Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 B 59 Morgunbladiö/C.H. Wood Malcolm Wilson atvinnuöku- maður Ford afhendir Birgi Viðari Halldórssyni minningargrip um Hafstein Hauksson, sem nota á í Ljómarallinu hérlendis. John Sharp framkvæmdastjóri Nation- al Breakdown-rallsins stendur við hlið þeirra, en gripurinn var afhentur að lokinni þeirri keppni í ár. Enskir frétta- menn gáfu minn- ingargrip um Hafstein Hauksson SAMTÖK fréttamanna í Norð- ur-Englandi gáfu nýlega Bif- reiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur kristalsvasa til minningar um Hafstein Hauksson sem fórst I rallkeppni á Englandi í fyrra. Tók fyrrum keppnisfélagi Haf- steins, Birgir Viðar Halldórsson, við Kristalsvasanum að lokinni National Breakdown-rallkeppn- inni, sem var þeirra síðasta keppni í fyrra. „Það er venja hjá þessum fréttamönnum að gefa pen- ingaverðlaun eftir Break- down-rallið á ári hverju. Eftir slysið í fyrra ákváðu þeir að nota peningana til kaupa á minningargrip um Hafstein," sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. „Er meiningin að BÍKR noti gripinn í Ljóma- rallinu alþjóðlega í september, en það hefur ekki verið ákveðið fyrir hvað hann verður veittur. Þetta mál sýnir vel hlýhug þann sem Englendingar báru til Hafsteins. Malcolm Wilson, atvinnuökumaður Ford, af- henti kristalsvasann í verð- launaafhendingu eftir Break- down-rallið, en hann var okkar tengiliður er við kepptum i Englandi. Var gaman að hann skyldi sigra í keppninni núna,“ sagði Birgir. Aflabrögð í Stykkishólmi Stykktahnlmi. I. april. VERTÍÐIN hér er nú í fullum gangi. Bátar hafa fiskað vel og veiði oft verið upp í 20 lestir. Fer ekki milli mála að þeir litlu kvótar sem bátarnir fengu loks, eru ekki meiri en það að komið er langleiðina með að fiska upp í þá og sumir bátar búnir með tilskil- inn kvóta. Eftir það verða fisk- iðjuverin hægfara, svo ekki sé meira sagt. Hér eru þrjú fiskiðju- ver sem vinna fiskinn og hefir ver- ið nóg að gera þennan tíma sem vertíð hefir staðið, en hún hófst ekki fyrr en í mars. Skelveiðinni er lokið í bili. Sum- ir bátar munu þá fara að huga að rækjuveiðum. Samkvæmt uppgjöf vigtar- manna í dag er Þórsnesið með mestan afla í mars eða um 240 tonn, skipstjóri Kristinn ó. Jóns- son, Þórsnes II með 185 tonn, skip- stjóri Jónas Sigurðsson og Grettir með 181 tonn, skipstjóri Páll Guð- mundsson. Úr smiðju Bengt Adlers Myndlist Bragi Ásgeirsson „Jafndægur á vori“ nefnist sýning er sænski myndlistar- maðurinn Bengt Adlers heldur í húsakynnum Nýlistasafnsins og stendur til mánaðamóta. Hann vísar til þess í einblöð- ungi, sem er sýningarskrá, að heiti sýningarinnar vísi til þess árstíma sem sýningin er haldin á. Það er mjög töfrandi þegar dagurinn verður lengri en nótt- in, þegar bjartsýni sigrar svart- sýni, þegar ljósið sigrar o.s.frv. Þá á grunntónn sýningarinnar að höfða til þess, að listin sé alls ' staðar. Ekki bara á söfnum, sýn- ingarsölum, vinnustofum. Listin er jafnt í uppröðun gangstétt- arhellna og í mynstri sem brauðmylsnan myndar á borði sem búið er að taka af. Sama fyrirbærið á sér að sjálfsögðu einnig stað á sviði annarra listgreina, svo sem tónlistar og ljóðlistar. Á þessari sýningu vill listamaðurinn sýna fram á þess- ar staðreyndir. Það er von hans að skoðandinn/hlustandinn/les- andinn verði fyrir innblæstri svo hann finni undursamlega hluti og furður í sínu daglega lífi, og honum verði kleift að auka sköp- unargleðina gegnum þessa reynslu. Ofanskráð er kjörorð sýningarinnar. Þetta eru góð og gild sannindi, sem menn hafa tekið eftir í ár- þúsundir, og þannig nokkuð velkt í tímans straumi en þó allt- af fersk þeim er hefur virk skiln- ingarvit. Og þótt Bengt Adlers vinni af sýnilegri einlægni að list sinni var þar fátt að sjá er varð listrýninum eftirminnilegt. Máski nokkrar málaðar náttúru- stemmningar og hugleiðingar er hafa yfir sér bókmenntalegt yf- irbragð ásamt ljóðrænni tilfinn- ingu. En fátt um afdráttarlaus átök við liti, línu og form. Hér er ýmsum listgreinum og persónu- legum hugleiðingum blandað saman á frekar grunnfærinn hátt að mér sýnist. Ve9°a -ÍnúWnvW bjöðvirn v'& á sérst crittáll. b aðeinsi jngarverði- rro Staerðir bá 1 2,6 mx 3,2^- | O^^r \\ vinsælustu .& 1 CRITTM-L hOsm I frtum áirömmum cRlTvp\tVr , vermiremr :ðf*ri\e9‘r Léttir °9 v\ðha\dsíríu Staerð'. 6\ c' Verð aðeins vjestvjood narðtraKtorar ðlhæhr. sterkir íf-TTéK^ BensWm«orlrM "^twoodv« shotra \in. Snot a V^e‘ódsa'a Kópavogur \Vestwo« Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.