Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. APRÍL1985 Danskt ára- mótaskaup Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Kafteinn Klyde og fé- lagar. Dönsk. Handrit og leikstjórn: Jesper Klein. Aðalhlutverk: Jesper Kleín, Tom McEwan, Lykke Nielsen. Danski grínistinn Jesper Klein er frekar skemmtilegur strákur og það eru margar skemmtilegar hugmyndir í þessari viðleitni hans til að herma eftir revíuformi breskra kollega hans í Monty Python. Kafteinn Klyde og félagar er danskt áramótaskaup sem gerir jöfnum höndum grín að ýmsum þjóðareinkennum og siðum Dana og paróderar með frekar venju- legum hætti form eins og sjón- varpsdagskrá, danska gaman- myndahefð og fleira þess háttar auk frekar ómarkvissra teikni- myndaæfinga af ætt Pythons. Eins og áramótaskaupum er eig- inlegt falla sumar skissur kylli- flatar, aðrar góðar eru teygðar of lengi og svo eru sumar sem ganga alveg upp. Klein leikur flest hlut- verkanna sjálfur, auk þriggja fé- laga sinna og hefði gjarnan mátt vera meiri breidd í leikhópnum. En engu að síður, — það er bara gaman að kynnast sumu í húmor þessa danska æringja. Dæmi um það sem best heppnast er innslag- ið um kappleik danskra prjóna- kvenna. Það er óvenjulegt að sjá tvær danskar myndir samtímis á sýn- ingarskrá Regnbogans. Vonandi koma fleiri í kjölfarið með aðra frændur í eftirdragi, t.d. sænska eða finnska. esió reglulega ölmm fjöldanum! Komið við hjartað Kvíkmyndir Þeir Waterston og Ngor í einu sterkasta atriói Vígvalla er þeir eru handsamaðir af Rauðu khmerunum. Bróðurþel á blóðvelli Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Vígvellir (The Killing Fields). *** Leikstjóri: Rolan Joffé. Framleið- andi: David Puttnam. Handrit: Bruce Kobinson. TónlisL Mike Oldfield. Kvikmyndataka: Chris Menges. Klipping: Jim Clark. Aðal- hlutverk: Sam Waterston, Haing S. Ngor, John Malkovich, Julian Sands, Craig T. Nelson. Bresk- bandarísk. Framleidd af Goldcrest og International Filminvestors. Frumsýnd í september 1984. Sýn- ingartími 142 mín. Bakgrunnur Vígvalla er magn- þrunginn; blóðvellir Rauðu kmer- anna í Kambódíu, sem stjórnað var af manni þeim sem hlotnast hefur sá vafasami heiður að kall- ast „Hitler austursins", Pol Pot. Undir hryllingsstjórn hans og kmeranna létu þrjá milljónir Kambódíumanna lífið á örfáum árum og voru þá fjórar eftir. Sér- staklega gengu þessir ofstækis- menn milli bols og höfuðs á mennta- og borgarfólki. Flestir létu lífið í fjöldamorðum í útrým- ingarbúðum eða þá af hungri. I upphafi Vígvalla eru kmerarnir að ná undirtökunum og við fylgj- umst með blaðamanni frá New York Times, Schanberg, (Sam Waterston) og kambódískum vini hans og aðstoðarmanni, Dith Pran, (Haing S. Ngor), nasa uppi fréttir af styrjöldinni. Oft fellur hurð nærri hælum og að því kem- ur að kmerarnir setjast um Phnom Penh, taka Schanberg til fanga, en Pran tekst með klókind- um að frelsa hann. Síðar, þegar allir útlendingar í borginni eru flúnir í franska sendiráðið og kmerarnir allsráðandi útifyrir, mistekst Schanberg að bjarga Pran úr landi. Hann yfirgefur Kambódíu en má sjá á eftir þess- um vini sínum og lífgjafa í hendur blóðþyrstra hermannanna. Schanberg gerði það sem í hans valdi stóð að koma Pran til að- stoðar næstu fjögur árin, án árangurs. Kambódíumaðurinn mátti þola hinar ægilegustu raun- ir uns hann komst úr landi 1979. Vígvellir er mynd um vináttu, aðskilnað og endurfundi manna og einnig um djöfulskap þeirra. Það kemur glögglega fram að Schan- berg fór klaufalega að ráði sínu, hugsaði meira um fréttaefnið en heill vinar síns. Reynir svo allt hvað hann getur til að koma Pran til hjálpar þegar allt er um seinan. Handritið lýkur heldur ekki mikið upp manninum Schanberg, sam- viskubit hans og tilfinningar óskýrar. Hins vegar eru Pran gerð betri skil og má segja að hann sé þungamiðja myndarinnar. Alla vega að hálfu. Hinsvegar