Morgunblaðið - 21.03.1985, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.03.1985, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 Innilega þökkum viÖ öllum þeim sem glöddu okkur á sextugsafmælinu 15. mars sl. með heimsóknum, gjöfum, kortum og skeytum. LifiÖ heil! Margrét og Guðbjörg, Minna-Núpi. AFMÆLISÞAKKIR Kæru vinir og frændur nær og fjær. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum sem glöddu mig ósegjanlega í tilefni af 90 ára afmœli mínu meö kveöjum, höföinglegum gjöfum og vinarfundum. GuÖ blessi ykkur öU. Sigurjón, Raftholti. Hj á embætti skattrannsóknarstjóra er unnið í þágu þeirra sem hafa framtalið í lagi Það er sjálfsagður réttur allra heiðarlegra skattgreiðenda að eftirlit sé haft með þeim sem reyna að brjóta lög og svíkja undan skatti. Hjá embætti skattrannsóknarstjóra vinna sérfróðir menn með aðstoð nýjustu tölvutækni við slíkt eftirlit. Hluti starfs þeirra felst í fyrirbyggjandi aðgerðum - heimsóknum í fyrirtæki vegna almenns eftirlits og til ráðgjafar. Með fjölgun starfsmanna og tölvuvæðingu má nú fara yfir margfalt fleiri framtöl og reikninga á mörgum sinnum skemmri tíma en áður. Samanburður allra fyrirtækja í sömu starfsgrein er fljótlegur. Til dæmis tekur aðeins skamma stund að sjá hvernig hlutfallið milli heildarveltu og skattskyldrar veltu lítur út í rekstrarreikningi fyrirtækis. Skattrannsóknarstjóri skal hafa meö höndum skatteftirlit og rannsóknir. Hann skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra, leiðbeina um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit. Skattrannsóknarstjóri getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skatta, lagða á samkvæmt lögum. Hvaða óróleiki er þetta þó sölu- skattsskýrslan sé á núlli nokkra mán uði í röð .. ? FJARMALARAÐUNEYTIÐ Friðrík S. Kristinsson Einsöngstón- leikar í Stykk- ishólmi FRIÐRIK S. Kristinsson söngvari og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari halda tónleika í Félagsheimilinu í Stykkishólmi laugardaginn 23. mars kl. 17.00. Á efnisskránni verða m.a. söng- lög eftir Karl ó. Runólfsson, Jón Þórarinsson, Pál ísólfsson, F. Schubert, A. Scarlatti og P. Tosti. Friðrik hefur undanfarin ár stundað nám i Söngskólanum í Reykjavík og hefur Magnús Jóns- son verið kennari hans. Vorið 1984 lauk Friðrik 8. stigs prófi í söng og síðastliðið haust innritaðist hann í Söngkennaradeild Söngskólans í Rvk. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar Friðriks. Menntaskólinn í Reykjavík: Stjórn Fram- tíðarinnar vikið frá STJORN Framtíðarinnar, málfunda- félags Menntaskólans í Reykjavík, hefur orðið uppvíst að misferli með fé félagsins og hefur henni verið vik- ið frá og bókhald félagsins gert upp- tækt. Upphæð sú sem þarna um ræð- ir nemur 57 þúsund krónum í risnu, en auk þess er um að ræða reikn- inga vegna kostnaðar við leigubfla að upphæð krónur 10.300. Til sam- anburðar má geta þess að á síðasta ári var fé það sem fór til sömu liða 5 þúsund kr. í risnu og 1.056 krónur í leigobfla. Framangreindar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem stjórn skólafélags Mennta- skólans í Reykjavík boðaði til í gær. Framtíðin er eina félagið innan veggja Menntaskólans I Reykjavík sem ekki heyrir undir skólafélagið og er það sakir gam- alla hefða sem haldnar eru í heiðri í skólanum. í Framtíðinni eru fé- lagar um 450 af 820 nemendum skólans og sér félagið um stóran hluta félagslífs nemenda, svo sem árshátíðir. Löggiltir endurskoð- endur fara ekki yfir reikninga fé- lagsins, eins og reikninga skólafé- lagsins, heldur hafa tveir félagar verið kjörnir til að fara yfir reikn- ingana. Tómas Guðbjartsson, inspector scholae, sagði að í samráði við rektor og í krafti embættis síns sem æðsta embættismanns nem- enda í skólanum, hefði hann vikið stjórn Framtíðarinnar frá vegna þessa, en í reglum um embætti hans segir að honum beri að bera hagsmuni allra nemenda fyrir brjósti. Málið verður ekki kært, en skólastjórn, sem í eiga sæti tveir fulltrúar nemenda og kennara hvorra um sig, auk rektors, tekur ákvörðun um frekari meðferð málsins á fundi sínum í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.