Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 barst mér skeyti frá sér Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi á Akureyri, þar sem hann bað mig að koma til sín sem aðstoðarprestur, en heilsa hans var tekin að bila. Þá var ekk- ert hik og ég efaðist ekki um að ég hefði fengið köllun til starfs. Faðir minn vígði mig í Dómkirkjunni þann 23. febrúar. Ég gleymi aldrei ferðinni norður með strandferða- skipinu Esju, því mér var svo margt í huga og þar vógu salt kvíði og eftirvænting. Fyrir norð- an biðu mín mörg prestsverk og ég gerði mér fljótt grein fyrir hinu umfangsmikla starfi, sem ég varð að takast á við. En það var mér mikils virði að geta leitað til séra Friðriks, sem var reyndur og traustur maður. Hann fór aldrei úr skorðum og var vinnandi alla daga, þegar heilsan leyfði. Það var mér mikils virði að hafa hann skammt undan. Og þá hafði sá innblástur, sem ég fékk vestur í Ameríku ekki dofnað. Sá ég fyrir mér, að á Akureyri væru skilyrði hin ákjósanlegustu til barna- og unglingastarfs. Sunnudagaskóli var stofnaður og hlaut þegar í stað góðan hljómgrunn og sömuleiðis æskulýðsfélag fermingarbarna. Fljótlega boðaði ég til almenns æskulýðsfundar fyrir fólk á öllum aldri í samkomusalnum í Skjald- borg. Hann var vandlega undir- búinn með fjölbreyttri dagskrá og mjög vel auglýstur. Þegar allt var til reiðu og tilsettur tími nálgað- ist, setti að mér kvíða og efasemd- ir um það, hvort nokkur kæmi. Ég beið og bað þess, að tilraunin þyrfti ekki að mistakast. Gleymi ég aldrei gleði minni, þegar salur- inn fylltist af fólki, svo færri kom- ust að en vildu. Þetta var mér mikil hvatning og einnig allar undirtektir, því þarna var þrótt- meiri fjöldasöngur, en maður átti að venjast. Kom þar og til góð að- stoð tónlistarmanna. Sérstaklega þeirra Jóhanns Konráðssonar söngvara, Sverris Pálssonar skóla- stjóra og Áskels Jónssonar, sem var undirleikari. Jóhann heimsótti mig á herbergi nr. 5 á Hótel KEA, þar sem ég hélt til og bauð mér aðstoð sína. Já, það er alveg rétt, ég bjó reyndar á hóteli fyrstu mánuðina. Ég man eftir upplitinu á gestunum, þegar ég kom hempu- klæddur með pípuhatt á höfðinu niður stigann á hótelinu. Þeir vissu greinilega ekki hvaðan á þá stóð veðrið, er þeir sáu svo búinn mann á jafn veraldlegum stað. En því hafði ég vanist, að faðir minn klæddist hempunni heima og gengi þannig búinn til kirkjunnar. IX Þjónusta í gleöi og sorg Fyrsti organistinn, sem ég starfaði með, var Björgvin Guð- mundsson tónskáld, en um þær mundir stundaði Jakob Tryggva- son kirkjuorganisti framhalds- nám í Englandi. Samstarf okkar Jakobs átti eftir að verða langt og farsælt. Björgvin studdi mig mjög í starfi í upphafi. Hann var sann- arlega óspar á að leika á Hamm- ond-orgel kirkjunnar við ýmis tækifæri. Ég man að á góðviðris- dögum var stundum komið fyrir hátalarakerfi í turninum svo org- eltónarnir bárust út um bæinn í blíðunni. Og tónskáldið lék af sönnum innblæstri og gleði, svo hann gleymdi oft stund og stað. Þá var tekinn upp sá háttur að hafa kirkjuna opna fjóra tíma á dag og fólk streymdi þangað inn, til þess að eiga þar helga stund. Hefur sá háttur haldist síðan. Einu og hálfu ári eftir að ég settist að á Akur- eyri kvæntist