Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.04.1985, Blaðsíða 33
MORQUNBLADID, gBdMTDÍ>AGDRi4. APRjb 1986- # m Morgunbladid/Júllus Blásarakvintett Reykjavíkur skipa: Bernbarður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannes- son, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, og Joseph Ognibene, horn. Blásarakvintett Reykjavíkur: Tónleikar í Norræna húsinu vegna undirbúnings samkeppni í Frakkiandi BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur mun halda tónleika í Norræna húsinu á laugardaginn klukkan 15.00. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kvintettsins fyrir þátttöku í alþjóðlegri kammermúsíksamkeppni sem fram fer í Colmar í Frakklandi um miðjan apríl. Samkeppnin er 18. kammermúsíksamkeppnin sem haldin er í Colmar og nú taka eingöngu blásara- kvintettar þátt í henni. Þátttakendur eiga að leika sex fyrirfram ákveðin verk og eru þau: Blásarakvint- ett eftir Antonin Reicha, Sex bagatellur eftir Ligeti, Kvintett eftir Villa Lobos, Kleine Kammermusik eftir Hindemith, 17 tilbrigði eftir Damase og Kvintett nr. 3 eftir Lemeland. Blásarakvintettinn hefur síðan valið sér „Comedy for Winds“ eftir Bretann Paul Patterson til að leika sem sjöunda verkið í samkeppninni. Kvintettinn var stofnaður 1981 og hefur síðan reglulega komið fram á tónleikum hér á landi, í útvarpi og sjónvarpi og við ýmis önnur tækifæri. Kvintettinn skipa: Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, og Joseph Ognibene, horn. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni af tónleikunum, kom fram að þrir aðilar hafa styrkt kvintettinn til fararinnar. Eru það menntamálaráðuneytið, Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar fslands og Reykjavíkurborg. Þetta er i fyrsta sinn sem kvintettinn fer utan til að spila og sögðu þeir félagar að tækifærið væri gott til að sýna sig og sjá aðra. sýningu i Djúpinu um þessar mundir. Henni lýkur 18. aprll. Listasafn ASÍ: Grafíkverfc og teikningar Nýlega var opnuð I Listasafni ASl sýning á grafíkverkum og teikning- um gríska myndlistarmannsins Fas- sianos. Hann hefur jöfnum höndum unnið aö fimm listgreinum, verið málari, teiknari, graflklistamaður, leiktjaldateiknari, rithöfundur og skáld. A sýningunni eru 35 graflkverk og 15 teikningar og eru þær allar til sölu. Sýningin er opin I dag frá klukkan 14.00 til 20.00, en á laug- ardag og sunnudag frá 14.00 til 22.00. Sýningunni lýkur 14. aprll næstkomandi. Listmunahúsið: Mátverkasýning Sigurður Þórir Sigurðsson er með málverkasýningu, „Úr mannheim- um“, I Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. A sýningunni eru 35 ollumálverk máluð 1984 og 1985. Þetta er 15. einkasýning Sigurðar en hann hefur haldið einkasýningar I Kaupmannahöfn, Færeyjum, Reykjavlk og vlða um land. Einnig hefur hann tekið þátt I fjölda sam- sýninga. Sýningin er opin yfir bænadag- ana og páskana frá kl 14:00—18:00 en mánudagurinn er sföasti sýningardagur. Dynheimar, Akureyri: Endurbætur á húsum í USA Um síðustu helgi opnaði sýningin „ Architectural Renewal Exhibit" I Dynheimum, Akureyri. Sýningin er opin frá kl. 18 til 22 I kvöld. Sýningin er samstarfsverkefni Arkitektafélags Islands og Menning- arstofnunnar Bandarlkjanna I Reykjavlk og lýsir hún ýmsum endurbótum sem gerðar hafa verið á eldra húsnæöi og eldri bæjarhlut- um I bandarfskum borgum. Hafnarborg, Hafnarfirði: Leirtist og Ijósmyndir Systkinin Jóna Guðvarðardóttir og Einar Már Guövaröarson opnuðu sýningu fyrir skömmu I Hafnarborg, Hafnarfirði. A sýningunni eru Ijósmyndir eftir Einar Má og leirlist til sýnis eftir Jónu. