Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 ffélk f fréttum Fimm ættliðir Hér eru samankomnir fimm ættliðir, afkomendur Hólmfríðar Guðjónsdóttur frí Ármúla í Önundarfirði, en hún er fædd 1894 og er níræð. Sonur hennar, Aðalsteinn Þorgeirsson, 69 ára (hinn þekkti hestamað- ur, Alli á Korpúlfsstöðum). Guðrún Aðalsteinsdóttir 45 ára, Guðlaug Sverrisdóttir 26 ára og loks Þorgeir Karlsson 1 árs. Afkomendur Hólmfríðar eru 90. Hér fer stærðarmunur þeirra Dudley og Susan ekki á milli mála og kappinn er sposkur á svip. Hvort einhver tengsl séu þar á milli skal ósagt látið. Dudley er snjall píanóleikari og dundar við laga- smíðar. Hér dunda þau saman við slíkt, Dudley og Susan. Það verður ekki annað sagt, en að Dudley beri árin 50 prýðilega. Hálfrar aldar gamall Dudley með meðbyr á ný Dudley Moore, gamanleikar- inn stutti sem sló í gegn m.a. í kvikmyndunum „10“ og „Arthur", hefur nú ruðst fram til frægðar á ný, eftir ýmis bakslög í seglin síðasta árið eða svo. Á þeim tíma lék hann í myndum sem fóru svo gersam- lega út um þúfur, að helstu að- dáendur hans óttuðust um feril hans. „Þetta var býsna hræði- legt, en allt tekur enda, þar á meðal heimska mín,“ segir Dud- ley og það er nýjasta kvikmynd hans, „Micki and Maude", sem hefur breytt öllu. Það er gam- anmynd um karl nokkurn sem fréttir það sama daginn að bæði eiginkona hans og hjákona sér ófrískar eftir hann. Leikstjóri er ‘Blake Edwards. í hópi kvikmyndanna sem Dudley vill helst gleyma, eru „Lovesick" og „Best defence", hann segir um þær og grettir sig fyrst: „Eg var mjög bjartsýnn þegar ég las handritin, ég var sannfærður um að þetta væru úrvals handrit. En handrit er gjarnan eitthvað allt annað en kvikmyndin sem sýnd er þegar upp er staðið. Ég held að ég láti að öðru leyti ósagt um galdurinn að leika í svona mörgum lélegum myndum í röð. Það var samt slá- andi, að í hvert skipti sem við vorum að byrja á upptökum sagði einhver: „Svona strákar, þetta gengur ekki, við skrifum þetta upp á nýtt.“ En ég vildi frumhandritið, ekki eitthvað umskrifað. Ég ætla ekki að nefna einn af þessum samstarfs- mönnum minum með nafni, en mun skutla tertu framan i hann næst þegar ég sé hann. Hann sagði við mig „Ég veit að þú hef- ur meira vit á kímni en ég, en þú hefur samt rangt fyrir þér.“S Kvennamál Dudley hafa jafn- an verið milli tannanna á fólki, hann er talinn eitt af markverð- ari kyntáknum HollyWood- borgar. „Ég er ástfanginn af 27 konum og þeim fjölgar jafnt og þétt. Ég var með flensu um dag- inn og lá lækkaði talan, en mér líður miklu betur nú og talan er að hækka aftur. Annars hef ég lært að segja sem minnst og helst ekkert um einkalíf mitt,“ segir Dudley. Það mun þó satt vera, að aðalkonan í lifi hans sé leikkonan Susan Anton, sem er hávaxin af konu að vera. Dudley er pínulitill, þannig að hún gnæfir yfir sambýling sinn. Dudley verður fimmtugur á þessu ári og þvi trúa fáir sem ekki þekkja hann, þvi mönnum þykir hann fremur líkjast þri- tugu unglambi heldur en hálfrar aldar gömlum karli. „Mér finnst ég ekkert sérstaklega myndar- legur og ef ég að að vera hrein- skilinn þá eru viðbrögð mín þeg- ar ég lít í spegil oft þessi: „Guð minn almáttugur." Það sem veldur mér mestum kvíða er, að eftir þvi sem árin færast yfir mig, þeim mun meira líkist ég móður minni, og það er undar- legt. Andlit mitt er undarlegt, stundum virðist allt vera í lagi með það, en við viss birtuskilyrði er það ömurlegt. Ég er því dug- legur að dást að sjálfum mér á góðum dögum, en hef með mér ælusekk þegar hinir slæmu koma ...“ „Ekkert loft- hræddur, en veit alltaf af hæðinni“ segir Einar Sigurðsson kranastjóri Einar er einn þeirra manna, sem stjórnar „Jaka", nýja gámakrana Eimskipafélagsins í Sundahöfn. „Það er gott að vinna hérna uppi“, segir Einar, þegar hann er spurður hvernig tilfinning það sé að „svífa“ um i svona mikilli hæð. „En það er með þessa vinnu eins og svo margt annað, annaðhvort geta menn unnið hér eða ekki.“ Bóman er í 26 metra hæð yfir hafnarbakkanum og neðan á henni hangir stýrishúsið. Til þess að komast þangað verður að fara upp 120 tröppur, sem eru utan á krananum. — „Er þetta erfið vinna? „Ekki beint erfið, en það getur verið vandasamt að hitta rétt á gámana til að koma festingunum fyrir, sérstaklega ef hvessir. Við erum með vindmæli hérna uppi til að fylgjast með vindhæð og hætt- um vinnu þegar hann sýnir 8 vindstig." — Hvað eru margir sem vinna við kranann? „Við erum fjórir og að auki einn, sem er í þjálfun núna. Unnið er á vöktum, tveir og tveir saman og byrjað kl. 7.30 á morgnana. Þá er kraninn stilltur af við skipshlið og iosað um læsingar og bómu, svo að kraninn sé tilbúinn þegar vinna hefst kl. 8.“ — Er stöðug vinna og aldrei lit- iö upp alla vaktina? „Nei við leysum hvorn annan af, því það getur verið þreytandi að sitja svona lengi og rýna niður á gámana og fylgjast með því sem verið er að gera þarna niðri. En þegar hlé gefst sit ég og nýt útsýn- isins og læt mér líða vel. Ég er ekkert lofthræddur en veit alltaf af hæðinni. Mér finnst þetta þæg- ileg tilfinning að vera hérna uppi.“ — Þér leiðist ekki? „Það liggur við að maður sé stundum hálf einmana hérna i þögninni.“ Ein aðalhljómsveit Kvennaskólans „sleit strengi og reif húð- ir“. Söngkona hljómsveitarinnar er Hendrika Waage. Sameiginlegt skemmtikvöld framhaldsskóla í lok febrúar héldu tíu framhaldsskólar í Reykjavík og nágrenni sameigin- legt skemmtikvöld I Háskólabíói. Þar komu nemendur skólans fram og skemmtu samkomugestum með eigin skemmtiatriðum og voru mörg atriði æði frumleg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Morgunblaðið/Hilmar Sæberg Nemendur Menntaskólans í Reykjavík „sýndu rómantík Signu, ást og hatur í París“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.