Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1985 GEFÐU ÞÉR TÍMA Persónuleg frásögn eiginkonu fíkniefnaneytanda Hér á landi mun nú starfandi um þrjátíu og fimm sjálfs- hjálparhópar Al-Anon. Þar er farið með öll mál sem trúnaðarmál og nafnleynd ríkir. Hór á eftir fer lýsing á fjölskyldusjúkdómnum svokallaða eins og hann birtist í persónulegri frásögn eiginkonu vímugjafaneitanda. Frásögnin er skráö í fullu samráöi við þann sem söguna segir, en viöeigandi þótti að gæta nafnleyndar sam- kvæmt AI-Anon-hefðinni. Það persónulegasta er oft svo almennt svo þú skalt ekki, lesandi góöur, láta þér bregöa þótt þú finnir eitthvaö af sjálfum þér í frásögn- inni þótt viö aörar aðstæður búir. Venjuleg fjölskylda Ég held að við höfum í rauninni verið ósköp dæmigerð ung hjón á áttunda áratugnum. Þegar börnin komu inn í spilið, bæði hjá okkur og kunningjahópnum, tók skemmtanalífið á sig ákveðna mynd og minna varð um að við flæktumst milli skemmtistaða um helgar, frekar setið heima og kíkt í glas. Mín eigin drykkja var fyrst og fremst félagsdrykkja og ég leiddi aldrei hugann að því að ver- ið væri að nota vín tii að slaka á. Þetta var eitthvað sem tilheyrði því að skemmta sér í félagsskap annarra. Enda fann maður fljótt að það þótti fúit ef maður var ekki tilbúinn til að vera með og leyfa sér að sitja að sumbli. Auðvitað hefur skemmtanaiíf, með tilheyr- andi vökum og víndrykkju, í för með sér vissa röskun á heimilislíf- inu. Maðurinn minn var í iöngu og ströngu námi og það sem ég gerði var þá að reyna að hlífa honum, gefa honum frið fyrir börnunum og sjálfri mér, tók þau gjarna með til vinkonu minnar og hafði ofan af fyrir þeim þannig að hann hefði næði. Ég var fljót til að taka sök- ina á mig þegar fór að bera á þunglyndi og geðsveiflum og þá gerði ég allt sem ég gat til að létta honum lífið, að ég hélt. Ég sveifl- aðist með, — fannst eðlilegt að í lífinu skiptust á skin og skúrir. Ég setti geðsveiflurnar aldrei í sam- band við alkóhólisma, en ég kenndi sjálfri mér um ástandið eins og það var í fjölskyldunni. Maður dettur fljótt inní það að finna skýringar á öllum sköpuðum hiutum og það var mjög sterk til- hneiging til þess hjá mér. Ég var alltaf að segja við sjálfa mig: Þetta er svona af því að ... Og til þess að geta haldið svona útskýringum áfram, þá leiðist maður ósjálfrátt út í að dæma. Tortryggni Maður dæmir sjálfan sig og aðra og það leiðir svo til tor- tryggni því maður hugsar sem svo að ef þetta er rétt að orsökin er sú sem ég ímynda mér, þá hefðu þeir sem þekktu og umgengust alkóhól- istann átt að geta afstýrt ákveðn- um atvikum. Þá er ég farin að dæma aðra fyrir ákveðna hluti og tortryggnin vaknar gagnvart þeim sem ég dæmi, tortryggi orð þessa fólks og samskipti við það verða óeðlileg. Ég dæmdi og jafnvel tortryggði sjálfa mig, fór að líta á sjálfa mig og börnin sem bagga á herðum eiginmannsins. Leit alls ekki á mig sem þá manneskju sem sóst hafði verið eftir. Ekki lengur. Mér fannst ég vera í gjörsamlega til- gangslausu hlutverki; gat engan veginn litið á sjálfa mig sem ein- stakling. Það er eins og maður komi sér upp hlutverki, sem breyt- ist í takt við neyslu alkóhólistans eða fíkniefnaneytandans. Maður kemur sér upp ákveðnu viðbragðs- kerfi og fari maður eftir því án þess að átta sig á tilfinningum sínum sem liggja að baki við- bragðanna, slitnar maður smátt og smátt úr sambandi við sjálfan sig. Maður notar viðbrögð til að láta þau hafa