Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985
B 59
Morgunbladiö/C.H. Wood
Malcolm Wilson atvinnuöku-
maður Ford afhendir Birgi Viðari
Halldórssyni minningargrip um
Hafstein Hauksson, sem nota á í
Ljómarallinu hérlendis. John
Sharp framkvæmdastjóri Nation-
al Breakdown-rallsins stendur
við hlið þeirra, en gripurinn var
afhentur að lokinni þeirri keppni
í ár.
Enskir frétta-
menn gáfu minn-
ingargrip um
Hafstein Hauksson
SAMTÖK fréttamanna í Norð-
ur-Englandi gáfu nýlega Bif-
reiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur
kristalsvasa til minningar um
Hafstein Hauksson sem fórst I
rallkeppni á Englandi í fyrra.
Tók fyrrum keppnisfélagi Haf-
steins, Birgir Viðar Halldórsson,
við Kristalsvasanum að lokinni
National Breakdown-rallkeppn-
inni, sem var þeirra síðasta
keppni í fyrra.
„Það er venja hjá þessum
fréttamönnum að gefa pen-
ingaverðlaun eftir Break-
down-rallið á ári hverju. Eftir
slysið í fyrra ákváðu þeir að
nota peningana til kaupa á
minningargrip um Hafstein,"
sagði Birgir í samtali við
Morgunblaðið. „Er meiningin
að BÍKR noti gripinn í Ljóma-
rallinu alþjóðlega í september,
en það hefur ekki verið ákveðið
fyrir hvað hann verður veittur.
Þetta mál sýnir vel hlýhug
þann sem Englendingar báru
til Hafsteins. Malcolm Wilson,
atvinnuökumaður Ford, af-
henti kristalsvasann í verð-
launaafhendingu eftir Break-
down-rallið, en hann var okkar
tengiliður er við kepptum i
Englandi. Var gaman að hann
skyldi sigra í keppninni núna,“
sagði Birgir.
Aflabrögð í
Stykkishólmi
Stykktahnlmi. I. april.
VERTÍÐIN hér er nú í fullum
gangi. Bátar hafa fiskað vel og
veiði oft verið upp í 20 lestir.
Fer ekki milli mála að þeir litlu
kvótar sem bátarnir fengu loks,
eru ekki meiri en það að komið er
langleiðina með að fiska upp í þá
og sumir bátar búnir með tilskil-
inn kvóta. Eftir það verða fisk-
iðjuverin hægfara, svo ekki sé
meira sagt. Hér eru þrjú fiskiðju-
ver sem vinna fiskinn og hefir ver-
ið nóg að gera þennan tíma sem
vertíð hefir staðið, en hún hófst
ekki fyrr en í mars.
Skelveiðinni er lokið í bili. Sum-
ir bátar munu þá fara að huga að
rækjuveiðum.
Samkvæmt uppgjöf vigtar-
manna í dag er Þórsnesið með
mestan afla í mars eða um 240
tonn, skipstjóri Kristinn ó. Jóns-
son, Þórsnes II með 185 tonn, skip-
stjóri Jónas Sigurðsson og Grettir
með 181 tonn, skipstjóri Páll Guð-
mundsson.
Úr smiðju Bengt Adlers
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
„Jafndægur á vori“ nefnist
sýning er sænski myndlistar-
maðurinn Bengt Adlers heldur í
húsakynnum Nýlistasafnsins og
stendur til mánaðamóta.
Hann vísar til þess í einblöð-
ungi, sem er sýningarskrá, að
heiti sýningarinnar vísi til þess
árstíma sem sýningin er haldin
á. Það er mjög töfrandi þegar
dagurinn verður lengri en nótt-
in, þegar bjartsýni sigrar svart-
sýni, þegar ljósið sigrar o.s.frv.
Þá á grunntónn sýningarinnar
að höfða til þess, að listin sé alls
' staðar. Ekki bara á söfnum, sýn-
ingarsölum, vinnustofum. Listin
er jafnt í uppröðun gangstétt-
arhellna og í mynstri sem
brauðmylsnan myndar á borði
sem búið er að taka af. Sama
fyrirbærið á sér að sjálfsögðu
einnig stað á sviði annarra
listgreina, svo sem tónlistar og
ljóðlistar. Á þessari sýningu vill
listamaðurinn sýna fram á þess-
ar staðreyndir. Það er von hans
að skoðandinn/hlustandinn/les-
andinn verði fyrir innblæstri svo
hann finni undursamlega hluti
og furður í sínu daglega lífi, og
honum verði kleift að auka sköp-
unargleðina gegnum þessa
reynslu. Ofanskráð er kjörorð
sýningarinnar.
Þetta eru góð og gild sannindi,
sem menn hafa tekið eftir í ár-
þúsundir, og þannig nokkuð
velkt í tímans straumi en þó allt-
af fersk þeim er hefur virk skiln-
ingarvit. Og þótt Bengt Adlers
vinni af sýnilegri einlægni að
list sinni var þar fátt að sjá er
varð listrýninum eftirminnilegt.
Máski nokkrar málaðar náttúru-
stemmningar og hugleiðingar er
hafa yfir sér bókmenntalegt yf-
irbragð ásamt ljóðrænni tilfinn-
ingu. En fátt um afdráttarlaus
átök við liti, línu og form. Hér er
ýmsum listgreinum og persónu-
legum hugleiðingum blandað
saman á frekar grunnfærinn
hátt að mér sýnist.
Ve9°a -ÍnúWnvW
bjöðvirn v'& á sérst
crittáll. b aðeinsi
jngarverði- rro
Staerðir bá
1 2,6 mx 3,2^-
| O^^r
\\ vinsælustu .&
1 CRITTM-L hOsm
I frtum áirömmum
cRlTvp\tVr
, vermiremr
:ðf*ri\e9‘r
Léttir °9
v\ðha\dsíríu
Staerð'. 6\ c'
Verð aðeins
vjestvjood
narðtraKtorar
ðlhæhr.
sterkir
íf-TTéK^
BensWm«orlrM
"^twoodv«
shotra
\in. Snot a
V^e‘ódsa'a
Kópavogur
\Vestwo«
Árni