Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
21
Morgunblaðiö/Friöþjófur
Alfreð Jóhannsson framkvKmdastjóri ísfugls tv. og Jón Guómundsson bóndi á Reykjum sýna blaðamönnum
kalkúnaframleiðsluna.
Árs gamlir kalkúnhanar, sem notaðir eru til undaneldis.
Útlit fyrir að hægt verði
að fullnægja vaxandi eftir-
spurn eftir kalkúnakjöti
Á Reykjum í Mosfellssveit hef-
ur verið stunduð kalkúnarækt
frá því árið 1947 þegar Jón Guð-
mundsson, bóndi þar, fékk nokk-
ur stykki af svonefndum „Brons
kalkúnum" hjá klaustrinu í
Hafnarfirði.
Skömmu eftir 1960 fékk Jón
leyfi heilbrigðisyfirvalda til að
flytja inn nokkur útungunar-
egg af hvítum kalkúnum frá
Danmörku og voru þá fram-
leiddir nokkrir tugir fugla á ári
framanaf, en mest komst
framleiðslan upp í 4—600 á ári.
Á þessum árum var ekki mikil
eftirspurn eftir kalkúnakjöti
hér á landi og þessi búskapur
einskonar hliðargrein frá bú-
inu.
Árangurinn að koma í ljós
Um 1970 fékkst enn leyfi til
að flytja inn útungunaregg frá
Noregi. Þessi raektun gekk ekki
vel vegna þess- að eggin voru
illa frjó. Úr því var síðan bætt
þegar Jón rifjaði upp aðferð við
tæknifrjóvgun fyrir u.þ.b.
tveimur árum. Seint á árinu
1983 fóru svo tveir starfsmenn
búsins til Noregs til þjálfunar.
Þaðan komu þeir með tæki og
góðan undirbúning og hófu
sæðingar á síðastliðnu sumri.
í vetur fór árangurinn að
koma í ljós og hefur tekist að
fá 90% frjó egg og er unga-
fjöldi í samræmi við það. Sæði
er nú tekið úr hönum tvisvar í
viku og hver hæna sædd viku-
lega.
Vaxandi eftirspurn
Þeir Jón Guðmundsson, Guð-
mundur Jónsson, Mark Birch-
back og Aðalsteinn Jóhannsson
framkvæmdastjóri „ísfugls"
kynntu kalkúnaræktunina á
Reykjum fyrir blaðamönnum
nú í vikunni. Þar kom fram að
nú væri útlit fyrir að hægt
verði að fullnægja vaxandi eft-
irspurn eftir kalkúnakjöti.
Sláturhúsið ísfugl er að
sérhæfa starfsfólk sitt til að
slátra kalkúnum í verulegu
magni. Einnig hefur verið ráð-
inn danskur matvælatækni-
fræðingur til tsfugls og er
hann með ýmsar hugmyndir
um það hvernig hægt verði að
vinna þetta kjöt.
Jón Guðmundsson sagði að
heilbrigðisyfirvöld væru mjög
varkár með innflutning og
væri því beitt ströngu úrvali,
bæði hvað snertir vaxtarhraða
og vaxtarlag fuglanna, svo og
eggjafjölda. Hver fugl hefur
sitt númer og eru haldnar
skýrslur um helstu og æski-
legustu eiginleika einstakra
fugla.
Tekið hefur verið á leigu
húsnæði fyrir kalkúnafram-
leiðsluna til bráðabirgða og
það innréttað eftir þðrfum
framleiðslunnar.
Kalkúnar hentugir til
kjötframleiðslu
Best er að slátra kalkúnun-
um þegar þeir eru um fjögurra
mánaða gamlir. Þá vega þeir
um 4—5 kg. og er það talin
hentug stærð í máltíð fyrir
eina fjölskyldu.
Ýmsir eiginleikar kalkún-
anna gerir það að verkum að
þeir eru mjög hentugir til
kjötframleiðslu. I því sam-
bandi má nefna að gæði kjöts-
ins breytast ekkert þó fuglinn
stækki. Einnig vegna þess að
um 80% af þyngd fuglsins nýt-
ist til kjötframleiðslu.
Guðmundur Jónsson, bú-
stjóri á Reykjum, sagði að um
400 fuglum verði slátrað nú
fyrir páska. Alls verður slátrað
um 2—3000 fuglum á þessu ári.
Guðfræðing-
ar á ferð á
Snæfellsnesi
Stjkkisbólmi 17. nure.
S.I. fostudag komu 24 guðfræði-
nemar hingað til Stykkishólms. Er
þetta einn liður í náminu að heim-
sækja staði úti á landi. Guðsþjón-
usta var svo í Stykkishólmskirkju kl.
10 á fostudagskvöldið og þar flutti
prédikun einn úr hópnum Yrsa Þórð-
ardóttir.
Á sama tíma og þessi guðsþjón-
usta var voru nemendur Gagn-
fræðadeildar miðskólans með
árshátíð. Þó var þessi athöfn
sæmilega sótt.
Daginn eftir heimsóttu guð-
fræðinemar katholska sjúkrahús-
ið og héldu bænastund i kapellu
sjúkrahússins. Skoðuðu sjúkra-
húsið ásamt viðbyggingu og
prentsmiðju systranna sem er ein
snyrtilegasta prentsmiðja hér á
landi. Þá borðuðu þau hádegisverð
hjá systrunum á sjúkrahúsinu.
Eftir hádegi var haldið að Helga-
felli, og farið þar i kirkju eins og í
Stykkishólmi. Síðan var förinni
heitið inni í Dali.
Árni
jpglýsinga-
síminn er 2 24 80
RENAULT 9
NÍJTÍMABÍLL MEÐ
FRAMTÍÐARSVIP
Renault 9 er sparneytinn, snarpur og þýður, auk þess er hann framhjóladrifinn.
Faliegtogstilhreintútllt.vandaðurfrágangur.öryggiogendlng hafa tryggt Renauit 9 vinsældlr viða um lönd.
Renault 9 er þvi draumabíll íslenskra ökumamuu Komdu og taktu i hann, þá veistu hvað vlð melnum
Pú getur reltt þfg a Renauit.