Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 19

Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 19
MORGIJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1986 19 konsertarnir, fiðlukonsertarnir tveir og konsertinn fyrir 2 fiðlur og hljómsveit í d-moll, en mikið af verkum Bachs frá þessum árum hefur glatast. Sorgin settist að f hjarta Bachs, þegar kona hans, María Barbara, dó skyndilega frá 4 lifandi bðrnum þeirra. 18 mán- uðum síðar kvæntist hann öðru sinni, stúlku tvítugri að aldri að nafni Anna Magdalena, sem gekk 4 börnum hans í móður stað og ól honum 13 til viðbótar. Dáleikar þeir, sem Johann Seb- astian hafði notið við hirðina i Cöthen dvlnuðu þegar Leopold prins kvæntist konu sem var gjör- sneydd tónlistargáfu, var sem fót- um væri kippt undan stöðu Jo- hanns Sebastian. Honum fannst sér ofaukið og fór að svipast um eftir öðru starfi. Árið 1722 dó kontorinn við Tómasarkirkjuna í Leipzig, hinn nafntogaði Johann Kuhnan. Yfirvöld kirkju og borgar í Leipzig lögðu ofurkapp á að fá vinsælt tónskáld þess tíma, Georg Philip Telemann, til starfans, en hann gaf ekki kost á sér. Þá ákvað Johann Sebastian að sækja um starfið og var einn fjögurra um- sækjenda. Hirðmúsíkant frá Darmstadt varð þá fyrir valinu, en þegar hann dró umsókn sína til baka, mæiti hann með Johanni Sebastian Bach. Löngun til að helga sig kirkju- legum tónsmíðum að nýju ásamt bættri aðstöðu til menntunar barna sinna hefur sennilega riðið baggamuninn, þegar Bach ákvað að segja lausri vel launaðri stöðu sinni í Cöthen og taka upp kant- orstarf í Leipzig fyrir V* hluta þeirra föstu launa, sem honum voru tryggð við hirðina í Cöthen. „Messa J.S. Bachs í h- moll hefur sérstöðu meðal tónsmída hans og er auk þess einstök meðal allra tónverka, enda af sumum talin „mesti tónskáldskapur allra tíma“. Verkiö hef- ur aö því er fullvíst má telja aldrei veriö flutt í heild frá dögum Bachs.“ Hann vann að Jóhannesarpassí- unni, sem var nærri fullbúin til flutnings. Kantorstarfið við Tóm- asarkirkjuna og skólann fól í sér margar skyldur af ólíkum toga, m.a. að hafa umsjón með flutningi kirkjulegrar tónlistar í 4 kirkjum borgarinnar. Til þess var Johann Sebastian ráðinn frá 30. maí 1723, og er þannig bókfært hjá yfirvöld- um staðarins: „Fyrst hið bezta liggur ekki á lausu verðum við að sætta okkur við það sem í boði er.“! Þar með hófst nýr kapítuli í sögu kirkjulegrar tónlistar, sem á sér enga hliðstæðu. Á þeim dögum voru 59 helgidagar kirkjuársins í Leipzig lögboðnir, og ein af skyld- um kantorsins var að leggja til kantötu, annaðhvort frumsamda eða aðra úr safni kirkjunnar fyrir hvern helgidag. Vitað er, að Jo- hann Sebastian samdi a.m.k. fimm ólíkar gerðir af kantötum fyrir hvern helgidag ársins eða minnst 295, auk nokkurra verald- legra. Þar við bætast stóru kór- verkin, Jóhannesarpassían 1722—'23, Magnificat 1723, Mattheusarpassían 1729, Markús- arpassían, sem nú er glötuð að hluta, og H-moll messan 1733 — en fyrst lokið 1748, tveim árum fyrir dauða tónskáldsins. Messa J.S. Bachs í h-moll hefur sérstöðu meðal tónsmíða hans og er auk þess einstök meðal allra tónverka, enda af sumum talinn „mesti tónskáldskapur allra tíma“. Verkið hefur að því er full- víst má telja aldrei verið flutt í heild á dögum Bachs. Margvíslegir erfiðleikar og árekstrar urðu milli Johanns Sebastian og borgaryfirv- alda í Leipzig. Engin mannleg skýring er til á afköstum hans, einkum þegar litið er á hinar margvíslegu skyldur hans við kennslu og hvers konar athafnir, auk þess að vera faðir 21 barns og sinna skyldum sínum sem heimil- isfaðir, kennari og uppalandi. Að- staða hans við flutning tónlistar var oft bágborin sökum ófull- nægjandi kunnáttu hljóðfæraleik- ara og söngvara, eins og fram kemur í ýmsum bréfum hans til yfirvalda. Líklegt er að Bach hafi um skeið