Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 26

Morgunblaðið - 15.05.1985, Page 26
26 MOROUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1985 í trjágarði landfógetans og Hressingarskálans — eftir Pétur Pétursson þul Einn fjölsóttasti og vinsælasti sumarveitingastaður i Reykjavík var um langt skeið trjágarður Hressingarskálans við Austur- stræti. Það vakti óskipta athygli bæjarbúa þegar það gerðist „einn góðan veðurdag", eins og segir í ævintýrunum, að upp var lokið un- aðsreit Árna landfógeta Thor- steinssonar, trjálundi er leynst hafði að húsabaki og ljómaði nú í fegurð sinni og blóma, á sól- skinsmorgni, vakinn af Þyrnirós- arsvefni hálfrar aldar. Árni Thorsteinsson var einn helsti forgöngumaður um trjá- rækt í höfuðstaðnum og undi sér tíðum í blómagarði sínum. Þangað hafði hann flutt moldarbingi, hvert vagnhlassið af öðru. Lét hann dreifa moldinni á hraun og möl sem fyrir var og búa væntan- legum gróðri vaxtarskilyrði. Reynitré — plöntur, sem hann gróðursetti „sótti hann suður í Al- menninga, Straumshraun", segir Hákon skógræktarstjóri Bjarna- son. Bróður Árna landfógeta, Steingrím skáld Thorsteinsson, dreymdi draum hjarðsveinsins að hætti skálda. Þar nálgaðist hann meyjarmunn í birkilaut. Landfóg- etinn fann „skógarilminn í gegn- um svefninn", eins og segir í frægri bók. Hann hlúði að plönt- um sínum af nærfærni og alúð. Jafnframt því að rækta einn feg- ursta trjágarð bæjarins vildi hann vöxt og viðgang fésýslu og sparn- aðar. Þess vegna gekkst hann fyrir stofnun Sparisjóðs Reykjavíkur. Að sjúkum vildi hann hlynna og stofnaði spítala. Sonur Árna land- fógeta, Hannes lögfræðingur og bankastjóri, tók við merki föður síns í trjáræktarmálum og forystu Garðyrkjufélags. Það var stutt leið frá rykmettuðum höfuðbókum og vatnsbláum víxileyðublöðum Islandsbanka í heilnæmt skógar- loft og grænan gróðurreit handan götunnar. Árni tónskáld, annar sonur Árna landfógeta, minntist blómanna í tónum sínum: „Nú saman leggja blómin blöð er brostu fyrr mót sólu glöð“ segir í ljóði Magnúsar Gíslasonar, sem alþjóð þekkir eigi síst vegna lags Árna, eða hver kannast ekki við „Nótt“, hið fagra lag. Þá segir Árni tónskáld I ljóði sínu „ísland“: „glitklæði þín skóp þér hamingju- dís.“ í garði landfógetans, bernsku- heimili tónskáldsins, gaf að líta glitvefnað jarðargróða, marglitar blómabreiður og trjálundi. Þar kom sögu trjágarðsins við Austur- stræti að kristileg samtök ungra manna, KFUM, eignuðust hús landfógetans og garð. Spyrjast nú eigi tíðindi þaðan um skeið. Fæst- ir bæjarbúar vissu um tilvist garðsins þótt „rúnturinn“, ólgandi mannlíf Reykjavíkur, iðaði á stétt og stræti, fáeina faðma utangarðs. Það þurfti fjöllyndan mann og fjölhæfan til þess að rjúfa þyrni- gerðið sem „hóf sig hátt“, og greiða almenningi leið í garðinn. Það tókst er Björn Björnsson bak- ari tók á leigu afnot af húsakynn- um og garði landfógetans og KFUM. Björn hafði áður starf- rækt veitingastofu sína, Hress- ingarskálann, f húsi Nathans & Olsens við Pósthússtræti, þar sem nú er verslunin