Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 Ski doo vann aksturseiginleikakeppnina Mantan er ólfk hefðbundnum sleðum FJÓRIR KRAFT- MESTU SLEÐARNIR Vélsleðaíþróttin á vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Aukinn frítími kallar á að fólk finni sér áhugamál, sem það getur sinnt sér til uppbyggingar og ánægju. ís- land er um margt kjörið til að stundaðar séu vélsleðafþróttir í byggð sem í óbyggð. Þegar fyrstu snjókornin falla fá margir vél- sleðamenn fiðring í hægri þumalfingurinn. Vélsleðaíþróttin á vaxandi vin- sældum að fagna hér á landi. Aukinn frítími kallar á að fólk finni sér áhugmál, sem það get- ur sinnt sér til uppbyggingar og ánægju. ísland er um margt kjörið til að stunda véisleða- íþróttir. Lítið er um tré á fjöll- um eða villt dýr, sem gætu styggst af sleðaumferð. Vélsleð- um er eigi að síður fundið margt til foráttu. Hér eru á ferð hættu- leg tæki. Hægt er að ferðast langan veg á örskömmum tíma þannig að ef eitthvað bilar þá geta menn þurft að ganga í erf- iðri færð í margar klukkustund- ir. Veðrátta er slík hér á landi að skjótt skipast veður í lofti. Út- búnaður hefur um margt batnað á undanförnum árum, og um leið hefur það færst í vöxt að menn fara margir saman í sleðaferðir inn í óbyggðir. Betri og kraftmeiri sleðar Það er eins með snjósleða og aðra hluti, að viss þróun á sér stað. Reynt er að smíða kraft- meiri, betri og öruggari tæki. Fyrir nokkrum árum þegar sleð- ar urðu almenningseign voru fjöldamargir framleiðendur, sem fóru út í að framleiða vél- sleða, en nú eru aðeins fimm að- alframleiðendur eftir. Á hverju ári upp úr miðjum febrúar held- ur tímaritið Snow goer keppni þar sem öllum framleiðendum er boðið að senda sína bestu eða hraðskreiðustu sleða, sem vænt- anlegir eru á markaðinn með haustinu. í keppninni reynir á hversu snöggir sleðarnir eru að ná ákveðnum hraða þ.e.a.s. spyrnukeppni, og fer hún fram á svipaðan hátt og kvartmílu- keppni. Aksturseiginleikar skipta og miklu máli. Þá er brautin höfð mun erfiðari þann- ig að í ljós komi sem flestir þættir varðandi akstur sleðanna við ólíkar aðstæður. Polaris Indi 600 kraftmestur Þeir fjórir sleðar, sem tóku þátt í keppninni árið 1984 eru allir amerískir. Yamaha verk- smiðjurnar í Japan sendu ekki sleða að þessu sinni, ekki er vit- að hvers vegna. Keppnissleðarn- ir voru Polaris Indi 600, Ski-doo Formula plus silver bullet frá Bombarder verksmiðjunum í Kanada, Artic cat verksmiðjurn- ar í Bandaríkjunum sendu El El Tigre er léttur og lipur sleði Þverekuróar mynd af Ski doo silfurkúlunni Tigre, sem er nú aftur kominn á markaðinn eftir tveggja til þriggja ára hlé og að lokum Manta, sem er ólíkur hefðbundn- um sleðum í því að ökumaðurinn situr inni í sleðanum frekar en á honum. Þessi sleði er með tveim- ur sjálfstæðum beltum. Ski-doo silfurkúlan alhliöa bestur í hraðakstri sigraði Polaris Indi 600, eins og hann hefur oft gert áður. I þessum sleða er stærsta vél, sem um getur í verksmiðjuframleiddum sleða þ.e. 3. cyl. 597 cc. með 3 míkuni 38 mm. blöndungum. Ski-doo silfurkúlan var mjög nálægt honum. Sá sleði vann aksturs- eiginleikakeppnina þ.e. hann náði betri tíma á erfiðari braut- inni, sem lögð var beygjum og hindrunum. í þriðja sæti var E1 Tigre og Mantan hafnaði í fjórða sæti. Við skulum nú víkja nánar að hverjum sleða fyrir sig. Ski-doo silfurkúlan er með nýtískulegu og háþróuðu fjöðrunarkerfi að framan og aftan eins og sést á þverskurðarmynd. Polaris Indi 600 er eins og áður sagði kraft- mesti sleðinn (hér er ekki átt við sérsmíðaða sleða, sem einungis eru notaðir fyrir kappakstur). Þessi sleði er 3 cyl. en hinir sleð- arnir eru aðeins með 2 cyl. Hann nær yfir 160 km/klst. E1 Tigre, sem var í þriðja sæti hefur notið mikilla vinsælda hér á landi fyrir það hversu léttir þeir eru og liprir í akstri. Mantan er