Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRlL 1985 B 25 Orgelsmíðafyrírtæki Klais hefur sett upp og smíðad mörg stór orgel og vinnur Ld. nú að smíði 88 radda orgels í Ástralíu. Hér er 42 radda orgel í Oberhausen. Klais-orgelverksmiðjan í Bonn var stofnuð árið 1882. Jóhannes Klais var upphafsmaður hennar og nú h’efur sonarsonur hans tekið við rekstrinum, Hans Gerd Klais. Strax á fyrstu árunum smíðaði hann orgel sem sett voru upp í Lúxemborg, Sviss og á Ítalíu og árið 1914 voru kringum 100 manns í vinnu hjá fyrirtækinu. í dag eru þeir kringum 50 og Klais-orgel er nú að finna í flestum heimsálfum. Orgelsmiðirnir læra orgelsmíðina á verk- stæðum meistaranna og svo gerði Hans Gerd Klais einn- ig. Einnig stundaði hann nám í hagfræði og eðlisfræði með sérstöku tilliti til hljómburðar og fór á námsárum margar ferðir ti að rannsaka gömul og nútíma orgel víða í Suður-Evrópu. gjöra stjórn á því. Geta má þess að á fundinum sagði hann það margoft að auðveldara væri að vekja athygli á vandamálunum en leysa þau, en hér yrðu að koma til margs konar tæknimenn og sér- fræðingar á hinum ýmsu sviðum. Staðsetning En hvað með staðsetninguna? Hvar er best að hafa hljóðfærið og hvað þarf að hafa i huga við þessa erfiðu ákvörðun? „Við þurfum fyrst og fremst að hafa í huga hljómdreifinguna um húsið og hvað best kemur að not- um í guðsþjónustunni, nýtingu hljóðfærisins. Ég nefni þrjá möguleika: Aftast, þ.e. í turninum, til hliðar og þriðji möguleikinn er kórinn. Ég útiloka eiginlega strax sið- asta möguleikann, kórinn. Annars værum við komnir með innrétt- ingu i konserthúsi, allt er miðað við að áheyrendur þiggi hlutina úr sömu átt og þeir fá ekki þessa til- finningu að þeir séu þátttakendur í samspili hinna andstæðu póla ef orgelið væri aftast og „léki hlut- verk“ sitt á móti prestinum. Mér hefur skilist að mest hafi verið fjallað um staðsetninguna í turn- inum til þessa og tel ég það að ýmsu leyti óhentugt. Þá er hætt við að orgelið verði um of innilok- að, hljómur þess nái ekki út í kirkjuna og séu byggðar sérstakar svalir fyrir það rýrnar mjög hin innri ásýnd kirkjunnar, þegar menn ganga inn i hana. En kannski er einhver lausn samt möguleg hér og þá væri nauðsyn- legt að fá minna kórorgel til að . nota við venjulegar athafnir. Staðsetning stórs orgels í hlið- arskipi er mjög spennandi lausn. Kostir hennar eru nálægð við söfnuðinn, áheyrendur fá tónlist- ina framan að sér eða frá hlið, en ekki aftan frá, þeir sjá hljóðfærið og lengstu fjarlægðir styttast, þ.e. hljómdreifingin gæti orðið jafnari og hljómur skýrari. Sextíu radda hljóðfæri hér skilar betri árangri en 80 radda orgel inni I turninum. Glugginn á vesturhliðinni, sem snýr út að Skólavörðustígnum, verður þá ekki lokaður. Rýmið uppi á turnsvölunum lokast ekki og gæti t.d. nýst fyrir lúðraþeyt- ara og áheyrendur á stórhátíðum." Klais lagði þó áherslu á að hann myndi sjálfur ekki vilja segja af eða á um staðinn fyrir orgelið fyrr en hann sæi kirkjuskipið án allra vinnupalla þó svo að á þessu stigi sýndist sér orgel i hliðarskipi vera freistandi kostur. Starfíö og áhugamálið Að síðustu var farið nokkuð út í aðra sálma og Hans Gerd Klais var spurður hvort hann hafi alltaf næg verkefni fyrir verkstæði sitt: „Fram til þessa hef ég haft næg verkefni og við höfum smíðað orgel í flestum heimsálfum. Ég hef þó ekki verið talinn sá ódýr- asti i heimi, enda vil ég taka mér góðan tima og vanda verk mitt vel. Það fer mikill timi i allan undir- búning, það er nauðsynlegt að sjá fyrir alla hluti, allar aðstæður og við sjáum um allt verkið, teikn- ingu og hönnun, útlit, smiðina alla og alla tæknivinnu og þess vegna þarf að taka góðan tima til þess- ara hluta. Énda eru aðstæður mínar þann- ig að heimilið er í verksmiðjunni og ef konunni finnst ég eitthvað seinn í matinn þá færir hún mér hanri á skrifstofuna. Þetta er starf mitt og áhugamál i senn og þar fyrir utan hef ég áhuga á að Ijósmynda orgel og leika á flautu.“ -jt i ÁSKQLABÍÓ SÍM/22140 3OSKARSVERDLAUN Vígvellir (The Killing Fields) Sýnd í Háskólabíói 8 ÓSKARS VERDLAUN Mynd þessi verður sýnd í Háskólabíói í júní nk. Fyigist með sjónvarps- þættinum um óskarsverðlaunaafhendinguna nk. laugardagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.