Morgunblaðið - 15.05.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 15.05.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 7 Engar umsóknir um stöður háskólakennara: Launin fæla kennara frá Háskóla Islands — ekki samkeppn- isfærir við einkageir- ann, segir háskóla- rektor „ÞAÐ ERU nokkur dæmi um ad hæfir menn sæki ekki um stöóur við Háskóla íslands vegna þess hve launin eru lág. Við höfum til dæmis auglýst kennarastöður í tölvufræð- um og endurskoðun en engar um- sóknir fengið. Nýjustu dæmin eru svo um tvo nýskipaða prófessora, sem hafa ákveðið að taka ekki við stöðum sínum vegna launanna," sagði Guðmundur Magnússon há- skólarektor í samtali við blaðamann Mbl. Um var að ræða prófessorsstöð- ur í verkfræði og eðlisfræði. Báðir mennirnir starfa við háskóla í út- löndum, annar í V-Þýskalandi, hinn i Noregi. Sá fyrrnefndi var valinn úr nokkrum umsækjendum en þegar til kastanna átti að koma skrifaði hann háskólayfirvöldum og sagði að í kjölfar nýgengins kjaradóms treysti hann sér ekki til að taka við starfinu. Háskóla- yfirvöld hafa þó ákveðið að bjóða honum hingað heim til viðræðna og reyna að minnsta kosti að fá hann til rannsóknasamstarfs. Hinn prófessorinn hefur ekki gefið skýringar á hvers vegna hann sagði stöðunni lausri en Ragnar Ingimarsson, prófessor og skorarformaður í byggingaverk- fræði, sagðist telja víst, að léleg laun ættu sinn þátt í ákvörðun hans. Laun háskólaprófessora eru á Féll af hest- baki og slasaðist MAÐUR hlaut slæm höfuðmeiðsl þegar hestur hans fældist með þeim afleiðingum að hann datt af baki, festist i istaðinu og lenti undir hófum skepnunnar. Slysið varð í Hafnarfirði á sunnudag og var maðurinn fluttur í slysadeild Borgarspitalans. Hann var að fara á bak, þegar styggð kom að hestin- um og hann festist í gaddavírs- girðingu. bilinu 35—40 þúsund krónur og fara upp í um 45 þúsund krónur fyrir prófessora í efstu þrepum. „Þetta er vitaskuld mjög erfitt á meðan kollegar okkar á almennum markaði borga i skatta það sama og við fáum i laun,“ sagði Guð- mundur Magnússon háskólarekt- or. „Það er mikil samkeppni um hæfa menn og i sumum greinum er háskólinn einfaldlega ekki sam- keppnisfær, eins og dæmin sanna. Þetta hlýtur að vekja athygli á stöðu okkar hér. En þessi dæmi segja ekki alla söguna, þvi við höf- um tekið þá stefnu að biðja ekki um stöður í greinum, sem við vit- um að hæfir menn myndu ekki sækja um. Þetta ástand er endurspeglun af því, að einkamarkaðurinn er að styrkjast," sagði háskólarektor ennfremur. „Það hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa áhrif inn í há- skólann. Við erum til dæmis að stofna fyrirtæki í nýjum greinum og þau getum við að sjálfsögðu ekki rekið nema við borgum sömu laun og menn fengju annars stað- ar.“ Ragnar Ingimarsson prófessor sagði að hér væri vissulega um að ræða mjög alvarlegt mál. „Það hafa verið auglýstar stöður, sem engir hæfir umsækjendur hafa sótt um,“ sagði hann. „Háskólinn gerir meiri kröfur til sinna starfsmanna en yfirleitt allir aðr- ir atvinnuveitendur en launin eru samt ekki nema í meðallagi eða tæplega það. Það er beinlínis hætta á að nýj- ar greinar koðni niður þegar ekki fást hæfustu menn til að kenna þær og byggja upp. Það tekur nokkur ár áður en þetta kemur al- mennilega í ljós — en svo tekur líka nokkur ár að byggja upp aft- ur. Þá kann að vera of seint í rass- inn gripið. Það er eins og ráða- menn vilji hvorki hlusta á okkur né skilja hversu alvarlegt ástandið er. Það segir sig sjálft, að ef ekki fást hæfustu menn til að starfa við háskólann, hlýtur standardinn í kennslu og rannsóknum að fara niður á við. Ef við tökum dæmi af tölvufræðum, þá getum við ekki verið samkeppnishæfir þar nema við fáum allra hæfustu menn — og á meðan háskólinn getur ekki borgað góð laun, fáum við ekki slíka menn,“ sagði Ragnar Ingi- marsson. Þátttakendur í keppninni ásamt Ingólfi Guðbrandssyni, forstjóra Útsýnar. Morgunblaöiö/Bjarni Herra og ungfrú Útsýn 1985, Ingunn Helgadóttir og Friörik Weisshappel, fagna titlinum. Með þeim á myndinni er ungfrú Útsýn frá því á síðasta ári, Dagný Davíösdóttir. Herra og ungfrú Útsýn kjörin á 30 ára afmælishátíð Útsýnar HERRA og Ungfrú Útsýn 1985 voru kjörin meö pompi og prakt á 30 ára afmælihátíð Útsýnar í veit- ingahúsinu Broadway sl. föstu- dagskvöld. Titilinn hrepptu að þessu sinni þau Friðrik Weiss- happel, 18 ára nemi og Ingunn Helgadóttir, 19 ára afgreiðslu- stúlka. Á afmælishátíðinni var ýmis- legt til skemmtunar. Söngkonan Carol Nielsson söng, starfsfólk hárgreiðslustofunnar Saloon Veh sýndi sumarhártískuna, Módel 79 sýndu sumarföt og nemendur Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar tóku nokkur létt spor. Þá komu keppendurnir um titilinn Herra og Ungfrú Útsýn fram í sundfötum, tiu stúlkur og fjórir piltar. Að síðustu voru kunngjörð úr- slit í keppninni og sá Ungfrú Út- sún frá síðasta ári um krýning- ásamt Ingólfi Guðbrands- ■a Uts una syni, forstjóra Jtsýnar. Bvikm Fínar ferðir i þrjár vikur á eina vinsælustu strönd Spánar: Beint leiguflug pg góð gisting á hótelum (með eða án fæðis) Hvítu ströndina eða í íbuðagistingu. Islenskir fararstjórar. Benidorm býður upp á fjölbreytta afpreyingu af öllu tagi: Verðdæmi: Ibúðagisting frá kr. 23.910.- Næturklúbba, diskótek, alpjóðlega veitingastaði, kaffihus, Hión i íbúð með tvö börn frá kr. 17.932.- skemmtigarða, tívolí, golfvelli, sjóskíði, dýragarð ... miðalda- veislu. Éitthvao fyrir alía. Brottfarardagar: 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10 FERÐAMIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI9 SÍM128133

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.