þetta hlutfall 1985-1988 nema fyrsta árið (1985), þá er hlutfallið 1,9%. Samkvæmt endur- skoðaðri þjóðhagsáætlun 1985 er þjóðarframleiðsla áætluð 86.400 m.kr. TEKJUÁÆTLUN Samkvæmt framansögðu er áætlað að verja 1.650 m.kr. til vegamála 1985. Tekjuáætlun, sem fjármagna á kostnað, er þannig: • Benzíngjald 845 m.kr. • Aðrar tekjur af benzíni 130 m.kr. • Þungaskattur 410 m.kr. • Framlög ríkisins 265 m.kr. • Samtals 1.650 m.kr. GJALDAÁÆTLUN Gjaldaáætlun vegamála 1985 er þannig: Útvarpslagafrumvarpiö: Atkvæða- greiðslu frestað til morguns Atkvæðagreiðslu um út- varpslagafrumvarpið, sem fram átti að fara í neðri deild Alþingis í gær, var frestað fram á miðvikudag. Fjölmarg- ar breytingartillögur bíða at- kvæða, eftir aðra umræðu í fyrri þingdeild, þ. á m. tillaga frá Friðrik Sophussyni (S), þess efnis, að útvarpsstöðvum verði heimilt að afla tekna með auglýsingum, afnota- gjaldi eða sérstöku gjaldi vegna útsendingar fræðslu- og skýringarefnis. • Stjórn og undirbúningur 81 m.kr. • Viðhald þjóðvega 661 m.kr. • Nýir þjóðvegir 678 m.kr. • Brýr 57 m.kr. • Fjallvegir 19 m.kr. • Sýsluvegir 45 m.kr. • Vegagerð í þéttbýli 96 m.kr. • Vélakaup og áhaldahús 8 m.kr. • Tilraunir 5 m.kr. • Samtals 1.650 m.kr. BUNDIÐ SLITLAG Gjaldaliðurinn nýir þjóðvegir sundurliðast svo: 1) stofnbrautir 203 m.kr., 2) Bundin slitlög 145 m.kr., 3) sérstök verkefni 157 m.kr., 4) ó-vegir 42 m.kr., 5) þjóð- brautir 105 m.kr., 6) bundið slitlag á þjóðvegi í kaupstöðum og kaup- túnum 16 m.kr. og 7) girðingar og uppgræðsla 10 m.kr. VERÐFORSENDUR Verðforsendur 1985 eru í sam- ræmi við þjóðhagsáætlun og miða við 27% hækkun milli 1984 og 1985. Milli 1985 og 1986 er gert ráð fyrir að verðlag hækki um 15%. Síðari tvö árin eru á sama verð- lagi. Verðlagshækkanir umfram þessar forsendur, sem verða kunna, rýra áætlaðar fram- kvæmdir. Auk lögbundinna markaðra tekna er gert ráð fyrir, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að 50% af heildartekjum ríkissjóðs af benzínsölu skuli að lágmarki renna til vegamála. Til viðbótar benzíngjaldinu koma þvi aðrar tekjur af benzíni unz 50% mark- inu er náð. Gúmmígjald verður fellt niður 1985. BIFREIÐAFJÖLDI { greinargerð með vegaáætlun kemur fram að bifreiðir vóru 108.254 talsins á sl. ári: 96.200 fólksbílar, 1.107 fólksflutningsbíl- ar, 10.947 vörubílar. Fólksbílar eru 404 á hverja 1.000 íbúa. Burðar- geta vörubíla, samtals, er 49.000 tonn. Árleg aukning fólksbílaeignar sl. tíu ár er 7%. Fjölgunin var hinsvegar mjög mismunandi eftir árum, minnst 0,1%, mest 12,9%. HVAÐAN KEMUR FJÁRMAGNIÐ? • Meðal-benzíngjald hækkar 1985, Gagnrýni á frumvarp um atvinnuleysistryggingar: „Metur láglaunastörf minna en iðjuleysi“ „Tryggir fiskvinnu sem láglaunastarfsegir VSÍ í umræðu um atvinnuleysis- tryggingar í efri deild Alþingis í gær kom m.a. fram í máli Björns Dagbjartssonar (S), að VSÍ teldi vanefnd fyrirheit í bréfi forsæt- isráðherra, 6. nóvember sl., þess efnis, „að endurskoðaðar verði bótareglur og iðgjöld atvinnuleys- istrygginga með tilliti til þeirrar hækkunar sem verður á launum í almennum kjarasamningum“. í athueasemdum VSÍ seerir hinsvegar að „það frumvarp sem nú liggur fyrir hækkar bætur og iðgjöld hins vegar eftir allt öðr- um forsendum og miklu meira en sem svarar launahækkunum almennra kjarasamninga frá 6. nóvember 1984“. í bréfi VSÍ segir m.a.: „Þegar atvinnuleysisbætur eru hækkað- ar svona þannig að mörg störf verða verr launuð en atvinnu- leysisbætur, þá er þjóðfélagið að meta þessi láglaunastörf minna en iðjuleysi." Ennfremur er rétt að benda á að með því að tengja atvinnuleysisbæturnar við ákveðið starf, almenna fisk- vinnu, er verið að tryggja það starf í sessi sem láglaunastarf. Sérstaklega er verið að koma í veg fyrir að unnt sé að flytja á milli, frá bónus og yfir í fasta- kaup, eins og lengi hefur verið áhugamál verkalýðshreyfingar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.