Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 39
 & 8$ Utanbæjarsveitirnar áttu litla möguleika í undankeppninni Bridgo_______________ Amór Ragnarsson í dag hefst á Hótel Loftleiðum úrslitakcppni íslandsmótsins í sveitakeppni en þar keppa 8 sveitir af Keykjavíkursvæóinu til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í hridge 1985. Undankeppnin var spiluð í fjór- um riðlura um síðustu helgi og komust tvær sveitir úr hverjum riðli í úrslitin A-riðill: A-riðillinn var spilaður á Ak- ureyri og fóru 4 sveitir að sunn- an til keppninnar. Þar voru fremstar í flokki sveit Þórarins Sigþórssonar og sveit Úrvals og tylltu þessar sérsveitir nokkuð örugglega í 2 efstu sætin. Sveit Þórarins tapaði engum leik og sveit Úrvals tapaði aðeins fyrir Þórarni. Lokastaðan: Þórarinn Sigþórsson 108 Úrval 93 Sigmundur Stefánsson 73 Ólafur Valgeirsson 69 Örn Einarsson 54 Bjarki Tryggvason 45 B-riðill: Hörkukeppni var um annað sætið í þessum riðli. Sveit Guð- brands Sigurbergssonar vann alla sína leiki en Suðurgarður hf. frá Selfossi og sveit Sigurjóns MortrunblaAiA/ Arnór Frá leik Sigurðar B. Þorsteinssonar og Erlu Sigurjónsdóttur. Öllu fleiri fylgdust með leiknum sem fram fór á borðinu fjær á myndinni en þar spiluðu saman Jón Baldursson og Stefán Pálsson. Sveit Stefáns mátti tapa þeim leik, 8—22, en spila samt í úrslitum. Leikurinn endaði 10—20. Það er alltaf líf í kringum Austfirðingana. Aðalsteinn Jónsson og Sölvi Sigurðsson spíla gegn Steinberg Ríkarðssyni og Tryggva Bjarnasyni. Vinstra megin við Aðaistein situr Hjalti Elíasson en á vinstri hönd Sölva er Hans Nielsen. Tryggvasonar börðust um annað sætið. Sveit Sigurjóns hafði bet- ur með því að halda jöfnu gegn Ólafi Tý Guðjónssyni í síðasta leiknum á meðan Suðurgarður tapaði fyrir sveit Jóns Hauks- sonar sem spilaði einnig fyrir Sunnlendinga. Lokastaðan: Guðbrandur Sigurbergsson 104 Sigurjón Tryggvason 90 Suðurgarður hf. 88 Jón Hauksson 74 Ólafur Týr Guðjónsson 56 Eggert Karlsson 20 C-riÖill: í þessum riðli sigldu núver- andi ísiandsmeistarar, sveit Jóns Hjaltasonar lygnan sjó og unnu alla sina leiki. Þá spilaði sveit Ólafs Lárussonar nokkuð sannfærandi en átti í höggi við sveit Ragnars Hermannssonar í síðustu umferðinni, en sveit Ragnars hafði komið mjög vel út úr keppninni og með því að sigra sveit Ólafs stórt hefðu þeir náð öðru sæti í riðlinum. Leikurinn var í járnum allan tímann og endaði 16—14 fyrir Ólaf. Lokastaðan: Jón Hjaltason 116 Ólafur Lárusson 93 Ragnar Hermannsson 78 Júlíus Snorrason 58 Aðalsteinn Jónsson 57 Jón H. Gíslason 44 D-riðill: Jón Baldursson og félagar voru yfirburðalið í þessum riðli og unnu alla sína leiki. Sveit Stefáns Pálssonar var með 78 stig fyrir síðustu umferðina á meðan helztu keppinautarnir um annað sætið voru með 60 stig en Stefán átti að spila við Jón Bald- ursson í síðustu umferðinni og varð Stefán að fá 8 stig til að halda öðru sæti örugglega. Pilt- arnir fengu 10 stig og þar með var úrslitasætið þeirra. Lokastaðan: Jón Baldursson 112 Stefán Pálsson 88 Sigurður B. Þorsteinsson 85 Alfreð Viktorsson 73 Erla Sigurjónsdóttir 46 Þorsteinn Sigurðsson 35 Áhorfendur hafa oft verið fleiri en á þessu móti. Keppnis- stjóri var Agnar Jörgensson. Ekki er hægt að skilja svo við undankeppnina að minnast ekki á hluti sem alltaf skjóta upp kollinum með jöfnu“ millibili. Það hefir oft viljað bregða við að ölvaðir áhorfendur hafa kom- ið að horfa á keppnina. Við þvf er kannski erfitt að sporna sér f lagi þegar viðkomandi eru skráðir i sveitir sem eru að spila en ekki er mér grunlaust um að einhverjir spilaranna hafi verið ölvaðir í þessari undankeppni og á þeim málum verður að taka strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.