Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 28
28 B MÖRGUNBLjAPIB, PIMWTWDAGOTt/4.1 APHÍL 1885 Ingrid prinsessa er fædd í Stokkhólmi og missti Margréti móóur sína 10 ára gömul. Gustaf Adolf fadir hennar var krónprins Svíþjóóar. Hér er prinsessan í leikhlutverki ævintýraprinsessu, sem fert var upp f höllinni f Stokkhólmi. MeA 84 fallbyssuskotum var Ingrid fagnað þegar hún steig á land í Danmörku fyrir 50 árum við hlið krónprinsins og ók gegn um borgina við mikil fagnaðarleti. INGRID DROTTNING 75 ÁRA Varó síöasta krónprínsessa íslands fyrír 50 árum Síðasta krónprinsessa ís- lands, Ingrið ekkju- drottning í Danmörku, varð 75 ára gömul sl. fimmtudag, fædd í Sví- þjóð 28. mars 1910. Og það eru fleiri merkisdagar í lífi hennar sem Danir minnast á þessu vori. 24. maí er gullbrúðkaupsdagur- inn hennar, og 50 ár síðan hún gekk að eiga Friðrik 9. þá krón- prins Danmerkur. Jafnframt heldur hún, og Danir með henni, upp á það að 50 ár eru síðan hún varð danskur ríkisborgari. Á ár- inu 1935 var tilkynnt trúlofun Ingriðar Sviaprinsessu, dóttur Gustavs Adolfs og Margaretar, og Friðriks krónprins Danmerk- ur og Islands, sonar Kristjáns Danakonungs og Alexandríu drottningar. Um leið varð Ingrid krónprinsessa íslands til 1944, er lýðveldi var stofnað á íslandi og konungssambandi slitið við Danmörku. Þegar hún kom fyrst til tslands sem ung krónprins- essa með manni sínum og ferð- aðist m.a. ríðandi norðan úr landi, vann hún sýnilega hug ís- lendinga, svo sem sjá má af blöð- um frá þeim tíma. Síðar komu þau hjónin hingað nokkrum sinnum, m.a. 1938 og 1956, eftir að hún var orðin drottning í Danmörku. Og síðast kom hún sem ekkjudrottning til íslands 1982 og ferðaðist þá m.a. austur um land með forseta íslands. Frést hefur að Danir muni á ýmsan hátt minnast á þessu vori hálfrar aldar þáttöku Ingriðar i lífi þeirra sem krónprinsessa, drottning og ekkjudrottning. í tilefni af 75 ára afmælinu birt- ust víða í blöðum greinar og myndir af þessari vinsælu konu. Ingríd drottning á 75 ár að baki og vinseldir hennar í Danmörku hafa síst minnkað. Hún hefur verið elskuð þar og virt í hálfa öld. Og eru hér nokkrar myndir frá ýmsum tímum í æfiskeiði þess- arar síðustu krónprinsessu á ís- landi. Elsta dóttirin Margrét ekur barnavagninum með móðvr Sbini. Dönum þótti sem Ijósgeisli á myrkum tímum þegar krónprinsessa þeirra feddi 16. aprfl 1940 sitt fyrsta barn, Margréti núverandi drottningu Dana. Það var fáum dögum eftir hernám Þjóðverja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.