Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 19. MARZ 1985
35
Árni Þórarinsson
Háskólabíó, Bíóhöllin: Hvítir mivar.
íslensk. Árgerð 1985.
Handrit: Valgeir Guðjónsson ásamt
Jakobi Magnússyni og Agli Ólafs-
syni.
Leikstjóri: Jakob Magnússon.
Kvikmyndataka: Karl Óskarsson
o.n.
Hljóðstjórn: Júlíus Agnarsson.
Leikmynd: Kristján Karlsson o.fl.
Búningar: Dóra Einarsdóttir.
Tónlist: Stuðmenn.
Upptökustjóri: Egill Eðvarðsson.
Klipping: Hrafn Gunnlaugsson.
Aðalhlutverk: Egill Ólafsson, Ragn-
hildur Gísladóttir, Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi),
Rúrik Haraldsson, Nick Tyrone
Troupe III.
— Hvar er Jófríður?
— Jófríður er á klósettinu.
— Eins og venjulega.
Ekki blæs byrlega fyrir kvik-
myndinni Hvítir mávar í því frá-
leita, ófyndna inngangsatriði sem
geymir þessi orðaskipti. Svo er al-
deilis skipt um gir, og ekki í síð-
asta sinn í þessari skrýtnu mynd.
Við tekur bráðskemmtileg skissa
undir titlum, snöfurmannlega
framreidd og full af þeim sjón-
ræna húmor í takt við dúndrandi
tónlist sem prýtt hefur bestu verk
Stuðmanna gegnum tíðina, þessa
makaiausa fjöllistahóps sem varla
verður gengið fram hjá við skrán-
ingu menningarsögu okkar á sfð-
asta áratug. Hugkvæmnin í þessu
atriði sem lýsir flugferð Ragnhild-
ar Gísladóttur og aðskiljanlegra
furðufugla í hópi farþega austur á
firði, var farin að vekja hjá manni
vonir um að í uppsiglingu væri
meiri háttar æfing I stjórnleysis-
gríni. Þær vonir dofnuðu fljótlega
eftir lendingu og brustu alveg upp
úr miðbiki myndarinnar. Ekki svo
að skilja að hún nái aldrei flugi á
ný. En það er aðeins í rykkjum.
Hvítir mávar er hrærigrautur.
Hér ægir öllu saman: Alls kyns
kvikmyndastflum, efnisskfrskot-
unum í allar áttir, góðri kvik-
myndagerð og vondri kvikmynda-
gerð, algjörum hortittum f texta
og glimrandi setningum, stór-
fyndnu glensi og marflötum fffla-
látum, þaulunnum atriðum og
vanhugsuðu rugli, og svo framveg-
is. Að hætti aðstandenda er Hvftir
mávar flipp. En hún jaðrar lfka
við að vera flopp. í henni ríkir ka-
os, bæði í mynd og á hljóðrás.
„Skipulagt kaos,“ eins og segir f
einum söngtextanum? Skoðum
það.
Ef hvítir mávar væri myndlist
væri talað um „collage" og
„kitsch", klippimynd hallærislegra
skrumskælinga og yfirvegaðra
smekkleysa f stfl og efni. Myndin
er filmísk úrklippubók með jöfn-
um framlögum frá stflfærðri
ímynd fslensks þorps á sjöunda
áratugnum, skærum glansmynd-
um ameriskra leikarablaða og fá-
ránleikahúmor-úr samtfmanum. í
þessari ringulreið má greina þrjá
„söguþætti" ef ekki hreinlega
þrjár kvikmyndir sem því miður
eru þvf marki brenndar að hafa
allar verið gerðar áður.
í fyrsta lagi kemur til innreið
Ragnhildar Gísladóttur f litla
samfélagið á Austfjörðum, ein-
hvers konar leiklistarkonu sem
hlotið hefur frama í útlöndum, en
engin leið er reyndar að fá botn í.
Hún er að heimsækja gamla vini
sína, hjónin Egil ólafsson, sýslu-
fulltrúa og Tinnu Gunnlaugsdótt-
ur, áhugaleikara og hárgreiðslu-
konu. Hún á jafnframt að setja
upp frumsamið leikrit með ung-
mennafélagi staðarins. Þessi þátt-
ur á að snúast um leifarnar af
gömlum ástarþrfhyrning. í hand-
riti og leikstjórn fá þessir þrír
elskendur enga skiljanlega
„fúnksjón"; þetta eru aðalpersónur
myndarinnar, en á bak við þær er
engin persónusköpun sem stendur
undir því orði. Leikararnir leika
Stjörnuhrap — Júlíus Agnarsson er
forkostulegur sem lögregluþjónn.