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00 en henni lýkur 7. apríl. Ásmundarsafn: Lokað í maí Asmundarsafn verður lokað fram I mal vegna framkvæmda við safna- húsin. Ný sýning verður opnuð I lok mal og mun hún bera yfirskriftina „Konan I list Asmundar Sveinsson- ar". Listasafn Einars Jónssonar: Safnahús og höggmyndagarður Safnahús Listasafns Einars Jóns- sonar er opið laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13.30—16 og högg- myndagarðurinn, sem I eru 24 eir- afsteypur af verkum listamannsins, er opinn sömu daga frá kl. 11 — 17. Myndlista- skólinn í- Reykjavík: Kynning á verkum nemenda Kynningarsýning á verkum nem- enda úr deildum skólans stendur nú yfir fram I mal. Sýningin er fyrir gesti á laugardögum frá kl. 14—18. TÓNLIST Háskólabíó: Tónleikar Laugardaginn 6. aprll veröa haldnir tónleikar I Háskólablói á veg- um NOD ’85 á íslandi. Yfirskrift þeirra verður: „Tónleikar gegn Apartheid” og hefjast þeir klukkan 15.00. Fram koma Bubbi Morthens, Magnús Þór Sigmundsson, Með nöktum, Oxsmá og Guðmundur Ing- ólfsson. Norræna húsið: Háskólatónleikar Klukkan 12.30 hinn 10. aprll næstkomandi veröa Háskólatónleik- ar I Norræna húsinu. Þar leika Carm- el Russill á selló og Stephen Yates á planó sónötu I A-dúr eftir César Franck. Bústaðakirkja: Tónleikar Kreisler String Orchestra leikur klukkan 20.30 hinn 10. aprll næst- komandi i Bústaöakirkju. Verkin sem flutt veröa eru eftir Britten, Bach, Dvorák og Barber. SAMKOMUR Fyrirlestur: Siðfrædi, pynt- ingar, þjáning Um páskana gengst Félag áhugamanna um heimspeki fyrir málþingi um siðfræði, pyntingar og þjáningu. Til þingsins koma Inge Kemp Genefke, læknir viö “Rehabiliter- ingscenter for torturofre” I Kaup- mannahöfn, og Peter Kemp, heim- spekingur frá Kaupmannahafnar- háskóla. A þinginu tala auk erlendu gest- anna dr. Páll Skúlason og Hjördls Hákonardóttir. Málþingiö veröur haldið I Lögbergi, stofu 101, og verður þaö haldið föstudaginn langa frá klukkan 15.00 og laugardaginn 6. april frá klukkan 14.00. Gerðuberg: VeggspjöW Sýning á vegum islandsdeildar Amnesty International I tengslum við baráttuna gegn pyntingum stendur nú yfir I Gerðubergi. Er um að ræöa graflkmyndir eftir nemendur úr MHl. Sýningin er opin frá klukkan 14.00 til 18.00 I dag og á annan I páskum. Virka daga er sýningin opin frá klukkan 16.00 til 22.00. FERÐIR Ferðafélag íslands: um páskana Ferðafélagið verður með stuttar ferðir I nágrenni Reykjavfkur dag- lega I páskavikunni. ( dag veröur skíðaganga I Bláfjöll og gönguferð á Vlfilsfell. Föstudaginn langa verður gengið um Keilisnes að Staöarborg. Ekið veröur á Vatnsleysuströnd og geng- ið þaðan. Komiö veröur viö á kirkju- staönum Kálfatjörn. Laugardaginn 6. aprll er farin ökuferð um Krlsuvlk, Herdlsarvlk, Selvog (kirkjan skoðuð), um Hvera- gerði (stoppað þar) og farið slðan til Reykjavfkur. A annan I páskum verður göngu- ferð farin á Stóra Meitil og sklða- ganga I nágrenninu. Ferðirnar hefjast klukkan 13.00 og farið verður frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, nema laugar- dagsferðin sem hefst klukkan 13.30. Sigrún Jónsdóttir aem opnnr málverkasýningu 1 dag. Höfn í Hornafirði: Málverkasýning Sigrún Jónsdóttir myndlistarkona opnar málverkasýningu í dag í gagnfræðaskólanum á Höfn í Hornafirði. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 22.00 alla daga fram á annan í páskum. | 38 olíuverk eru á sýningunni. Þetta er 10. einkasýning Sigrúnar. VfiOI Radarar Bjóöum þessa vönduöu radara á aöeins kr. 56.600,-. Landdrægni: 16 mílur. Spenna: 12 volt. Sjálfstýringar Bjóöum vandaöar sjálf- stýringar fyrir allar geröir báta. Verö frá kr. 8.800,-. OýptarnuBlar Bjóöum 5 geröir dýptar- mæla meö eöa án papp- írs. Verö frá kr. 6.500,-. Bjóöum VHF talstöövar fyrir báta. Verö frá kr. 10.400,-. Nelco 911 Höfum ávallt þessa vin- sælu Loran-C á lager Verö frá kr. 40.400. Navstar A-300S Er nýjasta gervitungla leiösögutæki er leysir Loran-C af hólmi. Verö frá kr. 51.664. Góö þjónusta. Benco Bolholti 4. S. 21945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.