Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 40
40 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1986 Sjötugur í gær: Páll V. Daníelsson fv. framkvæmdastjóri Páll V. Daníelsson fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði varð sjötugur í gær. Hann er fæddur á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu og voru foreldrar hans hjónin Daníel Teits- son og Vilborg Árnadóttir, sem enn lifir níræð að aldri. Páll lauk stú- dentsprófi frá Menntaskóla Reykjavíkur og síðan embættis- prófi I viðskiptafræði frá Háskóla lslands. Að námi loknu starfaði Páll fyrst við hagdeild Framkvæmdabanka Islands en hóf stðan störf hjá Pósti og síma, þar sem hann var forstjóri hagdeildar og síðan framkvæmda- stjóri fjármáladeildar. Kunnastur er Páll þó af störfum sínum að bæj- armálum i Hafnarfirði, þar sem hann hefur um áratugaskeið verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Páll V. Daníelsson fluttist til Hafnarfjarðar skömmu fyrir stríð. Hann var þá kominn með heimili og fjölskyldu og jafnframt við nám. Á sama tíma varð hann einn af frumkvöðlum að stofnun Skipa- smiðastöðvarinnar Drafnar og síð- ar Byggingarfélagsins Þórs og fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, en þeim starfa gegndi hann árin 1943—48. Skipasmíðastöðin hefur frá stofnun verið í hópi stærri og umsvifameiri atvinnu- fyrirtækja í Hafnarfirði og Páll jafnan haft náin afskipti af störf- um þess og er þar nú stjórnarfor- maður. Árið 1949 réðst Páll V. Daníels- son sem framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði og varð jafnframt ritstjóri blaðsins Hamars. Þessum störfum gegndi hann síðan fram til ársins 1956. Þessi ár voru tími mikilla stjórn- málaátaka í bæjarmálum Hafnar- fjarðar. Páll var þá, sem jafnan endranær, hinn sívinnandi og þrautseigi baráttumaður og átti sinn stóra þátt í þeim góðu sigrum, sem Sjálfstæðisflokkurinn vann í Hafnarfirði á þessum árum. Sem ritstjóri var hann beinskeittur penni, en hafði jafnframt glöggt auga fyrir því, sem var að gerast í bæjarlífinu. Er blaðið Hamar frá ritstjórnarárum Páls um margt hin ágætasta samtímaheimild um Hafnarfjörð. Páll V. Daníelsson sat í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar 1958—66 og var þá einnig í bæjarráði. Hann hefur síðan verið varabæjarfulltrúi og sem slíkur jafnan tekið virkan þátt í störfum bæjarstjórnar. Á þessum árum hefur Páll setið í ýmsum nefndum á vegum bæjar- stjórnar, þar af lengst í fræðslu- ráði, þar sem hann hefur verið formaður frá því 1978. Hann var formaður útgáfustjórnar Sögu Hafnarfjarðar, sem út kom í þrem- ur bindum á síðustu tveim árum. Er það mikið og vandað verk, skráð af Ásgeiri Guðmundssyni, sagn- fræðingi, en útgefið af bókaút- gáfunni Skuggsjá. Innti Páll af hendi mikið starf við útgáfuna, enda gjörkunnugur ýmsum þeim málefnum, sem þar er um fjallað. Auk þátttöku sinnar í bæjar- málum hefur Páll verið virkur í margvíslegri félagsstarfsemi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur kosið hann til margvíslegra trúnaðar- starfa, sem of langt mál yrði hér upp að telja. Þá hefur Páll alla tíð verið einlægur bindindismaður og lagt þeim málum sitt lið. Hann hef- ur átt sæti í Áfengisvarnaráði um árabil og verið formaður Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu frá 1968. Páll V. Danielsson er hugsjóna- maður. Hann er stöðugt að velta fyrir sér úrlausnarefnum lands og þjóðar og sér þar oft aðra fleti og möguleika en aðrir eygja. Hug- leiknust hafa honum verið sjálf- stæðisstefnan og bindindismálin, enda hvort tveggja samofið í hans huga. Fyrir framgangi þessara hugsjóna sinna hefur Páll barist ótrauður og af mikilli þrautseigju, enda fáir menn þrautseigari en hann. Um slíkan liðsmann hefur líka munað í gegnum árin. Um leið og ég óska vini mínum Páli og hans ágætu konu, Guðrúnu Jónsdóttur, og