Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 16

Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 Spóli vef*ri, Gísli Halldórsson, vaknar af værum blundi. Síðustu sýningar á Draumi á Jónsmessunótt LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir Draum á Jónsmessunótt í næst síö- asta sinn á föstudagskvöld. f frétt frá LR segir að sýningin hafi hlotið einróma lof gagnrýnenda. Þetta er ein viðamesta og fjölmennasta sýn- inga, sem Leikfélagið hefur ráðist í síðari ár. Með stærstu hlutverkin í sýn- ingunni fara Gísli Halldórsson, Þorsteinn Gunnarsson, Bríet Héð- insdóttir, Guðmundur Pálsson, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Karlsson. Þá taka átta ungir leik- arar úr Leiklistarskóla íslands þátt í sýningunni, þeirra á meðal Jakob Þór Einarsson, Rósa Þór- isdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Kolbrún Erna Pétursdóttir og Þór Thulinius. Leikmynd gerði Grétar Reynisson, tónlist er eftir Jóhann G. Jóhannsson, leikstjóri er Stef- án Baldursson. Þess má geta að Ása Svavars- dóttir hefur nú tekið við hlutverki Hönnu Maríu Karlsdóttur, sem er við kvikmyndaleik á Ítalíu. Dagur aldraðra: Pétur Sigurðsson alþing- ismaður prédikar við messu í Dómkirkjunni Uppstigningardagur er ó morg- un, en hann hefur verið helgaður málefnum aldraðra í söfnuðum landsins undanfarin ár. Á morgun, fimmtudag 16. maí, verður messa í Dómkirkjunni, og hefst hún kl. 14.00. Við messuna mun Pétur Sigurðsson alþingis- maður prédika, en Pétur er jafn- framt forstjóri Hrafnistu í Hafn- arfirði og er einn þeirra manna, sem mesta þekkingu hafa á mál- efnum aldraðra hér á landi. Eftir messu verður öllum kirkjugestum 67 ára og eldri boð- ið til kaffidrykkju í Oddfellow- húsinu. Á meðan gestir njóta veitinga mun Magnús Jónsson óperusöngvari syngja einsöng við undirleik Marteins H. Friðriks- sonar dómorganista. Þetta hafa verið mjög ánægju- legar samverustundir á undan- förnum árum og er eldra fólkið í sókninni eindregið hvatt til þátttöku. Að sjálfsögðu eru allir hjart- anlega velkomnir til messunnar, bæði ungir og aldnir, þótt þessi dagur sé sérstaklega helgaður málefnum aldraðra. Hjalti Guðmundsson Egill Vilhjálmsson hf. selur hluta húss síns „ÁSTÆÐAN fyrir því að við ætlum að selja hluta af húsinu er einfald- lega sú, að þetta er allt of stórt fyrir starfsemi okkar hér og hentar ekki fyrir þann rekstur, sem við erum með,“ sagði Sveinbjörn Tryggvason, forstjóri Egils Vilhjálmssonar hf., er hann var spurður hvers vegna fyrir- tækið hygðist selja hluta af húseign sinni í Kópavogi. Eignin var auglýst til sölu í Mbl. á sunnudag. „Þetta hefur lengi staðið til,“ sagði Sveinbjörn. „Nú látum við verða af því að selja og förum jafnframt að hugsa fyrir því að byggja hentugra húsnæði á góðri lóð, sem við eigum.“ JMwgmifybifrifr Áskriftarsíminn er 83033 BAÐHUS VIÐ SAMSTARFSAÐILAR ÓSKAST Hitaveita Suðurnesja hefur ákveðið að leita eftir samstarfsaðilum um byggingu baðhúss við Bláa lónið í Svartsengi. Ennfremur gæti verið um rekstur eða rekstraraðild að ræða. Þeir aðilar sem áhuga hafa á þessu máli tilkynni það til Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, 260 Njarðvík, fyrir 1. júní 1985. HITAVEITA SUÐURNESJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.