ég Sólveigu Ás- geirsdóttur úr Reykjavík. Faðir minn gaf okkur saman á afmæl- isdegi sínum þann 3. ágúst 1948. Þetta var mitt mesta gæfuspor í lífinu, en konan mín hefur stutt mig með ráðum og dáð í starfi og alltaf búið mér gott og smekklegt heimili. Við höfum eignast fjögur börn sem öll eru uppkomin. Nú langar mig að víkja að at- burði, sem mér er í barnsminni, en það er flugsiysið mikla í Hest- fjalli. — Já, seint mun ég gleyma þeim degi, þegar ég var beðinn að tilkynna það átakanlega slys. Þetta var 29. maí 1947, þrem mán- uðum eftir að ég kom til starfa. Douglas-Dakota-flugvél Flugfé- lags íslands, sem var á leið frá Reykjavík til Akureyrar, rakst á Hestfjall við Héðinsfjörð og fórust allir, sem í vélinni voru, 25 manns. Hún fannst daginn eftir og þann dag varð ég að fara hús úr húsi til aðstandenda hinna látnu. Það voru erfið spor fyrir ungan og óreyndan prest. En þá fann ég best, að okkur er gefinn styrkur, þegar mest á reynir. Það eina, sem ég gat gert, varð að setjast niður hjá fólkinu stutta stund á hverj- um stað. Auðvitað voru viðbrögð þess misjöfn, en ég varð snortinn af þeirri reynslu að finna glöggt, hvað fólki er mikið gefið á stund- um sorgar. Daginn eftir kom bát- ur með líkin og þá var athöfn á | hafnarbakkanum. Karlakórinn Geysir söng þar og ég mælti nokk- ur orð. Þá komu þar og tveir ná- grannaprestar, séra Benjamín Kristjánsson og séra Sigurður Stefánsson. Ég man að ég vitnaði í þessar hendingar séra Matthíasar: „Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem glampar um nótt.“ Þessi sorg- arstund var klökkvaþrungin. Veð- ur var stillt og mikill mannfjöldi saman kominn. Síðan voru líkin flutt upp í kapellu kirkjunnar. Þar var Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir fyrir og gerði að sködd- un þeirra eftir föngum. Mörg voru líkin mjög illa farin, því fólkið hafði kastast út úr flugvélinni við sprengingu og önnur voru illa leik- in af bruna. Eg gleymi ekki örugg- um tökum Guðmundar Karls þá. Þetta var á laugardegi og mér varð á að segja í vandræðum mín- um: „Á ég nú að messa á morgun?" Þá svaraði hann með áherslu- þunga: „Já, nú skaltu messa.“ Guðmundur Karl var einhver tryggasti kirkjugestur öll mín ár á Akureyri. Á stórhátíðum tók hann alltaf virkan þátt í guðsþjónustum á sjúkrahúsinu. Einhverju sinni var hann heima hjá okkur og þá barst talið að bæninni. Þegar hann kvaddi sagði hann alvarleg- ur í bragði: „Já, biðjið þið fyrir mér, því ég þarf á því að halda." Hann var einstakur trúmaður og góður drengur. Annar maður, sem ég starfaði oft með á Akureyri, var Þórarinn Björnsson skóla- meistari. Enginn annar hefur haft jafn sterk áhrif á mig sem ræðu- maður. Já, hann var ræðumaður af Guðs náð. Einstakar setningar hans geymast mér lengi í minni. Ég man að eitt sinn sagði hann í viðtali: „Ég met siðgæðið meira en gáfur.