Morgunblaðið - 15.05.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 15.05.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAl 1985 9 Vesturbær — leiga Ung kona með 9 ára dóttur óskar eftir að taka á leigu snyrtilega og góða 3ja—4ra herbergja íbúö helst í vesturbænum/Högum eða í nágrenni Morgunblaðsins. Reglusemi og góð umgengni í alla staöi. Meðmæli ef óskaö er. Vinsamlegast hringiö í síma 39713, 671873 eöa 83593 helst eftir skrifstofutíma. Hvítasunnu- kappreióar Fáks veröa haldnar á skeiðvelli félagsins dagana 23., 24., 25. og 27. maí 1985 Keppnisgreinar verða: A- og B-flokkur gæðinga Gæðingakeppni barna og unglinga 150 metra skeið 250 metra skeiö 350 metra stökk 800 metra stökk 300 metra brokk 250 metra stökk unghrossa Athygli skal vakin á því að keppni í gæöingaflokk- um er um leið úrtökukeppni Fáks fyrir FM 85. Þátttökuskráning verður í nýja félagsheimilinu á Víðivöllum í dag milli kl. 14—18, sími 92355. Skráningargjald er kr. 300 í A- og B-flokki og kr. 400 fyrir kappreiðahross, er greiðist við skráningu. Frítt fyrir börn og unglinga. Hestamannafélagíð Fákur Fatnaður frá marimekkó V * > ^ . ^g$g|gp»< Herraskyrtur úr bómull KRISTJflfl SIGGEIRSSOn HF. m LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25170. Sameiginleg mannvirkja- gerð á vegum NATO John B. Thompson, eftir- liLsmaður með mannvirkja- sjóði Atlantshafsbanda- lagsins skrifar grein { NATO-fréttir, sem ber yfir- skriftina „Sameiginleg mannvirkjagerð á vegum NATO — litið fram á veg- inn“. Staksteinar birta kafla úr greininni í dag: „Mannvirkjagerð í þágu herafla NATO eru kostn- aðarsömustu framkvæmd- irnar, sem aðildarríkin standa að sameiginlega. Árlegar greiðshir til fram- kvæmdanna nema nú tvisvar sinnum hærri fjár- hæðum en greiðshir til þess að reka borgaralega og hernaðarlega starfsemi á vegum bandalagsins. Rökin fyrir sameiginlegum fjárframlögum til þessara framkvæmda eru þau, að mannvirkin séu til afnota fyrir fleiri en eitt aðildar- ríki og þjóni hagsmunum þeirra allra, svo að landið, þar sem mannvirkin eru (gistilandið), eigi ekki eitt að bera kostnað af þeim, ekki sízt vegna þess að sum aðildarlönd verði vegna landfræðilegra og herfræðilegra aðstæðna að taka að sér að hýsa mun fleiri mannvirki en önnur. Þannig er staðið að fjár- mögnuninni, að öll ríki, sem þátt taka í fram- kvæmdum, koma sér sam- an um það, hve mikinn hhit kostnaðarins þau beri hvert um sig, og er þá höfð hliðsjón af þremur megin- atríðum: Getu aðildarríkja til að leggja fram fé; hvaða hag ríkin, sem mannvirkin nota, hafa af nýtingunni; og Ijárhagslegum hagnaði gistiríkisins. (ireiðshigetuna má meta tiltölulega hiutlægt með því að miða við þjóðarfram- leiðslu, og er þá einnig tek- ið mið af þjóðartekjum á mann, ef ástæða þykir til þess. Erfiðara er að meta hag þjóðar af nýtingu mannvirkja, þar sem sérhvert NATO-ríki hefur í raun hag af því, ef eitt þeirra getur nýtt herafla sinn með hagkvæmasta hættL Ejárhagslegur ávinn- ingur gistilandsins er oft töluverður. Af þeim mann- virkjum, sem reist hafa verið til þessa, er á milli þriðjungs og fjórðungs til almennra nota, og þau eru í flcstum tilvikum reist af