Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 4, APRÍL 1985 B 41 Afmæliskveðja: Anna Þorsteinsdóttir, Heydölum í Breiödal Sjötug er nú á annan páskadag Anna Þorsteinsdóttir, prestsfrú í Heydölum í Breiðdal. Hún er fædd þann 8. aprí 1915 á Óseyri við Stöðvarfjörð. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Guttormsdóttir frá Stöð í Stöðv- arfirði, dóttir Guttorms Vigfús- sonar, prests þar, og síðari konu hans, Þórhildar Sigurðardóttur og Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann, útvegsbóndi og oddviti, sonur Þorsteins Þorsteinssonar og Val- gerðar Sigurðardóttur í Slindur- holti á Mýrum í Austur-Skafta- fellssýslu. Þau hjónin á Óseyri áttu sjö börn. Systkini Ónnu eru: Skúli, fæddur 1906, dáinn 1973. Hann var um árabil skólastjori á Bski- firði og síðar námsstjóri Austur- lands. Eftirlifandi kona hans er Anna Sigurðardóttir, forstöðu- maður Kvennasögusafns íslands. Pálína, fædd 1908, húsmóðir á Akranesi, gift Guðmundi Björns- syni, fyrrverandi kennara. Frið- geir, fæddur 1910, fyrrverandi bankaútibússtjóri á Stöðvarfirði. Kona hans, Elsa Sveinsdóttir, er nú látin. Halldór, fæddur 1912, dá- inn 1983. Hann var vélvirki á Akranesi um árabil og síðar versl- unarmaður í Reykjavík. Eftirlif- andi kona hans er Rut Guðmunds- dóttir. Björn, fæddur 1916, dáinn 1939. Pétur, fæddur 1921, sýslu- maður Dalasýslu. Kona hans er Björg Ríkarðsdóttir. Að lokinni hefðbundinni barna- fræðslu þeirra tíma, sem hún fékk meðal annars hjá afa sínum, hin- um kunna latínuklerki, séra Gutt- ormi Vigfússyni í Stöð, fór Anna í húsmæðraskólann á Hallormsstað og stundaði þar nám á árunum 1932—1934 hjá hinni kunnu merk- iskonu Sigrúnu Blöndal, sem var forstöðukona skólans á þessum ár- um. Þar með var formlegri skóla- göngu hennar lokið. En síðar á æf- inni sótti hún ýmis námskeið í tungumálum o.fl., einkum dönsku, og má geta þess, að sumurin 1976 og 1977 sótti hún dönskunámskeið í Danmörku. Kennaraferil sinn hóf Anna við húsmæðraskólann á Hallormsstað sem vefnaðarkennari vorið 1933 og kenndi síðan vefnað þar veturinn 1934—35, og veturinn 1935—35 var hún umferðarkennari í þessari grein hjá Sambandi austfirskra kvenna. Haustið 1939 hóf hún feril sinn sem barnakennari með þvi að taka börn í einkatíma heima á Óseyri veturinn 1939—40. Veturinn 1940—41 var hún sið- an kennari í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð. Hér var um far- kennslu að ræða og mun þeim nú óðum fara fækkandi, sem gegnt hafa slíku starfi. Ekki er að efa, að þessi vetur hefur verið önnu mik- ill reynslutími, sem komið hefur henni að góðum notum i siðara kennslustarfi. Veturinn 1946—47 var hún kennari i Auðkúluskólahverfi i Vestur-ísafjarðarsýslu, en maður hennar var þá sóknarprestur á hinu forna frægðarsetri Hrafns- eyri við Arnarfjörð. Veturinn 1947—48 var hún sið- an kennari í Breiðdal, þar sem maður hennar var þá orðinn prestur. Veturinn 1964—65 tók Anna að sér skólastjórn í Stöðvarfirði, og hófst þá samfelldur þrettán ára kennaraferill, en árin 1965—1977 kenndi hún i Breiðdal, að undan- teknum vetrinum 1967—1968, en þá kenndi hún við Oddeyrarskóla á Akureyri. I allt hefur þvi kenn- araferill Önnu náð yfir tvo ára- tugi. En Anna hefur sinnt fleiru en kennslustörfum um dagana. Veturinn 1943—44 var hún