Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 34
34 B MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 4 Hugmynfia^^ samkeppni lónaóarbankans Tillögur sem bárust í hugmyndasamkeppni Iðnaðarbankans um merki verða til sýnis í útibúi bankans við Hörgártún í Garðabæ. Sýningin er opin virka daga frákl. 9:15-16:00 og stendur til 12. þ.m. Iðnaðarbankinn nútíma banki FERDIR UM ÍSLAND í SUMAR Hópferðir um landiö undir leiösögn fróöra og reyndra leiösögumanna og meö gistingu á hótelum meö fullu fæöi. Hringferö um landiö — 10 dagar Lítiö brot úr feröaáætlun: Akureyri — Mývatn — Húsa- vík — Ásbyrgi — Dettifoss — Hallormsstaöur — Lögur- inn — Fljótsdalur — Reyöarfjöröur — Fáskrúösfjöröur — Stöövarfjöröur — Höfn í Hornafiröi — Öræfasveit — Skaftafell — Kirkjubæjarklaustur — Gullfoss — Geysir — Þingvellir. Hefur þú komiö á alla þessa staöi? Ef ekki gefst nú gulliö tækifæri til aö bæta úr því. Brottfarardagar: 28. júní, 13. júli og 30. júli. Vestfirðir og Snæfellsnes — 9 dagar Hér gefst kostur á aö aka með fjöröum við Isafjaröar- djúp, skoöa Fjallfoss í Dynjandi, Hrafnseyri við Arnar- fjörö, Látrabjarg og Vatnsfjörö, ekið fyrir Snæfellsjökul, komið að Hellnum og Arnarstapa svo eitthvaö sé nefnt. Brottfarardagar: 7. júlí, 21. júlí og 4. ágúst. íslendingasagnaferðir — 4 dagar frá fimmtud. til sunnud. Söguslóöir 10—12 islendingasagna. Þátttakendur fá í hendur gögn varöandi sögurnar. Feröast um Borgar- fjörö, Dalasýslu og Snæfellsnes. Gist í Borgarnesi og Stykkishólmi. Brottfarardagar: 20. júní og 4. júlí. Far- arstjóri Jón Böövarsson. Slóöir Brennu-Njáls sögu — 3ja daga helgarferö Allir helstu sögustaöirnir skoöaöir, m.a. Hlíöarendi, Bergþórshvoll, Gunnarshólmi, Rauöaskriöur, Grjótá, Höfðabrekka, Kerlingardalur, Mörk, Vorsabær o.m.fl. Gist á hótel Eddu Skógum. Brottför: 28. júní. Fararstj. Jón Böövarsson. Takmarkaður sætafjöldi í allar feröir. Nánari upplýsingar gefur FRÍ Feróaskrifstofa Ríkisins Skógarhlíð 6, Reykjavík, sími 25855. „Fólk heldur að ég sé hræðilega sjálfselskur" Ein af þekktustu rokk- hljómsveitum Bandaríkj- anna er Van Halen og eitt þaö fyrsta sem fólki dettur í hug þegar minnst er á Van Halen er hinn málglaói söngvari, David Lee Roth. Fyrir nokkru tók hann upp á því aö gefa út eigin plötu, Crazy From the Heat, og hefur lagið „California Girls“ (Gamalt Beach Boys-lag) náð nokkrum vinsældum, m.a. hór á landi. Af þessu tilefni birtist um daginn viö- tal vió David Lee Roth í New Musical Express og koma hér á eftir nokkrar glefsur úr þessu viótali. Þar sem David Lee Roth er nokkuö umdeildur persónuleiki er eölilegt aö fyrsta spurning NME væri um hver sé helsti mis- skilningur fólks um hann. „Aö ég sé þóttafullur, upptek- inn af sjálfum mér og sjálfselsk- ur. í raun kemur allur minn inn- blastur og orka frá ööru fólki. En fólk viröist halda aö David Roth sé ástfanginn af spegilmynd sinni. — Finnst þér þaö vandamál aö vera svo mikiö í sviösljósinu? „Nei. Þarfir mínar eru enn mjög einfaldar og ég er alltaf úti meöal fólks. Ef ég set hatt á höf- uöið get ég fariö hvert sem ég vil og enginn tekur eftir mér.