Hygea. Björn var hugkvæmur athafnamaður. Faðir hans, Björn Símonarson, var góð- kunnur iðnaðarmaður á sinni tíð. Gull- og silfursmiður, lærður úr- smiður í Kaupmannahöfn. Auk fínsmíði og nosturs við smágjörva gull- og silfurgripi og úrverk hafði Björn mörg önnur störf á höndum. Brauðgerð og veitingastofu starf- rækti hann um skeið. Það var við dúkað veitingaborð Björns Simon- arsonar sem Þórbergur Þórðarson naut veitinga góðtemplarans, drakk límonaði hans og fullvissaði þennan sveitunga sinn um að hann gæti vel „gengið" í stúkuna. Það þyrfti ekki að „bera“ sig upp. Kristín Björnsdóttir, kona Björns Símonarsonar, mun hafa átt drjúgan þátt í velgengni fyrir- tækja þeirra er maður hennar veitti forstöðu og hvergi sparað krafta sína að leggja hönd að verki. Synir þeirra hjóna, Björn bakari og Árni Björn gullsmiður, létu þvi eigi merkið falla í iðn- greinum þeim, er faðir þeirra hafði verið stéttarsómi. Skiptu þeir bræður með sér verkum þannig að Árni Björn rak gull- smíðaverkstæði og verslun á horni Austurstrætis og Lækjargötu, en Björn köku- og konfektgerð við Vallarstræti. Son átti Kristín frá fyrra hjónabandi. Var það Har- aldur Árnason kaupmaður í Har- aldarbúð. Faðir hans var Árni Björnsson skrifari á Pósthúsinu í Reykjavík, fyrri maður Kristínar. Haraldur hófst til virðingar í verslunarstétt. Á þessum árum réð hann ríkjum í gamla Presta- skólahúsinu og stýrði verslun sinni, Haraldarbúð, þar sem nú er Karnabær. Haraldur var jafnan kjörinn til konungsfylgdar er tigna gesti bar að garði. Við starfsfólk sitt var hann ljúfur og alþýða bar honum gott orð. Sé þess freistað að nafngreina gesti þá er njóta veitinga í garði Hressingarskálans á sólbjörtum sumardegi um miðjan fjórða ára- tug aldarinnar verður Ijóst að bræður tveir sitja við borð ásamt þriðja manni vinstra megin mynd- inni, næst neðra horni. Það eru tveir kunnir embættismenn, Gunn- ar Möller, lögfræðingur, forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur um langt skeið, og Baldur Möller, fyrrum ráðuneytisstjóri dóms- mála. Þeir bræður eru synir Jak- obs Möller. Jakob var kunnur borgari, ritstjóri, bæjarfulltrúi og ráðherra. Þeir bræður tóku virkan þátt í söng- og íþróttalífi. Gunnar söngmaður og undirleikari Fóst- bræðra, Baldur hiaupagarpur og skákmeistari. Móðir þeirra bræðra var af ætt Péturs Guðjohnsen org- anleikara Dómkirkjunnar. Kona Péturs, Guðrún Knudsen, hlaut verðlaun danskra stjórnvalda fyr- ir garðrækt. Gamlir Reykvíkingar minnast margra garða Knudsens- fólks, allt frá Suðurgötu og vestur á Sólvelli. Að baki Gunnars má sjá 3 stúlkur er sitja saman við borð. Kunnugir telja að sú þeirra er snýr vanga að áhorfanda og ber hvíta húfu á höfði muni vera Ása Sigurðardóttir. Hún var dóttir Sigurðar Ólafssonar, rakarameist- ara í Eimskipafélagshúsinu. Ása vann um tíma við afgreiðslu í Tóbakshúsi Engilberts Hafbergs. Hún var fríð og einkar geðþekk stúlka. Afgreiddi unga sendimenn úr stofnunum í grenndinni með lipurð, hvort sem beðið var um Gelbesorte-vindlinga handa Indr- iða Waage