Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 íslensk stúlka og þýskur maður í ítölsku sólarlagi - þýsk-íslensk samvinna um kvikmynd þýska kvikmyndagerðarmannsins Lutz Konermann, sem tekin verður á Islandi í aprfl og Italíu í sumar „SOS“ er vinnuheiti á ævintýri sem hefst undir Jökli og endar á Sikiley í þýsk-íslenskri samvinnu. Sem sé nokkuö alþjóölegt, enda er um aö ræöa kvikmynd sem leikin verður á fjórum tungumálum, undir leik- stjórn þýska kvikmyndagerðar- mannsins Lutz Konermann. Hann mun hefja kvikmyndatökur á Snæ- fellsnesi þann 18. apríl, en leikararn- ir eru úr hópi sem hingað til hefur staöið aö margvíslegum leiksýning- um og bætir nú kvikmyndagerðinni viö, leikhópnum Svörtu og sykur- lausu. Þar aö auki starfa tveir aörir íslendingar viö gerö myndarinnar, þeir Þorgeir Gunnarsson, aöstoöar- leikstjóri, og Hilmar Oddsson, að- stoöarhljóömaður, en aðstandendur myndarinnar eru alls 17 manns, þar af 9 íslendingar. En hvaðan spratt hugmyndin að þessarri samvinnu? Þessa spurningu lögöum við fyrir þau Kolbrúnu Halldórsdóttur, leik- konu og Þorgeir Gunnarsson. „Konermann var hér í heimsókn sl. sumar og slóst þá í för meö Svörtu og sykurlausu til ísafjarð- ar,“ segir Þorgeir, en hann og Hilmar Oddsson, sem báðir eru við nám í kvikmyndagerð í Þýska- landi, kynntust Konermann þar og unnu að gerð kvikmyndar sem hann var kvikmyndatökumaður við. „Konermann hafði lengi verið með hugmynd um að gera svokall- aða “Road-movie“ á Italíu (kvik mynd sem gerist á leið frá einum stað til annars, oft tekin í sömu atburðaröð og söguþráðurinn). Eftir að hann hafði fylgst með leikhópnum má segja að hug- myndin hafi virkilega farið að mótast." —Er myndin þá skrifuð um Svart og Sykurlaust? „Að vissu marki,“ segir Kol- brún. „Söguþráðurinn er í stuttu máli tvær sögur sem fléttast sam- an þegar fram í sækir. f upphafi er fylgst með leikhópnum á leik- ferð um ísland þegar hann er staddur á Snæfellsnesi. Þar kemur upp hugmyndin um að fara i leik- ferð til Ítalíu, enda erfitt að fóta sig á klakanum og lagt er upp i ferðina með Sikiley sem áfanga- stað. Að öðru leyti er um að ræða ungan þjóðverja, áhugaljósmynd- ara, á ferðalagi. Hann fléttast inn í þetta allt með kynnum sínum af einni stelpunni úr hópnum. í stuttu máli sagt, tvær sögur sem skarast með íslenskri stelpu og Þaö veröur víöa komið við á ferö kvikmyndahópsins um Ítalíu. Línan hægra megin sýnii ferö leikhópsins og vinstra megin má sjá hvar Þjóöverjinn fer, og reyndar íslenska stúlkan hans sums staöar líka. Lutz Konermann, leikstjóri. Starfsmenn hans í sumar veröa á svipuðu aldursskeiði, allt ungt fólk, þýskt og íslenskt. þýskum manni í itölsku sólarlagi." Unga þýska manninn kemur Konermann sjálfur til með að leika, en leikararnir úr Svörtu og sykurlausu eru þau Edda Heiðrún Backman, Kolbrún Halldórsdóttir, Guðjón Pedersen, Hanna María Karlsdóttir og Þröstur Guð- bjartsson. Þar að auki eru í hópn- um þeir Guðjón Ketilsson, leik- myndateiknari, og Matthías Jó- hannsson, matreiðslumaður. