Morgunblaðið - 15.05.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985
25
Um gleðina?
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Martha Chrístensen: Tusindfryd.
ÍJtg. Fremad.
Sex þroskaheftir einstakl-
ingar, sem hafa verið árum sam-
an á stofnun, eiga að hefja sam-
býli. Hér er verið að gera „fé-
lagslega tilraun" og menn binda
vonir við að fólkið geti bjargað
sér þrátt fyrir fötlun, að
minnsta kosti með tryggri hand-
leiðslu. Sjálf hlakka þau öll
fjarska mikið til. Guðrún á að
verða aðalhúsmóðirin á heimil-
inu. Nickie er að vísu fatlaðri en
hin og hann fær ekki vinnu, en
hann er síglaður og indæll og
finnur ekki ýkja mikið fyrir fötl-
un sinni, að minnsta kosti ekki
framan af. Svo er það Lisa, ung
stúlka og eftir lýsingu að dæma
mikið þroskaheft, en eins og
langflest vangefið fólk jákvæð
og blíðlynd. Hún og Morten fá
sér íbúð í húsinu. Þau eru par og
nú á að sjá hvernig gengur hjá
„svona fólki", eins og þau kalla
sig sjálf, að búa saman. Svo eru
það Ingvar og Frans, einu pers-
ónurnar sem ekki birtast ýkja
skýrar.
Elísabet félagsráðgjafi er vin-
ur hópsins og velgerðarmaður og
ekki síður maðurinn hennar
Jeppe, sem hefur unnið hug og
hjörtu og ekki sízt traust þeirra.
Með hjálp Elisabetar mun þetta
áreiðanlega ganga prýðilega.
Martha Christensen
Það er alténd lagt upp með
mikla bjartsýni í farangrinum.
Þessi saga er meistaralega
gerð, Martha Christensen nær
svo ótrúlega vel stemmningunni
á heimilinu, sambúðarörðugleik-
unum og vanmættinum sem
grípur þau þegar kjölfesta þeirra
bregst og umhverfið reynist
þeim fjandsamlegt.
ótrúlega næmur skilningur og
þekking á hugarheimi þroska-
heftra dugir þó ekki til, en listr-
æn tök Mörthu Christensen gera
þessa bók að perlu.
Rögnvaldsson varðar ekki um
slíkt. Auðvitað kætist hann yfir
hverri ambögu og beygingarvillu
sem hann heyrir. Það er hans fag
að rannsaka soddan. Því fleiri vill-
ur, því meira að rannsaka, því
meiri efniviður í kenningasmíð
alls konar um uppbyggingu máls-
ins. Það má ekki skamma Eirík
Rögnvaldsson þó hann stundi sín
fræði, ekki frekar en jarðfræðing-
inn sem hefur eðlilega meira gam-
an af eldgosum en sléttum völlum
og grónum grundum. Engum dett-
ur í hug að biðja jarðfræðing að
nota sinn lærdóm til að stöðva
eldgos; honum er aðeins ætlað að
skilja jarðarinnar aðskiljanleg-
ustu náttúrur og við erum öll sam-
mála um það hlutverk. Hvers
veg"a er ætlast til þess að mál-
fræðingar stöðvi þau frjóu umbrot
sem gera vart við sig í tungumál-
inu?
Þetta fánýta reiptog við mál-
fræðinga sem nenna hvort eð er
ekki að vera með hefur leitt til
þess að við gleymum aðalatriðinu:
Er yfirleitt nokkur von til þess að
mál agnarlítillar útkjálkaþjóðar
lifi af þegar þjóðin smáa er ekki
lengur vernduð af fjarlægðum og
studd dyggilega af fornum bókum,
íslenskum, en er skyndilega komin
innanum fólk, þjóðir heimsins,
milljónir sem ryðja útúr sér ann-
arlegum málum og drottna von
bráðar yfir allri daglegri menn-
ingarneyslu, töluðu og rituðu
máli?
