Morgunblaðið - 04.04.1985, Page 39

Morgunblaðið - 04.04.1985, Page 39
 & 8$ Utanbæjarsveitirnar áttu litla möguleika í undankeppninni Bridgo_______________ Amór Ragnarsson í dag hefst á Hótel Loftleiðum úrslitakcppni íslandsmótsins í sveitakeppni en þar keppa 8 sveitir af Keykjavíkursvæóinu til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í hridge 1985. Undankeppnin var spiluð í fjór- um riðlura um síðustu helgi og komust tvær sveitir úr hverjum riðli í úrslitin A-riðill: A-riðillinn var spilaður á Ak- ureyri og fóru 4 sveitir að sunn- an til keppninnar. Þar voru fremstar í flokki sveit Þórarins Sigþórssonar og sveit Úrvals og tylltu þessar sérsveitir nokkuð örugglega í 2 efstu sætin. Sveit Þórarins tapaði engum leik og sveit Úrvals tapaði aðeins fyrir Þórarni. Lokastaðan: Þórarinn Sigþórsson 108 Úrval 93 Sigmundur Stefánsson 73 Ólafur Valgeirsson 69 Örn Einarsson 54 Bjarki Tryggvason 45 B-riðill: Hörkukeppni var um annað sætið í þessum riðli. Sveit Guð- brands Sigurbergssonar vann alla sína leiki en Suðurgarður hf. frá Selfossi og sveit Sigurjóns MortrunblaAiA/ Arnór Frá leik Sigurðar B. Þorsteinssonar og Erlu Sigurjónsdóttur. Öllu fleiri fylgdust með leiknum sem fram fór á borðinu fjær á myndinni en þar spiluðu saman Jón Baldursson og Stefán Pálsson. Sveit Stefáns mátti tapa þeim leik, 8—22, en spila samt í úrslitum. Leikurinn endaði 10—20. Það er alltaf líf í kringum Austfirðingana. Aðalsteinn Jónsson og Sölvi Sigurðsson spíla gegn Steinberg Ríkarðssyni og Tryggva Bjarnasyni. Vinstra megin við Aðaistein situr Hjalti Elíasson en á vinstri hönd Sölva er Hans Nielsen. Tryggvasonar börðust um annað sætið. Sveit Sigurjóns hafði bet- ur með því að halda jöfnu gegn Ólafi Tý Guðjónssyni í síðasta leiknum á meðan Suðurgarður tapaði fyrir sveit Jóns Hauks- sonar sem spilaði einnig fyrir Sunnlendinga. Lokastaðan: Guðbrandur Sigurbergsson 104 Sigurjón Tryggvason 90 Suðurgarður hf. 88 Jón Hauksson 74 Ólafur Týr Guðjónsson 56 Eggert Karlsson 20 C-riÖill: í þessum riðli sigldu núver- andi ísiandsmeistarar, sveit Jóns Hjaltasonar lygnan sjó og unnu alla sina leiki. Þá spilaði sveit Ólafs Lárussonar nokkuð sannfærandi en átti í höggi við sveit Ragnars Hermannssonar í síðustu umferðinni, en sveit Ragnars hafði komið mjög vel út úr keppninni og með því að sigra sveit Ólafs stórt hefðu þeir náð öðru sæti í riðlinum. Leikurinn var í járnum allan tímann og endaði 16—14 fyrir Ólaf. Lokastaðan: Jón Hjaltason 116 Ólafur Lárusson 93 Ragnar Hermannsson 78 Júlíus Snorrason 58 Aðalsteinn Jónsson 57 Jón H. Gíslason 44 D-riðill: Jón Baldursson og félagar voru yfirburðalið í þessum riðli og unnu alla sína leiki. Sveit Stefáns Pálssonar var með 78 stig fyrir síðustu umferðina á meðan helztu keppinautarnir um annað sætið voru með 60 stig en Stefán átti að spila við Jón Bald- ursson í síðustu umferðinni og varð Stefán að fá 8 stig til að halda öðru sæti örugglega. Pilt- arnir fengu 10 stig og þar með var úrslitasætið þeirra. Lokastaðan: Jón Baldursson 112 Stefán Pálsson 88 Sigurður B. Þorsteinsson 85 Alfreð Viktorsson 73 Erla Sigurjónsdóttir 46 Þorsteinn Sigurðsson 35 Áhorfendur hafa oft verið fleiri en á þessu móti. Keppnis- stjóri var Agnar Jörgensson. Ekki er hægt að skilja svo við undankeppnina að minnast ekki á hluti sem alltaf skjóta upp kollinum með jöfnu“ millibili. Það hefir oft viljað bregða við að ölvaðir áhorfendur hafa kom- ið að horfa á keppnina. Við þvf er kannski erfitt að sporna sér f lagi þegar viðkomandi eru skráðir i sveitir sem eru að spila en ekki er mér grunlaust um að einhverjir spilaranna hafi verið ölvaðir í þessari undankeppni og á þeim málum verður að taka strax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.