Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 38
38 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 Sextugur: Þorsteinn Helgason skrifstofustjóri Á morgun, þann 5. apríl, verður Þorsteinn R. Helgason, skrifstofu- stjóri hjá Síldar- & fiskimjöls- verksmiðjunni hf. hér í Reykjavík, sextugur. Hann hóf störf við fyrirtækið árið 1952 og hefir starfað þar alla tíð siðan, eða samfleytt í 33 ár. Ég, sem þessar línur rita, hóf störf við sama fyrirtæki sem framkvæmda- stjóri ári síðar og höfum við Þorsteinn nú starfað saman allan þennan tíma. Mér er það sérstaklega ljúft að minnast þessa samstarfs okkar, sem hefir verið með þeim ágætum, að betra hefði það ekki getað ver- ið. Jafnframt höfum við orðið ein- lægir vinir, en það met ég mest. Þorsteinn er sérstakt ljúfmenni. Framkoma hans er siðfáguð, frjálsleg og vinsemdin er söm við alla. Hann er sérstakt glæsimenni sem vekur eftirtekt. Eins og að framan segir er sam- starf okkar orðið langt og hefir alla tíð verið mjög náið. Svo sem að líkum lætur hefir margt skeð í fyrirtækinu öll þessi ár. Oft á tíð- um var starfsemi félagsins mjög stórbrotin. Vil ég í þvi sambandi nefna, að á tímabili rak félagið tvær fiskimjölsverksmiðjur, gerði út fjóra stóra togara og gerði út 3000 tonna síldarflutningaskip (tankskip). Þessi starfsemi átti sér stað öll samtímis og árum saman. Ég nefni þetta til þess að vekja athygli á því, að skrifstofustjór- inn, sem varð að sjá um, skipu- leggja og stjórna allri skrifstofu- vinnu, sem svona stórbrotinni starfsemi er samfara, varð að vera mikilhæfur og duglegur maður. Þetta framkvæmdi Þorsteinn allt af hinni mestu prýði. Ekki þarf að fjölyrða um það, að val á starfsmönnum í fyrirtækjum er eitt af því allra þýðingarmesta fyrir hag og gengi fyrirtækja. Þá er það ekki síst mikilvægt að allt sem lýtur að reikningsfærslu og öll skrifstofuvinna sé vel af hendi leyst. Skrifstofan hefir mjög náin samskipti við alla viðskiptamenn. Því er það, að gott viðmót, háttvísi og lipurð eru höfuðkostir i þessu tilfelli. Ég fullyrði, að skrifstofu- stjóri okkar, Þorsteinn R. Helga- son, er öllum þessum kostum gæddur í mjög ríkum mæli og eru vinsældir fyrirtækisins hvað þetta snertir að mestu hans verk. Eitt af mestu hugðarefnum Þor- steins er tónlistin. Hann er músík- alskur með afbrigðum. Hann hefir starfað í Karlakórnum Fóst- bræðrum um áratuga skeið. Verið formaður kórsins árum saman og alltaf í fremstu forystusveit kórs- ins, enda líka ágætur söngmaður. Tónlistin er göfug list og þeir sem helga sig henni, þeir öðlast þá lífshamingju, sem þeir einir þekkja, er hana kunna að meta. Vel þekkt spakmæli segir: „Það syngur enginn vondur maður.“ Karlakórnum Fóstbræðrum hefir Þorsteinn helgað krafta sína svo að einstakt má telja. Það geta þeir borið um, sem með honum hafa starfað í kórnum nú um áratuga skeið. Hefir hann starfað þar af einstakri ósérhlífni, fyrst og fremst sem söngmaður, því ágæta söngrödd hefir hann, sem hann kann að beita bæði af kunnáttu og smekkvísi, svo og einnig starfað mjög að öðrum félagsstörfum. Má ég fullyrða að hann fórnaði bæði tíma og fyrirhöfn þegar kórinn réðst í það stórvirki að byggja hið stórglæsilega félagsheimili, sem kórinn kom upp við Langholtsveg hér í borg. Er þetta hús kórnum til mikils sóma. Þorsteinn vinur minn á vissulega miklar þakkir skildar fyrir það starf, sem hann innti af hendi við byggingu þessa félagsheimilis kórsins. Ég veit að ekki er á neinn hallað af kórfélög- unum þegar ég segi að þarna var hann í fremstu röð. Ég tel mig hafa verið gæfu- mann, að hafa haft slíkan mann sem starfsmann