einkafyrirtækjum í gisti- löndunum. Mörg mann- virkjanna skapa einnig fasta atvinnu. Flugvelli, olíuleiðslur og fjarskipta- tæki má á friðartímum nýta í þágu almennings. ■FRETTim^H Mannvirkjasjóöur NATO Upplýsingadeild Atlantshafsbandalags- ins gefur út mánaöarritiö NATO Review á ensku og fleiri tungum aöildarþjóða bandalagsins. Þetta rit nefnist NATO- fréttir á íslensku og kemur út árlega meö úrvali greina úr mánaöarritinu. NATO- fréttir eru nýlega komnar út og í þeim er aö þessu sinni meöal annars aö finna grein um mannvirkjasjóð Atlantshafs- bandalagsins. Vaxandi áhugi sýnist fyrir því hér á landi, aö þaö sé kannaö hvort Islendingar eigi aö tengjast þeim sjóöi með einum eöa öörum hætti. í Stakstein- um í dag er birtur kafli úr umræddri grein í NATO-fréttum. samhlida því sem herinn hefur afnot af þeim. Frá hagnaði gistilands- ins má draga kostnað vegna landakaupa og nauð- synlegra tengivirkja, svo sem vegagerðar, sem gisti- landið kostar venjulega. En um raunverulegan fjár- hagslegan hagnað er yfir- leitt að ræða í gistilöndum, eins og bezt sést af þvf, hve hart aðildarríkin keppa oft um það að láta NATO reisa mannvirki eða vinna að há- tækniframleiðslu innan landamæra sinna, ekki sízt, þegar harðnar á daln- um í efnahagsmálum. Viöurkennd verkefni Fé úr hinum sameigin- lega mannvirkjasjóði er að- eins veitt til fastra mann- virkja, sem reist eru vegna tilmæla helztu herstjórna NATO tU þjálfunar fyrir fjölþjóðlegan herafla á frið- artímum eða til notkunar á stríðstímum og sem eru í samræmi við ákveðnar reglur, sem bandalagið set- ur um gerð mannvirkj- anna. Á fyrstu árum Atl- antshafsbandalagsins var helmingi af framkvæmda- fénu varíð til þess að leggja flugbrautir, vegna þess að Eisenhower, hershöfðingi, fyrsti yfirmaður Evrópuher- stjórnar bandalagsins, taldi, að án fhigvalla værí eklti unnt að halda uppi venjulegum vörnum í Evr- ópu. Nú eru þessir fhigvell- ir orðnir 25—30 ára gamlir, og þarfnast margir endur- bóta. Margar olíustöðvar, en tU þeirra teljast leiðslur, geymar og dreifibúnaður, hafa verið reistar fyrir fé úr mannvirkjasjóði NATO. TU þeirra var varið miklum fjárhæðum á fyrstu árum bandalagsins, og þessar stöðvar er nú nauðsynlegt að endurnýja. Fjarskipta- stöðvar voru fyrst reistar af Vestur-Evrópusambandinu, og NATO lét reisa margar slíkar stöðvar með hefð- bundnum tæknibúnaði. Siðar réðst bandalagið í að koma á fót gervihnatta- kerfi til fjarskipta, og var hið fyrsta tekið í notkun 1970. Á því ári var einnig ákveðið að koma á fót tölvuvæddu stjórn-, eftir- lits- og boðkerfi NATO (OCIS), og 1971 ákvað NATO að koma upp sam- ræmdu fjarskiptakcrfi (NICS) undir eigin stjórn (NICSMA). Stóð mann- virkjasjóðurinn undir þess- um framkvæmdum öllum. Ratsjárstöðvar hafa einnig verið reistar fyrir fé úr sjóðnum, og má þar sér- staklega nefna loftvarna- kerfið í Evrópu (NADGE), sem byggist á ratsjárstöðv- um, er teygja sig frá Norður-Noregi til Austur- Tyrklands. Unnið var að NADGE á árunum 1966—1973, og þá var komið á fót sérstakrí skrífstofu (NADGEMO) tU að hafa stjórn á fram- kvæmdum við kerfið, sem kostuðu 110 milljónir IAU. Þótt Frakkar ákvæðu 1966 að hætta aðild að