Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 3
oft glatt á hjalla og mörgum góð- um drengjum kynntist ég. Þarna voru oft skólapiltar, sem sfðar áttu eftir að láta að sér kveða í þjóðlífinu. Man ég meðal annarra eftir Óttari Möller, sem seinna varð forstjóri Eimskipafélagsins. Það er alltaf gaman að hitta þessa gömlu félaga og rifja upp minn- ingar frá löngu liðnum sumardög- um. Já, þá man ég, að þegar ákveð- ið var, að ég færi í símavinnuna og mamma var að búa mig út, sagði faðir minn, sem mun hafa haft nokkrar áhyggjur af því er biði mín: „Mundu mig bara um það, drengur, að fara aldrei upp í síma- staur.“ Oft hlógum við að þessari áminningu, sem ég hlaut siðar að hafa að engu. IV í tveim menntaskólum Haustið 1936 hélt ég norður á Akureyri og settist í þriðja bekk Menntaskólans. Þar nyrðra átti ég góða daga í tvo og hálfan vetur. Um áramótin 1938 og ’39 fluttist fjölskylda mín frá ísafirði þar eð faðir minn hafði þá verið kjörinn biskup íslands. Kvaddi ég því MA í byrjun janúar og tók mér far með Ms. Dronning Alexandrine vestur á bóginn. Minnist ég þess, að Sigurður Guðmundsson fylgdi mér út fyrir hlið. Þar nam hann staðar. Var eins og hann væri utan við sig um stund, en síðan sagði hann fastmæltur: „Mundu skólann.” Að svo búnu snerist hann á hæl og gekk hvatlega heim að skólahúsinu. Á ísafirði kom fjölskylda min til skips. Faðir minn hafði þá ver- ið þar prestur frá árinu 1917, en fyrsta veturinn hafði hann verið þar aðstoðarprestur séra Magnús- ar Jónssonar síðar prófessors. Þykir mér það skemmtileg tilvilj- un, að við skyldum báðir hefja starf okkar sem aðstoðarprestar á þeim stöðum, þar sem við gegnd- um síðan prestsþjónustu um langt skeið. Mér er í minni, þegar við komum til höfuðborgarinnar að morgni dags. Frá skipsfjöl var ek- ið upp Skólavörðustíg. Morgunn- inn var undurfagur. Sólin var yfir Skólavörðuholti, þar sem Hall- grímskirkja rís nú. Sólin sást þar eins og undrasmíð og fyllti ná- kvæmlega í strætið. Það stafaði geislum niður götuna á móti okkur. Mér fannst það eins og hlý kveðja. Þegar í stað hóf ég nám í Menntaskólanum i Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1940. I upplestrarfríinu var hver mínúta notuð til undirbúnings þessum mikilsverða áfanga, en þó man ég eftir að lesturinn fór í mola einn morguninn. Við höfðum frétt af hernámi Breta. Ég hljóp niður Túngötuna til þess að geta fylgst með þessum nýstárlega at- burði. Þegar ég kom á móts við þýska sendiráðið, var verið að leiða sendiherrann, dr. Gerlach, þaðan út. Það var stingandi áminning um það, að hin skelfi- legu átök væru jafnvel ekki langt Enn er hitastillta bað- blöndunartækiðfrá Danfoss nýjung fyrir mörgum. Hinirsemtil þekkja njóta gæða þeirraogundrast lága verðið. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, REYKJAVtK. MORGITNBLADID, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 t) » b af Verðandi biskup með blómvönd og hatt undan hér við nyrsta haf. En lífið varð að hafa sinn gang og þessir atburðir höfðu engin áhrif á próf- lestur stúdentsefna. Þá var Pálmi Hannesson rektor Menntaskólans. Hann var snjall kennari og mikill stjórnandi. Er mér í minni, hvað hann var fasmikill og orðheppinn. Pálmi var stilisti með afbrigðum, talaði fallegt og kjarnyrt mál. Ýmislegt í fari hans og frásögnum gaf mér vísbendingu um sterkan trúarlegan streng, þótt hann flík- aði ógjarnan þeim helgu tilfinn- ingum. Haustið eftir stúdentspróf hitti ég Pálma á gangi í Lækjar- götunni. Hann sneri sér að mér og spurði: „Hvað hyggstu nú fyrir?