Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 B 21 hann væri fastr við steininn. En hon drap hann, ok var henni þat nógr kostr. Bóndi einn gestrisinn fekk eigi matarverð sakir hallæris. Hann hét á Þorlák byskup til órráða, ok litlu síðar kom hvalr á reka hans, þar er margir menn áttu í með honum. Þeir festu hvalinn, ok horfði til mikillar deilu með mönnum um skiptit. Síðan kom á hvasst veðr, at festar slitnuðu, en braut rak hvalinn til hafs, ok kom síðan þar á land, sem þessi bóndi átti einn. Fátækr bóndi hét á Þorlák byskup til matar í því hallæri. Hann fór í fjöru ok lagði niðr vað um kveldit. En um morguninn var þar við fastr hvalr jafnlangr vaðn- um. Maðr reri út ok dró mikinn fisk at borði. Vaðrinn slitnaði, en fiskrinn með önglinum renndi í haf út. Hann hét á Þorlák byskup, ok litlu síðar fann hann þenna fisk rekinn, ok þar í öngull hans ok vaðr. Ein kýr fátæks manns fell fyrir bjarg ok lamdist öll. Inn fátæki hét á Þorlák byskup, ok varð kýrin skjótt alheil. Kona varð djöfulóð. En er menn helltu smjöri því í munn henni, er Þorlákr byskup hafði vígt, varð hon þegar heil. Tré mikit fell á konu eina, svá at hon lamdist. En húsbóndi hennar hét á Þorlák byskup fyrir henni. En hon þóttist sjá hann í svefni ok vaknaði alheil. Tekinn upp heilagr dómr Þorláks byskups Þá er svá margar ok fáheyrðar jarteinir Þorláks byskups váru birtar ok upp lesnar, samþykktist þat með öllum höfðingjum lærð- um ok leikum á landinu at taka líkama hans ór jörðu. Því kallaði Páll byskup saman lærða menn ok höfðingja í Skálaholt. Var þar fyrstr Brandr byskup frá Hólum, Guðmundr prestr Arason, er síðan var byskup, Hallr ok Þorvaldr ok Magnús Gizurarsynir, Þorleifr ór Hítardal ok margir aðrir höfðingj- ar. Vatnavextir váru miklir í þann tíma um allt land, en svá vildi guð, at þat hefti einskis manns ferð til staðarins. Ok er þar váru allir saman komnir, vöktu allir um náttina guði til lofs ok inum heil- aga Þorláki. Um daginn eftir var heilagr dómr hans ór jörðu tekinn ok í kirkju borinn með ymnum ok lof- söngum ok fagrligri processione ok allri þeiri sæmd ok virðing, er í þessu landi mátti veita. Var kistan sett niðr í sönghúsi, ok sungu lærðir menn þá Te deum, en sjúkir menn krupu at kistunni, ok urðu margir menn heilir af. Vitr maðr ok ættstórr, er Þor- steinn hét, sá er lengi hafði hætt- liga steinsótt haft, varð þar al- heill, svá at steinninn flaut af honum fram, eigi minni vexti en baun, ok urðu at þeim steini síðan mörg mcrki. Uni hét maðr, er gekk við tréfót, því að fótr hans var krepptr, ok varð hann þar alheill. Mær ein kreppt frá barnæsku varð þar alheil, ok margar aðrar sóttir ok meinlæti græddi guð fyrir verðleika þessa síns ágæta vinar. Ungr sveinn, sá er lengi hafði brotfall haft, fekk þar heilsu. Síðan var kistan ok heilagr dómr Þorláks byskups borin í þann stað, er hann var lengi dýrk- aðr. Maðr einn fátækr ætlaði í Skálaholt at þessum dýrðardegi, því at hann hafði fingrna alla kreppta í lófa ok höndina mjök visnaða, en hann komst eigi ok mætti þeim, er ór Skálaholti sögðu mörg fagnaðartíðendi. En hann varð hryggr, er hann hafði eigi makligr verit þar at vera. Hét hann þá með tárum á inn helga Þorlák, ok varð hann alheill ina næstu nátt eftir. Á því sama ári, er heilagr dómr Þorláks byskups var ór jörðu tek- inn, urðu margar jarteinir, þær er ek mun inna með skömmu máli. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Hér i árum áður þegar aukapund- in heyrðu til undantekninga, þótti æskilegt að nýkvæntir menn bæru áþreifanleg merki þess, að konur þeirra kynnu sitthvað fyrir sér í mat- argerð. — Þeir þóttu braggaðri. — í dag er allt á annan veg, nú bera aukakfló vott um slæmar matarvenj- ur. Hér er þó réttur sem gerir öllum piltum gott — hvert svo sem umfang þeirra er. Lærissneiðar í appelsínusósu 6—7 lærissneiðar (lambakjöt) V\ tsk. tímian Vt tsk. oregano Vfe tsk. tarragon Vt tsk. rosemary 1 matsk. söxuð steinselja 2 appelsínur rifinn börkur af 1 appelsínu 2 matsk. matarolía salt og malaður pipar eftir smekk 25—30gr.smjör eða smjörvi. 1. Lærissteikur eru u.þ.b. 2 sneið- ar efst af læri (sirlion steik). Fjar- lægið fituklumpa sem kunna að liggja við kjötið. Sláið á steikurn- ar með flötu breiðu hnífsblaði, fletjið þær örlítið út og setjið á leirfat. 2. Blandið saman kryddinu: tími- an, oregano, tarragon, rósemary, steinselju, rifnum berki og safa úr einni appelsínu. Þessi blanda af appelsínu marinaði er sett á lær- issteikurnar og þær mareneraðar í 30 mín. 3. Matarolían er hituð á pönnu. Vökvinn er látinn renna af steik- unum og eru þær síðan steiktar við meðalhita þar til þær hafa fengið léttbrúna steikarhúð. Salti er stráð yfir kjötið og örlitlum pipar. Síðan er því sem eftir var af appelsínu-marinaðinu sett á pönn- una ásamt safa úr einni appelsínu og u.þ.b. xk bolla af vatni. 4. Kjötið er soðið á pönnu með loki á eða í potti í 30 mín. við vægan hita eða þar til kjötið er orðið meyrt. Þá er vökvinn settur á pönnu, ath. hvort bæta þarf við salti. — Suðan er látin koma upp — smjörið er sett í vökvann — á miðja pönnu og er pannan hrist. Látið vökvann mynda hringrás með smjörinu sem bráðnar og ger- ir sósuna þykkri. Þetta er sósa á franska vísu. 5. Sósunni er síðan Iiellt yfir heit- ar steikurnar. Borið á borð með núðlum (noddles) og grænmeti eins og soðnu sprotakáli (broccoli) — og gjarnan heitu brauði. Verö á hráefni 6—7 lærissneiðar kr. 270.00 2 appelsínur kr. 25.00 CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF reglulega af ölmm fjöldanum! Við hjónin þökkum innilega öllum þeim er heiðruöu okkur með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á 90 ára afmœlum okkar 30. og 31. mars sl. Guð blessi ykkur öll. Vilborg Árn&dóttir og Pétur Teitsson, Hv&mmst&nga. Afmælisþakkir Innilegar þakkir til allra þeirra sem gerðu níræðisafmælisdaginn minn þann 22.03 1985 mér ógleymanlegan með hlýhug, heillaóskum og heimsóknum. Ingibjörg Bessadóttir, Rjúpufelli 46. * Stórkostleg sýning á gallerímyndum og plakötum frábært úrval góðra fermingargjafa OPIÐ SKIRDAG KL. 13—17. LAUGARDAG KL. 10—17. 2. í PÁSKUM KL. 13—17. MYNDIN Dalshrauni 13, sími 54171. Um leið og við óskum landsmönnum gleðilegra páska minnum við á páskaliljur og blómaúrvalið hjá okkur sem aldrei hefur verið meira. OPNUNARTÍMAR UM HÁTÍÐIRNAR: Skírdagur opiö kl. 8—21 Föstudaginn langa lokað Laugardag opiö kl. 8—21 Páskadag lokað Annan í páskum opiö kl. 8—21 *BL()MlAVEmR Hafnarstræti 3. VIÐ MIKLATORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.