Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 33

Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 33
MORQUNBLADID, gBdMTDÍ>AGDRi4. APRjb 1986- # m Morgunbladid/Júllus Blásarakvintett Reykjavíkur skipa: Bernbarður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannes- son, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, og Joseph Ognibene, horn. Blásarakvintett Reykjavíkur: Tónleikar í Norræna húsinu vegna undirbúnings samkeppni í Frakkiandi BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur mun halda tónleika í Norræna húsinu á laugardaginn klukkan 15.00. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kvintettsins fyrir þátttöku í alþjóðlegri kammermúsíksamkeppni sem fram fer í Colmar í Frakklandi um miðjan apríl. Samkeppnin er 18. kammermúsíksamkeppnin sem haldin er í Colmar og nú taka eingöngu blásara- kvintettar þátt í henni. Þátttakendur eiga að leika sex fyrirfram ákveðin verk og eru þau: Blásarakvint- ett eftir Antonin Reicha, Sex bagatellur eftir Ligeti, Kvintett eftir Villa Lobos, Kleine Kammermusik eftir Hindemith, 17 tilbrigði eftir Damase og Kvintett nr. 3 eftir Lemeland. Blásarakvintettinn hefur síðan valið sér „Comedy for Winds“ eftir Bretann Paul Patterson til að leika sem sjöunda verkið í samkeppninni. Kvintettinn var stofnaður 1981 og hefur síðan reglulega komið fram á tónleikum hér á landi, í útvarpi og sjónvarpi og við ýmis önnur tækifæri. Kvintettinn skipa: Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, og Joseph Ognibene, horn. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni af tónleikunum, kom fram að þrir aðilar hafa styrkt kvintettinn til fararinnar. Eru það menntamálaráðuneytið, Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar fslands og Reykjavíkurborg. Þetta er i fyrsta sinn sem kvintettinn fer utan til að spila og sögðu þeir félagar að tækifærið væri gott til að sýna sig og sjá aðra. sýningu i Djúpinu um þessar mundir. Henni lýkur 18. aprll. Listasafn ASÍ: Grafíkverfc og teikningar Nýlega var opnuð I Listasafni ASl sýning á grafíkverkum og teikning- um gríska myndlistarmannsins Fas- sianos. Hann hefur jöfnum höndum unnið aö fimm listgreinum, verið málari, teiknari, graflklistamaður, leiktjaldateiknari, rithöfundur og skáld. A sýningunni eru 35 graflkverk og 15 teikningar og eru þær allar til sölu. Sýningin er opin I dag frá klukkan 14.00 til 20.00, en á laug- ardag og sunnudag frá 14.00 til 22.00. Sýningunni lýkur 14. aprll næstkomandi. Listmunahúsið: Mátverkasýning Sigurður Þórir Sigurðsson er með málverkasýningu, „Úr mannheim- um“, I Listmunahúsinu, Lækjargötu 2. A sýningunni eru 35 ollumálverk máluð 1984 og 1985. Þetta er 15. einkasýning Sigurðar en hann hefur haldið einkasýningar I Kaupmannahöfn, Færeyjum, Reykjavlk og vlða um land. Einnig hefur hann tekið þátt I fjölda sam- sýninga. Sýningin er opin yfir bænadag- ana og páskana frá kl 14:00—18:00 en mánudagurinn er sföasti sýningardagur. Dynheimar, Akureyri: Endurbætur á húsum í USA Um síðustu helgi opnaði sýningin „ Architectural Renewal Exhibit" I Dynheimum, Akureyri. Sýningin er opin frá kl. 18 til 22 I kvöld. Sýningin er samstarfsverkefni Arkitektafélags Islands og Menning- arstofnunnar Bandarlkjanna I Reykjavlk og lýsir hún ýmsum endurbótum sem gerðar hafa verið á eldra húsnæöi og eldri bæjarhlut- um I bandarfskum borgum. Hafnarborg, Hafnarfirði: Leirtist og Ijósmyndir Systkinin Jóna Guðvarðardóttir og Einar Már Guövaröarson opnuðu sýningu fyrir skömmu I Hafnarborg, Hafnarfirði. A sýningunni eru Ijósmyndir eftir Einar Má og leirlist til sýnis eftir Jónu. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00 en henni lýkur 7. apríl. Ásmundarsafn: Lokað í maí Asmundarsafn verður lokað fram I mal vegna framkvæmda við safna- húsin. Ný sýning verður opnuð I lok mal og mun hún bera yfirskriftina „Konan I list Asmundar Sveinsson- ar". Listasafn Einars Jónssonar: Safnahús og höggmyndagarður Safnahús Listasafns Einars Jóns- sonar er opið laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13.30—16 og högg- myndagarðurinn, sem I eru 24 eir- afsteypur af verkum listamannsins, er opinn sömu daga frá kl. 11 — 17. Myndlista- skólinn í- Reykjavík: Kynning á verkum nemenda Kynningarsýning á verkum nem- enda úr deildum skólans stendur nú yfir fram I mal. Sýningin er fyrir gesti á laugardögum frá kl. 14—18. TÓNLIST Háskólabíó: Tónleikar Laugardaginn 6. aprll veröa haldnir tónleikar I Háskólablói á veg- um NOD ’85 á íslandi. Yfirskrift þeirra verður: „Tónleikar gegn Apartheid” og hefjast þeir klukkan 15.00. Fram koma Bubbi Morthens, Magnús Þór Sigmundsson, Með nöktum, Oxsmá og Guðmundur Ing- ólfsson. Norræna húsið: Háskólatónleikar Klukkan 12.30 hinn 10. aprll næstkomandi veröa Háskólatónleik- ar I Norræna húsinu. Þar leika Carm- el Russill á selló og Stephen Yates á planó sónötu I A-dúr eftir César Franck. Bústaðakirkja: Tónleikar Kreisler String Orchestra leikur klukkan 20.30 hinn 10. aprll næst- komandi i Bústaöakirkju. Verkin sem flutt veröa eru eftir Britten, Bach, Dvorák og Barber. SAMKOMUR Fyrirlestur: Siðfrædi, pynt- ingar, þjáning Um páskana gengst Félag áhugamanna um heimspeki fyrir málþingi um siðfræði, pyntingar og þjáningu. Til þingsins koma Inge Kemp Genefke, læknir viö “Rehabiliter- ingscenter for torturofre” I Kaup- mannahöfn, og Peter Kemp, heim- spekingur frá Kaupmannahafnar- háskóla. A þinginu tala auk erlendu gest- anna dr. Páll Skúlason og Hjördls Hákonardóttir. Málþingiö veröur haldið I Lögbergi, stofu 101, og verður þaö haldið föstudaginn langa frá klukkan 15.00 og laugardaginn 6. april frá klukkan 14.00. Gerðuberg: VeggspjöW Sýning á vegum islandsdeildar Amnesty International I tengslum við baráttuna gegn pyntingum stendur nú yfir I Gerðubergi. Er um að ræöa graflkmyndir eftir nemendur úr MHl. Sýningin er opin frá klukkan 14.00 til 18.00 I dag og á annan I páskum. Virka daga er sýningin opin frá klukkan 16.00 til 22.00. FERÐIR Ferðafélag íslands: um páskana Ferðafélagið verður með stuttar ferðir I nágrenni Reykjavfkur dag- lega I páskavikunni. ( dag veröur skíðaganga I Bláfjöll og gönguferð á Vlfilsfell. Föstudaginn langa verður gengið um Keilisnes að Staöarborg. Ekið veröur á Vatnsleysuströnd og geng- ið þaðan. Komiö veröur viö á kirkju- staönum Kálfatjörn. Laugardaginn 6. aprll er farin ökuferð um Krlsuvlk, Herdlsarvlk, Selvog (kirkjan skoðuð), um Hvera- gerði (stoppað þar) og farið slðan til Reykjavfkur. A annan I páskum verður göngu- ferð farin á Stóra Meitil og sklða- ganga I nágrenninu. Ferðirnar hefjast klukkan 13.00 og farið verður frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, nema laugar- dagsferðin sem hefst klukkan 13.30. Sigrún Jónsdóttir aem opnnr málverkasýningu 1 dag. Höfn í Hornafirði: Málverkasýning Sigrún Jónsdóttir myndlistarkona opnar málverkasýningu í dag í gagnfræðaskólanum á Höfn í Hornafirði. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 22.00 alla daga fram á annan í páskum. | 38 olíuverk eru á sýningunni. Þetta er 10. einkasýning Sigrúnar. VfiOI Radarar Bjóöum þessa vönduöu radara á aöeins kr. 56.600,-. Landdrægni: 16 mílur. Spenna: 12 volt. Sjálfstýringar Bjóöum vandaöar sjálf- stýringar fyrir allar geröir báta. Verö frá kr. 8.800,-. OýptarnuBlar Bjóöum 5 geröir dýptar- mæla meö eöa án papp- írs. Verö frá kr. 6.500,-. Bjóöum VHF talstöövar fyrir báta. Verö frá kr. 10.400,-. Nelco 911 Höfum ávallt þessa vin- sælu Loran-C á lager Verö frá kr. 40.400. Navstar A-300S Er nýjasta gervitungla leiösögutæki er leysir Loran-C af hólmi. Verö frá kr. 51.664. Góö þjónusta. Benco Bolholti 4. S. 21945.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.