með vél úr E1 Tigre, en þó nokkuð þyngri og hefur þá sérstöðu, að ökumaðurinn situr inni í sleðan- um með öryggisbelti, og er með fótbensíngjöf, fótbremsur og nokkurs konar stýrishjól eins og gerist á bíl. Vélin er staðsett fyrir aftan ökumanninn. Sleðinn er með veltigrind, sem ljós er fest í þannig að hér er tæki sem líkist helst fljúgandi furðuhlut eða kappakstursbíl. Tvö belti gera sleðann óvenjulega stöðug- an, og líkast því sem verið sé að aka bíl. Mantan þolir því að teknar séu beygjur á mun meiri ferð en aðrir sleðar. í aksturs- eiginleikum kom Mantan næst Ski-doo silfurkúlunni. Vitað er að aðeins einn sleði af þessari gerð er til á landinu. (Heimildarrit: Snow Goer 1. 1984.) Umsjón: Bessí Jóhannsdóttir Polaris Indy 600 sigraöi í hraö- aksturskeppninni ’ða Myncibönd Árni Þórarinsson Að fá’ða í fyrsta sinn — svo virðist sem þetta sé það við- fangsefni sem mest brennur á vestrænni kvikmyndagerð nú á dögum. Þung er ábyrgð þeirra mynda sem riðu á vaðið — American Graffiti og allra hinna. Undanfarin tíu ár og þó fyrst og síðast síðastliðin tvö- þrjú hefur ekki verið þverfótað fyrir þessum unglingamynd- um, einkum amerískum en líka evrópskum, þar sem segir frá þrautseigum tilraunum skóla- æsku við að losa sig við mey- og sveindóm sinn. Hráefnið er nánast alltaf það sama: Prakk- araskapur í skólastofunni, vandræði með foreldra á heim- ilum, töffarastælár á trylli- tækjum, sviptingar á íþrótta- vellinum, njósnað um hitt kyn- ið í sturtu á eftir leikfimi, göm- ul eða ný dægurlög á hljóðrás- inni og svo umfram allt strák- ar verða skotnir í stelpum og stelpur verða skotnar í strák- um og eftir mistök og misgengi gera þau það sem allir hafa beðið eftir — hitt. Milljón svona myndir streyma á markaðinn ár hvert og flestar lenda upp á tjöldum bíóanna hér, ekki síst Bíóhall- arinnar í Breiðholti enda höfða þær sjálfsagt til hinna ungu íbúa þess borgarhluta. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að vera eiginlega alltaf eins; formúlan byggir jafnan á sömu skömmtum af húmor, rómant- ík, eldhúsdrama og örlítilli spennu. Ein af þessum mynd- um, sem enn hefur ekki komið í bíóin hér en fæst á myndbandi, heitir Losin’It (1982), þ.e. „Að missa’ða" og í þessu tilfelli er „ða“ sveindómur þriggja stráka í gaggó. Þeir eru leiknir af þremur helstu unglinga- stjörnum Ameríku um þessar mundir, Tom Cruise (All the Right Moves), Jackie Earle Hailey (The Bad News Bears o.fl.) og John Stockwell (Christine). Myndin gerist á sjöunda áratugnum, eins og svo margar fleiri, og hefst á þessum texta: „Fyrir löngu, löngu síðan í gagnfræðaskóla ekki svo ýkja langt í burtu.. og svo er þarna víst húmorísk skírskotun til geimævintýr- isins Stjörnustríð. En þre- menningarnir eru ekki á leið- inni út í geiminn. Þeir ætla hins vegar í geimið. Þeir halda yfir landamærin til gleðiborg- arinnar Tijuana í Mexíkó þar sem þeir ætla að missa’ða. Á leiðinni bætast við tveir far- þegar, litli bróðir eins þre- menninganna, sem reyndar reynist stærri en þeir allir þeg- ar á þarf að halda, og ung kona að strjúka frá eiginmanni sín- um. Við fylgjumst síðan með ævintýrum þessara ferðalanga einn sólarhring í glaumnum og gleðinni fyrir sunnan, og fer margt öðruvísi en ætlað er. Það eru nokkrir nettir hlutir í handriti B.W.L. Norton, sem m.a. gerði American Graffiti II með Onnu Björns og fleiri góð- um, og leikstjórinn Curtis Hanson, sem t.d. skrifaði handritið að þeim ágæta þrill- er the Silent Partner, höndlar leikara og umhverfi með þokkalegum sans. En Losin’ It er hreinræktuð formúlumynd, stundum stirð og hæg, og gæti þess vegna heitið Porky’s XII. Þeir áhorfendahópar eru til sem finnst ekkert skemmti- legra en einmitt Porky’s XII og þeim mun ekki leiðast að horfa á Losin’ It. Stjörnugjöf: Losin’ It
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.