Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 FÖNG Bolli Gústavsson Já nú skaltu messa v ' mrni nAn Tnni U • /] n I ■ n A.« nnnkn A/f t **n TVl Ltf nn m Hir I nl/l/O r I Enginn söfnuður nema biskup sé í fornkirkjunni var stjórn safn- aða í höndum safnaðarleiðtoga, sem nefndust öldungar eða bisk- upar. Höfðu þeir yfirstjórn and- legra mála. Síðar varð klofningur milli kirkjunnar á Vesturlöndum og Austurlöndum vegna ágrein- ings um yfirstjórn og deilna um ýmis trúaratriði. Leiddi sá marg- þætti ágreiningur til endanlegrar skiptingar árið 1054. Stefna Aust- urkirkjunnar einkenndist af and- stæðunum lífi og dauða og þeirri tilhneigingu að vilja skilgreina, hvað hlutirnir eru. Hin vestræna stefna einkenndist hins vegar af andstæðunum synd og náð og þeirri viðleitni, að miða skilgrein- ingu hiutanna fremur við það, sem þeir eru ekki. Þrátt fyrir þennan grundvallar ágreining var ýmis- legt sameiginíegt með þessum tveim stefnum og ber þar hæst tvær skoðanir, sem urðu að kenni- setningum og lögum. Önnur var sú, að utan kirkjunnar væri engin sáluhjálp. Hin var á þá leið, að enginn væri söfnuður nema biskup sé. Við íslendingar munum nú fæstir halda fast við fyrri kenni- setninguna, en hins vegar erum við flestir þeirrar skoðunar, að hin síðari sé í fullu gildi. Þótt Mar- teinn Lúter hefði í hyggju þá rót- tæku breytingu, að biskupsemb- ættið legðist af í þeirri mynd, sem það hafði verið, þá fór það á aðra leið. Hér á landi og í Danmörku varð konungur, Kristján III, æðsti máður kirkjunnar, en superatt- endentar voru þó skipaðir til um- sjónar kirkjumála. Bn ekki leið á löngu þar til tekið var upp aftur biskupsheitið. í íslensku kirkjunni héldu biskupar áfram að stjórna andlegum málum með líkum hætti og í fyrri sið, þótt hin postullega erfðaröð væri rofin og þrátt fyrir ofríki erlendis valds og erfiðar aldir. Ber nöfn margra þeirra hátt í þjóðarsögunni. Við gleymum seint Guðbrandi, Brynjólfi Sveins- syni eða Jóni Vídalín. Og ennþá telst biskupsembættið eitt hið ábyrgðarmesta starf með þjóð okkar. Þegar herra Sigurgeir Sigurðs- son var vígður til biskups af herra Jóni biskupi Helgasyni í Reykja- víkurdómkirkju þann 25. júní 1939 komst hann m.a. svo að orði: „Mér er það ljóst, að íslenska þjóðin tekur eftir þessum degi, og þótt ég sé nú umkringdur af meiri mann- fjölda en nokkru sinni áður í lífi mínu, finnst mér þó, að ég sé meira einn, einn með Guði, en nokkru sinni fyrr.“ Ég hygg að þessi fáu hrein- skilnu orð lýsi embættinu, jafnt vanda þess og blessun. Þann 2. september 1981 tók séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup Hóla- stiftis hins forna við embætti biskups íslands af dr. Sigurbirni Einarssyni. Hann er sem kunnugt er sonur herra Sigurgeirs biskups Sigurðssonar og frú Guðrúnar Pétursdóttur. II í biskupsgarði Þegar í hönd fer mesta hátíð kristinna manna, þykir mér fara vel á því, að fanga sé leitað til þess manns, er nú leiðir íslensku þjóð- kirkjuna. Hélt ég því í biskups- garð við Bergstaðastræti í Reykja- vík á fund herra Péturs. Þá varð mér hugsað til þess, er við hitt- umst fyrst fyrir 38 árum norður á Akureyri. Hann var þangað kom- inn sem ungur aðstoðarprestur séra Friðriks J. Rafnar vígslubisk- ups. Presturinn ungi hafði á sér annaö snið, en fólk hafði átt að venjast á þjónum kirkjunnar. Ekki var að finna í fari hans þann hægferðuga virðuleika, sem flestir prestar höfðu löngum tamið sér. Séra Pétur hafði komið með sæg nýrra hugmynda í farteski sínu og átti ekki síst brýnt erindi við okkur, börnin og unglingana. Við höfðum ekki kynnst því fyrr, að embættismenn kirkjunnar gæfu sér tíma til þess að ræða við okkur fram og aftur um ýmsar hugsjónir og framkvæmdir í okkar þágu. Sunnudagaskóli og æskulýðsfélög urðu brátt áberandi þættir í bæj- arlífinu. Kynningarfundir fyrir almenning, blaðaútgáfa, klúbbar, er sinntu margvíslegum hugðar- efnum. Jafnvel var ráðist í það að smíða tvo rennilega kappróðrar- báta, sem löngum mátti sjá á hröðu skriði um Pollinn á góðviðr- isdögum. Og þá sat ungi prestur- inn undir stýri og hvatti liðsmenn sína óspart. Heimili hans og frú Sólveigar stóð okkur opið og þegar manni lá eitthvað á hjarta var óhætt að knýja þar dyra. Aldrei brást það, að ungum gesti væri tekið með uppörfandi viðmóti. Og þannig var það einnig nú mörgum árum síðar, þegar ég kvaddi dyra á biskupsgarði. Með hlýju brosi fögnuðu biskupshjónin sveita- prestinum að norðan og leiddu hann til stofu. Frú Sólveig Ás- geirsdóttir hafði þegar