Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 OMRON AFGREIÐSLUKASSAR Minni fvrirhöfn-meiri vfirsvn nu*'.' Hverfisgótu 33 Sfmi 20560 SKRIFSTOFUVEI AR H F kann enga skýringu á því hvers vegna Viðari Víkingssyni tókst að segja sína draugasögu uppí sjón- varpshúsi á sama tíma og hinum heimsfræga Werner Herzog mis- tókst sama ætlunarverk á slóðum Dracula greifa. Kannski hlógu sumir að sagnaþulnum Viðari al- veg eins og ég hló á sínum tíma að hugarfóstri Werners Herzog. Sumir hræðast þegar aðrir hlæja. Hvað um það þá veit ég um eina ónefnda persónu er ekki gat sofn- að fyrr en langt var liðið á nótt að aflokinni frásögn Viðars. „Það voru þessir skuggar út um allt sem héldu fyrir mér vöku.“ Máski er þar að leita skýringarinnar á því hversu léttilega „Draugurinn" í sögu Odds Björnssonar hóf sig til flugs af filmu Viðars Víkingssonar og inní sjónvarpsstofu undirrit- aðs, uns þar hrikti í dyrum og dyngjum líkt og á draugakveldinu í skíðaskálanum fyrrum. Það voru þessir skuggar er Viðar magnaði á skerminn með lýsingunni og líka Bókamarkaður í lok vikunnar BÓKAMARKAÐUR Félags ís- lenzkra bókaútgefenda verður hald- inn dagana 22. marz til 8. apríl. Verður hann í húsi Vörumarkaðsins á Eiðistorgi. Markaðurinn verður opinn alla dagana frá hádegi og fram á kvöld að öllu jöfnu. f frétt frá Félagi íslenzkra bókaútgefenda segir, að mikið og fjölbreytt úrval bóka verði á markaðnum, meðal annars bækur, sem ekki hafi sézt lengi í verzlunum og verð bókanna sé tölvert lægra en útsöluverð. öll helztu útgáfufyrirtæki landsins munu taka þátt í markaðnum. frumsýnir grínmyndina „Heit pylsa“ Fjörug og bráö- skemmtileg grínmynd full af glensi, gamni og lífsglöðu ungu fólki sem kann svo sannarlega aö skvetta úr klaufun- um í vetrarparadísinni. Þaö er sko hægt aö gera fleira í snjónum en aö renna sér á skíöum. Naughton, Patrick Reg- er, Tracy N. Smith, Frank Koppola. Leikstjóri: Peter Markle. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Guðmundur Ólafsson og Rúrik Haraldsson i hlutverkum sinum í „Draugasögu“. nákvæm hljóðupptaka Agnars Einarssonar og einnig leikmynd Gunnars Baldurssonar, klipping ísidórs Hermannssonar og síðast en ekki síst myndataka Arnar Sveinssonar, er ollu mestu um draugaganginn í sjónvarpinu á sunnudagskveldið og ekki má gleyma framlagi förðunarmeist- ara sjónvarpsins. Það var sum sé fyrst og fremst hin tæknilega hlið er var í svo öruggum höndum, að sagnameistaranum Viðari Vík- ingssyni tókst að magna upp draugaganginn. En ekki má heldur gleyma því að Viðar Víkingsson valdi ákaf- lega myndræn andlit i öll helstu aðalhlutverk. Þannig hefir Sigur- jóna Sverrisdóttir einkar mjúk- lega og ávala höfuðlínu, sem gerir hana dálítið kisulega en sorgmædd augun ráða mestu um dularfulla „leikfylgjuna" (leik- fylgja = sú sálgerð er kemur fram hjá leikara við nánast hvaða að- stæður sem er, en í mismunandi ríkum mæli, nýyrði). Mótleikari Sigurjónu var ekki síður mynd- rænn, nefnist sá Kristján Frank- lín Magnúss og er alger andstæða Sigurjónu, beinaber og toginleitur, upplagður Dracula enda nást skuggar vel fram í slíku andliti. Eins og áhorfendur sáu lék Sigur- jóna hér förðunardömu, sem verð- ur fyrir ásókn látinnar ömmu sinnar, en Kristján er ungur næt- urvörður hjá sjónvarpinu. Verður ekki farið frekar út í þá sálma en getið um eldri næturvörð þar á staðnum sem Rúrik Haraldsson lék. Rúrik bregst ekki frekar en fyrri daginn og gætir hvergi hjá þessum þaulreynda leikara hiks, er gætti við og við hjá ungu leikur- unum er fyrr voru taldir. Ég gleymdi jú að bæta hér við öðrum, ungum leikara, Guðmundi Ólafs- syni, er hér lék ljósmyndara. Guð- mundur er mjög einbeittur leikari er greinilega veit hvert hann stefnir í persónusköpun enda er Guðmundur úr hinum fræga Leik- listarskólabekk er taldi Jóhann Sigurðarson, Júlíus Hjörleifsson, Guðbjörgu Thoroddsen, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Guðjón Ped- ersen og Karl Ágúst Úlfsson. Svo sterkur árgangur hlýtur að skila sér í bestu árnar með tíð og tíma. Annars voru ekki bara atvinnu- leikarar hér í hlutverkum. Guð- mundur Jaki í hlutverki óbreytts sjónvarpsgests sannaði enn og einu sinni að hann er einhver magnaðasti skapgerðarleikari sem við eigum og Þorsteinn Hannesson er líka býsna duglegur að gefa leiklistargyðjunni undir fótinn. Fleiri leikurum man ég nú ekki eftir í þessari draugasögu, nema