“ Eg tjáði honum, að ég myndi fara í guðfræði. Þá svaraði hann snöggt: „Það var ágætt.“ V Guðfræðinám Hér grip ég inn í frásögnina og spyr biskup, hvort sú ákvörðun hafi verið tekin snemma. — Ég gaf það aldrei upp, hvað ég ætlaði mér, fyrr en að þvi var komið að hefja háskólanám. Faðir minn lagði aldrei að mér að velja guð- fræði. En það andrúmsloft sem ég ólst upp við, var umfram allt trú- arlegt og kirkjulegt. Mér er í barnsminni, þegar kirkjuunnend- ur komu heim til okkar að lokinni guðsþjónustu vestur á tsafirði. Þá sfaðist inn í barnshugann gleði samfélagsins yfir sameiginlegum áhugamálum og hugðarefnum. Nei, ég hugsaði aldrei í alvöru til annars framtíðarstarfs, þótt ég færi ekki á mis við efasemdir og mótverkandi áhrif á vissu tíma- skeiði. Þegar ég var sestur í guð- fræðideild styrktist þetta áform mitt, og ekki síður við fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Há- skóli íslands fluttist í nýja bygg- Pétur biskup með móður sinni, frú Guðrúnu Pétursdóttur. ingu árið, sem ég innritaðist. Við vorum tvö úr stúdentahópnum úr MR 1940, sem hófum nám í guð- fræði. Hinn stúdentinn var frú Hildur Bernhöft. Að norðan komu þá gamlir skólabræður mínir, þeir séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup á Grenjaðarstað, séra Trausti Pétursson, prófastur á Djúpavogi, séra Sigmar Torfa- son, prófastur á Skeggjastöðum, séra Stefán Eggertsson, prófastur á Þingeyri, séra Jón Árni Sigurðs- son í Grindavík, séra Guðmundur Guðmundsson á Útskálum og sjöundi stúdentinn úr þessum ár- gangi að norðan, séra Hákon Loftsson, varð kaþólskur prestur. Það var óvenju stórt hlutfall, því 37 stúdentar útskrifuðust þaðan þetta vor. Afstaða guðfræðideild- arinnar breyttist mjög við hin nýju húsakynni, ekki síst með til- komu háskólakapellunnar. Kenn- arar lögðu áherslu á að nota þá aðstöðu sem best til kennslu í hag- nýtum greinum fyrir verðandi presta. Þar var m.a. lögð áhersla á sunnudagaskólastarf fyrir börn, sem varð mjög blómlegt. Hafði hver stúdent sinn litla barnahóp. Kom það mér skemmtilega á óvart, þegar ég var á ferð í London fyrir fáum vikum, og Einar Bene- diktsson, sendiherra, minntist þess, að hann hefði verið í hópi þeirra barna, sem sóttu þennan sunnudagaskóla okkar guðfræði- nemanna. í deildinni nutum við kennslu mætra lærdómsmanna; prófessoranna Ásmundar Guð- mundssonar síðar biskups, séra Magnúsar Jónssonar, og dósent- anna sr. Sigurðar Einarssonar og Sigurbjarnar Einarssonar síðar biskups. Einnig kenndi séra Benjamín Kristjánsson þar um tíma. Guðfræðiprófi lauk ég þann 25. maí 1944. Ví í skipalest til Ameríku Þá fékk ég styrk til utanfarar. Góðvinur föður míns, Magnús Scheving Thorsteinsson, ákvað að styrkja mig til framhaldsnáms. Vegna þeirra aðstæðna, sem heimsstyrjöldin olli, var ekki um annað að ræða, en fara til Amer- íku. Þangað