Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 31

Morgunblaðið - 04.04.1985, Side 31
Tækni án töfra Kvikmyndir Árni Þórarinsson BÍÓHÖLLIN: 2010 ★ ★ Vi Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit og leikstjórn: Peter Hyams. Aðalhlutverk: Roy Scheider, John Lithgow, Bob Balaban, Helen Mirr- en, Keir Dullea. Ódysseifskviðan úr geimnum árið 2001, stórmynd Stanley Kubr- icks eftir sögu Arthur C. Clarke, var kvikmyndaleg og heimspekileg opinberunarbók fyrir þær kyn- slóðir sem hún tók með trompi eft- ir frumsýninguna árið 1968. Ekki síst eignaði hin nýróttæka stúd- entakynslóð og hippagengið sér þessa göróttu blöndu af kosmísk- um vangaveltum um stöðu og upp- runa mannkynsins og spennandi vísindaskáldskap um hættulegt ferðalag út í geiminn. Mikilfeng- legar tæknibrellur, litadýrð og ljósasjó urðu bæði helsta aðdrátt- arafl myndarinnar og stefnu- markandi fyrir gerð vísindaskáld- skapar í kvikmyndum. Auðvitað er það óðs manns æði að ætla að fylgja slíkri opinberun- arbók eftir sextán árum síðar með „framhaldi" að hætti Hollywood. Fyrir nú utan það, að engin sjá- anleg eða gild ástæða er fyrir þess háttar framhaldsmynd, nema þá gróðavonin. En úr því þetta hefur nú verið reynt skal strax tekið fram að verkið lenti ekki í slæm- um höndum þar sem er Peter Hy- ams og tilraun hans er heiðarleg svo langt sem hún nær. 2010 er á margan hátt prýðileg, vönduð af- þreying þótt hún sé ekki á einu einasta sviði sú opinberun sem 2001 var. Peter Hyams á að baki margar heldur greindarlegar afþrey- ingarmyndir sem flestar byggjast á hugmyndum um pólitísk sam- særi. Nú síðast var Star Chamber sýnd í Nýja bíói, en greinilegt er af 2010 að fyrri tilraunir Hyams við vísindaskáldskap í þriller- formi, Capricorn One og Outland, nýtast honum hér vel, ekki síst við stjórn kvikmyndatöku sem hann hefur í fyrsta skipti á sinni könnu núna, auk þess að leikstýra, fram- leiða og skrifa handrit. Or hand- ritsgerðinni kemur hann inn í kvikmyndaiðnaðinn, og það er því merkilegt að handritsbygging og samtalasmíð er það sem síst heppnast í 2010. Hyams grípur of oft til klénna og langra orðræða og einræða til að skerpa sögu sem er í eðli sínu ekki skörp, heldur ansi fljótandi fantasía. 2010 er mjög bókstaflegt fram- hald 2001, tekur upp þráðinn þar sem honum var sleppt níu árum áður. Eftir einkar klaufalegt mas á jörðu niðri milli Roy Scheider, vísindamanns og sovéskra og bandarískra embættistoppa legg- ur hann af stað í sameiginlegan leiðangur beggja stórvelda til Júp- íters. Þar er enn á sporbaug hið gamla geimfar Discovery sem við skildum við í lok 2001 og hin dul- arfulla svarta steinsúla sem virð- ist geyma leyndardóm alheimsins. Ætlunin er að komast að því hvað kom fyrir áhöfn Discovery, þ.á m. hina skapmiklu tölvu geimfarsins, Hal, og jafnframt að reyna að ráða í rúnir þessa leyndardóms- fullu súlu. Við erum voða litlu nær að ferðalokum í 2010, enda eins og segir á einum stað í myndinni, eru „svörin stærri en spurningarnar". En þótt við fáum ekki svör við spurningunum eilífu fáum við í seinni hluta 2010 ágætlega unnin og spennandi atriði um glimu leið- angursfólks við hættur geimsins. Hinn mannlegi þáttur, persónur bandarísku og sovésku vísinda- mannanna, og sá pólitíski, tortím- ingarstefna stórveldanna, að ekki sé talað um „skýringuna" á örlög- um Discovery á grundvelli sam- særis i Hvíta húsinu, — alt þetta er á hinn bóginn einkar ósannfær- andi. Töfrar ódysseifskviðunnar frá árinu 2001 víkja árið 2010 fyrir einberri tækni. Og besti leikarinn í myndinni er tölvan Hal, sem hér fær verðskuldaða uppreisn æru. fi-41 Vexti* áajaldeyris rafntíngum FRÁ1.MARS 1985: Iðnaóarbankinn V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! MITSUBISHI J^LANCER S manna drossta meö ímynd japanskrar tækni Hæfilega stór Þægilegur Sparneytinn LANCER LANCER LANCER LANCER LANCER LANCER ANCER 6 ara ryd varnarabyrgd L. 50 ara reynsla í bílainnflutningi og þjónustu EKLAH Verð fra kr.394.900 Laugavegi 170 -172 St'mi 212 410 l--------------------- MITSUBISHI MOTORS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.