skipa þau óhugnanlegu átök sem áttu sér stað í landinu helftina. Þrátt fyrir á stundum of-sviðsett atriði, finnur maður oft blóðlykt- ina og púðursvæluna í loftinu. Á meðan kvikmyndavélarnar hrærr ast um blóðvelli kmeranna er hún án vafa með skarpari stríös- eða réttara sagt stríðsádeilumyndum sem gerðar hafa verið á seinni ár- um. Hinsvegar, eins og áður er sagt, vantar meiri fyllingu og einlægni í vináttusögu þeirra Schanbergs og Prans, einkum frá hálfu Schan- bergs og lokakaflinn verður með nokkrum glansmyndablæ. Hér hefði Robinson getað gert betur. Svo kemur Imagine dns og fjand- inn úr sauðarleggnum. Ngor, sem vann til Óskarsverð- launanna á dögunum fyrir bestan leik í aukahlutverki, lifir sig full- komlega inní hlutverkið. Átti reyndar létt með það því maður- inn þurfti að ganga í gegnum sama helvítið sjálfur sem kambódískur flóttamaður og Dith Pran. Þeir komust meira að segja úr landi með mánaðar millibili. Waterston er skeleggur en full kaldranalegur, glæðir hlutverkið ekki nægri hlýju. Betri eru auka- leikararnir Craig T. Nelson og ekki síst John Malkovich, sem annarsstaðar er getið hér í blað- inu fyrir afburðaleik í Places In The Heart. Kvikmyndatökumaðurinn Chris Menges, sem hingað til hefur ein- göngu unnið að gerð ódýrra, breskra mynda undir stjórn góðra manna eins og Ken Loach, vann hér til sinna fyrstu óskarsverð- launa í sinni fyrstu stórmynd. Ekki ónýt byrjun það. Sama máli gegnir með leikstjórann, Roland Joffé. Hann skilar sínu fyrsta verkefni á stóra tjaldið raunsæis- lega og eftirminnilega, þegar á heildina er litið. Vígvellir á eftir að lifa lengi sem dæmi um óhugnan- lega villimennsku, fyrst og fremst. Sæbjörn Valdimarsson SnTJÖRNlIBÍÓ: í fyígsnum hjartans (Places in the Heart) ★ ★ ★ Vt Leikstjóri: Robert Benton. Handrit: Benton. Kvikmyndataka: Ncstor Almendros. Framleiðandi: Arlene Donovan. Frumsýnd að hausti 1984. Bandarísk, gerð af Tri-Star. Dreifing: Columbia Pictures. Aðalhlutverk: Sally Field, Lindsay Crouse, Ed Iiarris, Amy Madigan, Terry O’Quinn, Danny Glover, John Malkovich. sveitaþorp í Texas á kreppuárun- um miklu. Ung kona (Sally Field) stendur skyndilega ein uppi með börn sín er maður hennar er skot- inn til bana við skyldustörf sín. Hún kann fátt til ráða, bóndinn hefur séð um fjármál og alla að- drætti heimilisins. Til að losna undan þeirri ógæfu að leysa það upp, ákveður Field að brjóta óræktað land sitt undir bómull- arrækt. Þá kemur henni til ómet- anlegrar aðstoðar þeldökkur verkamaður. Þá kemur og til sög- unnar blindur leigjandi Field, Mr. Wills, (John Malkovich). Með tím- anum léttir hann störfin innan- dyra. Eftir ýmis skakkaföll og ósegj- anlegt erfiði er komið að bómull- aruppskerunni, og Field hefur tek- ist vel. Henni og fjölskyldu hennar er borgið um sinn. í þessari áferðarfallegu (kvik- mynduð af meistara Almendros) og hjartnæmu mynd, er dregin upp fyrir okkur hörð og fjandsam- leg lífsbarátta óbrotins sveitafólks í suðrinu bandaríska á erfiðustu tímum þess á öldinni. Hvernig söguhetjan bregst við er hún stendur frammi fyrir þeirri stað- reynd, sem fátæk ekkja, að upp- lausn fjölskyldunnar blasir við. Hún brotnar ekki, heldur herðist við hverja raun uns hún stendur uppi sem sigurvegari — um sinn — í myndarlok. Og maður fær það á tilfinninguna að hennar líkar komist alltaf af, hvort sem sög- usviðið er Kansas eða Kelduhverf- ið. Inní myndina blandast nokkrar vel mótaðar persónur. Svertinginn Moses, atvinnulaus farandverka- maður, sem reynist Field sann- kölluð hjálparhella, en verður að lokum að halda áfram endalaus- um flækingi sínum um suðrið, undan kynþáttafordómum og Ku Klux Klan. Moses er vel leikinn af lítt þekktum leikara, Danny Glov- er. Önnur aukapersóna er Mr. Wills, sem troðið er uppá Field UAPITATTD Skeifunni 15 II ilVJllL ilU 1 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.