“ — Hver er helsti kosturinn viö aö eiga nóg af peningum? „Þú þarft ekki aö líta í veskiö þitt ef þú ert innan um annaö fólk og einhver stingur upp á því aö fara í bíó. Og ef þú átt næga peninga þá þarf enginn af hinum aö líta í veskiö sitt heldur." — Hvernig fer Van Halen aö því aö semja lög og undirbúa plötuupptökur? „Edward (Val Halen) kemur vanalega með grunnhugmynd- ina, síöan klárum viö lagiö í sam- einingu." — Er einhver af hinum meö- limunum óánægöur meö aö þú færö mestu athyglina hjá áheyr- endum og fjölmiölum? „Nei. Ef þú hefur eitthvaö mik- iö aö segja viö fjölmiöia geristu ekki trommuleikari. Viö vissum það frá upphafi." — Hafa tónlistarmyndbönd gert líkamlega fegurö mikilvæg- ari í popptónlist? „Nei. Tónlistarmyndbnd hafa aukiö á mikilvægi sterkra per- sónuieika. Stærstu stjörnur okkar eru frekar ófrítt fólk. Cyndi Lauper, Rod Stewart, Bette Midl- er eru ekki beint forsíöuefni fyrir Cosmopoiitan en þrátt fyrir það eru þetta helstu stjörnur okkar og þaö er vegna persónu- leikans." — Hefur þú áhyggjur af því aö tapa frægöinni? „Auövitaö hef ég áhyggjur af því. Rokkhljómsveit er mjög brothættur hlutur og þú veist aldrei hvenær hún springur. Viö í Van Haien höfum haft mjög náiö samband en okkur tekst aö halda hljómsveitinni saman meö því aö fara eigin leiöir þegar viö erum ekki aö vinna saman. Og aö lokum, Van Halen er ekki aö hætta.“ MIÐJAN FINNBOGI MARINÓSSON JENS ÓLAFSSON Hinn yndisfríði söngvari Van Halen, David Lee Roth. Músíktilraunir ’85 Nú í apríl mun Tónabær standa fyrir Músíktilraunum '85. Þetta er í þriðja skipti sem Mús- íktílraunir eru haldnar og sem áður eru þær hugsaóar sem tækifæri fyrir unga tónlistar- menn til aö koma i framfæri frumsömdu efni og keppa til sigurs. Fyrsta Músíktilraunin veröur fimmtudagskvöldiö 11. apríl, sú næsta 18. apríl og sú þriöja 25. apríl. Sjálft úrslitakvöldiö verður 26. april. Á hverju þessara kvölda koma fram 5—7 hljóm- sveitir sem hver mun flytja 4 frumsamin lög og gefa síöan áhorfendur hljómsveitunum stig eftir frammistööu. Tvær stiga- hæstu hljómsveitirnar hvert kvöld munu síöan keppa til úr- slita föstudagskvöldiö 26. apríl og munu áhorfendur og sérskip- uö dómnefnd velja sigurvegara Músíktilrauna '85. Til mikils er aö vinna því þrjár bestu hljómsveit- irnar fá 20 tíma hver í hljóóveri í verölaun. Hafa þrjú hljóöver gef- ió 20 tíma hvert, en þau eru Mjöt, Hlóðriti og Stúdíó Stemma. Þaö skal tekið fram aö Músík- tilraunir ’8C eru opnar öllum upp- rennandi hljómsveitum alls staö- ar af landinu og munu aöstand- endur tilraunanna reyna eftir bestu getu aö létta undir meö feröakostnaó hljómsveitanna utan af landsbyggðinni. Þær hljómsveitir sem hyggja á þátt- töku geta skráö sig í Tónabæ í sima 35935 og eru þar veittar all- ar nánari upplýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.