Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.05.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 23 Texti: HG Ljósmyndir: Friðþjófur séu nefnd. Við höfum komið upp mjög fullkomnu flutninganeti, bæði á jörðu niðri og í loftinu, og má segja að það sé lífæð okkar. Netið á jörðu niðri er til dæmis ekki síður mikilvægt en flugnetið. 400 manns af 40 þjóðernum Cargolux var á sínum tima stofnað að miklu leyti fyrir fram- takssemi Loftleiða, áður en flug- mál á íslandi voru útþynnt með sameiningu. Þrátt fyrir að hlutur fslendinga í Cargolux hafi farið minnkandi, eiga íslendingar enn stóran þátt í rekstri fyrirtækisins, því margir þeirra vinna þar enn. Alls vinna rúmlega 400 manns af um 40 þjóðernum hjá fyrirtækinu og þar af eru íslendingar um 80 alls. Byrjaði á versta tíma Ég byrjaði hjá Cargolux árið 1973 og hef verið hjá fyrirtækinu alveg síðan með háskólanámi, sem ég tók í Svíþjóð, ýmist á flug- rekstrarsviði eða sem hleðslu- stjóri. í ársbyrjun 1979 tók ég við starfi deildarstjóra markaðssviðs og um áramótin 1982—1983 flutt- ist ég svo til Miami með fjölskyld- una til að taka við starfi svæðis- stjóra í Bandaríkjunum. Það var reyndar á versta tíma hvað varð- aði rekstur félagsins svo við þorð- um ekki einu sinni að taka með okkur búslóðina eða varla nokk- urn skapaðan hlut, því það var fyrirsjáanlegt að öllu yrði lokað og rekstrinum hætt. Við mættum því á staðinn með fjórar ferðatöskur, bara það allra nauðsynlegasta og biðum hins versta. Síðan tókst okkur að koma auga á útþenslu- möguleikana hér í Banda- ríkjunum, sérstaklega á vestur- ströndinni. Það kostaði hins vegar mikla hagræðingu og mín beið það óskemmtilega starf að segja upp stórum hluta starfsfólksins, svo maður rauk ekki beint upp vin- sældalistann. Það hefur rætzt úr öllu saman, þó við séum reyndar ekki enn farin að taka búslóðina vestur, en það hlýtur að fara að gerast," sagði Þórarinn Kjart- ansson. — HG Einhvern veginn finnst manni það heldur óraunverulegt að sjá vélina opna „gogginn" og gleypa vörur í tonnatali, en því skyldi hún ekki „nærast" eins og aðrir fuglar þó hold hennar og blóð sé tæpast lífrænt? Á helztu flugvöllum heims eru mjög sérhönnuð tæki til lestunar og losunar vöruflutningavéla og flýtir það mjög fyrir allri vinnu. Aðalfundur Kaupfélags Borgfírðinga: Afkoman endurspeglar versnandi hag bænda Stafholti, 8. maí. * AÐALFUNDUR Kaupfélags Borgfirðinga var haldinn í Borg- arnesi dagana 6.-7. maí sl. Fund- inn sátu alls 79 fulltrúar auk stjórnar og gesta, en félagsmenn eru alls 1.297. Velta kaupfélagsins varð á síð- asta ári yfir 1 milljarður króna, enda er KB þriðja stærsta kaupfé- lag landsins. En þrátt fyrir mikla veltu varð verulegur halli á rekstrinum eða tæplega 11,8 millj- ónir kr. sem er um 1% af veltu. Skylt er þó að geta þess að upp- gjörsreglum var nokkuð breytt frá fyrri árum. Speglar þessi útkoma e.t.v. best versnandi hag bænda hér um slóðir enda hafa útistand- andi skuldir hjá KB hækkað um 28,5% á síðasta ári og hafa bænd- ur þó fengið skuldbreytingu upp á rúmar 14 milljónir króna. Þrátt fyrir þetta hefur eigin- fjárstaða styrkst nokkuð en lausa- fjárstaða er afleit eins og raunar flestra íslenskra fyrirtækja. Staf- ar það ekki síst af mikilli bindingu í útlánum. Á síðasta ári greiddi KB 85,8 m.kr. í laun og fastir starfsmenn voru í árslok 243, en á launaskrá á árinu komust alls 715. Auk iðnfyrirtækja og verslana í Borgarnesi