Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 31
Tækni án töfra Kvikmyndir Árni Þórarinsson BÍÓHÖLLIN: 2010 ★ ★ Vi Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit og leikstjórn: Peter Hyams. Aðalhlutverk: Roy Scheider, John Lithgow, Bob Balaban, Helen Mirr- en, Keir Dullea. Ódysseifskviðan úr geimnum árið 2001, stórmynd Stanley Kubr- icks eftir sögu Arthur C. Clarke, var kvikmyndaleg og heimspekileg opinberunarbók fyrir þær kyn- slóðir sem hún tók með trompi eft- ir frumsýninguna árið 1968. Ekki síst eignaði hin nýróttæka stúd- entakynslóð og hippagengið sér þessa göróttu blöndu af kosmísk- um vangaveltum um stöðu og upp- runa mannkynsins og spennandi vísindaskáldskap um hættulegt ferðalag út í geiminn. Mikilfeng- legar tæknibrellur, litadýrð og ljósasjó urðu bæði helsta aðdrátt- arafl myndarinnar og stefnu- markandi fyrir gerð vísindaskáld- skapar í kvikmyndum. Auðvitað er það óðs manns æði að ætla að fylgja slíkri opinberun- arbók eftir sextán árum síðar með „framhaldi" að hætti Hollywood. Fyrir nú utan það, að engin sjá- anleg eða gild ástæða er fyrir þess háttar framhaldsmynd, nema þá gróðavonin. En úr því þetta hefur nú verið reynt skal strax tekið fram að verkið lenti ekki í slæm- um höndum þar sem er Peter Hy- ams og tilraun hans er heiðarleg svo langt sem hún nær. 2010 er á margan hátt prýðileg, vönduð af- þreying þótt hún sé ekki á einu einasta sviði sú opinberun sem 2001 var. Peter Hyams á að baki margar heldur greindarlegar afþrey- ingarmyndir sem flestar byggjast á hugmyndum um pólitísk sam- særi. Nú síðast var Star Chamber sýnd í Nýja bíói, en greinilegt er af 2010 að fyrri tilraunir Hyams við vísindaskáldskap í þriller- formi, Capricorn One og Outland, nýtast honum hér vel, ekki síst við stjórn kvikmyndatöku sem hann hefur í fyrsta skipti á sinni könnu núna, auk þess að leikstýra, fram- leiða og skrifa handrit. Or hand- ritsgerðinni kemur hann inn í kvikmyndaiðnaðinn, og það er því merkilegt að handritsbygging og samtalasmíð er það sem síst heppnast í 2010. Hyams grípur of oft til klénna og langra orðræða og einræða til að skerpa sögu sem er í eðli sínu ekki skörp, heldur ansi fljótandi fantasía. 2010 er mjög bókstaflegt fram- hald 2001, tekur upp þráðinn þar sem honum var sleppt níu árum áður. Eftir einkar klaufalegt mas á jörðu niðri milli Roy Scheider, vísindamanns og sovéskra og bandarískra embættistoppa legg- ur hann af stað í sameiginlegan leiðangur beggja stórvelda til Júp- íters. Þar er enn á sporbaug hið gamla geimfar Discovery sem við skildum við í lok 2001 og hin dul- arfulla svarta steinsúla sem virð- ist geyma leyndardóm alheimsins. Ætlunin er að komast að því hvað kom fyrir áhöfn Discovery, þ.á m. hina skapmiklu tölvu geimfarsins, Hal, og jafnframt að reyna að ráða í rúnir þessa leyndardóms- fullu súlu. Við erum voða litlu nær að ferðalokum í 2010, enda eins og segir á einum stað í myndinni, eru „svörin stærri en spurningarnar". En þótt við fáum ekki svör við spurningunum eilífu fáum við í seinni hluta 2010 ágætlega unnin og spennandi atriði um glimu leið- angursfólks við hættur geimsins. Hinn mannlegi þáttur, persónur bandarísku og sovésku vísinda- mannanna, og sá pólitíski, tortím- ingarstefna stórveldanna, að ekki sé talað um „skýringuna" á örlög- um Discovery á grundvelli sam- særis i Hvíta húsinu, — alt þetta er á hinn bóginn einkar ósannfær- andi. Töfrar ódysseifskviðunnar frá árinu 2001 víkja árið 2010 fyrir einberri tækni. Og besti leikarinn í myndinni er tölvan Hal, sem hér fær verðskuldaða uppreisn æru. fi-41 Vexti* áajaldeyris rafntíngum FRÁ1.MARS 1985: Iðnaóarbankinn V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! MITSUBISHI J^LANCER S manna drossta meö ímynd japanskrar tækni Hæfilega stór Þægilegur Sparneytinn LANCER LANCER LANCER LANCER LANCER LANCER ANCER 6 ara ryd varnarabyrgd L. 50 ara reynsla í bílainnflutningi og þjónustu EKLAH Verð fra kr.394.900 Laugavegi 170 -172 St'mi 212 410 l--------------------- MITSUBISHI MOTORS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.