Morgunblaðið - 15.05.1985, Side 21

Morgunblaðið - 15.05.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 21 Skipbrot peningamálastefnu Svar til Bjarna Braga Jónssonar Bjarni Bragi Jónsson sendir mér á ný tóninn í Morgunblaðinu. Er hann nú sár yfir því, að til hans var talað í sama dúr og hann talar til annarra. Honum gengur illa að sætta sig við það, að arður af fjár- magni, vextir, og arður af vinnu, kaupgjald, eru hliðstæður og þurfa jafnvægi sín á milli. Svo tekur hann upp hanzkann fyrir frænda sinn, dr. Benjamín H.J. Eiríksson. Um hann sagði ég ekk- ert annað en það, sem satt er og rétt. Hann fór hins vegar með dylgjur. Báðir eru þessir kumpán- ar haldnir öfund eða einhverskon- ar hugflækjum vegna útvarpser- indis míns 25/2. Þessi seinni grein Bjarna breyt- ir engu um það, að ég tel hann ekki viðræðuhæfan um hagfræði peningamála. Það er ekki fyrst-og fremst vegna skorts hans á kunn- áttu í faginu, heldur engu síður og jafnvel enn frekar vegna efasemda um heilindi hans. Bjarni er starfs- maður Seðlabankans og reynir af auðmýkt fyrir hönd yfirboðara sinna að verja peningamálastefnu, sem beðið hefir skipbrot. Mín af- staða er sú, að þeir, sem bera ábyrgð á þessari stefnu, eigi að standa sjálfir fyrir máli sínu. Þeir eiga raunar að gera það frammi fyrir þingnefnd. Dr. Magni Guðmundsson „Stjórn peningamála síöustu árin verður aö- eins líkt viö fúsk og klastur. Seinasta afrek- iö var aö setja peninga á eins konai uppboö meö „frjálsum“ vöxtum sl. sumar ii Akranes: Viðræður við Vöku um að fjarlægja bíla Bærinn fjarlægði bílhræ en var dæmdur skaðabótaskyldur Akranesi, 12. maí. OFT má heyra eða sjá í auglýsingum fjölmiðla tilkynningar frá sveitar- stjórnum þar sem fólk er hvatt til að fjarlæga bifreiðir sem eru I hirðú- leysi á almannafæri og ef það verði ekki gert innan ákveðins tíma verði það gert af öðrum á kostnað eig- enda. Nýlega tapaði Akraneskaup- staður málaferlum sem staðið höfðu um töku slíkrar bifreiðar. Eigandi bifreiðarinnar kærði ólöglega töku hennar í einni hreinsunarherferð bæjaryfir- valda. Bifreiðin hafði staðið við eina umferðargötuna og var dreg- in á svæði áhaldahúss kaupstaðar- ins og geymd þar. Þar voru unnar skemmdir á henni, m.a. voru rúð- ur brotnar og fl. Akraneskaup- staður var dæmdur til að greiða eiganda bifreiðarinnar bætur svo og málskostnað. Málinu var áfrýj- að til Hæstaréttar sem komst að sömu niðurstöðu og við það jókst enn kostnaður bæjarsjóðs. Mál þetta var til umræðu á bæj- STEYPIBAÐ Mí*- Þú stillir vatnshitann meö einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtur síðan steypibaðsins vel og lengi. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SIMI 2426" Allar stærðir fyrir allar spennur. Festingar fyrir DIN skinnur. I Gott verð. = HÉÐINN = VÉLAVÉRZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA Bjarni Bragi greinir frá því í hefti „Hagmála", að hann hafi numið viðskiptafræði í HÍ, sem var á tíma þegar nálega engin hagfræði var kennd í þeirri deild háskólans. Siðan hafi hann dvalist veturlangt í Cambridge — og komið heim próflaus að mér skilst. Þó tekur hann sér fyrir hendur að kenna mér og Gunnari Tómassyni hagfræði. Enga skýringu hefi ég á því, nema e.t.v. frændatengsl við dr. Jóhannes Nordal, hví þessi maður var gerður að hagfræðingi Seðlabankans og síðar aðstoðar- bankastjóra. Mörgum er spurn. — Stjórn peningamála síðustu ár- in verður aðeins líkt við fúsk eða klastur. Seinasta afrekið var að setja peninga á eins konar uppboð með „frjálsum" vöxtum sl, sumar. Árangurinn varð sá einn að beina peningastreyminu frá bönkum til verðbréfasala og einnig út á svart- an markað. Með haustinu varð svo „kollsteypa" í verðlags- og pen- ingamálum. Ný kollsteypa blasir við, nema yfirvöld geri þúsundum heimila, sem tekið hafa verð- tryggð lán, mögulegt að lifa af launum sínum. Fyrsta skrefið er að afnema lánskjaravísitölu, sem var ranglega upp byggð frá byrj- un. Næst er að koma verðbréfafyr- irtækjum undir lög eins og öðrum peningastofnunum. Þá og aðeins þá mun verðbólga geta hjaðnað varanlega. Þetta er aðalatriði, sem ráða- menn verða að gera sér grein fyrir. Hitt er aukaatriði, hvernig Bjarni Bragi Jónsson hagræðir sannleikanum. Það er sjálfsagt dæmigert fyrir hlutvendni hans, að hann kvað mig fara með rangt mál, þegar ég skýrði frá 500% verðbólgu í Brasilíu í febrúar sl. Verðbólga þar í landi, sagði hann, væri kringum 100%. En varla hafði Bjarni sleppt orðinu, þegar tilkynnt var, að verðbólga í Bras- ilíu hefði hækkað upp í 850%. Þetta er landið, sem haft var að fyrirmynd, þegar verðtrygging fjárskuldbindinga var upp tekin á íslandi. Er því deginum ljósara, að peningamálastefnan hérlendis hefir tekið mið af alröngum átta- vita. Islenzkur harmleikur. Höfundur starfar við hagrannsókn- ir í forsætisriðuneytinu. arstjórnarfundi á Akranesi fyrir skömmu og í máli bæjarstjóra kom fram að dómurinn væri stefnumarkandi og það væri nýj- ung að bætur væru greiddar vegna töku hirðuleysisbíla ef rétt væri staðið að töku þeirra. Tvennt væri núna til ráða sagði bæjarstjóri. Setja slíkar bifreiðir í mannheldar girðingar og vakta þær allan sólarhringinn eða láta draga þær í Vökuportið í Reykja- vík. Þetta þýddi aukinn kostnað fyrir eigandann hvor kosturinn sem valinn væri. Það nýjasta í þessu máli er að yfir standa viðræður við Vöku hf. í Reykjavík um að fjarlægja slíkar bifreiðir og flytja þær í port Vöku hf. Kostnaður verður svo settur á reikning eiganda og verður sjálf- sagt umtalsverður svo varla standa þessi bílhræ undir slíkum kostnaði. JG Kynnum ídag í Mjóddinni: London SgS- NýreyktJ^mp Hamborgari með brauði ° .00 pr.stk. Nýgrillað KjúkBngarogLambalæri - til að taka með ser. Lambakjöt í 1/1 skrokkum ^( niðursagað 2 St AÐEINS Eldhúsrúllur nSCllUr 398# 99 .00________ PrkS- AÐEINS MS Bruður Grófar - Fínar .00 250 gr. 45 Blandaðir ávextir .80 1/1 dós TTT 59 Jarðarber 7C.00 / 1/1 dós Opiðtilkl.18-30 í AUSTURSTR/ í Mjóddinni AU STURSTRÆTI & STARMÝRI. AUSTURSTRÆT117 - STARMYRI 2 MJODDINNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.