fjölskyldu þeirra, innilega til hamingju með daginn, vil ég nota tækifærið og þakka Páli fyrir áralangt samstarf og sam- vinnu, sem ég vona að megi sem lengst vara. Árni Grétar Finnsson Það er satt að segja með nokkr- um ólíkindum að Páll V. Daníels- son skuli hafa orðið sjötugur í gær. Ég man fyrst eftir honum fyrir hartnær þrjátíu árum. Það var á þjóðmálafundum þar sem Páll vakti athygli fyrir rökfestu og málafylgju. Það duldist engum að þar fór maður sem var þéttur á velli og þéttur í lund. í dag finnst mér hann vart árinu eldri, því samur er áhuginn og eldmóðurinn þegar talið berst að þeim efnum sem Páli eru hugleikin. Hann er hugsjónamaður í þess orðs bestu merkingu, brennandi í andanum í baráttunni fyrir því sem hann tel- ur satt og rétt. Ódeigur hefur hann allt frá æskuárunum barist fyrir bindindisstefnunni og þeirri sannfæring að sjálfstæði einstakl- ingsins og frelsi sé grundvöllur gróandi þjóðlífs á þessu landi. Eflaust hefur það verið áhugi Páls á þjóðmálum sem olli því að hann settist í viðskiptadeild Há- skólans allnokkru eftir stúd- entsprófið. Þangað kom hann að mörgu leyti betur búinn en margir aðrir, því þá þegar hafði hann afl- að sér reynslu í atvinnulífinu í heimabæ sínum, Hafnarfirði. Þar varð hann einnig einn helsti for- ystumaður sjálfstæðismanna, sem hann er raunar enn þann dag í dag. Á þessum árum gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði og var ritstjóri blaðs hans, Hamars, um árabil. Áð loknu viðskipta- fræðinámi starfaði Páll við hag- deild Framkvæmdabanka íslands allt til áramótanna 1960—1961. Þá tók hann við nýju starfi, gerðist forstjóri hagdeildar Pósts og sfma hér í Reykjavík. í hlut Páls féll að móta stefnuna á þessum nýja vettvangi, þar sem hann var fyrsti maðurinn sem þessu starfi gegndi. Þar koma honum að góðu haldi þekking hans á rekstri fyrirtækja, glöggskyggni og greinargóð um- bótasýn. Því starfi gegndi Páll þar til hann varð framkvæmdastjóri fjármáladeildar Pósts og síma 1977. Áf því starfi hefur hann lát- ið fyrir nokkru. Langur yrði sá listi, ef hér ætti að telja upp öll þau trúnaðarstörf, sem á Pál hafa hlaðist um ævina. Veit ég lika að svo hógværum manni væri það lítið þakkarefni. En á Pál er ekki hægt að minnast án þess að hugurinn hvarfli til starfa hans um margra áratugi að framfaramálum í Firðinum. í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var hann fyrst kjörinn 1958 þar sem hann sat óslitið til 1966 og var jafnframt bæjarráðsmaður. Síðan hefur hann verið varabæjarfull- trúi. í fræðsluráð var hann fyrst kjörinn 1954 og formaður þess hefur hann verið frá 1978. Þá er Páll formaður útgáfustjórnar hins mikla ritverks, Sögu Hafnarfjarð- ar, en þegar eru komin af því út þrjú bindi. Er honum það starf sérlega hugleikið. Fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum hefur hann gegnt bæði fyrir Hafnar- fjarðarbæ og Sjálfstæðisflokkinn þar. Lengi var hann formaður fulltrúaráðs flokksins og lands- málafélagsins Fram. í skipulags- nefnd og flokksráði Sjálfstæðis- flokksins hefur hann lengi setið og unnið þar af sama dugnaði sem endranær. Annar meginþátturinn í áhuga- málum Páls er störf hans að bind- indismálum. Formaður áfengis- varnanefndar Hafnarfjarðar var hann fyrst kosinn 1955 og því starfi gegnir hann enn. Þegar Magnús heitinn Jónsson varð ráð- herra 1965, tók Páll við sæti hans í Áfengisvarnaráði og þar á hann enn sæti. Frá 1968 hefur hann einnig óslitið gegnt formennsku í Landssambandinu gegn áfengis- bölinu. Störf á þessum vettvangi eru Páli hjártfólgin og það er eng- in tilviljun að þar hefur honum verið sýndur víðfeðmur trúnaður, bæði af félögum sínum og stjórn- völdum. Hinu er ekki að leyna að stundum hefur honum þótt þar lítt miða til réttrar áttar, en aldr- ei held ég að það hafi hvarflað að honum að láta undan síga. Það væri heldur ekki í stíl við