Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 36
36 B MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 4. APRlL 1985 A DROTIINSWCI UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Það boðaði mér mikinn páskafögnuð Spjallað við Helgu Magnúsdóttur kennara um upprisutrú í daglegu lífi Mig langaði að eiga páskaviðtalið við einhvern, sem vildi tala um upprisutrúna í hversdeginum. Svo að hún Jónína, sem ég hitti um daginn, fengi að vita hvernig hún ætti að nýta trúna sína við dagleg störf og hann Sigurgeir fengi líka eitthvert svar. Hann segist hafa sungið í kirkjukór í mörg ár en geti samt aldrei eignazt sannfæringu um trúna, sem hann er alltaf að syngja um. Eg pantaði viðtal við hana Helgu Magnúsdóttur, sem einu sinni kenndi í ísaksskóla og seinna í Æfingaskóla kennaraháskólans. Sumir þekkja hana úr Vindáshlíð eða þá úr Valsskálanum, eins og ég sjálf, frá því að KFUK hafði þar gagnmerkar sumarbúðir fyrir langa löngu áður en Vindáshlíð var byggð. Á leiðinni til Helgu er ég að hugsa um spurningar þeirra Jónínu og Sigurgeirs og umræð- ur okkar svo margra um sinnu- leysið og starfsgleðina í kirkj- unni, um mótlætið og vakning- una og ég legg þetta fyrir Helgu þegar ég er setzt hjá henni inni í stofu. Ég á ekki til bölsýni um kirkj- una, segir Helga. En i rauninni finnst mér það svo undarlegt hvað það er margt fólk, sem læt- ur sig trúna engu skipta. Hvers vegna heldurðu að fóik sé sinnulaust? Fyrir mér er þetta ekki sér- lega flókið. Mér finnst einfald- lega að það sé svo margskonar áróður rekinn fyrir alls konar ismum og að alltaf sé einhver áróður i þjóðfélaginu gegn krist- indómnum. Mér fannst alltaf gaman að kenna kristinfræði í skólanum og börnin tóku henni vel og vildu læra hana. Samt er eins og mörg þeirra hafni seinna því, sem þau lærðu. Kannski þetta sé eitthvað svipað því þeg- ar börn, sem koma af heimilum, þar sem enginn reykir, fara samt aö reykja á unglingsárunum, þótt þau hafi líka fengið marg- víslega fræðslu um það hvað reykingar eru hættulegar. Ég held að umhverfið hafi meiri áhrif á börnin núna af þvi að þau fá ekki jafn sterkt heimilisupp- eldi og við fengum. Og umhverf- ið afkristnar margt ungt fólk, sem sjálft var kristinni trú já- kvætt fram eftir aldri. En upp úr þessum jarðvegi vex samt fólk, sem tekur ákveðna og sterka af- stöðu með kristinni trú og boðar hana bæði hér heima og kristni- boðsakrinum. Kannski varð þetta neikvæða umhverfi til að hvetja þau til að taka fasta og ákveðna afstöðu. Þú talar um fasta og ákveðna afstöðu. Mér finnst fólk tala svo mikið um einhverja óákveðna af- stöðu til trúarinnar. Hver er þessi afstaða, sem þú talar um? Það er trúin á upprisuna. Það er að taka afstöðu með þeirri trú. Ég held að þessi óákveðna afstaða, sem þú ert að tala um, sé flótti frá því að taka ábyrgð á trú sinni. Það er sami flóttinn frá ábyrgð og kemur fram á svo miklu fleiri sviðum í þjóðfélag- inu. Við erum að tala um þessa ákveðnu afstöðu, sem er köliuð afturhvarf, að hverfa aftur til Guðs, sem við höfum snúið frá. Viltu segja nánar hvað þetta af- turhvarf er. Ef við höldum okkur við trúar- kenninguna er það augljóst. Guð sendi okkur Jesúm Krist á jólun- um en vill gefa okkur hann alla ævina. Ég var að rifja upp með sjálfri mér sálminn „Hin feg- ursta rósin er fundin“, sem við syngjum á jólunum. Svo var ég líka að lesa sálminn „Nú hljómi lofsöngslag frá lífsins hörpu í dag, því rósin lífsins rauða er risin upp af dauða." Þetta er páskaboðskapurinn, framhald af boðskap jólanna. Og rósin er fundin. Við megum treysta því. Trúin er bara gjöf. Guð gefur okkur trúna. Það er svo gott að láta þessa trú umvefja okkur. Við vorum einu sinni að syngja úr Messías eftir Hándel í Fíl- harmóníukórnum hjá Róbert Abraham og Kristinn Hallsson söng aríuna „Ég segi yður leynd- ardóm, vér munum allir um- breytast vegna upprisunnar". Hanna Bjarnadóttir söng líka einsöng, aríuna: „Ég veit að lausnari minn lifir, og hann mun síðastur ganga fram á foldu." Mér fannst þessi boðskapur um- vefja mig og bera mig uppi þegar hann var fluttur af þessu fólki, Helga Magnúsdóttir kennari sem ég þekkti og okkur öllum í kórnum. Segðu okkur hvers vegna það er svo gott að láta upprisutrúna um- vefja sig. Trúin gefur okkur mikinn innri frið og ró. Það er svo nauð- synlegt fyrir spennt fólk nútim- ans. Verður dagurinn ekki ónýt- ur ef við tökum okkur ekki tíma til að eiga andaktsstundir, til að lesa úr Biblíunni í ró og næði einhverja stund? Það er einmitt á þeim