leikara, Melachrino handa Guðmundi Ólafs, Hellas handa Helga bankastjóra Guð- mundssyni eða mislitt tyggjó sem unglingum þótti eftirsóknarvert. Svo var einnig tekið við auglýsing- um Morgunblaðsins þarna, því Hafberg var auglýsingastjóri blaðsins, jafnframt kaupmennsk- unni. Bróðir Ásu er Páll rakara- meistari, sá er snyrtir Nóbels- skáldið. Stallsystur Ásu, vinkonur er hjá henni sitja, ættu að þekkjast af kunnugum. Laufey Guðmundsdóttir, kona Einars Árnalds fyrrum hæstarétt- ardómara, og Ása voru góðar vin- konur. Laufey minnist þess að þær hafi oft á góðviðrisdögum mælt sér mót í garðinum. Með þeim voru þá stundum Guðrún Briem, Unnur Magnúsdóttir og dætur Davíðs Ólafssonar bakara, þær Helga og Elín. Það kynni að vera einhver þeirra er situr við sama borð. Laufey rifjar upp sögu frá fyrstu árum útvarpsins. Hún dvaldist á Spáni hjá föðurbróður sínum, Helga Guðmundssyni, er þá var sendimaður þar syðra en stðar bankastjóri Útvegsbankans. Skrifaði hún frænku sinni, Guð- rúnu Reykholt, er starfaði hjá Ríkisútvarpinu. Greindi frá falli Alfons Spánarkonungs er honum var hrundið úr veldisstóli. Bréf Laufeyjar var lesið í útvarp og var eina erlenda fréttin í það sinn. Hefir þess oft verið minnst síðar. Næst stóru, limmiklu og há- vöxnu tré situr maður ljós yfirlit- um. Þar má greina Sigurð Arnalds kaupsýslumann og bókaútgefanda. Sigurður er einkar ljúfur maður og viðræðugóður, smekkmaður í bókavali og útgáfu. Nægir að nefna útgáfu hans á fornsögum ýmsum og árlega útgáfu ritverka góðvina hans, Tómasar Guð- mundssonar og Sverris Kristjáns- sonar. Andspænis Sigurði situr Guðrún Kemp. Við langborð, nær miðju, situr hópur ungs fólks. Þar má þekkja Ásgrím Ragnars. Hann situr við borðsenda, berhöfðaður. Ásgrímur var lengi starfsmaður Utvegs- bankans, en síðar Flugmálastjórn- ar á Keflavíkurflugvelli. Ásgrímur var bróðursonur Láru Ólafsdóttur, kaupkonu á Akureyri, þeirrar er Þórbergur ritaði bréf sitt til, sem frægt varð, en föðurbróðir Ás- laugar Ragnars blaðamanns og rithöfundar. Ásgrímur var léttur í máli, röskur í starfi og góður fé- lagi. Ymsar tilgátur hafa komið fram um þá aðra er sitja við borð með Ásgrími. Eigi verður sagt um það með vissu, en nefna má ágiskanir ýmsar. Sumir telja að sá sem situr við borðsendann og hefir hatt á höfði sé Jóhann Salberg Guð- mundsson sýslumaður, en aðrir nefna Jónas Thoroddsen borgar- fógeta. Þá eru aðrir í hópi karl- manna taldir vera einhverjir eft- irtalinna: Einar B. Pálsson, verk- fræðingur, ólafur Friðriksson rit- stjóri eða Þorsteinn Egilsson bók- ari og einhver tilgreinir Jón Þór- arinsson tónskáld sem líklegan. Allt eru þetta tilgátur einar. Margir þykjast þekkja svip ung- meyjanna. Eru þar tilnefndar skrifstofustúlkur Eimskipafélags íslands eða tónlistarmeyjar, nem- endur í Tónlistarskólanum, sumir nefna EUingsensystur. Allt er það óljóst og eru fleiri tilgátur en hér er greint frá. Einhver í hópi les- enda kynni að leysa úr því. Næst gangstígnum, á miðri mynd, sitja tveir menn við borð. Annar berhöfðaður, hinn með grá- an hatt á