skap- lyndi hans. Fremur herðist hann við hverja raun eins og gjörla kom fram í opnu bréfi hans um ölmálið til forsætisráðherra nú á dögun- um. Að lífsskoðun er Páll einstakl- ingshyggjumaður, sem trúir því að frelsi hvers manns til að velja og hafna sé grundvöllur lífshamingj- unnar. Sem betur fer á hann ® SILFURBUÐIN t Laugávegi 55, Reykjavík Sími 11066 marga skoðanabræður í þeim efn- um á þessu landi. En íhaldsmaður er Páll ekki þótt í framgöngu sé hann gætinn og telji aldrei flas til fagnaðar. Skoðanir hans í skatta- málum og tryggingamálum, sem hann hefur nýlega tíundað fyrir mér, myndu mörgum ungum manninum þykja næsta byltingar- kenndar. Það finnst Páli hinsveg- ar ekki, því hann er einn af þeim mönnum, sem aldrei hefur látið af þeirri áráttu að vilja breyta þjóð- félaginu til hins betra, ekki með öfgum og ofstæki heldur af skyn- samlegum rökum. Slíkir menn verða aldrei of margir meðal okk- ar. Á þessum tímamótum á ég þá ósk besta Páli til handa að í þeim efnum haldi hann ótrauður upp- teknum hætti og vísi þeim sem vilja veg til nýrra átta. Guðrúnu konu Páls og börnum þeirra hjóna óska ég til hamingju með afmæl- isbarnið. Gunnar G. Schram Ekki veit ég hvað veldur, en þegar ég hugsa til vinar míns, Páls V. Daníelssonar, vilja jafnan „raulast fram í rýtmann", eins og meistari Þórbergur kallaði það, stefjabrot úr vísum Þorsteins Er- lingssonar um Bjarna frá Vogi: Jlvar sem hann til fanga fór fyrir sínum ströndum reyndist ærið óhreinn sjór öllum drengskaps fjöndum." Betri dreng, hugdjarfari og óvílsamari en Pál V. Daníelsson getur vart. — Það er mikil gæfa að eiga slíkan mann í forystu, slíkan öðling að ráðgjafa á tímum sem okkar þegar hávær og rökþrota sýndarmennskan fer hamförum og tekur á sig ýmiss konar gervi. Stundum er hún andstuttur fréttamaður, stundum kokhraust- ur lýðskrumari, stundum sjálfur Garðar Hólm, margsigldur og al- vitur. Og þá er ekki síður mikils um vert að vita af slíkum dreng þegar manni ofbýður að sjá jafn- vel sæmilegustu menn gerast fjós- karla þeirra afla sem krókinn maka á ógæfu annarra og virðast meira að segja hafa hug á að fjár- festa í óhamingju barnabarnanna með leyfum til bjórsölu. Páll V. Daníelsson er viðskipta- fræðingur að mennt og starfaði lengi hjá Pósti og síma, siðustu árin sem framkvæmdastjóri fjár- máladeildar. — En jafnframt skyldustörfum hefur hann víða komið við í félagsmálum. Hann hefur látið bæjarmál heimabyggð- ar sinnar, Hafnarfjarðar, til sín taka. Meðal annarra trúnaðar- starfa, sem hann hefur gegnt þar í bæ, er formennska í áfengisvarna- nefnd frá 1955. í Áfengisvarnaráð kom Páll fyrst sem varamaður Magnúsar heitins Jónssonar frá Mel þegar hann varð ráðherra ár- ið 1965. Síðan hefur hann setið í ráðinu að undanteknum árunum 1967—1974 en þá var hann vara- maður. Páll var kjörinn formaður Landssambandsins gegn áfengis- bölinu árið 1968 . og hefur verið einróma endurkjörinn síðan. Gott hefur verið að hlíta leiðsögn hans og forystu. Samvinnan í Afengis- varnaráði hefur og verið ánægju- leg. Eldlegur áhugi Páls á öllu því sem til heilla má verða fögru mannlífi á íslandi hefur verið okkur félögum hans og vinum ómetanlegur styrkur. Fyrir það skal þakkað hér og þess jafnframt óskað og beittur penni hans og hvöss orðræða megi enn um lang- an aldur velgja málaliðum og öðr- um taglhnýtingum vínsölulýðsins undir uggum. Páll V. Daníelsson er Húnvetn- ingur að ætt og uppruna. Um ann- an Húnvetning kvað Friðrik Han- sen: „Traustast veit ég að treysta tökum hans á rökum.” Fáa veit ég rökvísari mer.n og skýrari en Pál. Mætti skýrleiki hans og rökvísi, einurð og dreng- lund megna að feykja burt því ryki sérhagsmuna og blekkinga sem nú er leitast við að þyrla í augu fólks. — Heill og blessun fylgi honum, konu hans og öllu þeirra fólki. Olafur Haukur Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.