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar nemur um 6 milljón- um ísl. kr. og er Svart og sykur- laust eignaraðili að henni. Fram- lag þeirra er vinna á undirbún- ingstima, sem staðið hefur frá því í ágústmánuði 1984, kostnaður við tökur á íslandi og íslenskt leikrit sem þau sýna hluta úr í myndinni. Kváðust þau Kolbrún og Þorgeir vilja þakka þeim fjölmörgu aðil- um, einstaklingum og fyrirtækj- um sem stutt hefðuSvart og syk- urlaust við þetta verkefni sem ým- is önnur. Reyndar er hugmyndin Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir og Svavar Stefánsson í verslun sinni. Stráið — ný blóma- og gjafavöruverslun NÝLEGA opnuðu hjónin Krist- björg Sigurbjörnsdóttir og Svavar Stefánsson blóma- og gjafavöru- verslunina Stráið á Laugavegi 62. Þau hjónin ráku áður búð með sama nafni á Egilsstöðum í tólf ár. Kristbjörg stundaði nám við American Floral Art School í Chicago, en hún lauk þaðan prófi á síðastliðnu ári. Krist- björg hefur einnig tekið þátt í fjölda blómaskreytinganám- skeiða. Sérstök áhersla verður lögð á blómaskreytingar við öll tæki- færi ásamt krossa-, kransa- og kistuskreytingum. Búðin er opin alla virka daga frá 9—19, en um helgar frá 10—16. Um páskana verður búðin opin á skírdag og 2. í páskum frá kl. 10—13 báða dagana. Afmælisfundur AA-samtakanna í Háskólabíói annað kvöld AFMÆLISFUNDUR AA-samUk- anna veröur haldinn föstudaginn langa, 5. apríl, í Háskólabíói klukk- an 21.00. Á fundinum koma fram ýmsir AA-félagar og einnig gestir frá Al-Anon og Al-Ateen samtökunum, sem eru samtök aðsUndenda alkóhólisU. íslensku AA-samtökin eru nú 31 árs og eru nú starfandi 156 deildir á íslandi og átta „íslensku-mæl- andi“ erlendis, sem hver um sig heldur að minnsta kosti einn fund í viku. Fundina sækja allt frá 5 til 150 manns. í Reykjavík eru marg- HIÐ árlega skírdagskaffi Kvenna- deildar Baröstrendingafélagsins veröur í dag í Domus Medica við Egilsgötu. Fjörutíu ár eru liðin síðan kon- ur í félaginu gerðu það að árlegum lið í félagsstarfinu að bjóða eldri Barðstrendingum í kaffi á skír- dag. Alla tíð hafa þessar samkom- ir fundir á dag og byrja þeir fyrstu klukkan 7.30 á morgnanna og þeir síðustu um miðnætti. Upplýsingar um fundi og fundarstaði er hægt að fá á skrifstofu AA-samtakanna í Reykjavík að Tjarnargötu 5. AA-samtökin eru félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlega vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu. Afmælisfundurinn er öllum op- inn og verða kaffiveitingar eftir fundinn. ur notið mikilla vinsælda og verið vel sóttar af eldra fólki úr Barða- strandarsýslu. Samkoman f dag hefst klukkan 14.00 og er vonast til að sem flestir eldri Barðstrendingar fjölmenni og þiggi veitingar þær er upp á verður boðið. Akureyri: Ragnar Lár sýn- ir í Loni Akureyri, 2. april. RAGNAR Lár efnir til mynd- verkasýningar í Lóni við Hrísalund hér á Akureyri dag- ana 7. og 8. apríl, páskadag og annan í páskum. Sýningin stendur aðeins þessa tvo daga og verður opin kl. 14—22 báða dagana. Ragnar sýnir þar 40 myndverk, olíumálverk, Gou- ache-málverk, tússmyndir og eina Relief-mynd. GBerg Myndin er frá kaffisamsæti Baröstrendinga á skírdag áriö 1982. Boðið upp á kaffi fyrir eldri Barðstrendinga í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.