áhrif, af því þau hafa stundum haft áhrif, en hætt- ir um leið að botna í sjálfum sér. Þegar geðsveiflur færðust í auk- ana og þunglyndis- og vonleysis- timabilin urðu lengri, svartsýni og óánægja urðu stærri þáttur, datt mér enn ekki í hug að það tengdist vímugjafa eða neyslu á áfengi, né heldur þeim óreglulegu lifnaðar- háttum sem við bjuggum við. Helgardrykkjan hélt áfram og það heyrði til stórtíðinda ef gestum var boðið upp á kaffibolla í stað víns. Það var púkó að bjóða ekki vín. í rauninni tók ég heldur ekki eftir að um beina ofneyslu væri að ræða hjá maka mínum, því hann varð sjaldnast útúrdrukkinn, það var meira þetta stöðuga sull. Þótt nýtt lífsform tæki við eftir námið, við fórum bæði að vinna og reyna að eignast þak yfir höfuðið, þá breyttust ekki drykkjusiðirnir. Þegar ég rifja þetta upp þá sé ég mætavel að við unnum aldrei úr málum sem komu upp okkar á milli. Ef við settumst niður til að ræða málin, þá var aldrei tekið á þeim beint, heldur vorum við bæði í því að réttlæta, sem sagt finna skýringar, í stað þess að taka raunhæft á málunum og reyna að finna leið til að breyta þeim. Það er skrýtið hvernig maður fer að horfa og hlusta á eina manneskju í fjölskyldunni, sem í rauninni situr ein á sinni grein, syngur sinn söng á hverju sem gengur, fjarlægist meira og meira og syngur eigið lag, sem enginn getur tekið undir með, svo rétt sé. Vímugjafinn varð vinurinn Þegar hassið kom til sögunnar, varð stökkbreyting á þunglyndu manneskjunni, eins og hulu væri svift af henni. Ég brást í rauninni sjálf þannig við að ég fagnaði þessari breytingu, sem virtist jákvæð. Trúði því að þarna væri komið skaðlaust meðal við þung- lyndi og það var sannarlega léttir. Þegar þetta var, var ekkert talað um og lítið vitað um skaðsemi hassins, en aftur á móti mikið ag- iterað fyrir því sem ekki-vana- bindandi-vímugjafa, — og talið kjörið meðal við þunglyndi. í dag geri ég mér grein fyrir því að ástæðan fyrir mínum létti var sá að ég tók fullkomlega þátt í öllum geðsveiflunum, þó að ég færi ekki út í ofneyslu sjálf. Ég fann allar skapgerðarbreytingarn- ar, því ég var orðin háð því að fylgjast með hans líðan. Ég var alltaf mjög upptekin af því að fá að vita hvernig skapið væri núna, hvort hann væri I góðu skapi eða vondu, hvort hann væri í þung- lyndi eða gleðivímu. Ég þakkaði hassinu gleðina og eins virtist það rjúfa þann félags- lega einangrunarmúr, sem áður hafði gjarna myndast. Ég er sjálf mjög félagslynd og hef unun af að vera innan um fólk, en hann átti hins vegar oft erfitt með það og oft olli það mér gremju þegar hann dró sig inn í skel einangrun- arinnar. Nú varð breyting þar á og við gátum bæði notið þess að um- gangast fólk. Fyrst í stað var að- eins reykt í félagsskap annarra. í nokkurn tíma var allt eðlilegt og auðvelt, engar öfgar, nema hvað nýi vímugjafinn var dásamaður fram úr hófi. Að vísu komu upp létt þunglyndisköst annað slagið, en þá var vímugjafinn notaður til að slá á þunglyndið, alltaf meira og meira. Hann fann vellíðan þannig og þá leið mér vel. Þannig sveiflaðist ég með. Einangrun og öryggis- leysi Eftir ákveðið stig fer maður svo að átta sig á einangrun fíkniefna- neytandans, hann einangrar sig með sínum vímugjafa og allt ann- að hættir að skipta hann máli. Fjölskyldan skiptir hann ekki lengur máli. Það sem gerðist hjá mér var að ég vissi ekki lengur hvaða máli ég skipti, mínar eigin óskir og þarfir voru mér óþekktar, en fíkniefna- neytandinn