henni Kristbjörgu Kjeld, sem fríkkar með hverju árinu. Risinn er nýr dagur og á brottu hinn myrki seiður næturinnar, en í brjósti ótínds sjónvarpsglápara á eyskeri við hið ysta haf er vakin stolt grunsemd um að hafa eignast andartak sagnameistara er skygg- ir á sagnameistara milljónaþjóð- anna. Mann sem getur sagt draugasögu á filmu án þess að út- bía allt í blóðsulli. Á slíkum stundum gleymist sú staðreynd að vér fyllum vart nema svo sem hálft úthverfi í Ríó. Jafnvel læðist sá grunur að fávísum eyjar- skeggja, að hér leynist ef til vill sagnameistarar sem kunna þá list að vekja ugg, kátínu, sorg eða munúð í brjósti milljónanna. Kannski verður sú list í mestum hávegum höfð á þeirri „öld sagna- meistaranna" er sumir nefna upp- lýsingaöld. Þá verða sagnameist- ararnir sennilega dregnir út úr skúmaskotum veraldarinnar og þeim skotið uppá stjörnuhimin hinna alþjóðlegu vitundariðnað- arsamsteypa. Því miður vil ég segja, því ég er hræddur um að hin fölskvalausa frásögn er hefst til flugs við hin ólíklegustu skilyrði, jafnvel á vinnustaðnum, við bar- inn, í skíðaferðinni, í skottúr, í leigubílnum eða hjá rakaranum missi flugið á öld, sem miðar allt við þarfir og ímyndaðan smekk milljarðanna. Draugasaga Kvikmyndír Ólafur M. Jóhannesson Draugasaga — íslensk sjónvarps- mynd llandrit: Viðar Víkingsson og Oddur Björnsson Leikstjóri: Viðar Víkingsson Kvikmyndataka: Örn Sverrisson Hljóð: Agnar Einarsson Klipping: ísidór Hermannsson Leikmynd: Gunnar Baldursson íslenska sjónvarpið 1985 Hver man ekki eftir síðkveldi í seli, að afloknu skíðasprangi dags- ins var sest í hálfhring og sungið við kertaljós eða á stundum var sögð draugasaga. Sjálfur man ég eftir einni slíkri ferð er átti sér stað fyrir langalöngu, ekki vegna færðarinnar á skíðasvæðið eða skíðafærisins heldur vegna þess að í hópi kátra sveina var beljaki einn mikill gæddur frásagnar- anda. Ég man enn hversu logarnir á kertunum bifuðust undan frá- sögn sögumanns og allskonar skuggaverur skutust um gættir og þil. Ékki man ég orð af því er þessi ágæti sagnaþuiur töfraði fram í næturkyrrð svefnskálans, en eins og ég sagði þá sitja enn í huga mér hinir svarbláu skuggar er flugu af orðum hans, uns hrikti og brakaði í hverri taug hinna ungu skíða- manna. Þessi maður kunni að segja draugasögu. Nú segja sumir að slíkt sé létt verk og löðurmannlegt, það nægi alveg að grafa upp nógu óhugnan- legan texta og flytja hann við rétt- ar aðstæður með svolitlum leik- rænum tilburðum og ef það dugir ekki til, má alltaf hlaupa niðrí Sanitas eftir meiri tómatsósu. Samt er það nú svo að ýmsir af stærstu spámönnum kvikmynd- anna hafa hvergi til Sparað í leit að bitastæðum texta, rándýru svínsblóði og öðrum hjálpartækj- um þá þeir hugðust segja heimin- um; sína draugasögu. En viti menn þrátt fyrir mikilfenglegan umbúnaðinn glytti hvergi í draug- inn, þessa hálf ósýnilegu skugga- veru sem togar í þandar taugar áhorfandans. Þannig held ég að flestir hafi brosað út í annað er Herzog leiddi sinn Dracula fram á sviðið í Nosferatu. Ekki skorti þar mikilfenglegar umbúðirnar og sjálfur Klaus Kinski í aðalhlut- verki en draugsa varð ekki vart. Sumir kenna því um að Nosferatu Herzogs hafi verið of ljóðrænn og skáldlegur þannig að Dracula greifi komst aldrei niður af stalli draumaprinsins. Nú gerist það hér úti á hjara veraldar hjá þóð er telur svo sem hálft fátækrahverfi í Ríó að óbreyttur ríkisstarfsmaður fær það verkefni að filma draugasögu fyrir sjónvarpsstöð þá er um nokkurt skeið hefir verið starf- rækt á útkjálkanum. Ríkisstarfs- maður þessi er menntaður í kvikmyndaleikstjórn í meginlandi Evrópu og fer því svipaðar brautir og hinn þýðverski Herzog. Þannig vefur hann frásögnina í ljóðrænan búning og takmarkar svínsblóðið, öfugt við það sem gerist hjá starfsbræðrunum í höfuðvígi kvikmyndanna vestanhafs. Ríkis- starfsmaðurinn á norðurhjaran- um hefir hinsvegar ekki til taks stórleikara á borð við Kinski og ekki getur hann leyft sér að ferð- ast með kvikmyndastóð sitt til fornra evrópskra kastalabæja að hætti Herzogs. Nei, hann verður að láta sér nægja húsakynni þeirr- ar ríkisstofunar er hann starfar við og er reyndar fyrrgreind útkjálkasjónvarpsstöð. Samt tekst ríkisstarfsmanninum að segja sína draugasögu. Ég gæti svo sem alveg numið hér staðar og hvílt ritvélina því ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.