“ Þetta voru orð reynds gáfumanns, sem hafði umgengist marga, bæði unga og aldna og fylgst með farnaði þeirra. X Samstarf Við verðum nú að fara fljótt yfir sögu. Starf herra Péturs Sigur- geirssonar á Akureyri og ekki síst í þágu æskulýðsmála á Norður- landi öllu rúmast ekki í blaða- grein. Ekki má heldur gleyma þjónustu hans í Grímsey, en þang- að fór hann hátt á annað hundrað ferðir á prestsskaparárunum og skrifaði merka bók um þessa nyrstu sókn á íslandi. Hann vígð- ist vígslubiskup Hólastiftis hins forna þann 24. ágúst 1969 og frá sama tíma var hann formaður prestafélags stiftisins. En áður en við yfirgefum prestsskaparárin inni ég hann eftir samstarfi presta í tvímenningsprestakalli. — Það er vandasamt að starfa í tvímenningsprestakalli, bæði fyrir prestana og söfnuðinn og þá ekki síst, þegar þarf að gera upp á milli. Það gengur því aðeins, að menn séu fyrirfram ákveðnir í því að láta starfið ganga snurðulaust. Ég naut þess að starfa með góðum mönnum á Akureyri, fyrst séra Friðrik J. Rafnar, þá séra Krist- jáni Róbertssyni og síðast og lengst með séra Birgi Snæbjörns- syni. Samfélag við góða starfs- bræður getur verið mönnum til stuðnings og til margra hluta nytsamlegt. Én þó er ég þeirrar skoðunar, að landfræðileg skipt- ing prestakalla sé mjög æskileg og komi í veg fyrir árekstra. Þeir urðu afar sjaldan í starfi okkar á Akureyri og ef eitthvað bar á milli tókst okkur að jafna það snarlega, en ég veit að þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög misjafnlega annars staðar. Það sem varð okkur prestum til mestrar sam- einingar voru altarisgöngur. Þær eru greiðasta leiðin til þess að prestarnir sýni hver öðrum það hjartanlega og bróðurlega hugar- far, sem er forsenda bróðurlegrar samvinnu. XI Á biskupsstóli Þann 27. september 1981 varst þú settur í embætti biskups ís- lands. — Þegar ég fór að hugsa um að fara frá Akureyri eftir 34 ára þjónustu þar fannst mér ég ekki geta það. Það var ekki fyrr en innbúið var horfið inn i gámana og flutningur hafinn, að ég yfir- vann þessa tilfinningu. Síðan hefi ég ekki átt erfitt með að sætta mig við breytinguna. Raunar hefi ég ekki haft nokkra stund til þess að líta um öxl. Þegar maður hefur hönd á plógnum verður hann óhjákvæmilega að horfa fram. Við hjónin unum okkur vel í þessu starfi. Hér er við mikil verkefni að glíma. Og sem fyrr veitir Sólveig mér mestan stuðning. Hún hefur létt mér verkið frá því fyrsta. Starfssvið biskupsins er vítt og verkefnin virðast geta snert allt á milli himins og jarðar. Þau varða ekki prestana einvörðungu. Inn á borð mitt koma alls konar vanda- mál og óskir. Á biskupsstofu ganga hlutirnir áfram frá degi til dags. Þar er gott starfsfólk, sem mér er afar mikils virði. Ég hefi lært mikið af forverum mínum. Þá ekki hvað síst hin síðustu ár í samstarfi við dr. Sigurbjörn Ein- arsson. En næst mér stendur faðir minn, bæði sem prestur og biskup. Mér finnst hann oft í mér verkandi. Ég sé og finn fyrir því, þegar ég er að vinna sjálfur. Fyrir mér er það ekki dulræn reynsla, er ég finn að hér og nú er faðir minn, sá maður, sem mest áhrif hefur haft á mig frá frumbernsku. Það fólk, sem ég kynnist er yfirleitt uppörfandi að umgangast. Þegar sagt er: biskupinn okkar finn ég hlýjuna og það snertir mig djúpt. Eg ber mjög fyrir brjósti þá hugsjón, að leikmenn komi í aukn- um mæli til starfa í kirkjunni. Að þeim þætti verður að hlúa. Við vit- um, að ótrúlega margir eru að störfum auk prestanna; samverka- menn, sem lítið eða ekkert er á minnst, en vinna í kyrrþey. Mér hefur komið í hug að fyllsta þörf sé á leikmannastefnu