Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 04.04.1985, Síða 28
28 B MÖRGUNBLjAPIB, PIMWTWDAGOTt/4.1 APHÍL 1885 Ingrid prinsessa er fædd í Stokkhólmi og missti Margréti móóur sína 10 ára gömul. Gustaf Adolf fadir hennar var krónprins Svíþjóóar. Hér er prinsessan í leikhlutverki ævintýraprinsessu, sem fert var upp f höllinni f Stokkhólmi. MeA 84 fallbyssuskotum var Ingrid fagnað þegar hún steig á land í Danmörku fyrir 50 árum við hlið krónprinsins og ók gegn um borgina við mikil fagnaðarleti. INGRID DROTTNING 75 ÁRA Varó síöasta krónprínsessa íslands fyrír 50 árum Síðasta krónprinsessa ís- lands, Ingrið ekkju- drottning í Danmörku, varð 75 ára gömul sl. fimmtudag, fædd í Sví- þjóð 28. mars 1910. Og það eru fleiri merkisdagar í lífi hennar sem Danir minnast á þessu vori. 24. maí er gullbrúðkaupsdagur- inn hennar, og 50 ár síðan hún gekk að eiga Friðrik 9. þá krón- prins Danmerkur. Jafnframt heldur hún, og Danir með henni, upp á það að 50 ár eru síðan hún varð danskur ríkisborgari. Á ár- inu 1935 var tilkynnt trúlofun Ingriðar Sviaprinsessu, dóttur Gustavs Adolfs og Margaretar, og Friðriks krónprins Danmerk- ur og Islands, sonar Kristjáns Danakonungs og Alexandríu drottningar. Um leið varð Ingrid krónprinsessa íslands til 1944, er lýðveldi var stofnað á íslandi og konungssambandi slitið við Danmörku. Þegar hún kom fyrst til tslands sem ung krónprins- essa með manni sínum og ferð- aðist m.a. ríðandi norðan úr landi, vann hún sýnilega hug ís- lendinga, svo sem sjá má af blöð- um frá þeim tíma. Síðar komu þau hjónin hingað nokkrum sinnum, m.a. 1938 og 1956, eftir að hún var orðin drottning í Danmörku. Og síðast kom hún sem ekkjudrottning til íslands 1982 og ferðaðist þá m.a. austur um land með forseta íslands. Frést hefur að Danir muni á ýmsan hátt minnast á þessu vori hálfrar aldar þáttöku Ingriðar i lífi þeirra sem krónprinsessa, drottning og ekkjudrottning. í tilefni af 75 ára afmælinu birt- ust víða í blöðum greinar og myndir af þessari vinsælu konu. Ingríd drottning á 75 ár að baki og vinseldir hennar í Danmörku hafa síst minnkað. Hún hefur verið elskuð þar og virt í hálfa öld. Og eru hér nokkrar myndir frá ýmsum tímum í æfiskeiði þess- arar síðustu krónprinsessu á ís- landi. Elsta dóttirin Margrét ekur barnavagninum með móðvr Sbini. Dönum þótti sem Ijósgeisli á myrkum tímum þegar krónprinsessa þeirra feddi 16. aprfl 1940 sitt fyrsta barn, Margréti núverandi drottningu Dana. Það var fáum dögum eftir hernám Þjóðverja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.