Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 Þá var tví- og þríróið sama daginn — ef veður var gott Rætt við Óskar Gíslason, skipstjóra og útgerðarmann í Grindavík Óskar Gfslason. Oskar Gíslason, skip- stjóri og útgerðarmað- ur, í Grindavik hóf sjó- mennsku ungur að árum og hefur stundað sjóinn allar göt- ur síðan — hann hefur stundað margskonar fiskveiðar og verið skipstjóri á mörgum bátum, stór- um og litlum. Eiginkona óskars er Jóhanna Dagbjartsdóttir og eru þau bæði fædd og uppalin í Grindavík. Þau eiga tvö uppkomin börn, son og dóttur. óskar man margt frá langri sjómannsævi, allt frá tímum áraskipanna fram til þessa dags. í þessu viðtali við blm. Morgunblaðsins rifjar hann upp hinn langa sjómannsferil sinn og ýmislegt frá fyrri tíð. Araskipin Ég byrjaði fyrst til sjós um fermingu og hef svo stundað sjó- mennsku samfleytt alla ævi, sagði Óskar í upphafi samtals okkar. f minu ungdæmi var tíma áraskip- anna að ljúka og trillurnar að taka við. Bróðir minn, Guðjón Gíslason, var einmitt sá síðasti sem var með áraskip héðan á vertíð — og varð reyndar aflahæstur á þeirri ver- tíð. Þetta var held ég voðalegt puð og mikið lagt á sjómenn i þá daga. Menn viluðu ekki fyrir sér að ganga héðan alla leið inn i Kefla- vik til að ná í síld til beitu þó um hávetur væri — menn báru þetta svo á sjálfum sér og urðu nokkrir úti í þessum ferðum. Þeir sem lítið áttu undir sér voru látnir biða eft- ir afgreiðslu heilu dagana, ef þannig lá á búðarlokunum, og svo voru karlarnir kannski orðnir slompaðir þegar þeir lögðu af stað með þessar manndrápsklyfjar. Það þarf engan að undra þó stund- um hafi farið illa. — Slíkar ferðir hafa þó verið aflagðar fyrir þitt minni? Já, þá tíðkaðist þetta ekki leng- ur en var samt ansi nálægt manni i tímanum. Og það eimdi eftir af þessu — að menn þræluðu sér út við alls konar burð. Hafnarað- staða var hér engin á þeim árum, því þurfti að setja skipin á hverju kvöldi upp á sjávarkambinn og svo ofan á morgnana. Það varð að bera allan fisk upp í verbúðirnar, svo og allt vatn — og veiðarfærin til og frá skipi. Oft varð að vinna verkin í lítilli birtu, eða við týru frá olíulukt þegar best lét. Þá varð að gera að og salta allan fisk að lokinni sjóferð, hversu seint sem komið var að landi. Sjálfsagt hefði verið hægt að losna við eitthvað af þessum burði með einhvers konar hagræðingu, en mönnum þótti þetta bara sjálfsagt og höfðu enga hugsun á því. — Hvað var hægt að nota krakka á fermingaraldri til sjós við þessar aðstæður? Maður varð bara að bera sig til við að gera eins og hinir — ég man ekki til þess að mér væri hlíft neitt þó ég væri ungur að árum. Ég var hjá formanni sem sótti af- ar stíft, Sæmundur Níelsson hét hann. Hann sótti svo ákaflega á mínum fyrstu vertíðum að oft fékk maður ekki 2—3 tíma svefn í einu langtímum saman og var oft alveg úrvinda. Það voru mörg handtökin sem gera þurfti þegar í land var komið — bæði að verka og salta aflann, og svo að beita lóðirnar. Tví- og þrí- róið saroa dag Það veiddist oft mikið hjá okkur og greinilega ókjör af fiski í sjón- um á þeim tíma — það kom fyrir hjá þeim á einum bátnum, man ég, að aðeins einn einasti krókur var ber þegar lóðin var dregin. Það þætti víst gott núna. Þá var tví- og þríróið sama dag- inn ef veður var gott. Alltaf man ég eftir einum afladegi með Sæm- undi heitnum: Þegar við drógum um morguninn var fiskur á hverj- um krók. Þá kemur upp hnútur, heil beðja af ramflæktri lóð frá öðrum og á henni var mikið af fiski — þeir lögðu þarna hver yfir annan, þvers og kruss, og skáru sundur lóðirnar hver fyrir öðrum ef því var að skipta. Nú, við fórum i land land með fullfermi, vorum fjórir á og var einn skilinn eftir í landi til að gera að en við hinir sigldum á miðin aftur og fórum að draga. Kemur þá ekki aftur hnútur á hjá okkur, önnur beðja af flæktri lóð með svo miklu af fiski svo við drekkhlóðum enn. Við rérum í þriðja skiptið, fengum fullfermi og lögðum svo næturlínuna seint um kvöldið. Maður fór þreyttur í bælið daginn þann. Sæmundur var ansi vinnuharð- ur og geymdi verkin aldrei til morgundagsins, ef nokkur leið var að þræla þeim af. Sumir formenn tóku nfrídag“ til að klára þessi verk öðru hvoru, en það gerði Sæmundur aldrei — hann lét okkur alltaf