sigldi ég með Detti- fossi um haustið. Enn höfðu ekki orðið skaðar á íslenskum milli- landaskipum af völdum stríðsins, en eigi að síður var þetta áhættu- söm för. Við sigldum í skipalest og ekki mátti sjást Ijós í neinu skipi um nætur. Ferðin tók 30 daga. Ýmsir íslendingar lögðu þá leið sína vestur um haf og því var þarna dálítið samfélag um borð. Klefafélagar mínir voru þeir Sveinn Elíasson síðar bankastjóri á Hvolsvelli og bræðurnir Jóhann- es og Bjarni, synir Bjarna Ás- geirssonar. Ýmislegt var gert til þess að stytta sér stundir við á langri ferð og m.a. gáfum við út blað, sem nefndist Flugfiskurinn. Lengi höfðum við samband við Is- land í gegnum útvarp, en síðasta sunnudaginn í hafi var það sam- band rofnað. Þá var talið sjálfsagt að haa guðsþjónustu um borð. Þar sem ég var nýbakaður guðfræð- ingur, þótti ekki annað koma til greina, en ég tæki að mér að ann- ast helgistund. Taldi ég mig ekki geta skorast undan því. Söfnuðust nú allir upp á dekk, því úti var bliðskaparveður. Þar var sunginn sálmur, en síðan las ég upp úr Bibliunni og flutti bæn. Þetta var fyrsta guðsþjónustan, sem ég ann- aðist. Þrátt fyrir mótbyr í upphafi ferðar komumst við öll heilu og höldnu í áfangastað. Skömmu síð- ar fórst Goðafoss og einnig Detti- foss í kafbátaárásum. VII Nám við tvo háskóla Þetta haust hóf ég nám í guð- fræði við Mt. Airy Seminary í Philadelphia og lauk þaðan prófi næsta vor 1945 sem Master of Sacred Theology (S.T.M.). í þess- um skóla var ég samtíða Vestur- íslendingnum séra Eric Sigmar, sem ýmsum er að góðu kunnur hér. Sumarið 1945 starfaði ég sem aðstoðarprestur á meðal Vestur- íslendinga og leysti þá séra Valdi-' mar J. Eylands af, er hann tók sér frí. Þetta sumar skfrði ég fyrsta barnið, þótt ég hefði ekki enn hlot- ið prestvígslu, en sem kunnugt er eru viðhorfin önnur vestan hafs þar sem starfið er frjálst og óháð. Um haustið hélt ég vestur á strönd og settist í Stanford- háskóla í Kaliforníu þar sem ég var hálfan vetur. Lagði ég þar stund á blaðamennsku, ensku og guðfræði. Hafði faðir minn heim- sótt þennan skóla áður og leist svo vel á hann, að hann hvatti mig mjög til að fara þangað. Þetta var mjög glæsilegur skóli í fögru um- hverfi. Ég man að yfir dyrum blaðamennskudeildar stóð skráð: „Get it first, but first get it right". Þess er hollt að minnast á fjöl- miðlaöld. Herbergisfélagi minn var læknanemi frá Hawaii, mjög geðfelldur maður. Hann kenndi mér á ritvél og hefur sú kunnátta komið að góðu haldi síðan. Síðar reyndi ég að hafa samband við þennan ágæta dreng, en það bar engan árangur. í skólanum hlaut ég m.a. bíblíufræðslu hjá prófess- or, sem var kvekari og hét True Blood. Hann var með afbrigðum greindur maður og gegn og margt af honum að læra. Um jólaleytið kvaddi ég þennan ágæta skóla og hélt norður til Seattle til séra Haraldar Sigmar, bróður séra Erics. Þar dvaldi ég í góðu yfirlæti um hátíðarnar. Það, sem vakti sérstaka athygli mína vestan hafs, var hið blóm- lega kirkjulíf. Átti ég þess kost að koma víða meðan ég var í Mt. Airy Seminary, því rektorinn, dr. Hoh, og fleiri kennarar fóru oft út á meðal safnaðanna og tóku þá stúdenta með sér. Það snart mig sérstaklega, hversu