öll þessi ár og vil nú við þessi merku tímamót á ævi hans þakka honum innilega sam- starfið, en mest met ég þó vináttu hans, sem aldrei hefir borið neinn skugga á. Megi sama vináttan haldast svo lengi sem aldur endist. Ég bið allar góðar vættir fylgja Þorsteini vini mínum og fjöl- skyldu hans um alla framtíð. Jónas Jónsson Við Þorsteinn Helgason vorum í heiminn bornir á sama misserinu, á svipuðum slóðum í sama byggð- arlagi, og sóttum sem unglingar meira að segja sama skóla hér í Reykjavík. Því mætti ætla, að kunningsskapur hefði tekizt með okkur þegar á æskudögum, en svo var þó ekki, þótt hvor vissi sjálf- sagt af hinum. En leiðir lágu sam- an síðar, góðu heilli fyrir mig, og um nærfellt 30 ára skeið hef ég ekki átt vin betri en Þorstein Helgason. Þorsteinn er Borgnesingur og Mýramaður í ættir fram, sonur hjónanna Helgu Elísabetar Þórð- ardóttur og Helga Þorsteinssonar, trésmiðs. Þau hjón voru einkar söngvin, störfuðu m.a. bæði í kirkjukór Borgarness, en sóknar- kirkjan var þá að Borg á Mýrum. Sönglistin var því í hávegum höfð á æskuheimili Þorsteins. Móðir hans hafði numið hjá Hallgrími Þorsteinssyni organleikara og veitti hún syni sínum ungum fyrstu tilsögn í nótnalestri og tónfræði. Helgi, faðir Þorsteins, og sr. Bjarni Þorsteinsson tón- skáld á Siglufirði og hans þjóð- kunnu bræður, voru systkinasynir. Má af þessu ljóst vera, að Þor- steinn Helgason á ekki langt að sækja listhneigð, góðar almennar gáfur og mikinn starfsvilja. Þegar Þorsteinn yfirgaf æsku- stöðvar sínar og flutti til Reykja- víkur 27 ára gamall, átti hann þegar að baki fjölbreyttan starfs- feril, fyrst sem skrifstofumaður hjá Verzlunarfélagi Borgarfjarðar og síðar fulltrúi á skrifstofu Borg- arneshrepps. En þekktastur og „vinsælastur", eins og það heitir núorðið, varð hann óefað á þessum tíma sem klarinettu- og píanóleik- ari í Danshljómsveit Borgarness, sem starfaði af miklum þrótti og við verulegan orðstír á árunum 1944—1952. Mun Þorsteinn hafa verið driffjöðrin í þeim hópi alla tíð, enda lagðist hljómsveitin niður fljótlega eftir brottför hans frá Borgarnesi. Samhliða tók Þorsteinn virkan þátt í öðrum fé- lagsstörfum, svo sem í Ungmenna- félaginu Skallagrími, Ungmenna- sambandi Borgarfjarðar, kórun- um í Borgarnesi, o.fl. Þáttaskil urðu í lífi Þorsteins árið 1952 er hann flutti til Reykja- víkur og réðst til Sildar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar hf., þar sem hann hefur starfað síðan óslitið sem skrifstofustjóri. Er mér kunnugt um að hann hefur notið þar óskoraðs trausts og trúnaðar eigenda fyrirtækisins og stjórn- enda þess, jafnt sem samstarfs- fólks, sökum hæfni, heiðarleika og mannkosta. Fljótlega eftir komuna hingað suður gekk Þorsteinn til liðs við Karlakórinn Fóstbræður og má óhikað fullyrða, að síðan hafi eng- inn einn maður áorkað jafn miklu í þágu þess félagsskapar. Er nán- ast sama hvar gripið er niður í sögu Fóstbræðra um næstliðin 30 ár, innanfélagsmálefni jafnt sem umsvif útávið, öllu tengist nafn Þorsteins Helgasonar með ein- hverjum hætti og mjög mörgu af því, sem kórinn hefur færzt í fang á þessum tíma, hefði aldrei orðið til leiðar komið án hans atbeina. Ber þar hæst byggingu félags- heimilis Fóstbræðra við Lang- holtsveg, sem var stórvirki fyrir félítinn og fámennan félagsskap. Þorsteinn hafði lengi borið það mál mjög fyrir brjósti. Undirbún- ingur allur og skipulag sjálfra framkvæmdanna hvíldu að lang- samlega mestu leyti á hans herð- um, þótt ekki beri að vanmeta vinnuframlag annarra, og þá eink- um iðnaðarmanna úr röðum kór- félaga. En þarna sýndi Þorsteinn, sem