Hér fellur hann fyrir hendi Kanans,
— Nick Tyrone Troupe, Jónasar R.
Jónssonar og Pamelu Brement.
Ragnhildur, Tinna og Egill
við töku á Hvítum mávum —
berin voru borðuð í berja-
mónum sjálfum.
Morgunbltiið/ Vilborg Einarsdóttir
því hver með sínu nefi og eiginlega
beint af nefi fram. EgiII ólafsson
er góður og agaður kvikmynda-
leikari. Hann kemst næst því að fá
eitthvað út úr krúnurökuðum, fall-
ískum sýslufulltrúanum sem berst
við innilokun og leiða i starfi sem
einkallfi, er veikur fyrir því að
verða fleygur fugl og fer langleið-
ina til þess í magnaðri loftmynd
Karls óskarssonar undir lok
myndarinnar. Tinna Gunnlaugs-
dóttir finnur hvorki haus né sporð
á frúnni enda hvorugt fyrir hendi.
Ragnhildur Gísladóttir er greini-
lega mikið efni í kvikmyndaleik-
ara af guðs náð, en grípur til þess
að blanda inn í persónuna of miklu
af sjálfri sér, þannig að útkoman
er ósættanleg samsuða af heims-
konu, pönkrokkara og villtu nátt-
úrubarni. Á heimili sýslufulltrú-
ahjónanna, sem reyndar gegnir
hlutverki umferðamiðstöðvar í
myndinni, fær ástarþríhyrningur-
inn enga skýra þróun; brugðið er
upp þokkalega fyndnum myndum
af ástum afbrigðilegra hjóna sem
klæða sig í dýrsgervi þegar kvölda
tekur til glæða gamalt tilhugalíf
og þegar Egill og Ragnhildur
bregða á leik I fjarveru Tinnu
breytast þau í Tarsan og Jane.
Fólk sem hefur glatað frumkraft-
inum, náttúrunni I sér, ha?
Humm. Svei mér, ef andi Vand-
arhöggs eftir Hrafn Gunnlaugsson
svífur ekki stundum yfir vötnum I
húsi sýslufulltrúahjónanna.
Annar efnisþátturinn snýst um
uppfærslu Ragnhildar á eigin leik-
riti um morðin á Sjöundá (sam-
anber Svartfugl; fuglar sveima
mjög víða um Hvíta máva) með
áhugaleikurunum í plássinu. Þessi
þáttur er furðulega stórt bankalán
úr sjónvarpsleikritinu Sigvaldi og
spænska linan eftir Guönýju Hall-
dórsdóttur sem sýnt var fyrir
fáum árum í syrpunni um Félags-
heimilið. Þar fengu viðskipti að-
komuleikstjóra og innfæddra mun
skondnari úrvinnslu og má merki-
legt heita hvað lítið verður úr
þeim mörgu innklippum sem skot-
ið er inn úr þessum þætti í Hvítir
mávar. Eiginlega kemur ekkert út
úr þessu. Ágætir farsaleikarar
eins og Flosi Olafsson. Karl Guð-
mundsson, Magnús Ólafsson og
Sigurveig Jónsdóttir eru úti á
þekju og sum atriðin úr leikhúsinu
eru pfnlega illa sviðsett. Gerð er
tilraun til að tengja verkið sem
verið er að æfa (það er kallað
Hvítir mávar) við líf persónanna,
Morgunblmðib/ólafur Rðgnvaldsaon.
á ekki ósvipaðan hátt og sjón-
varpsleikrit prestsins í kvik-
myndinni Gullsandur átti að und-
irstrika samsvörun fortíðar og
nútíðar. En það gengur ekki upp
hér frekar en þar.
Þriðji efnisþátturinn er svo
blanda af hráefnum úr Gullsandi
og Atómstöðinni. Þetta er gamla
þemað um þjóö og land til sölu,
amerikaníseringu og hervæðingu,
gullæði og draum um glæsta fram-
tíð. Bandarískir hermenn undir
forystu kyndugs hershöfðingja og
geggjaðs vísindamanns af þýskum
ættum (hvað annað?) eru eitthvað
að bauka með tæki og tól sem
virkja íslenskar auðlindir eins og
ljós og silfurberg (!) í þágu dráps-
vopna, en einnig á orkan að geta
breytt „kaldtempruðu" loftslaginu
í „heittemprað", hrjóstrugu lands-
lagi með Austfjarðaþoku og til-
heyrandi í vermireit hagsældar og
velmegunar. Höfundar vinna ekki
úr þessum þætti frekar en öðrum.