stundum, sem við eign- umst innri ró. Þú situr hérna inni í stofunni þinni og lest Orðið og finnur frið í hjarta þér. Svo ferðu út í umferð- ina og í skólann, þar sem margt hlýtur að drífa á daginn. Áttu þá róna ennþá? Ég reyni að varðveita hana. Áður en ég fer af stað í umferð- ina fer ég með vers úti í bílnum mínum eftir Hallgrím Péturs- son: Ég byrja reisu mín, Jesú, í nafni þín. Höndin þín helg mig leiði frá hættu allri greiði Þessi friður er þá alvörufriður en ekki það að þú segir sjálfri þér að nú sé allt í himnalagi og ekkert að óttast? Ég held að ég hafi aldrei hugs- að út í það fyrr en núna. Mér hefur aldrei dottið í hug að þessi friður væri ekki raunverulegur friður. Við þurfum að ihuga trú okkar til að varðveita þennan frið. Ég hika nú samt við að nota orðið íhugun af því að það gæti valdið misskilningi. Það er notað um svo margt, sem ég á ekki við. Og ég fer að hlýða Helgu ofurlítið yfir lífshlaup hennar. Ég veit að faðir hennar var prestur vestur i Ólafsvík og þar ólst hún upp, kom þaðan i kenn- araskólann og hóf kennslu við ísaksskóla. Hún segist hafa kennt þar i skólanum sem æf- ingakennari meðan kennara- nemar sóttu æfingakennsluna þangað en svo í Æfingaskóla kennaraháskólans. Hún var skólastjóri i ísaksskóla eftir lát ísaks Jónssonar en vildi svo heldur hverfa aftur að kennsl- unni og vera með börnunum. Ég er búin að vera kennari i 40 ár, segir Helga. Ég held að hæfi- leikarnir, sem í mér bjuggu, hafi verið á músiksviðinu og ég hefði orðið söngkennari ef það hefði tiðkazt þá. Ég var aldrei i vafa, kennari vildi ég vera. En hvernig stóð á því að þú gekkst í KFUK? Ég bjó í Hafnarfirði, hjá ólafi Þ. Kristjánssyni, þegar ég var í Flensborg og vinnukonan þar bauð mér með sér á fund þangað. Síðan hef ég verið í því félagi. Og þú varst með í starfínu í Vindáshlíð frá byrjun? Já, skálinn þar var byggður 1949 en 2 sumur vorum við þar áður. En sumarstarfið er eldra. Ég gæti talað alla vikuna ef ég færi að segja meira frá starfinu í Vindáshlíð. Það var mikil lífs- fylling að vera með í þvi starfi. Ég ætti kannski frekar að biðja þig að rifja upp eina páskaminn- ingu í lokin úr því að við höfum ekki alla vikuna til að tala saman. Það hefur verið mér óendan- lega mikils virði að fara i páska- messurnar kl. 8 á páskamorgn- um. Þegar ég var barn fór ég í kirkju kl. 8 á páskamorgun og pabbi söng hátíðasöngva séra Bjarna Þorsteinssonar. Seinna fór ég i Dómkirkjuna eða aðrar kirkjur. Ég man sérstaklega eft- ir einum páskamorgni þegar sunginn var Páskadagsmorgunn, eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson. Það boðaði mér mikinn páska- fögnuð. Ég hugsa til Jónínu og Sigur- geirs og okkar ailra hinna þegar ég sezt undir stýrið í bilnum mínum. Megum við öll eiga mik- inn páskafögnuð. Jesús er upp- risinn Eldsnemma á páskamorgun komu konurnar út að gröfínni. Konurnar, sem höfðu fylgt Jesú í Galfleu, konurnar, sem höfðu ekki fíúið þegar hann var hand- tekinn, konurnar, sem höfðu staðió undir krossinum þegar áann dó. Nú, svo snemma á láskamorgninum voru þær Homnar út að gröfinni í kær- leika sínutn og trúfesti. Gröfin var tóm. Jesús var farinn. Hann var upprisinn. Það var ekkert vafamál. Og eftir fyrstu undrun- ina eignuðust konurnar fögnuð, sem þær böfðu ekki þekkt fyrr. Síðan hefur upprisusöngurinn hljómað frá öld til aldar, frá kynslóð til kynslóðar, um úthaf- ið og örævir., í fjörunni og ölium uppsveitum. Jesús er upprisinn. Ég söng þetta með sjálfri mér þegar ég gekk niður Bankastræt- ið. En þegar ég var komin niður á Lækjartorg fór ég samt enn einu sinni að hugsa um það hvers vegna sigursöngur pásk- anna hljómi ekki hátt og fallega um allar þessar götur og torg á hverjum einasta degi, i umræðu og kærleika og bjartsýni okkar allra, sem göngum hér um. Ég er orðin svo leið á lognmollunni í umræðu okkar um trúmál, öllu masinu um að það sé betra að reyna að vera góður en trúaður, jafn gagnlegt að trúa á hvað sem er af góðu og uppbyggilegu eins og að trúa á upprisinn Frelsar- ann. Samt held ég að fleiri og fleiri, sem ganga þessar götu og búa og vinna í þessum húsum, leiti eftir trúnni á Jesúm og finni hana. Ég held að það sé vakning í kirkjunni og margir njóti þar nýs fagnaðar. Og þótt ekkert okkar kærði sig um þenn- an fögnuð myndi sigursöngu. páskanna samt hljóma. Bara einhvers staðar annars staðar. Því sigursöngurinn mun hljóma frá eilífð til eilífðar. Hugleiðum það. Gleðilega páska, kæru les- endur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.