endranær, mikið áræði, út- sjónarsemi, þrautseigju og frá- bæra hæfileika í því að samstilla menn til átaka, enda mikið í húfi. Hér hefur örlítið verið vikið að snörum þætti í lífi Þorsteins Helgasonar, sem lýtur að hugðar- efnum hans, utan hins eiginlega ævistarfs að hefðbundnum skiln- ingi. Það afl, sem vakið hefur Þorstein til dáða á þessum vett- vangi, má óefað rekja til með- fædds áhuga hans og næmrar til- finningar fyrir gildi söngs og tón- listar almennt. Og þess hafa raun- ar notið fleiri söngfélög en Fóst- bræður, þótt þar hafi verið heima- höfn Þorsteins. Hann starfaði um skeið með Söngsveitinni Fílharm- óníu og þó lengur með Pólýfón- kórnum, enda hvarvetna eftir honum sótzt sem hæfum og þjálf- uðum söngvara. Þá er ógetið starfa hans í þágu Sambands ís- lenzkra karlakóra, en þar hefur Þorsteinn m.a. gegnt formennsku auk annarra stjórnarstaffa, verið ritstjóri timaritsins „Heimis", og mætti þannig áfram telja. Langt og oft náið samstarf við Þorstein Helgason að sameigin- legum áhugamálum hefur verið mér ákaflega dýrmætt og ánægju- legt, vegna þess hver drengskap- armaður hann er í samvinnu og virðir skoðanir annarra, þótt ekki falli ávallt saman við hans eigin hugmyndir. Þótt flestum mætti virðast hann sjálfkjörinn til for- ystu, sökum glæsimennsku og ótvíræðra hæfileika, þá er Þor- steinn að eðlisfari hlédrægur mað- ur og frábitinn því að trana sér fram. En hvaðeina, sem hann tek- ur að sér, rækir hann af fágætri alúð, mér liggur við að segja ástríðufullri samvizkusemi á stundum. Þetta vita engir betur en söngbræður hans og samherjar, enda er hann með eindæmum ást- sæll og virtur í þeirra hópi. Ég veit með vissu að hin krefj- andi og tímafreku hugðarefni Þorsteins hafa veitt honum mikla gleði gegnum árin. En í einkalifi sínu að öðru leyti hefur hann einnig verið einstakur hamingju- maður. Hann kvæntist árið 1955 unnustu sinni, Annie Schweitz, danskrar ættar, sem reynzt hefur manni sínum frábær förunautur. Heimili þeirra hjóna hefur frá byrjun verið sannkallaður rausn- argarður, enda bæði gestrisin og veitul með afbrigðum. Þeim hefur orðið auðið þriggja gjörvilegra sona, sem miklar og góðar vonir eru við bundnar. Elstur er Helgi, flugstjóri, kvæntur Maríu Wendel og eiga þau einn son. Annar í röð- inni er Jakob, flugvirki, og yngst- ur Þorsteinn, ennþá í mennta- skóla. Milli okkar Þorsteins, eigin- kvenna okkar og fjölskyldna hefur lengi ríkt vinátta, sem orðið hefur mér æ dýrmætari eftir því sem árin iiðu. Hef ég reynt þau hjón að meiri drengskap og ræktarsemi í garð minn og fjölskyldu minnar, en nokkru sinni verði þakkað sem vert væri. Á sextugsafmæli Þorsteins Helgasonar á ég þá ósk bezta hon- um til handa, næst heilsu og lang- lífi í faðmi fjölskyldunnar, að hann megi líta blómlegan árangur þess mikla og ósérplægna starfs, sem hann hefur af höndum innt í þágu málefna, sem honum og fjöl- mörgum öðrum eru hjartfólgin. Látum þá von rætast, söngbræður hans, samherjar og vinir! Magnús Guðmundsson Á morgun, föstudaginn langa, á einn mesti áhugamaður um karla- kórssöng hér á landi og víðar merkisafmæli, en þá verður Þor- steinn R. Helgason, skrifstofu- stjóri, sextugur. Þorsteinn fæddist í Borgarnesi 5. apríl 1925, sonur hjónanna Helgu Þórðardóttur og Helga Þorsteinssonar. Að loknu gagnfræðaprófi gekk Þorsteinn í Verslunarskólann og lauk þaðan prófi 1943. Að námi loknu starfaði hann við skrifstofu- störf i heimabæ sínum Borgarnesi til 1952 er hann réðst skrifstofu- stjóri til Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar í Reykjavík en þar starfar hann enn. Þorsteinn er kvæntur