En sitthvað er skemmtilegt í við-
skiptum oddvita innfæddra, Rúrik
Haraldssonar sýslumanns og Eg-
ils sýslufulltrúa við oddvita Kan-
anna, einkum Nick Tyrone Troupe
III og Pamelu Brement, sendi-
herrafrú sem sýna kímileg tilþrif,
þótt þau hefðu bæði þurft á meiri
leikstjórn aö halda, eins og fleiri.
Aðalásæðan fyrir því að þessir
þættir tolla ekki saman — ekki
heldur innan ramma þess frjáls-
lega flippa sem myndin velur sér
— er sú að svo virðist sem höfund-
ar hafi farið af stað með fullt af
hugmyndum og mjög opinn huga
fyrir enn fleiri hugmyndum og svo
treyst á það, að unnt yrði að
steypa öllu saman í klippiborðinu.
Þannig verða kvikmyndir, a.m.k.
góðar kvikmyndir, ekki til, nema
kannski hjá þaulvönum séníum
með nógan tíma og fjármuni til
ráðstöfunar. Enda fer það svo, að
ekkert fær úrlausn. öllum þessum
þáttum og öðrum lausum endum
er bara skóflað upp í flugvélina
aftur í lokin. Ragnhildur Gísla-
dóttir flýgur á brott, ástmögur
hennar, Egill Ólafsson stendur á
þverhíptri bjargbrún og fleygir
dauðum mávi fram af, breiðir út
handleggina eins og hann ætli
sjálfur að hefja sig til flugs (sem
fyrr segir sláandi skot, eiginlega á
heimsmælikvarða), eiginkonan
Tinna ekur aftur heim, og við sjá-
um í lokin flugvélina verða fyrir
eyðingargeisla hins nýja íslensk-
ameriska orkugjafa. Úff.
Ekki nógu skipulagt kaos. En
það er margt í mörgu. Hvítir máv-
ar bjarga sér oft á einangruðum
skissum og einstökum myndskeið-
um, þótt þau lími ekki saman það
sem á undan fer og á eftir kemur.
Fyrir utan titlasenuna sem fyrr er
nefnd þá er toppurinn í myndinni
frammistaða Júliusar Ágnars-
sonar í hlutverki seinheppins lög-
regluþjóns. Maðurinn er greini-
lega fæddur slap-stick kómíker,
minnir stundum á Eggert Þor-
leifsson i góðri timasetningu. Indi-
ana Jones-stælingin þegar Júlíus
sýnir „fyrstu merki alkóhólism-
ans“ og sækir sér sopa undir stell-
ið á lögreglubílnum á fullri ferð,
er svo vel útfært frá hendi hans,
leikstjóra, tölumanns og klipppara
að maður hugsar með sér: Hvað
hefðu mennirnir ekki getað gert ef
þeir hefðu skipulagt myndina i
heild á þessum nótum? Álveg
óborganlegt. Dæmi um aðrar
skemmtilegar senur eru skrykkj-
óttar samræður oddvita íslend-
inga og hersins á ensku um „aust-
fagafoguna“, gott músiknúmer f
afmælisveislunni (en hvoru-
tveggja of langt), einstakar skynd-
imyndir úr bæjarlifinu (bara
sumar reyndar) og tvö brosleg at-
riði þar sem persónur bresta
óforvarandis i söng („Hann á af-
mæli í dag“ og „í skólanum, i skól-
anum“).
Svo koma vita vonlaus atriði
sem ekki þjóna neinum kómiskum
tilgangi, hvað þá öðrum: Dans
Ragnhildar í garðinum, berjamó
Fjarvera Jófríðar
sem aðeins hefur fram að færa
snyrtilega uppstillingu á bograndi
rössum, tvö atriði þar sem annars
vegar Laddi, sem furðu lítið verð-
ur reyndar úr í hlutverki læknis-
ins, og hins vegar Egill láta Tinnu
og Ragnhildi bregða, einhvers
konar samsæriskrunk Ragnhildar
og Tinnu sem er alveg meiningar-
laust. Þá verður ekki mikið úr
bfósýningunum tveimur á heimili
sýslufulltrúans eða þrillerút-
færslunni á njósnum Ragnhildar i
bækistöð Kananna, eða framhjá-
haldi Egils og Ragnhildar i lokin
með umbúðamiklu veseni, með
heimsókn Tinnu til mömmu á hús-
mæðraskólann, hnífinn og blóð-
baðið, eða öllum senunum kring-
um kanana og vísindamanninn.