kirkjunnar ekki síður en prestastefnu, þá er djáknastarfið mikilvægur þáttur, sem þarf að efla um allt land, en vísir að því hefur verið hér í Reykjavík og sem kuhnugt er, starfaði djákni í Grímsey um nokkurt skeið. Það sem er áhuga- verðast í alþjóðlegu starfi krist- inna manna er sterk viðleitni til sameiningar þeirra. Má í því sam- bandi benda á samstarfsnefnd kristinna trúfélaga hér á landi, sem starfar undir formennsku séra Kristjáns Búasonar háskóla- kennara. Hefur hún um nokkurt skeið gengist fyrir bænaviku kristinna safnaða. í framhaldi af því er rétt að víkja að Lima- skýrslunni, sem nú er til umfjöll- unar víða um lönd og lýtur að skírn, máltíð Drottins og þjón- ustu. Þegar hún var samþykkt í janúar 1982 í Lima í Perú fundu menn glöggt að heilagur andi var þar að starfi. Allar kirkjudeildir, sem aðild eiga að Trúar- og skipu- lagsdeild Alkirkjuráðsins gátu þar einróma samþykkt þessa skýrslu og enginn fulltrúi sat hjá. Þess vegna vona ég að kirkjudeildir beri gæfu til að sundra ekki þessu einingarstarfi. Árið 2054 eru liðin nákvæmlega 1000 ár síðan kirkjan klofnaði í tvennt. Svo kann að fara að þá verði hægt að sjá kirkjuna sameinaða um ýmis grundvallar- atriði. Að sjálfsögðu tel ég ólík- legt, að stærstu kirkjudeildir muni sameinast undir eina yfir- stjórn. Við lúterskir menn munum seint viðurkenna óskeikulleika páfans, ellegar tilbiðja Maríu mey eða fallast á gildi dýrðlingadýrk- unar fyrir trúarlífið. Við féllum frá ýmsum kenningaratriðum kaþólsku kirkjunnar og munum aldrei fallast á þau, án þess að við viljum í nokkru varpa rýrð á starf þeirra kirkju. Okkar lúterska kenning er í mestu samræmi við hina biblíulegu trú og játningarn- ar leiða okkur til grundvallarins. Þegar við kynnum okkur niður- stöður Hagvangs af könnun á trú- arviðhorfum íslensku þjóðarinnar komumst við að raun um, að al- menn kristindómsfræðsla þarf stórum að aukast. Fólk svarar því hiklaust játandi, að það trúi á Guð. Hins vegar dregur það í land, þegar talað er um persónulegan Guð. Það virðist þá ekki átta sig á hugtökum. Hver, sem biður bæn- ina Faðir vor, játar samband sitt við persónulegan Guð. Við héldum áfram að spjalla saman og það var komið langt fram á kvöld, þegar ég kvaddi. t veganesti gaf herra Pétur mér þýðingu sína á sálmi eftir norska skáldið Sven Ellingsen, Nágen má váke í verdens nat, og með henni lýkur þessari stund í biskupsgarði. Einhver verður að vaka í nótt svo verði i myrkri sálum rótt. Einhver verður að elska þann, sem engan í heimi kærleik fann Þinn vilji sé vor, ó Guð. Einhver verður á ævibraut öðrum að líkna I neyð og þraut. Einhver verður að verja rétt hins veika’ og smáa í hverri stétt Þinn vilji sé vor, ó Guð. Drottinn, þú vakir um dimma nótt Drottinn, þú gefur veikum þrótt. Drottinn, þín hjálp er hjá oss næst i heimi er ríkir neyðin stærst, erum vér hjá þér, vor Guð. FRÍ í VINNUNNI - FRÍ í SKÓLANUM - FRÍ í ELDHÚSINU é * í Öðinsváar Þóslcohatqino Skírdaý, Imgardaý og amum ípáskim Vlö bjóöum upp á glrnllcgar kræslngar viö allra hæfi og á viöráöanlegu veröi. Sérstakir réttir fyrir börnin. Og salatbarinn er auövitaö opinn. Kokkarnir eru í hátíðaskapi. BRAUÐBÆR /ÓÐINSVÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.