skipti mig öllu máli. Allt annað var aukaatriði. Ég var móðir, en það sem gerist í þessum leik er að börnin verða, að manni finnst, hindrun, sem stendur í veg- inum fyrir því að maður geti fylgst með makanum til hlítar. Það snerist sem sagt allt um það hvað hann væri að gera, af hverju hann gerði það og hvernig 'nann gerði það og hvernig honum liði. Þannig upplifir maður áhrif vímu- gjafans óbeint og flækist í víta- hring fíkniefnaneytandans. Þegar neyslan fer að vinda upp á sig þánnig að einn vímugjafinn bætir annan upp, drukkið ofaní hassið til að verða ekki allt of hress og reykt ofan í vínið þegar það fer að draga mann niður og síðan róandi lyf ofaní allt saman, þá er hring- urinn myndaður. Afleiðingin er tilfinningaflækja á báða bóga. Ég leit oft á sjálfa mig sem örlaga- vald, án þess að geta litið á mig sem sjálfstæðan einstakling, — eða kannski einmitt þess vegna. Tilfellið er að þegar ég rifja upp þessi tímabil þá á ég miklu auð- veldara með að lýsa líðan fíkni- efnaneytandans, en minni eigin. Það segir sína sögu. Lengi hafði ég nánast eingöngu upplifað sjálfa mig sem hluta af einhverri heild, kannski bara hluta af fjölskylduheild, þannig að sjálfsmynd mín var mjög óljós. Ég einbeitti mér fyrst og fremst að því að finna hlutverk mitt gagn- vart umhverfinu en lét sjálfa mig sem einstakling, með ákveðnar óskir og þarfir, í léttu rúmi liggja. Neikvæð sjálfsmynd Smátt og smátt fór ég að leiða hugann að því að það væri ekki endilega eðlilegt og sjálfsagt að ég sætti mig við að vera einhver ógæfuvaldur í lífi annarrar mann- eskju, eða bara eitthvað í kven- mannsmynd, sem truflaði annað fólk. En þegar ég loksins reyndi að vinna mig út úr vítahringnum með þvi að skoða sjálfa mig sem ein- stakling, þá urðu niðurstöður mín- ar fremur dapurlegar. Fyrstu hugmyndirnar um sjálfa mig voru satt að segja mjög nei- kvæðar og í stað sjálfsásakana fóru ásakanirnar að beinast meira út á við. Ég fékk t.d. sterka til- finningu fyrir því að ég hefði misst dágóðan kafla úr lífi mínu, kafla, sem ég mundi vart eftir hvernig ég hafði eytt. Ég giftist ung, og nú var æskan horfin án þess að ég vissi hvernig lífi ég vildi lifa. Þá fór ég að kenna öðru um, fór að líta á maka minn sem ör- lagavald í mínu lífi. Við duttum í þá gryfju sem örugglega hendir marga, nefnilega að segja sem svo: Hefðir þú ekki verið eins og þú varst þá hefði ég ekki orðið eins og ég er. Báðir aðilar koma með ásak- anir til að reyna að finna ástæð- una fyrir líðan sinni í dag. „Það er ekkert sem ég get gert í þessu sjálf, það er allt hinum að kenna." Það er ekkert auðvelt að vinna 1 sig út úr slíku hugsanamynstri. Ég reyndi að sanna það fyrir sjálfri mér að ég væri einhvers virði sem manneskja með því að hella mér út í mikla vinnu. Tilfell- ið var að ég hafði mjög gaman af minni vinnu og lagði á mig ómælt erfiði til að styrkja þannig mitt sjálfsmat. Það er dálítið einkenni- legt hvað aðstandandi getur sýnt nánast fáránlegan kjark við að takast á við hluti, sem strangt tek- ið breyta engu sem máli skiptir; eins og við að bæta á sig mikilli vinnu og taka á sig ábyrgð sem hann er í rauninni alls ekki fær um að axla. Líka við að ráðast i breytingar í þeirri trú að heimilis- ástandið muni lagast við það, jafnvel þótt reynslan segi annað. Þá á ég við ytri breytingar eins og t.d. aðseturskipti. Ég upplifði þetta sjálf, við stóðum hvað eftir J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.