for- stöðukona mötuneytis stúdenta i Reykjavík, og hefur henni þá kom- ið að haldi sú menntun, sem hún hlaut i matreiðslu á húsmæðra- skólanum á Hallormsstað, en Anna býr til mjög góðan mat, og hefur undirritaður oft sannreynt það. Anna hefur nú í nær fjóra ára- tugi verið prestsfrú í sveit, þ.e.a.s. á Hrafnseyri i Arnarfirði og í Heydölum í Breiðdal, með þeim skyldum og kvöðum sem þvi fylgja. Anna hefur sinnt félagsmálum töluvert og skal hér minnst á hið helsta í þeim efnum: Hún var í hreppsnefnd Breið- dalshrepps 1958—62, í stjórn Austfirðingafélagsins í Reykjavík 1944—45, varaformaður slysa- varnardeildarinnar Einingar i Breiðdal 1951—54 og formaður deildarinnar 1954—62, i stjórn Skógræktarfélags Breiðdæla 1951—61. Hún var hvatamaður að stofnun kvenfélagsins Hlífar í Breiðdal og fyrsti formaður þess 1%1—64. Ritari í stjórn Sam- bands austfirskra kvenna var hún í þrettán ár, 1966—79. 1 stjórn Náttúruverndarsamtaka Austur- lands var hún 1978—80. í sóknar- nefnd í Breiðdal var hún í sam- fleytt þrettán ár, 1964—77, og safnaðarfulltrúi hefur hún verið frá 1970. í jafnréttisnefnd í Breiðdal hefur hún verið frá 1978. í skólanefnd var hún 1974—78. í barnaverndarnefnd var hún um árabil og prófdómari í Breiðdals- skólahverfi einnig um árabil. Hér hefur verið talið upp hið helsta af störfum önnu um dag- ana og má sjá, að hún hefur víða komið við og áhugamálin hafa verið fjölbreytt. Árið 1944 giftist hún séra Kristni Hóseassyni, sem verið hef- ur sóknarprestur í Breiðdal í næstum fjóra áratugi og gegndi áður Hrafnseyrarprestakalli 1946—1947. Hann hefur verið prófastur í Austfjarðaprófasts- dæmi síðan 1982. Þau hjón eiga tvö kjörbörn, Hallbjörn, fæddan 1953, og Guð- ríði, fædda 1955. Halíbjörn er vélfræði- og tæknimenntaður maður, en Guðríður er stúdent og flugfreyja. Áður er á að það minnst, að Anna stundaði vefnaðarkennslu um skeið, en hún er einnig vel að sér i mörgum öðrum greinum kvenlegra hannyrða svo sem prestskonu ber. Á síðari árum hef- ur hún einnig lagt stund á bók- band og sótt námskeið í því. Hefur hún nú bundið inn margar bækur í góðu bókasafni þeirra hjóna og er handbragðið gott svo sem vænta má. En að sjálfsögðu bindur Anna ekki eingöngu inn bækur, hún les þær einnig. Áhugamá) hennar eru einkum sögulegur og þjóðlegur fróðleikur ýmiskonar. Hún er vel að sér í íslendingasögum og ætt- fróð, og mér er kunnugt um, að hún hefur lesið alla veraldarsögu Grimbergs spjaldanna á milli. Þess var áður getið, að Anna hefur starfað að náttúruvernd- armálum. Rót þess áhuga má sjálfsagt meðal annars rekja til þess, að prestssetrinu í Heydölum fylgir æðarvarp og eyjanytjar í eyjum fyrir mynni Breiðdalsvikur. Anna hefur ávallt haft mikla ánægju af því að fara í eyjarnar og nytja þær. Ekki hvað síst hefur hún haft gaman af sjóferðum þeim er þessu fylgja, og ekki sett fyrir sig það volk, er eyjaferðum og næturgistingu þar fylgir. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka Önnu fyrir frábæra gestrisni og margar ánægjustund- ir, sem ég hef notið á heimili þeirra hjóna, en þar hef ég oft dvalist langdvölum. Fyrr á árum tefldi ég þá stundum við Önnu, og varð mér þá ljóst, að hún kunni meira en mannganginn. Sé miðað við þann litla tíma, sem Anna hef- ur varið í þessa grein, verður hún að teljast mjög góð í henni. Mér er í minni, þegar einvígi Fischers og Spasskys stóð yfir á sínum tíma, að við eyddum heilli nótt í að at- huga ýmsa möguleika í 15. skák- inni, og kom þá fram mikil hug- kvæmni hjá Önnu við þessar at- huganir. Eg óska Önnu og fjölskyldu hennar til hamingju á þessu af- mæli og henni gæfu og gengis á ókomnum árum. Þorsteinn Skúlason. ★ Anna tekur á móti gestum á heimili sínu í Heydölum á afmæl- isdaginn kl. 15. » paö ku verza fallegt: í Kína..« TVÆR STÓRKOSTLEGAR KÍNAFERÐIR í BOÐI í sumar og haust efnir Kínversk-íslenska menningarfélagið og Ferðaskrifstofa stúdenta til tveggja ævintýraheimsókna til Kína, landsins sem hýsir nálega fjórðung jarðarbúa og geymir mörg merkustu mannvirki sögunnar. 19 dagar í júlí: PEKING - SHANGHAI Fjölbreytt ferð um Norðaustur-Kína. Ferðatilhögun: Flogið til Peking þar sem gist er í þrjár nætur, en síðan er verið eina nótt í hafnarborginni Tianjin. Þá er haldið til Shenyang þar sem dvalið er í tvo daga. Þar er m.a. að finna aðra stærstu keisarahöllina í Kína. Síðan er gist eina nótt í Anshan áður en haldið er til hafnarborgarinnar Dalian (Port Arthur), en hún er einn eftirsóttasti sumarleyfisstaðurinn í Kína. Eftir þrjá daga þar, í góðu yfirlæti, er stigið um þorð í skemmtiferðaskiþ sem siglir suður með ströndinni til Shang- hai. Þar er stoppað í tvær nætur og dagarnir notaðir til að kynnast þessari fjölskrúðugu verslunar- og iðnaðarmiðstöð, sem er ein af fjölmennustu borgum veraldar. Þá er flogið til Peking og haldið heim á leið eftir eina nótt þar. Fararstjóri í þessari ferð verður Ragnar Baldursson, en hann bjó fjögur ár í Kína. 19 dagar í október. FRÁ PEKING TIL TÍBET Fyrsta ferð íslendinga til Tíbet! TÍBET, fjallalandið mikla, „þak heimsins“, hefur lengi verið nær lokað land. í október gefst 12 íslendingum færi á, í fyrsta sinn, að heimsækja þetta einstaka landsvæði, sem m.a. geymir hæsta fjall veraldar, MT. EVEREST, upptök helstu stórfljóta Asíu, ævaforna og heillandi menningu og óteljandi leyndarmál. Feröatilhögun: Flogið verður til Peking, þar sem dvalið verður í þrjár nætur. hrikalegt fjalllendið, um kvikfjárræktar- og akuryrkjulönd, til Þaðan er flogið til hinnar fornu höfuðborgar Xian þar sem Xigaze, næststærstu borgar landsins. Á þrettánda degi stoppað er i tvo daga. Á sjötta degi er flogið til Chengdu, verður haldið til baka frá Lhasa til Peking, þar sem dvalið höfuðborgar Sichuan-fylkis og dvalið þar í tvær nætur. Á verður tvær síðustu nætur þessarar ævintýralegu og ein- áttunda degi er flogið vestur til Lhasa, höfuðborgar Tíbets, stæðu ferðar. sem er ( 3600 m hæð yfir sjávarmáli. Þaðan er ekið um , .. ... . ... ... . 1 1 Innifalið i verði beggja ferða verður: - Allar flugferöir, lestarferöir og stglingar. - Hótelgisting í tveggja manna herbergjum meö baði. - Fullt faeði, kínverskt eða vestrænt, eftir óskum hverju sinni. - Allarskoðunarferðir, skemmtiferðir, leiksýningar, fjölleikasýningar og heimsóknir á sótn. - Kínversk leiðsögn og túlkur. /W - Islenskur leiðsögumaður. s \ wmiims >, -í - FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hringbraut. sími 16850 Kínaferðir eru ævintýraleg reynsla! Hringið. skrifið eða lítið við og leitið frekari upplýsinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.