höfði. Margir telja að hinn fyrrnefndi sé Sigurður Nor- dal prófessor. Nordal flutti nokkru síðar útvarpserindi þau er fræg urðu. Nefndi hann erinda- flokkinn „Líf og dauða", en það var einmitt sama heiti og Einar H. Kvaran kallaði fyrirlestra, er hann birti árið 1917. Ekki svo að skilja að Nordal hafi þurft í smiðju til annarra um efnisval eða nafngiftir, en mjög sýndist sitt hvorum um málefni mörg, þá er þeir deildu á opinberum vettvangi og er það önnur saga, er lesa má um í bókinni „Skiptar skoðanir". { einu erinda sinna í flokki þeim er fyrr var nefndur komst Sigurð- ur Nordal þannig að orði: „Eg er orðinn rniklu léttúðugri en eg var á mínum yngri árum, veit betur að öll þekking er í molum, aðrir ófullkomnir eins og eg sjálfur, og eg kæri mig minna og minna um, hvernig á mig er litið og um mig dæmt.“ Margt er minnisstætt úr rit- gerðum og ræðum Nordals. Á öld geimfara og tunglferða má gjarn- an rifja upp hvað hann sagði er hann var inntur álits um gönguför Armstrongs, bandaríska geimfar- ans, er fyrstur steig fæti á tunglið. Tilvitnunin er skv. minni: „Geim- farinn er fyrstur steig fæti á tunglið flutti þaðan engin tíðindi önnur en þau, er íslenskt skáld, Jón Ólafsson, hafði sagt þjóð sinni í Ijóði, á liðinni öld; þau, að mán- inn væri „hrímfölur og grár“. Sumir þeir er hafa spreytt sig á að þekkja gesti þá er greina má á myndinni telja að eigi sé rétt til getið um prófessor Sigurð Nordal. Telja þeir hinir sömu sig þekkja Þórð Albertsson, nafnkunnan mann, bróður Kristjáns Alberts- sonar rithöfundar. Þórður var víð- förull maður og háttvís. Hann var vinmargur í Reykjavík og vakti hvarvetna athygli fyrir heims- borgaralegt fas. Þórður var fædd- ur á Akranesi en uppalinn í Reykjavík, við Túngötu voru æskustöðvar hans. Víkingur var félag hans. Þar gegndi hann lengi stöðu bakvarðar við góðan orðstír. Baldur Andrésson tónskáld seg- ir þá Þórð og Sverri Forberg hafa staðið sem „kletta úr hafinu" og „sneru sókn óvinanna í vörn þeirra, stundum með einu skoti". Gamlir KR-ingar og Víkingar minntust þess einnig er Þórður lék Ketil skræk í Skugga-Sveini. Er- lendur Ó. Pétursson lék þá Skugga-Svein. Þórður Albertsson réðst snemma til verslunarstarfa. Gu- ido Bernhöft minnist hans sem góðs starfsfélaga hjá Johnson & Kaaber árið 1919. Síðar réðst Þórður til starfa hjá frændum sín- um, Kveldúlfsbræðrum. Seinna varð hann erindreki fisksölusam- taka,a erindreki í Miðjarðarhafs- löndum, Ítalíu, Grikklandi og Eg- yptalandi. Starfaði einnig á veg- um alþjóðastofnana erlendis. Gegndi þar margskonar trúnað- arstörfum í matvælastofnunum. Þórður Albertsson setti lengi svip á bæinn og verður minnisstæður. „Hann kom hingað heim um leið og farfuglarnir boðuðu sumar- komu,“ sagði góður Reykvíkingur nýlega. Ólafur Magnússon, konunglegur hirðljósmyndari, situr við þetta borð. Hann ber vinstri hönd að Ijósum hatti. ólafur var einn kunnasti borgari Reykjavíkur á sinni tíð. Þau systkinin, börn Magnúsar ólafssonar ljósmyndara, voru að góðu kunn, Tryggvi, verslunar- maður og leikari, Pétur