þátttaka safn- aðarins var mikil i guðsþjónust- unni. Allir voru samtaka í svörum og almennum safnaðarsöng. Hér heima hafði ég vanist því, að menn sætu aðgerðarlausir eins og á sinfóníutónleikum eða fyrir- lestrum, en þarna skipti það öllu máli að vera virkur þátttakandi og guðsþjónustuan var með ólíkt létt- ari blæ. Á sunnudagskvöldum komu hópar ungs fólks saman á vegum kirkjunnar, svonefndir Luther-league-hópar. Kynni af þeim urðu mér síðar kveikjan að uppbyggingu æskulýðsstarfs á Akureyri. VIII Til Akureyrar í upphafi árs 1946 hélt ég heim og var nú fljótari í ferðum, en á leiðinni utan, því ég fékk far með herflugvél. Þegar heim kom réðst ég til starfa við Kirkjublaðið, sem þá kom út undir ritstjórn föður míns og séra Sveins Víkings bisk- upsritara. Sá ég um fréttir og um- brot blaðsins. Við þetta vann ég þar til í febrúar 1947. Um það leyti □ Útgáfa nýrra og eldri ljóðabóka Almenna bókafélagið er um þessar mundir að stofna nýjan bókaklúbb sem eingöngu mun gefa út Ijóða- baekur - nýjar og eldri - og bækur um ljóðlist. Einnig mun klúbburinn gefa út plötur og snældur með upp- lestri ljóða - og þá einkum höfund- anna sjálfra. Nafn klúbbsins er LJÓÐAKLÚBBUR AB. Tilgangurinn að efla íslenska ljóðlist Tilgangur Ljóðaklúbbsins er að efla íslenska ljóðlist með því að örva ljóðalestur og áhuga á ljóðlist meðal landsmanna, og að gefa klúbb- félögum færi á að eignast vandaðar ljóðabækur, bæði að innihaldi og útliti, fyrir eins lágt verð og framast er kostur. Engin kvöð fylgir þátttöku Félagsmaður Ljóðaklúbbsins getur hver sá orðið sem þess óskar. Enginn kvöð um kaup ákveðins fjölda bóka fylgir aðild að Ljóðaklúbbnum. Innbundnar og áritaðar bækur Allar bækur Ljóðaklúbbsins verða innbundnar og með sérstöku ein- kennf klúbbsins. Þær verða árit- aðar af höfundi eða umsjónar- LJÓÐA- KLÚBBUR AB Austurstræti 18 Pósthólf 340 121 Reykjavík ________________________ “I manni verksins ef þess er kostur. Gert er ráð fyrir að gefnar verði út 4 bækur á ári, en sú tala kynni að breytast og yrði í því efni höfð hlið- sjón af vilja félagsmanna. Við þessa tölu mun bætast plötu- og snælduút- gáfa. Bókin send heim ef ekki er afþakkað Sala bókanna fer þannig fram að félagsmenn fá sent heim bréf þar sem greint verður frá næstu bók klúbbsins. Félagsmaður þarf þá að gera skrifstofu klúbbsins viðvart - bréflega eða símleiðis - ef hann óskar ekki eftir að fá bókina. Geri hann ekki viðvart verður bókin send honum ásamt gíróseðli. umsóknarspjald ’MiS! liHA svo á að samkomulag frests, er Uhð> svo a hafi teW. um kaup vrðkomanm ÍS,mtrMbSmérásam»gtró- Stofnfélagar Þeir sem gerast vilja stofnfélagar Ljóðaklúbbsins eru beðnir að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda okkur eða hafa samband við okkur á annan hátt. Áríðandi er að nafn- númer væntanlegs félagsmanns fylgi tilkynningu um þátttöku. Utanáskrift Ljóðaklúbbsins: Ljóðaklúbbur AB Austurstræti 18 Pósthólf 340 121 Reykjavík i Fyrsta ljóðabókin '. Fyrsta bók Ljóðaklúbbsins verður _ \ HÖLMGÖNGULJÓÐ eftir Matthías ” — — Johannessen. Bókin er mjögaukin og breytt frá fyrri útgáfu og með skýringum skáldsins við ljóðin £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.