Annie W. Helgason ættaöri frá Skodsborg í Danmörku. Þau eiga þrjá syni. Heimili þeirra er á Hjarðarhaga 19 í Reykjavík. Árið 1954 gekk Þorsteinn til liðs við Fóstbræður. Það kom fljótt í ljós að ekki var Þorsteinn bara söngmaður góður heldur var hann líka liðtækur við félagsmálastörf. Aðeins 3 árum eftir að hann hóf starf í kórnum var hann kosinn ritari í stjórn og síðan formaður og gegndi hann því embætti í fjög- ur ár. Mörg önnur störf hefur Þorsteinn unnið fyrir kór sinn svo sem setið í mörgum starfsnefnd- um, m.a. utanfararnefndum kórs- ins og styrktarfélaganefnd. Árið 1964 komst skriður á hús- næðismál kórsins. Þá var kosin sérstök nefnd til könnunar á hús- næðismálum kórsins. í þá nefnd var Þorsteinn kjörinn. Að hús- næðismálum kórsins vann Þor- steinn síðan þar til kórinn vígði félagsheimili sitt vorið 1972. Þorsteinn var formaður bygg- ingarnefndar og mæddi bygging Fóstbræðraheimilis því mjög á honum en með miklu starfi og út- sjónarsemi tókst Þorsteini og samstarfsmönnum hans í bygg- ingarnefnd að yfirvinna alla erfið- leika. Eftir vigsluna hélt Þor- steinn áfram störfum í húsnefnd þar til allir byrjunarörðugleikar voru að baki. Einn þáttur enn í starfi Þor- steins eru Fjórtán Fóstbræður en allan þann tíma sem þeir störfuðu var Þorsteinn aðaldriffjöðrin. Þá hefur Þorsteinn um árabil starfað sem fulltrúi Fóstbræðra í samtökum íslenskra karlakóra. Enn mætti lengi telja upp störf Þorsteins fyrir Fóstbræður og karlakóra yfirleitt en hér skal staðar numið en fyrir sín miklu störf hefur Þorsteinn verið sæmd- ur gullmerki Fóstbræðra, Sam- bands islenskra karlakóra og ennfremur margra norrænna karlakóra. Við Fóstbræður sendum Þor- steini og fjölskyldu hans hugheil- ar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum með bestu þökkum fyrir ómetanleg störf í þágu kórs- ins okkar. Fóstbræður og reyndar allir kórar eiga fyrir sér bjarta framtíð meðan manna eins og Þorsteins nýtur við. Skúli Möller, formaður GylfS Björasson, verslunaistjóri Svarfdælabúðar, t.h. ásamt útibússtjóra, Rögnvaldi S. Friðbjörnasyni. Dalvík: Margir komu í Svarfdælabúð MIKIL aðsókn var á fyrsta starfs- degi Svarfdslabúðar á Dalvík, þrið- judaginn 26. mars sl., enda dreif að fólk úr bæ og byggð til að sjá og kynnast hinum nýja kjörmarkaði ÚKE á Dalvík. Að sögn Gylfa Björnssonar verslunarstjóra virtust viðskipta- vinir ánægðir með hin nýju húsa- kynni svo og vöruúrval, sem hefur stórlega aukist frá þvi sem var er matvörudeild kaupfélagsins var i sinum gömlu, þröngu húsakynn- um. Sagðist Gylfi vonast til að vöruúrval ætti enn eftir að aukast í hinni nýju verslun. Á þessum opnunardegi var við- skiptavinum boðið upp á smáveit- ingar og um kvöldið var boð fyrir forráðamenn Kaupfélags Eyfirð- inga, starfsfólk verslunarinnar ásamt iðnaðarmönnum er unnu að byggingunni. Útibússtjóri, Rögn- valdur S. Friðbjörnsson, setti hóf- ið og greindi frá byggingar- framkvæmdum og flutti öllum er að stóðu bestu þakkir. Þá ávarpaði Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri, viðstadda. Lýsti hann ánægju sinni með verslunina og taldi hana bæta úr brýnni þörf fólksins á þessu félagssvæði í verslunarmálum. í tilefni þessara tímamóta í verslunarsögu kaupfélagsins á Dalvík færði Valur SvarfdæKbúð málverk að gjöf og bað að því yrði komið fyrir í hinni nýju verslun svo starfsfólk hennar mætti njóta þess. Auk útibússtjóra og kaupfé- íagsstjóra fluttu ávörp Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður KEA, og Jónmundur Zophonías- son, formaður Dalvíkurdeildar. Fréttaritarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.