Hoff- mann, bankamaður, Ásta, ríkisfé- hirðir, Karólína Þorbjörg og Karl, héraðslæknir í Keflavík. Ólafur var íþróttamaður góður og tók virkan þátt í félagsmálum auk þess að stunda iðn sína af kappi og smekkvísi. Safn þeirra feðga af ljósmyndum geymir merkar heimildir um mannlíf og athafnir. Við borðið næst ólafi Ijósmyndara sitja þrír menn. Tveir þeirra með hatt á höfði, hinn þriðji berhöfðaður. Þar þykj- ast menn greina Harald Árnason kaupmann. Hann átti með Birni bróður sínum mikinn þátt í blóm- legri starfsemi garðsins og Hress- ingarskálans á sinni tíð. Þegar hefir verið greint frá Haraldi og starfi hans. Þá, sem ekki þekkja til, kynni að furða á því, að unnt sé að segja til um hver situr til borðs mað Har- aldi Árnasyni. Þótt naumast sjáist nema silfurhærur og grár Bors- alino-háttur, sem ber með sér að honum hefir oft verið lyft með til- heyrandi reverensíu telja kunnug- ir að eigi orki tvímælis að þar sitji Sigurður Eggerz, fyrrum ráð- herra, P&Ó, gamlir starfsmenn Haraldarbúðar, staðfesta tilgát- una um hattinn. Magnús Magn- ússon ritstjóri (Stormur) segist hafa orðið Sigurði samferða stutt- an spöl á götu. „Hann tók í sífellu ofan og virtist veitast það ofur létt.“ Það voru fleiri tákn á merkjamáli kurteisi og siðfágunar sem heimsmaðurinn og ráðherr- ann fyrrverandi kunni, en að lyfta hatti og heilsa vegfarendum, er hann mætti á leið sinni. Sam- fylgdarmönnum gat hann sinnt með þeim hætti að minnisstætt varð og þótti vert frásagnar. Sag- an um það er þeir Georg Brandes, bókmenntagagnrýnandinn frægi og Sigurður Eggerz komu jafn- snemma að anddyri í Kaupmanna- höfn þótti bera vitni um hug- kvæmni í hofmannlegum orða- skiptum. Brandes nemur staðar við dyrnar og segir: „Forsætisráð- herrann fyrst.“ Sigurður Eggerz svarar að bragði: „Forsætisráð- herrann í ríki andans fyrst." (Oddvitinn í ríki andans.) Engan þarf að undra þótt Georg Brandes horfði til þess með nokk- urri eftirvæntingu og tilhlökkun að hitta Sigurð Eggerz að máli og eyða með honum dagsstund í hópi góðvina er hann frétti nokkru síð- ar um ferðir íslenska forsætisráð- herrans í Kaupmannahöfn. Ib Sig- urjónsson, ekkja Jóhanns Sigur- jónssonar skálds, rifjar upp að- draganda að fundi þeirra og segir frá því er þeir hittust á heimili hjónanna. Sigurður Eggerz hafði nokkrum árum áður haldið „leiftr- andi ræðu fyrir minni Brandesar í Félagi íslenskra stúdenta í Kaup- mannahöfn". Þau hjónin, Ib og Jó- hann, eru gestir á heimili Georgs Brandes er hann segir: „Ekki vild- uð þér gera mér þann greiða, frú, að bjóða mér heim til yðar, ásamt Eggerz vini mínum." Veislan fór að flestu vel fram. Þó horfði svo um stund að Sigurð- ur Eggerz, sem annars lét svo vel að fága orð sín og fella í stuðla, spillti veislugleði Jóhanns Sigur- jónssonar með orðum sínum: „Hvað veit danskt skáld um ís- lensk stjórnmál?" En Brandes ið- aði í skinninu af ánægju er vinir hans deildu og svo féll allt I ljúfa löð. Annar Brandes, Edward, kunn- ur stjórnmálamaður, fjármála-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.