mann- virkjasjóði NATO, eru þeir enn þátttakcndur í þessu loftvarnakerfi. Af öðrum framkvæmd- um, sem fjármagnaðar hafa verið úr mannvirkja- sjóðnum, má nefna bygg- ingar fyrir herstjórnir, flotastöðvar, skotpalla fyrír eldflaugar, birgöastöðvar og siglingatæki. Nýjustu mannvirkin komu til sög- unnar 1980, og er þeim ætl- að að auðvelda liðsauka, sem sendur er til fjarlægs lands á hættutímum, að at- hafna sig. Þar má nefna hvers konar birgðastöðvar, tækjakost, skotfæri, vara- hluti og fieira þess háttar. Verkefnin, sem njóta fjárstuðnings úr mann- virkjasjóðnum, hafa breytzt mikið í samræmi við breyttar kröfur — jafn- vel þótt ekki sé litið til nýrra þátta, eins og stuðn- ings við liðsauka. Tækni- framfarir hafa sett mikinn svip á verkefnin og þá einkum á sviði fjarskipta. Nú er verið að Ijúka við fyrsta hhita NlCS-áæthin- arinnar, þar sem tækja- búnaður er mjög fiókinn, en hann verður enn fiókn- ari f öðrum hluta hennar. Sömu sögu er að segja um stjórn-, eftirlits- og boð- keifið (CCIS), sem tengir herstjórnir bandalagsins saman, og um stjórnkerfi flughersins (ACCS), sem nú er unnið að til að full- komna NADGE-loftvarnar- kerfið. Fhigvallagerð hefur orðið margbrotnari með ár- unum, því að vélarnar, sem þar athafna sig, þurfa mun fjölbreyttari þjónustu en áður. Þessi nýju mannvirki eru ekki aðeins dýrari en hin eldri og krefjast flókn- arí varahluta og meira viðhalds, heklur er einnig erfiðara en áður að standa að gerð alþjóðlegra útboða, sem ná til allra þátta. Lengri tíma þarf nú til að undirbúa útboðin og semja þau en þegar um einfaldari framkvæmdir var að ræða.“ Námskeið fyrir fólk í barnaverndarnefndum SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur á undanfórnum mánuðum haldið námskeið um meðferð barna- verndarmála fyrir fólk sem starfar í barnaverndarnefndum og félags- málastofnunum. Alls hafa verið haldin fjögur námskeið og voru þátt- takendur samtals 94. Á námskeiðinu voru flutt fjöl- mörg erindi um ýmis mál tengd barnavernd. Björn Líndal formað- ur Barnaverndarráðs íslands fjallaði um yfirlit um lögboðin verkefni barnaverndaryfirvalda, Helga Hannesdóttir barnageð- læknir á Geðdeild Barnaspítala Hringsins greindi frá athugun á tengslum barna við foreldra, Drífa Pálsdóttir deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu fjallaði um for- sjá barna við skilnað foreldra ásamt könnun á helstu þáttum er taka ber tillit til við ákvörðun for- sjár, Dögg Pálsdóttir formaður Barnaverndarnefndar Reykjavík- ur fjallaði um gerð umsagnar í forsjármáli og var með verkefni, Guðrún Erlendsdóttir dósent við lagadeild Háskóla Islands fjallaði um meðferð úrskurðarmála hjá barnaverndarnefndum og Svandís Skúladóttir deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu flutti er- indi um skipulag dagvistarmála — hlutverk barnaverndaryfirvalda. Þá var starfsemi Geðdeildar Barnaspítala Hringsins, Ungl- ingaheimilis ríkisins og Kvik- myndaeftirlits ríkisins kynnt. Samband íslenskra sveitarfé- laga hefur ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu um varnir gegn áfengis- og fíkniefnum dagana 20.—21. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.