klára upp á hverju kvöldi. Sjálfur vann Sæmundur manna mest — hann gerði alltaf meiri kröfur til sjálfs sín en ann- arra. Ég man oft til þess að hann hélt áfram þegar við hinir fórum heim í bælið svo ekki hefur hann fengið mikinn svefn stundum. — Þá hefur ekki verið hægt að leggja sig á sjónum? Nei, biddu fyrir þér, ekki á ver- tíðinni. Um haustvertíðina var hægt að ná kríublund og kriu- blund yfir nóttina en ekki var það notalegt. Þá vorum við venjulega búnir að leggja um kl. 1 eftir mið- nætti en svo var beðið á miðunum og dregið um kl. 9 að morgni. Um nóttina var ekki um annað að gera en draga stakkinn upp fyrir haus, leggjast niður í bátinn og dorma þannig skjálfandi þar til morgn- aði. En heldur voru þetta nú ónotalegar nætur þvi það vildi slá aö manni þegar kalt var. Árabátur að lenda í Grindavík. — Innsiglingin hér hefur verið vandasöm á svona litlum skipum. í brimgarðinum Já, en þeir voru séðir sumir gömlu formennirnir fara út og inn þó það væri foráttubrim. Oft ríkur hann upp með skömmum fyrir- vara hérna og erfitt við því að sjá. Feður okkar hjónanna voru báð- ir formenn á áraskipum, þeir Dagbjartur Einarsson á Velli og Gísli Jónsson frá Vík. Þegar Dagbjartur var kominn á efri ár tók hann að sér að flagga hér í landi og láta þannig vita ef brim- aði. Hann er fljótur að rífa sig upp með brim hérna og stundum var maður varla róinn þegar flaggið var komið upp, og þá var viturleg- ast að snúa við hið bráðasta ef maður vildi ná landi aftur áfalla- laust. Annars voru þeir margir með ! eindæmum veðurglöggir þessir gömlu karlar og höfðu ýmsar við- miðanir. Þeir fóru t.d. mikið eftir sjávarhljóðinu — ef sjávarhljóðið kemur hér innan úr Hraunsvík- inni má telja víst að hann sé að ganga í norðanátt. Ef hljóðið berst hins vegar héðan af nestánni er hann vis með að rífa sig upp í landsynning. Ekki veit ég hvernig á þessu stendur, en þetta gengur eftir. Eins fóru þeir mikið eftir því hvernig hann var til loftsins — blikum og öðru sliku. Ég hef ekk- ert vit á þvi — ég hef reyndar aldrei litið til lofts eða reynt að ætla á um veður. Og slarkast samt alla mína hunds og kattar tíð. En menn þurftu að vera glöggir til að róa á þessum áraskipum og taka allt með í reikninginn — annars var voðinn vís. En ef ólendandi varð meðan verið var á sjónum? Þá var annað hvort að bíða úti fyrir þar til lægði eða fara inn í Keflavík. Það varð mörgum hált á því að fara í gegnum brimgarðinn og ótrúlegt hvað þeir gátu sótt stift héðan á þessum litlu róðrar- kænum. En þetta urðu menn að láta sig hafa til að bjarga sér og sínum. Þegar ég var unglingur voru hér um tuttugu trillur þegar mest var. Þá var alltaf lent hér á kambinum fyrir neðan og landað við fjöru- bryggjuna, sem ég var reyndar með í því að smíða. Það var þó takmarkað gagn að bryggjunni, því við urðum að setja bátana upp á hverju kvöldi og svo niður á morgnana þegar róið var þrátt fyrir hana. Sjóslys Það var svo Einar G. Einarsson kaupmaður hér í Grindavík sem stóð fyrir því að farið var í að grafa upp og dýpka ósinn inn í Hópið þannig að skipin gætu siglt inn á lónið fyrir innan um flóð. Þó menn hefðu ekki önnur tæki en skóflur og haka, kannski hjólbör- ur, tókst þetta verk svo vel að hægt var að sigla skipunum inn, og losnuðu sjómenn þá við allan setning. Þá voru bara hafðar múrningar fyrir innan og utan, og alveg hætt að púkka upp á tré- bryggjuna. Innsiglingin var þó jafn hættul- eg áfram þótt landtakan sjáf væri auðveldari. Einn lftill bátur man ég að fórst hérna á innsiglingunni fyrir um það bil aldarfjórðung. Hann var að koma inn og fékk yfir sig ólag héma á Snúningnum, sem kallaður er. Þeir voru fjórir á en tveir komust af. öðrum var bjarg- að af næsta báti á undan. Hinn lokaðist inni í lúkarnum þegar báturinn fór niður — þar hafði hann eitthvað loft meðan báturinn var að sökkva, en tókst um síðir að brjótast upp og taka til sunds. Hann var lengi að synda á móti straumnum en svo náðu þeir hon- um hérna inni í ós og var hann þá nær dauða en lífi af vosbúð og erf- iði. Bróðir minn fórst með skipi hér í innsiglingunni 1926. Þeir voru 10 eða 11 á en ekki mema tveir björg- uðust, að vísu náðist sá þriðji með lífi en dó á leiðinni i land. Þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.