Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 B 55 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS n/f ujvunkK-utrj'ii If Meira sýnt af skíða- göngu K«ri Vclvakandi. Við erum hérna nokkrir ungir skíðamenn sem óskum eftir því að íþróttafréttamenn geri skíða- gönguíþróttinni betri skil í sjón- varpi. Þeir hafa t.d. ekki látið sjá sig á mótum í vetur þar sem skíðaganga hefur farið fram. Okkur langar að segja frá því að þegar boðgangan á landsmótinu á Akureyri '84 fór fram, sátu þessir háu herrar (íþróttafréttamenn sjónvarps) í matsal skíðaskálans í Hlíðarfjalli. Þó var þeim boðið far með snjó- troðara alla leið upp í braut! Við getum fullyrt að þetta var sú mest spennandi boðganga sem gengin hefur verið á landsmótum mörg undanfarin ár. 1984 fór einn- ig fram unglingamót íslands á skíðum og ekki birtist ein einasta mynd í sjónvarpi. Svona má lengi telja, en látum þetta duga. Að lokum mælumst við til að íþróttafréttamenn sjónvarps komi til Siglufjarðar um páskana, þar sem íslandsmótið fer fram og taki myndir og skrifi um mótið. Þeir ættu líka að mynda unglinga- landsmótið og Andrésar-leikana. Við viljum svo þakka birtinguna um leið og við þökkum Morgun- blaðsmönnum fyrir hvað þeir hafa verið duglegir að birta úrslit yfir skíðamót í vetur. Virðingarfyllst, nokkrir ungir skíðamenn. Seðlabankinn skemmir útsýnið Lesandi kom að máli við Velvak- anda og hafði orð á því að bygg- ingarframkvæmdir Seðlabankans við Arnarhól skemmdu mjög út- sýni af Arnarhól út yfir Sundin. Sérstaklega ætti þetta við um óásjálega hliðarbyggingu út frá aðalbyggingu Seðlabankans. Þessi mynd sem er tekin frá Hverfis- götu sýnir að útsýnið yfir Arnar- hól og Sundin frá Hverfisgötu er mun takmarkaðra en áður var. sínum kröftum og fjármunum í áfengi og láta fjölskyldur sínar Hða fyrir. Flokkurinn, sem var stofnaður af hugsjónamönnum fyrir bættu mannlífi, fylkingar 8eni komu úr röðum reglu- og bindindisfólks, flokkur sem sér fkkert í dag annað en baða þjóð- ina upp úr bjór og brennivíni. Flokkur, sem er ekkert að súta það þótt fagurt mannlíf fari í vaskinn. Plokkur, sem blæs upp og spring- ur áhugamálalaus nema hann komist þar að sem feitt er að flá. Það má um hann segja eins og Jóhann Sigurjónsson kemst að orði: Reikult er rótlaust þangið. Og hugsjónasnauðir standa þeir óerstrípaðir á völlum misheppn- aðrar göngu. Og nú er komið svo fyrir æðstu stjórn landsins að hún mænir á tekjuauka af bjórdrykkju í viðbót v>ð annað áfengi. Lætur reikna út ^ve þambið er mikið og þannig skal bæta fjárlagagötin hjá ríkis- sjóði sem eru æði mörg og virðast eins og holurnar í götunum okkar hér í Hólminum; að þegar búið er að fylla upp I eina þá er önnur komin. Sem sagt: Á breyskleika fólksins skal bjarga fjárhag lands- ins og svo læt ég aðra um að dæma hversu karlmannlegt það er. Gn bjórinn í landið er kjörorðið þótt bölið sé boðið velkomið um leið. Á rykugum forsendum er farið um hugi landsmanna. Já, ekki eru þeir skærir menningarvitarnir á Al- þingi í dag. Algáð æska er ekki i þeirra dæmi og því er ár æskunn- ar raunverulega ekki tekið alvar- lega. En bíðum og sjáum hvað set- ur. Svo sem menn sá uppskera þeir og uppskeran kemur af allri sán- ingu. Þeir báðu líka á dögum Krists um Barrabas lausan. Hver varð svo árangurinn? Og ennþá er beðið um slikt og jafnvel bætt við eins og fyrr: Komi það yfir börn vor og niðja. Hvað gerir það til? Heilbrigðir menn spyrja. Við höf- um haft sorglega reynslu undan- farið af öllum þessum vímuefnum. Við heyrum engan mæla bjórlík- inu bót, heldur þvert á móti. Þegar við á öðrum sviðum höfum orðið fyrir skemmdum jafnvel í fæðu- tegundum, höldum við ekki áfram að skemma heldur hendum skemmdunum burt og fjarlægjum það sem veldur jafnvel sjúkdóm- um. Hví ekki að fara þannig að með vimugjafana? Fjarlægja spillinguna, hjálpast að við að auka betra mannlíf. Hjálpa hinum góðu öflum í að auka gott mann- líf? Væri nú ekki sæmra hinum 60 vökumönnum að taka sig til og reita arfann og illgresið úr mann- lífsakrinum og byrja á vimuefnun- um. Þá hverfur svo margur sorinn úr landi voru. Áfengt öl eykur böl. Hættið að hleypa fleiri vímugjöf- um inn og fjarlægið þá sem mestu böli valda. Væri það ekki mann- legra? „Þá munu bætast harmasár þess horfna. Hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna." Stykkishólmi, 14. mars 1985. Arni Helgason. BLÓM HANDA ÖLLUM - ALLTAF Óskum öllum landsmönnum gleðilegra páska Ungplöntumarkaöur 4 tegundir bergflétta Croton Burkni Dvergpálmi Chamadorea Bleikur pardus Áralíla Castor Venushár kr. 99 kr. 140 kr. 240 kr. 140 kr. 60 kr. 140 kr. 140 Ný sending af pottaplöntum Blómaskreytingar á hátíöarboröiö. Skreytingar við öll tækifæri. OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 2200 LANGHOLTSVEGI 89 - SÍMI 34111 i MITSUBISHI COLT LANCER GALANT TREDIA SPACE WAGON PAJERO L-200 L-300 Þeir bestu frá Japan 50 ára reynsla í bílainnfíutningi og þjónustu [hIhekla Laugavegi 170-172 Sír HF Sími 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.