Morgunblaðið - 15.05.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 15.05.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1985 3 Grænlenzka blaðið Atuagagdliutit: Mikil þorskveiði við vesturströndina MIKIL þorskveiði er nú við sunnan- verða vesturströnd Grænlands að sögn grænlenzka blaðsins Atuag- agdliutit (Grænlandspóstsins) frá 1. maí síðastliðnum. Nefnir blaðið tvo togara sem landað hafi 170 tonnum og þann þriðja, sem fryst hafði 10 lestir af þorskflökum á einum sól- arhring. Það voru ísfisktogararnir Carl Egede og Paamiut, sem lönduðu 170 lestum hvor um sig, en þeir voru áður gerðir út sem rækjutog- arar. Úti fyrir Qaqortoq hefur und- anfarið verið mikið af stórum þorski að sögn blaðsins, en nokkru smærri norðar með ströndinni. Hafís hefur valdið nokkrum erfið- leikum við veiðarnar. Aflamark fyrir þorsk við Vest- ur-Grænland er 25.000 lestir, en var fyrir fáum árum 65.000 lestir. Fiskifræðingar fylgjast nú náið með þessum veiðum og eru vonir bundnar við að þorskárgangurinn frá 1982 komi brátt sterkur inn í veiðina. Telja þeir fullvíst, að það hafi ekki verið ofveiði, sem olli hvarfi þorsksins af miðunum, held- ur léleg líf- og ætisskilyrði. Selfoss: Iðnaður, loðdýrarækt og fiskeldi í athugun hjá Kaupfélagi Árnesinga Selfossi, 13. maí. AÐALFUNDUR Kaupfélags Árnes- inga var haldinn 7. maí sl. á Selfossi. Rekstur kaupfélagsins gekk allvel á sl. ári. Heildarhagnaður á rekstrar- reikningi var 4,1 milljón og höfðu þá verið færðar til afskrifta 14,2 millj. Fjárfestingar námu 15,3 milljónum og tekin voru ný lán vegna þeirra að upphæð 7,9 millj- ónir. Aukning á veltu kaupfélagsins var 32,7%, var 599,3 milljónir á móti 451,6 millj. árið áður. Heild- arvörusala jókst um 35,2% og var aukningin mest í Vöruhúsi KÁ, 35,8%. Launagreiðslur á árinu námu 68,5% milljónum. Á aðalfundinum voru m.a. sam- þykktar tillögur um að kaupfélag- ið beitti sér fyrir uppbyggingu iðnaðar, fiskeldis og loðdýrarækt- ar. Tillaga var um möguleika á starfrækslu fóðurblöndunarstöðv- ar og að gera átak á ári æskunnar í þágu æskufólks í héraðinu. Skor- að var á SÍS eða Samvinnusjóð fs- lands að gerast hluthafar í Límtré hf. á Flúðum. Samþykkt var tillaga um að gefa út samvinnusögu Árnessýslu á 60 ára afmæli KÁ árið 1990. Þá var í tillögu mótmælt árásum á Samvinnuhreyfinguna. Sig. Jóns. F-vísitala hækkar um 2,1 % milli mánaða KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í maíbyrjun 1985. Reynd- ist hún vera 134,87 stig (febrúar 1984 = 100), eða 2,1 % hærri en í aprflbyrj- un 1985, segir í frétt frá Hagstofu íslands. Af þessari hækkun vísitölunnar stafa 0,3% af hækkun matvöru- verðs, 0,3% vegna hækkunar hús- næðisliðs vfsitölunnar, 0,5% vegna hækkunar á tryggingariðgjaldi bif- reiða og 1,0% vegna hækkunar ým- issa annarra vöru- og þjónustuliða. Hækkun vísitölunnar um 2,1% frá apríl til maí svarar til um 28,3% árshækkunar. Hækkunin undan- gengna þrjá mánuði er 6,63% og svarar til 29,3% árshækkunar en hækkunin undanfarna tólf mánuði er 30,4%. Borað eftir heitu yatni á Selfossi Selfossi, 13. maí. BORUN fyrir heitu vatni er haf- holu nr. 8 og er ætlunin að auka in hjá Hitaveitu Selfoss á vatnsöfl- með þessu vatnsöflun veitunnar unarsvæði hitaveitunnar í Þor- en hún varð fyrir skakkaföllum leifskoti. á liðnum vetri. Borunin hófst um sl. helgi eft- Áætlaður kostnaður við bor- ir að bornum Dorfa hafði verið unina er 21—23 milljónir. komið fyrir. Borað er við hlið Sig. Jóns. ODYR OC BMDSKEimTILEGU ja mm JBÞaðervarthægtaðhugsasérskemmtilegraeða mi ■UflAflHAI m ódyrara sumarleyfi fyrir ungt og hresst fólk en m ■lllrfWlfll m að fljúga með Flugleiðum til Glasgow og hjóla um Skotland. „ Við lögðum upp frá Inverness snemma morguns, héldum inn fjörðinn, norður eftir og svo inn í land, upp milda dali og mjúkar hæðir, bleikar fyrir lyngi. Það var fljótlegt að komast að þeirri niðurstöðu, að það væri lygi lega djöfull gaman að hjóla." Arni Bergmann ritstjóri. Hressandi ferðum skoskar sveitir Frekarl upplysingar um FLUG & HJÓL I SKOTLANDI velta söluskrifatotur FlugMða, umboðsmenn og ferðaskrlfstofur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.