reitt fram veitingar og kvaðst ætla að skilja okkur tvo eftir i næði á meöan hún brygði sér af bæ á fund áhuga- fólks um biblíulestur. Við sátum eftir í kvöldkyrrðinni og brast ekki umræðuefni. Satt að segja gekk mér illa að setja mig í óper- sónulegar stellingar spyrils and- spænis fermingarföður mínum og hollvini, en reyndi þó að sveigja spjall okkar inn á þær brautir, er gætu brugðið upp myndum úr lífi biskupsins. Því var fyrst numið staðar við ísafjörð. III Hestasveinn og matreiðslumaður Pétur biskup lyftist í sæti og sagði: — Mörgum finnst þröngt á ísafirði, en ég fann aldrei fyrir því, enda fæddur þar undir brött- um hlíðum Eyrarfjalls. Best man ég eftir mér á Sjónarhæð utan og ofan við kaupstaðinn. Faðir minn hafði keypt það hús og rak um tíma búskap með prestsstarfinu. Það stóð í túni, sem ekki nægði þó til að fóðra þær fimm kýr, sem foreldrar mínir höfðu þá í fjósi. Þess vegna varð að kaupa hey og Páskatiljur úreigínræklun Skírdag Föstudaginn langa.... WrtBQ....; lokað gesa« iSSíf^um.:. tr I Gleðilega páska. interflora r/ &£%*» v\ö Skjturv. buna!Ti70-686340 Biskupshjónin, herra Pétur Sigurgeirsson og frú Sólreig Ás- geirsdóttir, framan við gamla bæinn á Hólum í Hjaltadal. að sjálfsögðu vinnuafl til að bú- skapurinn gengi, því faðir minn hafði ekki tima aflögu til þess að sinna honum. Kjör presta voru kröpp, svo þetta var þrautalending til þess að drýgja tekjur. Minnist ég þess að ég var ekki hár í loftinu, þegar ég fór að flytja mjólk á kerru niður I kaupstaðinn til fastra kaupenda. Þá var annað verkefni, sem við strákarnir tók- um að okkur. Þegar ferðamenn komu í kaupstað úr nærliggjandi fjörðum, Dýrafirði, Önundarfirði eða Súgandafirði, vorum við til taks að gæta hestanna fyrir þá! Var samkeppnin æði hörð og fylgdumst við vel með mannaferð- um í því skyni að verða fyrstir til að ná tali af ferðalöngum. Þá hljóp maður á móti þeim og hróp- aði hátt: „Má ég passa hestinn þinn?“ Starfið var síðan fólgið í því að fara með hestinn í haga og tjóðra hann. Varð að gæta þess vel að tjóðurbandið væri nægilega langt og að hesturinn hefði viðun- andi vatnsból. Oft stönsuðu þessir menn í sólarhring á ísafirði. Þeg- ar þeir voru ferðbúnir var reið- skjótinn sóttur. Stundum reynd- ust hestarnir illviðráðanlegir og því var þetta mikið ábyrgðarstarf. En mig minnir að við fengjum eina krónu og fimmtíu aura fyrir hestinn, og það þóttu ágæt laun. Eftir fermingu var ég löngum í simavinnu á sumrin. Það starf herti í ungum mönnum. Við bjuggum þá allt sumarið í tjöldum og færðum okkur stað úr stað. Oft var yfir torleiði að fara, því Vest- fjarðakjálkinn er langt frá því að vera greiðfærasti hluti þessa lands. í fyrstu var ég kokkur vinnuflokksins, enda yngstur. Minnist ég þess, að ekki var alltaf auðvelt að gera mönnum til hæfis. Sumum þótti hafragrauturinn alltof daufur, en öðrum fannst ég of frekur á saltið. Þá bar það við að hrafninn færi í saltfiskinn, þar sem ég hafði lagt hann í bleyti I læk eða lind. Var þá úr vöndu að ráða, þegar aðalrétturinn hafði rýrnað og menn ekki alltof sáttir við að hafa rúgbrauð sem aöalund- irstöðu. Auk matreiðslunnar varð ég þegar á fjórtánda ári að ganga í erfiðari verk, sérstaklega við stauraburð. Þá voru tveir um hvern símastaur. Mátti ekki standa á stakri tölu í liðinu og þess vegna lenti ég þegar í þessu erfiði. Var það hið versta púl að bera staurana yfir eggjagrjót og klungur, oft um langan veg, því ekki voru þá komin til skjalanna þau torfærutæki til flutninga, sem nú þekkjast. En ég gætti þess vel að kveinka mér aldrei, því það þótti óviðurkvæmilegur veikleiki og ekki karlmönnum sæmandi. En þott þetta væri harður skóli var Einbýlishús á Höfn Hornafirði Til sölu er gott einbýlishús með stórum bilskúr. Skipti á eign á Reykjavíkursvæði kemur til greina. Upplýsingar i sima 97-8313. Nám í hótel- og feröamannaþjónustu Hotel and Tourism School, Leysin, French-Switzerland. Stofnaöur 1959. Námskeiö: Kennsla fer fram á ensku. 2% árs fullnaöarnám í hótelstjórn og rekstri (verkleg þjálfun innifalin). 9 mánaöa nám í: — Hótelstjórn (móttöku og framreiöslustörf). Einnig kennt á þýsku. — hramhaldsnám í hótelrekstri. 9 mánaöa nám í feröamannaþjónustu Nám viöurkennt af IATA/UFTAA. Skírteini veitt aö námi loknu. Ágæt íþróttaaöstaöa einkum til skíöa og tennis- iökunar. Námskeiö hefjast 25. ágúst 1985. Skrifiö eftir upplýsingum. HOSTA CH-1854 Leysin. Sími: 9041/25/341814, Telex: 456.152 crto ch.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.