hugsað til hreyfings frá Leipzig. Fyrsti hluti H-moll mess- unnar, Kyrie og Gloria, var sam- inn 1733 og sendur ásamt auð- mjúku bréfi til Friðriks Augustus- ar 2. kjörfursta af Saxlandi og konungs Póllands, sem um það leyti var krýndur sem arftaki Augustusar sterka, með beiðni um titil hirðtónskálds við hirðina i Dresden. Svarið barst 3 árum síð- ar — og titillinn með — en ekkert boð um starf við hirðina. Samt mun þessi titill hafa ýtt við yfir- völdum í Leipzig og verið nokkur virðingarauki fyrir höfundinn. En Bach var kyrr í Leipzig til dauða- dags 1750. H-moll messan ber nöfn hinnar rómversk-kaþólsku messugjörðar, þ.e. Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus, Hósanna, Beneditus og Agnus Dei — við hinn lútherska texta há- messunnar. Ekkert bendir samt til, að verkið hafi verið hugsað til messugerðar í rómverskum eða lútherskum stíl. Verkið er fullt af táknmyndum og er stærsti minn- isvarðinn um höfund sinn, skoðan- ir hans, lífsviðhorf, virðingu fyrir lífinu og skapara þess, almættinu, tilbeiðslu, hugljómun, meistara- lega kunnáttu og snilld. Síðari þáttum H-moll messunn- ar lauk Bach fyrst á síðustu ævi- árum sínum, 1747—’48. í rauninni er verkið safn 4 sjálfstæðra tónsmíða, þ.e. Messa, sem lokið var 1733 og inniheldur kaflana Kyrie í 3 þáttum og Gloria í 12. Symbolum Nicenum eða Credo er trúarjátningin í 9 þáttum, þar sem krossfestingarkórinn er mið- punktur og um leið sá öxull, er verkið snýst um. Sanctus fylgir næst, magnaður 6 radda kór með sýn Jesaja spámanns í bakgrunni, er snyst upp í 6 radda fúgu við textann Pleni sunt coeli et terra gloria ejus. t beinu framhaldi og sömu taktskipan tekur við flókið tónaflúr Osanna fyrir 2 kóra og 8 raddir, en síðan aríurnar Bene- dictus og Agnus Dei. Verkinu lýk- ur með endurtekningu á kór úr Gloria-þættinum við textann Dona nobis pacem — Gef oss frið — sem er jafn tímabært ákall mannkynsins til skapara síns nú og nokkru sinni fyrr. Þegar Johann Sebastian Bach lauk þessu meistaraverki sínu árið 1748 og setti að venju undir af hógværð sinni og lítillæti skammstöfunina S.D.G. (Sali Dei Gloria — Guði einum sé dýrð) hef- ur honum varla hugkvæmst að hann hafði fullgert eitt mesta snilldarverk mannsandans. Tiltölulega fá af verkum Jo- hanns Sebastian Bach hafa nokk- urn tíma verið flutt á íslandi. Páll ísólfsson, orgelsnillingurinn mikli, steig í fótspor Bachs í Leipzig og varð fyrstur til að kynna orgelverk hans hér. All- margir hljóðfæraleikarar, inn- lendir og erlendir, hafa flutt ýmis af verkum hans fyrir einstök hljóðfæri eða kammersveit. Pólý- fónkórinn hefur flutt stóru kór- verkin, Passíurnar, Magnificat, Jólaoratoríuna og H-moll mess- una, en flestar kantöturnar og aðrar tónsmíðar eru hér lítt eða ekki kunnar. Hér er þörf að ráða bót á og er auðvelt með samstilltu átaki aðdáenda Bachs, sem nú ætla að stofna félag til aukins skilnings, kynningar og eflingar á tónlist hans á íslandi. Það er ósk mín og von, að flutn- ingur H-moll messu Bachs á 300 ára afmælisdegi hans hinn 21. marz nk. verði hlustendum til gleði og opni skrá að þeim fjár- sjóðum snilldar og fegurðar, sem eru ofar mannlegum skilningi. Ingólfur Guðbrruidsson, forstjóri ferðaskrifstofunnnr Útsýnar, er stjórnandi Pólýfónkórsins og stjórnar flutningi kórsins og Sin- fóníuhljómsveitar íslands i H-moll messu Bachs í kröld. Hann flutti ofangreint erindi um J.S. Bacb í Norræna búsinu 17. mars 1985. Tilvalin fermingargiöf Gefjunarsvefnpokar eru framleiddir í fjórum mísmunandi geröum, aöeins eru notuö bestu fáanleg hráefni og allt hefur veriö gert til aö tryggja hámarksgæöi GEFJUNAR SVEFNPOKAR GERÐIR: 2000 fylling I0(X) gr hoílofil 2015 fylling 850 gr hollofil 2020 fyfling 1000 gr gaesadúnn 2025 fylling götuö álfilma og polyester. laufléttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.