Ef þus um smáatriði eins og
þessa eilífu þágufallssýki verður
ekki tekið af dagskrá þá mun út-
lenska, líklegast enska, drottna á
íslandi innan skamms. Flest lær-
um við ensku I skólum, okkur til
nokkurs gagns. Okkur er gert að
lesa námsbækur á því máli, horfa
á íslenskt sjónvarp með ensku tali,
tala við endalausan straum ferð-
manna sem þykir best að aukist
með hverju ári og þar fram eftir
götunum. öllum eru ljós þau ógn-
arítök sem enskan hefur og
ástæðulaust að japla þeim. Hitt
vefst fyrir fólki að Islendingar eru
svo ógnarfáir að ein og óstudd get-
um við aldrei haldið því til streitu
að á íslandi verð' töluð íslenska.
Við þurfum mótvægi við þá
menningarlegu einstefnu sem
hlýst af drottnunargirni enskunn-
ar á heimsmarkaði. Og það mót-
vægi er helst að finna hjá þeim
sem búa við sama óttann og við;
þeim smáþjóðum sem standa okk-
ur næst: Norðurlandaþjóðunum.
Ef við höldum ekki fast í hendurn-
ar á þeim er hætt við að við týn-
umst og hver heyrir þá hróp eybú-
ans um að íslenskan sé mál mála
— ef við höfum í sjálfbirgings-
hætti sleppt hendinni af þeim fáu
hlustendum sem við getum vonast
eftir?
Með stuðningi þessara grann-
þjóða okkar getum við snúið okkur
að þeirri einu málrækt og mál-
vernd sem nokkru skiptir: Að
styðja við bakið á allri starfsemi
sem hugsanlega getur farið fram á
íslensku: Bókmenntum, leikhús-
um, blöðum, tímaritum, fræði-
skrifum og auðvitað miklu meiri
íslensku í fjölmiðlum allra lands-
manna, útvarpi og sjónvarpi. Þýð-
ingar má stórauka, allt frá auglýs-
ingapésum og kennslubókum til
vandaðra skáldverka — og þar
verður að styrkja hraustlega úr
sameiginlegum sjóðum, bæði til að
vandaðir þýðendur fáist og útsölu-
verði megi stilla í hóf.
Ef málpólitík íslendinga snýst
ekki um þetta aðalatriði þá verð-
um við fyrr en varir komin í þá
aðstöðu að hlusta og lesa og tala á
ensku í öll mál. Umræðan gamla
um málvillur verður hláleg og
málfræðingar og brennandi
áhugafólk um íslenskt mál munu
hittast til að tala gamla málið og
syrgja þá tíð þegar íslenskan var
lifandi mál, töluð af fólki sem
mótaði hana í munni sér og
breytti, notaði stundum þágufall
fyrir þolfall, hliðraði til merkingu
orðanna til að leiða hugsun sína á
nýjan veg, var ekki alltaf sam-
mála um einstakar beygingarend-
ingar en hafði þrátt fyrir allt
rænu á að nota málið hvunndags,
jaska því út, um leið og upp risu
snillingar sem gátu skrifað Njálur
og íslandsklukkur — allt á sama
málinu; máli sem á kannski eftir
að fylla flokk útdauðra mála fyrr
en okkur grunar.
Og hvers mega sín þá orð
skáldsins?
Höfundur er riA nám rið háskól-
ann í Dyflinni á írlandi.
Þessi vinsælu barnaleiktæki nú aftur fáanleg.
Hentug viö sumarbústaöi og heimaleikvelli.
Pantanir óskast sóttar
Aðalhlutverk: Robert Carradine, Anthony Edwards, Ted McGinley.
Leikstjóri: Jeff Kanew.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
!!■■■■■
JJJL
Sími 78900
frumsýnir grínmynd ársins
Hefnd busanna