Allur þessi málatilbúnaður fer
meira og minna í vaskinn.
Þessi ójafni gangur myndarinn-
ar stafar annars vegar af handriti
eða skorti á handriti og hins vegar
af leikstjórn eða skorti á leik-
stjórn. Texti handrits er vægast
sagt brokkgengur, fyrir utan
byggingarleysið, og innkoma sögu-
manns f miðri mynd skilar engu
öðru en dálítið lunknu samtali
hans beint við persónurnar. Húm-
orinn er blanda af ydduðum galsa
af því tagi sem Stuðmönnum fer
best, paródiu og innanhússdjókum
sem ekki er að vænta að allir
áhorfendur fatti, og svo heldur
leiðigjörnu klósettgríni. Finnist
einhverjum prump fyndið einu
sinni þá efast ég um að þeim sama
finnist það fyndið í þrígang. Það
er heldur ekkert sérlega sniðugt
að sjá Ladda klóra sér f klofinu
tvisvar og pissa i blómapott. Eða
að sjá Egil og lögregluþjóninn
ganga örna sinna á viðavangi.
Leikstjórnin kemur í kippum;
stundum hugkvæm og kraftmikil.
Stundum nánast engin. Einkum i
samtalsatriöum er æpandi þörf
fyrir sterkari leikstjórn.
Hin snöggu veðrabrigði í
stemmningu og stíl myndarinnar,
skyndilegar giraskiptingar og
skortur á einhverju skýru tempói,
gefa til kynna að hún hafi verið
unnin i stökum bútum. Klipping
Hrafns Gunnlaugssonar er prýði-
lega velvirk í þeim skeiðum, þar
sem hún hefur haft úr einhverju
að moða. En mér sýnist hún
stundum ekki hafa nægilegt
myndefni til ráðstöfunar. Oft er
t.d. klippt út og suður, fram og
aftur, í tíma og rúmi, eins og rugl-
andin ein gcti breitt yfir vöntun á
heildarhugsun eða stefnu. Þessi
öra klipping og einnig ofnotkun á
yfirleitt ágætri tónlist Stuðmanna
ber vitni dálitilli örvæntingu höf-
unda — eins og þeir vantreysti
hráefni sínu. Þvi miður eru gildar
ástæður fyrir sliku vantrausti.
Hljóðrás myndarinnar er of-
hlaðin, bæði af tónlist, effektum
og texta sem ekki kemst nógu vel
til skila, stundum vegna fram-
sagnar, stundum vegna þess að
samtölin, sem a.m.k. i sumum til-
vikum eru tekin upp eftir á, eru
annað hvort illa hljóðsett eöa
-numin.
Þá er komið að einum helsta
kosti Hvitra máva — yfirborðinu,
útlitshönnuninni. Kvikmyndataka
Karls Óskarssonar er tilbrigða-
mikið nostursverk, hallt undir
linsu- og vinklaleik auglýsinga-
myndagerðar sem rimar i björtum
glanslitum við paródiska leikmynd
og búninga. Það sem helst situr
eftir í huganum eru einstök skot
og leikmyndir sem stundum þjóna
reyndar engum sjáanlegum til-
gangi nema að vera smart. Nægir
að nefna sem dæmi Omo-auglýs-
ingarskotið i draumi Ragnhildar.
Hvítir mávar er kvik af hug-
myndum á yfirborðinu, bæði i
mynd og hljóði. Það vantar hins
vegar samband við efnið sem und-
ir er. Synd að ekki tókst betur til
hjá Stuðmönnum i þetta skiptið.
Hvitir mávar magalenda, en það
eru ýmsir vel smíðaðir og
skemmtilegir hlutir i brakinu.
Stuðmenn eru slíkir gleðigjafar og
atgervismenn, þvílíkt orkubú, að
ekki er nokkur vafi á aö þeir muni
„fljúga, fljúga, fljúga hærra“, eins
og þeir hafa sjálfir ort. Til að
fljúga kvikmynd og lenda henni
heilu og höldnu þarf bara að
ákveða flugvöll og flugleið fyrir-
fram. Ef það er gert fá kvikmynd-
ir Stuðmanna nóg af farþegum.
Hver veit nema að Jófriður mæti
þá af klósettinu.