og útibúa á Hellis- sandi, Vegamótum og Akranesi rekur KB mjólkursamlag og slát- urhús. Mjólkursamlagið tók á móti tæplega 9,6 millj. lítra á ár- inu og var það 3,95% aukning. Af innveginni mjólk er meira en helmingur seldur óunninn, en alls nam sala samlagsins 240,5 m. króna. Innleggjendum fækkaði nokkuð og voru þeir í árslok 187. í sláturhúsi félagsins var slátr- að alls 62.500 fjár og var það 15% fækkun frá árinu áður. Á síðustu 5 árum hefur sláturfé fækkað um 25.000. Hefur því verulegur sam- dráttur orðið á kjötframleiðslu á félagssvæðinu. Snertir þessi sam- dráttur auðvitað fjárhag kaupfé- lagsins, en landbúnaðarfram- leiðsla er um 45% af heildarveltu þess. Þá var 180.000 krónum úthlutað úr menningarsjóði til margvís- legra málefna. Nokkrar umræður urðu á fund- inum um væntanlegt frumvarp til _ laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem kynnt var á síðasta fundi Stéttarsambands bænda. Töluðu ýmsir framsögu- menn mjög á móti því, s.s. ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri, Gunnar Guðbjartsson og Guðlaug- ur Björgvinsson, forstjóri mjólk- ursamsölunnar. Fundu þeir frum- varpinu flest til foráttu og mátti helst skilja á máli þeirra að það væri aðför að samvinnufélöguunm auk þess sem vinnslustöðvar land- búnaðarins myndu ekki bera sitt barr ef að lögum yrði. Davíð Aðalsteinsson, alþingis- maður og stjórnarmaður í KB, sem sæti á í nefnd þeirri, sem samið hefur frumvarpsdrögin, andmælti þessu og taldi ýmislegt standa til bóta í frumvarpinu í fundarlok var svo samþykkt til- laga, þar sem segir m.a. að þótt mörg nýmæli í frumvarpinu séu til bóta séu önnur atriði óljós og vilji fundurinn því minna á nokk- ur atriði sem þurfi að vera ljós. Eru þar nefnd atriði eins og að bændum verði tryggður for- gangsréttur að íslenskum markað- in, bændum verði tryggð sömu kjör og sambærilegar stéttir njóta að tryggð verði með verðjöfnun að aðstaða afurðasölustöðva verði jöfnuð þannig að afurðaverð verði sem næst hið sama alls staðar. Ennfremur að aðlögunartími vegna skerðingar útflutningsbóta sé of skammur og ef afurðasölu- félögum verði gert skylt að stað- greiða búvörur þurfi að ákveða hvernig slíkt verði fjármagnað. Þá beinir fundurinn því til Al- þingis að afgreiðslu málsins verði frestað þar til betri kynning á því hafi farið fram og bændastéttinni hafi gefist ráðrúm til að koma sjónarmiðum sinum á framfæri. Fréttaritari Fuglaskoðunar- ferðir Útivistar Tvær fuglaskoðunarferðir eru á dagskrá Útivistar í dag og á morg- un. Hin fyrri er í kvöld og verður farið út á Álftanes. Þar verður hugað að ýmsum farfuglum, sem þar eiga leið um, t.d. margæs, rauðbrystingi og tildru. Ferðin hefst klukkan 20. Á uppstign- ingardag verður farið klukkan 13 í fulgaskoðunarferð á Hvalnes, Garðskaga og víðar. Áður en hald- ið verður þangað verður litast um á hvalasýningu náttúrufræðistofu Kópavogs. Leiðbeinandi í ferðun- um verður Árni Waag kennari. Farið verður frá Umferðar- miðstöðinni. Klukkan 9 á uppstigningardag verður einnig farið í eggjaleitar- ferð í nágrenni Hvalfjarðar. NOTADUR VOLVO o MANAOA ABYRGP \u SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 m viurn mvm vtm masi mm mvo Ef þú átt þokkalegan bíl, er hugsanlegt að við tökum hann upp i notaðan Volvo-skiptibíl, eða nýjan Volvo úr kassanum. Þetta gæti auðveldað þér að komast í hóp hamingjusamra Volvo-eigenda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.