Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 30
, MffiGUNBHDIÐ, FI^TUDAGUR 4. AfBÍU985 f aa. » DÖNSK GRAFÍK Myndlist Bragi Ásgeirsson Almenn þekking okkar íslend- inga á danskri listgrafík og þróun hennar á öldinni er næsta lítil eins og þekking okkar á myndlist bræðraþjóðanna yfirleitt. Hingað rekast á stundum nor- rænar sýningar og þá einkum hin síðari ár með tilkomu Norræna hússins. En það skal segja hverja sögu eins og hún er, og hér hafa áhugi og aðsókn ekki verið sem skyldi — jafnvel ekki þótt um úr- valssýningar hafi verið að ræða, sem þættu fágæti í heimalöndun- um. Þetta gefur augaleið, að mynd- listarvettvangur okkar er ennþá nokkuð frumstæður og við höfum ekki fylgt þeirri þróun, er orðið hefur á meginlandinu og víða um heim sívaxandi áhuga almennings á myndlist. Hér eru biðraðir fyrir utan sýn- ingarsali í sambandi við hina stærri listviðburði með öllu óþekktar, þótt Kjarval hafi notið nokkurra slíkra, er best lét. Nú er orðið algengara, og má það sæta furðu, að daglegir gestir á merka myndlistarviðburði geta farið niður í lægstu tölur, jafnvel einn, og er þá fulllangt gengið um áhugaleysið. Þessar hugleiðingar sækja á, vegna þess að nú gistir kjallara- sali Norræna hússins sýning á danskri listgrafík síðustu ára, sem mjög vel er staðið að. Fylgir m.a. vegleg sýningarskrá á dönsku, enda var sýningin upprunalega sett upp í listbyggingu Árósa á haustmánuðum sl. ár. Héðan fer svo sýningin til Galleri F 15 í Moss og þaðan að öllum líkindum til Sviþjóðar. Á sýningunni eru verk eftir 50 listamenn, en félag danskra graf- íklistamanna telur 250, svo að hér hafa margir orðið að sitja heima. Fljótt á litið er sýningin er skoðuð, finnst manni sem ein- skorða hefði mátt sýnendurna við 25, því að hér eru of fá verk eftir of marga og vill það gefa tak- markaða hugmynd um list þeirra. Sá, er hér ritar, þekkir vel inn á danska grafík og þróun hennar frá upphafi. Bæði við skoðun ótal sýn- inga, og svo var hann einn vetur nemandi við hin ágæta grafíska skóla við Listháskólann í Kaup- mannahöfn. Flestir þeir, sem eiga verk á sýningunni, hafa og einmitt gengið í þennan skóla. Heiðurs- gestur sýningarinnar er hinn frá- bæri, nýlátni málari og grafíker, Soren Hjorth Nielsen (1901—1984), er lengi var prófessor við Lista- háskólann og margar íslenzkar listspírur sóttu til. Minnist ég þess nú, að við unnum hlið við hlið á grafíska skólanum veturinn 1955—56 og urðum ágætir kunn- ingjar. Var það raunar löngu áður en hann varð prófessor, og hafði hann vinnuaðstöðu þarna í skólan- um svo sem aðrir meðlimir dönsku grafíksamtakanna. Slík samvinnuform hefðum við ísleningar einmitt átt að taka upp, því að það skilaði af sér bestu grafíklistamönnum Danmörkur. Sýningin í Norrnæa húsinu tel- ur 221 verk, en að sjálfsögðu mörg lítil, svo að ekki er um ofhlæði að ræða, enda hefur henni verið vel fyrir komið. En þó er hún ósam- stæð, vegna þess hve margir eiga fá verk. Reynt hefur verið að sýna hve mikil breidd er í listagreininni í Danmörku og hefur það tekist all- vel hvað tækniatriðin snertir. Hins vegar sakna ég margra ágætra listamanna, sem ég hef fylgst með hin síðari ár, og svo þykir mér val á verkum margra þátttakendanna einungis dauft endurskin af raunverulegri getu þeirra. En auðvitað er hér um persónulegt mat að ræða. Þá er eðli íslenzks myndlistar- vettvangs ennþá þannig, að ég hefði álitið vænlegra að senda einnig hingað vandað úrval af danskri grafík frá upphafi og þróun hennar jafnframt hinni al- mennu sýningu. Hér kemur til, að ég hef drjúgan metnað fyrir hönd danskrar grafík-listar og hef notið mikillar ánægju við skoðun fjölda sýninga á listgreininni í Kaup- mannahöfn. En víst er, að hinn almenni skoðandi listsýninga hér í borg á nokkurt erindi á þessa sýn- ingu, því að innan um eru ágæt verk, þótt mörg séu í daufara lagi fyrir okkur hér uppi við Dumbs- haf. Ég nefni hér engin nöfn, skír- skota einungis til heildaráhrifa af sýningunni, en vil þó staðfesta, að á sýningunni eiga margir fremstu grafíklistamenn Danmerkur verk. Þá er verði verka yfirleitt mjög stillt í hóf, enda upplög eðlilega í flestum tilvikum stærri en á sögu- eyjunni. Það er því tækifæri fyrir þá, sem áhuga hafa á þessari listgrein, að eignast ágæt verk eft- ir nafntogaða danska listamenn. Svo ber að þakka framtakið og hvetja sem flesta að leggja leið sína í Norræna húsið, sem býr yfir óvenjlega sterkum sjónrænum lífsmögnum þessa dagana. jti iIHsk At- jB L j* «■-- , w jjaftfl. /M 1» )»; PELLE NIELSEN: Fá „Lethe" 1984, æting SÖREN HJÖRTH NIELSEN: Ræðumaðurinn 1972, þurrnál. VEGNA. . MDQLLARSOLU A TÆKJUM á síðasta ári, höfum við náð sérstök- um vildarkjörum á 2000 tækjum. Lækkunin nemur mörg hundruð krónum á hvert tæki. Ekki missir sá er fyrstur fær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.